Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Side 11

Norðurslóð - 17.12.1985, Side 11
Þjóðskáldið á Sigurhæðum í minningu 150 ára afmælis Matthíasar Þjóðskáldið Matthías Jochumsson átti 150 ára fæðingarafmæli 11. nóvember síðastliðinn. Af því m.a. að við Eyfirðingar vorum svo stálheppnir að fá að hafa hann okkar á meðal síðari hluta æfi hans er bæði rétt og skylt að við sýnum minningu hans meiri ræktarsemi en aðrir landsmenn. Það gerðu Akureyringar raunar á afmælisdegi skáldsins bæði við legstað hans í kirkjugarðinum þar og í ríkis- útvarpinu. Við viljum einnig gera það með því að birta hér mynd af séra Matthíasi og eitt Ijóð hans. Það er hið innblásna Ijóð Leiðsla. Við birtum þetta hér á sömu síðu og hina hefðbundnu Ljóða- getraun og vonumst til þess að þeir Ijóðaunnendur, sem ekki þekkja þetta kvæði vel, lesi það nú af gaumgæfni og læri það helst utan- bókar. Það væri nokkurs virði. Leiðsla Og andinn mig hreif upp á háfjallatind, og ég horfði sem örn yfir fold, og mín sál var lík is-tœrri, svalandi lind, og ég sá ekki duft eða mold. Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil fullt með grjótflug og hrœfugla-hljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheima-spil, uns á tindinum hœsta ég stóð. Mér þótti sem hefði ég þolað allt stríð, allt, sem þola má skjálfandi reyr, og mér fannst sem ég þekkti’ ekki háska né hríð, og að hjarta mitt bifðist ei meir. En min sál var þó kyrr, því að kraftanna flug eins og kyrrasta jafnvœgi stóð, og mér söng einhver fylling í svellandi hug eins og samhljóða gullhörpuljóð. Ég andaði himinsins helgasta blœ og minn hugur svalg voðalegt þor, og öll hjarta míns dulin og deyjandi frœ urðu dýrðleg sem Ijómandi vor. Eins og heilög guðs ritning lá himinn og sœr, allt með himnesku gullletri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdar-skœr eins og deyjandi guðs-sonar náð. Ljóðagetraun 1985 1. Hvað lagði ég í kjöltu þér? 2. Hvenœr rís gafl úr gráðinu? 3. Hve lengi munu niðjar íslands minnast þín? 4. Hver telur tárin mín? 5. Hvað ber mót þíns heimalands? 6. Hvar heldur Grœðir anda? 7. Hvað er öllum hafís verra? 8. Hvað er skaparans meistaramynd? 9. Hvar átti ég löngum mitt sœti? 10. Við hvað leika kýrnar? 11. Hvenœr er sœlt að vera fátœkur? 12. Hver fjarlœgist sumarból? 13. Hvað er handan við Okið? 14. Hvað stynur sem strá í nœturkulda blœ? 15. Hverju geta börnin þó treyst? 16. Hvar svaf krummi á kaldri vetrarnóttu? 17. Hver tók að klingja kátt og fast? 18. Hver hefur blekkt oss vondslega? 19. Hvað er ungum allra best? 20. Hvenœr er fagurt í Fjörðum? 21. Hvar glóir geldingahnappurinn einn? 22. Hvar vil ég helst leggja lúin bein? 23. Hvað var eins og blessuð skepnan skildi? 24. Hvar stendur eykonan forna og alkunna? 25. Hvað lá eins og heilög guðs ritning? Bókaverðlaun verða veitt fyrir rétta lausn kross- gátu Norðurslóðar svo og fyrir Ijóðagetraun. Lausn skal hafa borist fyrir 15. janúar 1986 og verður dregið um vinningshafa ef fleiri réttar lausnir berast. Eins og áður gefur bókaútgáfan Skjaldborg verðlaunabœkurnar. Bæj amafnagátur Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra er einn af áhugasömum lesendum Norðurslóðar og hefur stundum sent okkur vísubotna. Nú hefur hann sent blaðinu meðfylgjandi bæjarnafna- gátur, sem hann hefur einhvern tímann sett saman sér og öðrum til skemmtunar. Við birtum þetta með ánægju og þökkum Ingvari almennilegheitin. Svo ætlar hann að senda sigurvegaran- um í þessari þraut bókarkorn að launum. Lausn kemur í næsta blaði, þ.e. seint í janúar, og tilkynning um verðlaunahafann. /. Hvar á bœ er hvíldin góð? 2. A hvaða bœ er endir œvileiðar? 3. Hver er sá bœr sem klœðast má? 4. Hvar á bœ er brauð að finna? 5. Hvaða bœr er mótuð mvnt? 6. Hver er óskabœr spilamannsins? 7. Hver er sá bœr sem bakka tengir? 8. Hvaða bœr sekkur í súpuna? 9. A hvaða bæjum er kýr að finna? 10. Hverjir eru bœir í búi smiðs? 11. Hvaða bœ má hlaða dýru djásni? 12. Hvaða bœr er af bakara gerður? 13. Hvaða bœr er á borð lagður? 14. Hvaða bœr er kraga girtur? 15. A hvaða bœ er geymd mjólk eða mvsa? 16. Hvaða bœr er við tré kenndur? 17. í hvaða bœ má gera graut? 18. Hverjir eru bæir skipum skjól? 19. Hvaða bœr er boginn kengur? 20. Hvaða bær er brugðin snúra? 21. Með hvaða bœ má bœta flík? 22. Hver er sá bær sem á kú hangir og aldrei einn? 23. Hvaða bœr er bestur drykkja? 24. Hverjir eru bæir kunnar slœgjur? 25. Hvaða bæir eru selum sœng? < . Hver er maðurinn? Upplýsingum sé komið til Júlíusar Kristjánssonar sími 61218 Dalvík. NORÐURSLÓÐ - 11

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.