Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir Þann 25. desember var skírður í Vallakirkju, Ólafur Már. Foreldrar hans eru Anna Sólveig Sigurjónsdóttir. Syðra- Hvarfi, Svarfaðardal og Vilhjálmur Ólafsson. Urriðavatni, Fellum, Múlasýslu. Þann 26. desember var skírður í Dalbæ, Davíð Már. Foreldrar hans eru Sigríður Guðmundsdóttir, Böggvisbraut 10. Dalvík og Björn Björnsson, Bárugötu 12, Dalvík. Hjónavígsla Þann 8. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju, Sœmundur HrafnAndersen ogFreygerður Sigurðar- dóttir. Heimili þeirra er að Sunnubraut 1, Dalvík. Stjörnufræði IV Þá er halastjarna Halleys komin og farin aftur og sáu hana víst fáir eða engir hér um slóðir, sjónarskilyrðin voru svo léleg. Nú er hún að fara fyrir sólu og kemur þaðan aftur og verður þá sýnileg manna augum snemma í febrúar. Áhugasamir stjörnu- skoðarar verða þó að bregða sér yfir á suðurhvel jarðar þar sest hún vel þá, en það þykir nú ekki mikið mál á vorum dögum. Júpiter sést nú ekki lengur á leið sinni yfir Skíðadalinn á kvöldin eins og fyrr í vetur. Engar aðrar reikistjörnur eru heldur vel sýnilegar, en í apríl- maí í vor fáum við aftur að sjá Venus - sem kvöldstjörnu í það skiptið. Á meðan ættum við kannske að glöggva okkur á fleiri fasta- stjörnum. í fyrra lærðum við að þekkja Pólstjörnuna og Karls- vagninn og ennfremur Órion með Fjósakonunum fögru og frægu. Nú skulum við huga að tveimur mjög björtum stjörnum sem eru hátt á -himni Vegu og Kapeldu. Þær ganga aldrei undir þóaðfjöllinokkar séu há. Vega eða Blástjarnan er í merki Hörpunnar, áberandi bláleit stjarna hátt á vestur- loftinu á kvöldin. Kapella eða kaupmannsstjarnan á merki Ökumannsins er álíka hátt á lofti en alveg í gagnstæðri átt miðað við Pólstjörnu. Hún er sem sé álíka langt austan við Pólstjörnu eins og. Vega er vestan við hana - vel að merkja á kvöldin. 12 tímum seinna, .d. kl. 8 að morgni, hefur þetta snúist alveg við. Vonandi skilst þetta, en til glöggvunar birtum við mynd úr almanakinu þarsem áteiknaðar línur benda frá Pólstjörnu á Vegu t.v. og Kapellu t.h. Vetrarfuglarnir 1985 Þá er komið að því að hafa spurnir af vetrarfuglunum okkar hérna á svæðinu. Það er einn af föstu póstunum á prógrammi ársins hjá Norðurslóð. Það var sunnudagurinn 29. desember, sem heill her liðsmanna Náttúrufræðistofnunar lagði af stað í fuglatalningu í öllum héruðum landsins. Hér voru liðsmennirnir að venju Steingrímur Þorsteinsson á Dalvík og Hjörleifur og Kristján Hjartarsynir á Tjórn. Dalvík 9~~% Steingrímur segir svo: Farið var um sama svæði og undanfarin ár þ.e. meðfram sjónum frá mynni Svarfaðardalsár að Brimnesá. Veður var SV 2 vinstig, frost 12°, alhvít jörð, en snjór ekki mikill. Ár og vötn ísilögð. Veður gott til talningar. Þessir fuglar sáust: Stokkönd 42 Hávella 55 Straumönd 2 Æðarfugl 115 Sendlingur 12 Silfurmáfur 40 Svartbakur 60 Hvítmáfur 4 Hettumáfur 2 Hrafn 8 Snjótittlingur 30 Ógreindir fuglar 26 Steingrímur bætti við: Minna bar á flækingsfuglum hérsíðast- liðið haust en oft áður. í júlí í sumar komu hinsvegar fremur sjaldséðir gestir. Það voru kross- nefir, sem höfðu hér nokkra við- dvöl. Þetta eru skrautlegir fuglar og vekja því eftirtekt, bæði manna og því miður líka katta, sem vilja verða þeim skeinu- hættir. Tjörn Farinn var hefðbundinn hing- ur: Tjörn, Hánefsstaðaskógur, Húsabakki, Laugahlíð og við- koma á skurðum norðan og sunnan Tjarnar. Þessi varð afraksturinn: Rjúpa Auðnutittlingur Snjótittlingur Hrafn Smyrill 1 Rjúpurnar og auðnutittling- arnir voru í Hánefsstaðaskógi, en smyrillinn í trjáreitnum sunnan við Laugahlíð. Því má bæta við, að smyrlar eru ekki venjulegir vetrarfuglar hér á landi, en þó segir Steingrímur, að nýlega hafi haldið til á Dalvík 2 smyrlar langan tíma að vetri. Enginn músarrindill sást hér þennan tiltekna dag, en nú hins- vegar fyrir nokkrum dögum var einn að skjótast innan um trjá- gróður og við opin augu á bæjarlæknum á Tjörn. Gaman væri að lesendur blaðsins segðu fréttir af merki- legum fuglum, sem fyrir augu þeirra ber. H. Fréttahornið •»- o, B, 'lunn h/f hefur nú í eldi rúmlega 7.000 laxa, sem þeir hafa haft i kerjum innanhúss síðan í vor. Ef allt gengur að óskum ættu þeir að slátra milli 16 og 18 tonnum aflaxi næsta haust. Til samanburðar má geta