Norðurslóð - 17.12.1985, Qupperneq 14
Svarfdælskar vangaveltur
Atli Rafn rabbar við Svarfdæli sunnan heiða
Á árshátíð Svarfdælingasamtakanna í Reykjavík ognágrenni ínóv.
síðastliðnum hélt Atli Rafn Kristinsson erindi það, sem hér fylgir.
Hann leyfði góðfúslega að það væri birt hér í jólablaðinu og
bökkum við fvrir það.
Góðir sveitungar og aðrir gestir
Eg vil þakka það traust sem mcr
er sýnt með því að biðja mig að
standa hér ogsegja nokkurorð.
Ég áttaði mig á því er ég fór
að hugleiða þessi þankabrot að
ég hef dvalið meir en hálfa
ævina fjarri æskustöðvunum, ef
ég má nota svo hátíðlegt orð. og
jafnframt áttaði ég mig á því að
hér áður kallaði ég mig Dalvík-
ing en nú orðið víst oftast Svarf-
dæling. Það er dálítið gaman að
staldra við annað slagið og
hugleiða svona atriði sem varða
tengslin við fortíðina og kannski
tengslin við sjálfan sig um leið ef
ég má orða það svo.
Eitt af því sem tengir fólk við
fortíðina. tengir það saman og
lætur það finna að það eigi
eitthvað sameiginlegt eru orð -
töluð og skrifuð. Hvað hið
ritaða orð varðar þá mega
Svarfdælingar orðið allvel við
una því meðal þess sem við
getum horfið til í upprifjun á
sögu okkar eru t.d. Svarfdæla
saga. ritverkið Svarfdælingar
og nú síðast Saga Dalvíkur.
Bara þetta er ekki orðiðsvo Htið
að vöxtum.
Ég veit ekki hversu margir
sem hér eru staddir hafa á
hraðbergi hvað nafnið Svarfað-
ardalur merkir. Dalurinn er.
eins og allir vita, kenndur við
Þorstein svörfuð sem yfirleitt er
talinn fyrsti landneminn í dalnum.
Heimildir eru þó til er telja
Ljótólf goða Alreksson hafa
sest að í dalnum á undan
Þorsteini. Ljótólfur á að hafa
búið á Hofi og þeir Þorsteinn að
hafa deilt um yfirráð í dalnum.
Hvað sem því líður þá dregur
dalurinn nafn af viðurnefni
Þorsteins - en svörfuður merkir
óeirðarmaður. Hvorugkynsorð-
ið svarf merkir t.d. í gömlu máli
rósta eða bardagi. Samkvæmt
því er Svarfaðardalur dalur
óeirðamannsins eða hins róstu-
sama fólks og verðum við svo
hvert og eitt að gera það upp við
okkur hvort við teljum það
sannnefni. Víst er að ýmsar
sagnir greina frá mönnum í
Svarfaðardal er létu að sér
kveða. Mér kemur í hug Þorsteinn
lögmaður Eyjólfsson á Urðum
sem á mestu velmektarárum
sínum á síðari hluta fjórtándu
aldar var talinn einn valda-
mestur höfðingi á íslandi. Hann
átti m.a. í útistöðum við Noregs-
konung og var t.d. einn helsti
forsprakki mótspyrnu Eyfirð-
inga við Smið Andrésson hrið-
stjóra er lét lífið í Grundar-
bardaga sem frægt er í íslands-
sögunni. Þorsteinn lögmaður
átti miklar jarðeignir víða um
landið og bestu jörð sína
norðanlands taldi hann Grund í
Svarfaðardal en þar bjó nokkr-
um öldum áður Þorsteinn svörf-
uður. Þess hefur einmitt verið
getið til að Þorsteinn lögmaður
eða Eyjólfur faðir hans Arn-
finnsson sem uppi var á fyrri
hluta 14. aldar hafi látið setja
saman eða á einhvern hátt
stuðlað að samningu Svarfdæla
sögu. Þótt Svarfdæla sé ekki
talin til merkustu bókmennta-
verka, þá held ég að allir Svarf-
dælingar megi sæmilega við una
að eiga slíka sögu - og hún er
auðvitað eitt af því sem telst til
Ritstj.
sameiginlegrar aríleifðar allra
þeirra sem eru eða telja sig
Svarfdælinga. Nokkuð öruggt
má telja að sagan sé rituð af
Svarfdælingi eða í það minnsta
manni sem gjörþekkti alla stað-
hætti í dalnum.
