Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 7
Matthías beðinn velvirðingar ,, Þetta sem helst nú varasl vann varð þó að koma yfir hann.“ Svo segir Hallgrímur Pétursson og svo mættu margir aðrir mæla. Þegar undirritaður birti ljóð Matthíasar - Leiðsla - í jólablaðinu síðasta, einsetti hann sér að láta ekki komast þar mn neina skekkju. En samt laumuðust inn heilar 3 skekkjur og allar á ábyrgð undir- ritaðs. Það er ekki einleikið. Og hver væri nú líklegastur hér um slóðir eða á íslandi öllu, ef í það færi, til að hnjóta um þetta og gera athugasemd? Já, hver annar en hann Daníel læknir í Argerði, sá útsmogni bóka- og ljóðamaður. Auðvitað sá hann þetta strax og lét mig vita í allri hógværð, að svona hefði nú séra Matthías ekki ætlast til að það væri. Og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér. Eg kemst því ekki hjá að reyna að bæta úr þessu, þótt skaðinn sé skeður og verði aldrei fyllilega bættur: Annað vers ljóðsins á að vera svo: Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil fullt með grjótflug og hræfugla-ljóð, (ekki hljóð) fullt með þokur og töfrandi tröllheimaspil, uns á tindinum hæsta ég stóð. Síðasta vísan á að vera svo: Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær, allt var himnesku gull-letri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdar-skær eins og deyjandi guðs-sonar náð. Það átti sem sagt að standa hauður, ekki himinn, og það átti að standa var ekki með. Nú hef ég gert þessar leiðréttingar og bið Matthías og lesendur Norðurslóðar velvirðingar á skekkjunum. En nú á líka að vera óhætt að læra kvæðið svo leiðrétt. H.F..Þ. Nýtt ár er gengið í garð. Sól hækkar á lofti. Þorri er á næsta leiti. Dalvíkurbær þakkar íbúunum skilvísi og þegnskap á liðnu ári og óskar þeim farsældar á árinu 1986. Bæjarstjórnin Framh. af hls. 6 14. Hvað stynur sem strá í næturkuldablæ? Undir þér bergið sterka stynur/sem strá í næturkuldablæ. Dettifoss, Kristján Jónsson. 15. Hverju geta börnin þó treyst? Þó að margt hafi breyst síðan byggð var hér reist/geta börnin þó treyst sinni íslensku móður. Ur Hátíðaljóðum, Davíð St. 16. Hvar svaf krummi á kaldi vetrarnóttu? Krummi svaf í klettagjá/kaldri vetrarnóttu á. Krummavísur, Jón Thóroddsen. 17. Hver tók að klingja kátt og fast? Kátt tók að klingja og fast/klukkan sem áður brast. Stóð ég við Öxará, Halldór Laxnes. 18. Hver hefur blekkt oss vondslega? Vondslega hefur oss veröldin blekkt/vélað og tæls oss nógu frekt. frekt. Vísur Jóns Arasonar. 19. Hvað er ungum allra best? Ungum er það allra best/að óttast guð sinn herra. Heilræðavisur, Hallgrímur Pétursson. 20. Hvenær er fagurt í Fjörðum? Fagurt er í Fjörðum/þá frelsarinn gefur veðrið blítt. Látra-Björg 21. Hvar glóir geldingahnappurinn einn? Við hrjóstugan sand og hrjúfan klett/heyrði ég Tungná niða, Geldingahnappurinn glóði þar einn/og grá var hin tröllslega skriða. Afangar, Jón Helgason. 22. Hvar vil ég helst leggja lúin bein? Háum helst und öldum/hafs á botni köldum/vil ég lúin leggja bein. Ólund. Grímur Thomsen. 23. Hvað var eins og blessuð skepnan skildi? Það var eins og blessuð skepnan skildi/Skúla bæn, því háls og eyru hann reisti. Skúlaskeið, Grímur Thomsen. 24. Hvar stendur eykonan forna og alkunna? Norður við heimskaut í svalköldum sævi o.s.frv. Eykonan forna og alkunna stendur. Minni Islands, Kristján Jónsson. 25. Hvað lá eins og heilög guðs ritning? Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær/allt var himnesku gullletri skráð. Leiðsla, Matth. Joch. Þessir sendu rétt svör við öllum spurningum, misjafnlega vel unnin að vísu. Sumir senda svarið rétt og slétt og ekkert meir. Aðrir tilfæra líka vísuna og ljóðið og höfundinn. Við höfum því leyft okkur að taka frá 5 fullkomnustu svörin og draga verðlaunahafann út úr þeim. Stefanía Jónasdóttir Brautarhóli, Dagbjört Ásgrímsdóttir Lambhaga Dalvík, Kristjana Ásbjarnardóttir Álftagerði v. Mývatn, Helga Þórsdóttir og Baldur Þórarinsson Bakka, Sigvaldi Gunnlaugsson Hofsárkoti, Freygarður og Kristján Þorsteinssynir Uppsölum, Sigríður Klemenzdóttir Reykjavík, Stefán Jónmundsson og Helena Ármannsdóttir Dalvík, Elísabet Bjarnadóttir og Aðalgeir Egilsson Mánárbakka, Halldóra Gunnlaugsdóttir frá Sökku Akureyri, Björn Þórðarson Akureyri, Páll Helgason Akureyri, Adda Gunnarsdóttir Akureyri, Hjalti Finnsson Ártúni Eyf., Friðjón og Friðrika Dalvík, Jóna og Stefán Snævarr. Steinunn Daníelsdóttir og Halldór Jóhannesson Dalvík. Sá hinn heppni varð Björn Þórðarson, Oddagötu 5 Akureyri. Honum sendum við bókina Á slóðum manna og laxa eftir Hallgrím Jónsson frá 1 axamýri. Góð bók fyrir gamlan ferðamann og náttúruskoðara. Norðurslóð þakkar öllunt þátttöku í þessum gamanmálum. Þorri bjó oss þröngan skó þennan snjóavetur. En hún Góa ætlar þó að oss króa betur. Bóndadagur er föstudaginn 24. febrúar. Þorri gengur í garð. Höfum á boðstólum allan hugsanlegan þorramat nýjan, reyktan, saltan, súran. Eflum þjóðlegheitin. Etum þorramat. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.