þess að þeir slátruðu 6,5 tonnum af fiski síðastliðið haust. Smátt og smátt mun þessi rekstur því aukast, enda sýnist árangur fyrsta árs lofa góðu. Þeir hjá Ölni eru sagðir íhuga verulega stækkun á komandi vori. Rætt hefur verið um að setja upp 2 ker sem tækju 400 tn af sjó hvort. Þess má geta að þeir hafa nú 4 ker 50 tn hvert. Ef af þessari stækkun verður má gera ráð fyrir að ársframleiðslan verði 50-60 tonn af fiski eða tíföldun frá því í haust. ? jörgvin Hjörleifsson hefur verið ráðinn skíðaþjálfari hér í vetur. Björgvin starfaði síðast- liðna þrjá vetur hjá ÍR í Reykja- vík sem skíðaþjálfari við ágætan orðstý. Hann mun einnig þjálfa Ólafsfirðinga ívetur. Um næstu helgi verður nýja skíðalyftan tekin í notkun. Líkur eru á að þegar þessar línur eru að þrykkjast á blað í prentsmiðju sé ítalinn, sem kom frá fram- leiðendum, að ljúka uppsetn- ingu lyftunnar. Við höfum fyrir satt að mikil breyting verði til batnaðar á aðstöðu fyrir byrj- endur þegar lyftan er komin í gagnið, en að sjálfsögðu verður aðstaðan meiri og betri fyrir alla. J ón Tryggvason hefur nú fengið nokkur útgerðarfyrirtæki og einstaklinga í lið með sér til að treysta þá starfsemi sem hefur verið á vegum Stórhóls. Stofnað hefur verið hlutafélagið Pólstjarnan sem yfirtekur eignir og rekstur Stórhóls. Til viðbótar því sem þar hefur farið fram verður soðin niður lifur. í stjórn hins nýja fyrirtækis eru Björgvin Gunnlaugsson, Gunnar Friðriksson, Eiríkur Ágústsson og Jón Tryggvason allir frá Dalvík og svo Hörður Gunnars- son frá Arskógssandi. A, L, B Hross á Dalvík. rynjólfur Oddson eða Billó starfaði á vegum Þróunarstofnun- ar íslands á Grænhöfðaeyjum, en kom heim síðastliðið vor og hefur verið skipstjóri á Blika síðan. Billó er nú á förum aftur til Grænhöfðaeyja og verður stýri- maður á Feng þar. Sigurður Kristjánsson hefur tekið við skipstjórn á Blika. O amkór Dalvíkur var talsvert í sviðsljósinu um síðustu jól. Tveir konsertr voru í Víkurröst, auk blysfarar og söngs á götum úti fyrir jólin. „Kvöld á Dalvík" hét þátíur í Útvarpinu nú um jólin þar sem kórinn kom fram. Þannig má segja að Samkórinn hafi sett mikinn jólasvip á bæinn. Fyrirhugað var að kór- inn hæfi starf að nýju strax upp úr áramótum. Þegar til átti að taka vantar það margt söngfólk að ekki er sýnt að kórinn verði starfhæfur. Rætt hefurveriðum að breyta talsvert út af um val á lögum og verkum. Ýmsar hug- myndir hafa verið uppi í þeim efnum, jafnvel söngleikur. Ef fleiri koma ekki til starfa eru mestar líkur á að það verði enginn efnisskrá. Fréttahornið vill koma þeirri frétt á framfæri að söngfólk vantar í allar raddir. 'eikfélag Dalvíkur er að byrja æfingar á leikritinu Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Leik- stjórinn Margrét Óskarsdóttir kom til Dalvíkur nú fyrir helgina. Svipaða sögu er að segja hjá leikfélaginu og sam- kórnum það er erfitt að fá fólk til starfa. Oft hefur verið barn- ingur að fá fólk til félagsstarfa, en eftir lýsingu forsvarsmanna þessara félaga að dæma keyrir nú um þverbak. Leikfélags- fólkið hallast einna helst að því að menn telji sig þjóna leiklistar- gyðjunni nægjanlega með sjónvarps- og vidioglápi. Ef verkið verður mannaðer áætlað að æfingar standi yfir í sex vikur. Ný stjórn var kosin hjá leikfélaginu á síðasta ári. Hana skipa nú: Guðlaug Björnsdóttir formaður, Björn Björnsson, Guðbjörg Antonsdóttir, Ingvar Jóhannsson og Heiða Hilmars- dóttir. LÖfaranótt sunnudags, 19. jan. var brotist inn í Bílaverk- stæði Dalvíkur og stolið því sem til var í kassanum. Það voru reyndar ekki nema ca 7000 krónur. Meira hafðist ekki upp úr því krafsinu. Málið er í rannsókn. Ur m þessar mundir eru vegir mjög svellrunnir og þurfa bíl- stjórar að sýna mikla aðgát við aksturinn. Það hafa orðið margar útaf- keyrslur og önnur óhöpp, sem þó hafa ekki haft slys í för með sér. Einna alvarlegast var það sem henti við Holtsárbrúna á laugardaginn. Ökumaður á leið framanað náði ekki beygjunni upp á brúna svo bíllinn stakkst í ána. Það bjargaði að allir voru spenntir í sætin, hjón í fram- sæti og barn þeirra í aftursætinu. Beygjan við Holtsárbrúna er líka einhver upplagðasta slysa- gildra á þjóðvegi í allri Eyja- fjarðarsýslu. liörnin syngja.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.