Athugun á efni Svarfdælu er
að mörgu leyti skemmtilegt
viðfangsefni. Þótt höfundur hirði
greinilega oft á tiðum lítt um
sögulegar staðrevndir þá nýtur
hann nokkurrar sérstöðu í hópi
sagnaritara. Mér hefur löngum
þótt það eftirtektarvert að í sög-
unni er getið um manngjöld,
þ.e.a.s. gjöld eftir vegna menn,
sem eru fram úr öllu hófi há
miðað við það sem gengur og
gerist í fornbókmenntunum.
Má vera að höf. sé e.t.v. með
þessu að gefa í skyn að Svarf-
dælingar hafi verið stórhugaðri
en flestir aðrir?
Ýmis minni og sagnir eru í
Svarfdælu sem skjóta víða upp
kolli í heimsbókmenntunum
svonefndu. Ég læt nægja að
nefna það er Karl ómáli eða
ungi he'fnir föður síns. Hann
snýr hefnd sinni ekki gegn Skíða
og öðrum vegöndum, heldur
gegn Yngvildi Fagurkinn sem
átti sök á vígi Karls rauða með
frýjuorðum sínum við Skíða.
Eins og við munum þá hefndi
hann sín með því að lægja
ofstopa hennar. Þetta farand-
minni hefur líklega frægast
orðið í meðförum Shakespeares
í The Taming of the Shrew.
Þannig tengjumst við heims-
bókmenntunum - eða ég ætti
kannski að segja: þær okkur.
í samræmi við þá bókmennta-
grein sem Svarfdæla er hluti af
þá fjallar hún mestmegnis um
höfðingja og athafnir þeirra.
Fátt er um fuHtrúa þeirra sem
minna mega sín og hljóðlátir
renna sitt æviskeið.
Ég gat þess hér áðan að
framan af ævinni hefði ég víst
talið mig Dalvíking fyrst og
fremst og vissuiega hafði ég þá
minna af lífinu ,,frammi í sveit"
að segja en því við sjávarsíðuna.
Ég átti þó síðar á ævinni því láni
að fagna að fara í ánægjulega og
lærdómsríka hringferð um sveit-
ina er ég aðstoðaði eilítið við
útgáfu á „Svarfdælingum"
Stefáns heitins Aðalsteinssonar.
Þar var ég vissulega í fylgd og
undir leiðsögn góðra manna,
sem allir eru nú látnir, höfund-
arins StefánSj Árna Þórðar-
sonar fyrrum skólastjóra og
Kristjáns Eldjárns. Méreruekki
síst minnisstæðar stundirnar
með Árna Þórðarsyni á heimili
hans á Kvisthaga 7 hér í borger
vð lásum saman handrit þessa
ritverks. Þó að ýmislegt megi
vafalaust að ritinu finna eins og
öðrum mannanna verkum þá er
jafnvíst að það er í öllum aðal-
atriðum gullnáma öllum þeim
sem að einhverju gagni vilja
kynna sér sögu sveitar okkar og
fólksins þar kynslóð fram af
kynslóð. Oft stöldruðum við
Árni við til að hugleiða líf og
lífsafkomu margra þeirra sem á
vegi okkar urðu í þessum lestri.
Hvernig var líf þess fólks sem
hokraði á kotbýli, átti af hús-
dýrum nokkrar ær, sum árin
kannski eina á eða tvær, átti
fáeina veraldlega muni sem
auðvitað á nútímavísu væri ekki
talið þess virði að nefna og
eignaðist svo börn á hverju ári
en kom svo á endanum aðeins
upp tveimur eða þrentur börn-
um, kannski ekki nema einu og
stundum engu. Hvernig var líf
þessa fólks, t.d. á hörðum vetri í
þessu einu snjóþyngsta héraði
landsins? Dænti þessu lík eru
ótal mörg sé grannt skoðað og
þau eru vel þess virði að við þau
sé staldrað öðru hverju.
Fjölbreytilegt hlýtur það safn
manna að vera sem byggt hefur
Svarfaðardal væri það allt
saman komið. Ég læt mérnægja
að minnast hér á einn mann sem
gæti svosem verið fulltrúi þeirra
fjölmörgu litríku og atorku-
sömu svarfdælsku alþýðumanna
sem svip hafa sett á mannlífið í
Svarfaðardal í aldanna rás.
Hann er hvorki of fjarlægur
okkur í tímanum til að erfitt sé
að skilja aðstæður hans né of
nálægur til að geta talist sameign
okkar allra. Eiríkur Pálsson hét
hann og vitna ég nú í það sem
sagt er um hann í fyrra bindi
Svarfdælinga:
„Hann tíundaði aldrei meir
en 3 hndr. og hafði fátæklegt bú,
venjulega þrjár kýr, 20 kindur
og eitt hross. Eiríki er þannig
lýst af samtíðarmanni (Jóni
Borgfirðingij: „Hann er lítill
maður vexti, allur loðinn í
framan, sambrýndur og toppur
í nefinu, sem er hvasst fram og
þunnt, nokkuð opinmynntur
riðar með höfuðið og setur á, er
hann les. Augun eru bláleit og á
sífelldu flugi. Hann ervelaðsér
og prjónar svonefnt útprjón..
Af ptjónaskap sínum var Eiríkur
víða kunnur, enda oft titlaður
prjónari eða Prjóna-Eiríkur. Er
talið að hann hafi fyrstur manna
í dalnum eignast prjónavél.
Hagmæltur var hann í betra lagi
og orti urmul af vísum, rímum
og tækifærisljóðum. Finnst
kveðskapur hans m.a. á víð og
dreif í handritum Landsbóka-
safnsins. Til eru í handriti
„bæjavísur um Vallahreppsbúa"
ortar af Eiríki 1858. Þær eru 95
að tölu og í þeim notuð dulnefni
um menn og bæi. Þá eru ýmsar
tækifærisvísur Eiríks um sinn
eigin hag og sálarástand athyglis-
verðar. Úr einum slíkum brager
þessi vísa:
Eg er snauður og hjá lýð
oft á nauða róli,
horfinn auð og heillatíð,
heims á rauða bóli.
Eiríks er getið í ýmsum prent-
uðum heimildum, svo sem t.d. í
íslenzkum æviskrám. Til er
mynd af honum eftir Arngrím
málara, og orti Eiríkur um það
alþekkta vísu:
Eiríkur í Uppsölum,
á sér fáa maka;
mont er t þeim manninum,
rnynd lét af sér taka.“
í báðum ritverkunum, Svarf-
dælingum og Sögu Dalvíkur,
sjáum við hægfara þróun í
tímans rás í þá átt að jöfnuður
manna verður meiri og mannlíf
að því leytinu þá væntanlega
betra í sveitinni okkar.
Ég gat þess áðan að líklegt
væri að svarfdælskur höfðingi á
14. öld hefði látið rita Svarfdæla
sögu. Þaðeruvafalausttímanna
tákn að bæði hin ritverkin sem
ég hef gert að umtalsefni eru að
meira eða minna leyti til orðin
fyrir atbeina samtaka fólks úr
dalnum - bæði heima í héraði
og brottflutta. Með þessum
verkum - og öðrum - er safnað í
þann sarp sem komandi kyn-
slóðir Svarfdælinga munu erfa
og auka við.
Sveinar kátir syngið.
Þrír kotrosknir Þórarinn á Bakka, Halldór á Jarðbrú, Sigurjón
S.-Hvarfi.
fbygginn bóndi, Marinó á Búrfelli.
Réttarstjórinn Jón á Hæringsstöðum, Helgi á Þverá og Höskuldur frá
Tungufelli.
14 - NORÐURSLÓÐ