Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 21.01.1986, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 1. tölublað Þriðjudagur 21. janúar 1986 10. árgangur I heimsókn hjá Magnúsi bónda á Lágafelli í A-Landeyjum t.v. Framundan þroskaður byggakur. Vestmannaeyjar í baksýn t.h. Laugardagskvöldið 18. janúar hélt Gömludansaklúbburinn ball á Grundinni. í hléi var sýnd myndin Við tökum marsinn sem tekin var á Þinghúsinu fyrir 5 árum. Myndin er 30 mín. löng og þykir skemmtileg. Hér sjást glaðbeittir Klaufabrekknafeðgar, Hreinn og Hallgrímur, stjórna marsi. Nýlega gaf Lionsklúbbur Dalvíkur skólunum á Dalvík og Húsabakka sitt vidótækið hvorum. Hér sést ritari klúbbsins Halldór Jóhannesson afhenda skólastjóranum á Húsábakka, Bimi Þórleifssyni tækið, en-skóla- stjóri Dalvíkurskóla, Trausti Þorsteinsson samgleðst kollega sínum. LANi)Su""'K AS'AF* " ¦mmmm iSLaÍMS r Veðráttan 1985 Votasti júlí í 15 ár Það rignir jafnt á réttláta sem rangláta - segir gamalt máltæki. Á undanförnum árum hefur norðlendingum, og austfirðingum ekki síður, fundist að það rigndi í raun öllu minna á réttláta (eins og vera ber). En s.l. sumar snérist þetta við þá rigndi látlaust á réttláta meðan ranglátir böðuðu sig í sólinni fyrir sunnan. Vegir Drottins eru órannsakanlegir. Þó læðist að manni sá illi grunur að hlutfall réttlátra og ranglátra sá e.t.v. jafnt í báðum landshlutum. En Játum nú tölurnar tala. Úrkoman skiptist með eftirfarandi hætti á mánuðina: 86- lo- bo~_ 60- 40- 10- Zo ~ 10 ¦ /pmAmjj-asoM, D MAN. Súluritið sýnir hvernig úrkoman skiptist á mánuðina. Breiða línan sýnir meðaltal áranna 1970-1984 en mjódregnu súlurnar úrkomuna 1985. Fyrstu 3 mánuðirnir eru undir meðallagi, en júlíog ágúst og okt. langt yfir meðal- laginu. vetrarsnjórinn horfinn 15. júní en 27. ágúst snjóaði á ný í fjöll og þann snjó tók aldrei fyllilega upp aftur. Norðurslóð fer víða. Einn af lesendum hennar er Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli í Austur-Landeyjum. Aðstand- endur Norðurslóðar hittu hann í sumar. Þá stóð kornskurður yfir í landeyjum og sólin skein á bleika akra. Svarfdælingum fannst þeir vera staddir í útlönd- um. Fljótlega fóru menn að bera saman veðurfarsbækur sínar. Það rignir að meðaltali þrisvar sinnum meira í Landeyjum en í neðanverðum Svarfaðardal. Sumarið '85 var þó undan- tekning, þá rigndi meira fyrir norðan og Landeyingar réðu sér ekki fyrir kæti. Súluritið á mynd 2 sýnir þetta best. Mjó- dregnu súlurnar sýna úrkomuna eins og hún mælist á Hólmun í A-Landeyjum. Sumarið '84 er óvenju þurrt fyrir norðan en fyrir sunnan eru úrkomusúl- urnar himinháar. Þar eru sumar- mánuðirnir þrír með svipað úrkomumagn og meðalárið nyrðra. Sumarið '85 hefur dæmið snúist sunnlendingum í hag. Misskipt er lífsins gæðum! ÁH Urkoma Urkomu- Mán. mm dagar Jan. 21,3 9 Feb. 5,3 4 Mars 31,9 17 Apr. 50,9 13 Maí 21,1 9 Jún. 30,4 10 Júl. 75,3 21 Ag. 63,2 19 Sept. 35,3 15 Okt. 100,6 21 Nóv. 39,8 12 Des. 38,0 18 Alls 513,1 168 Það má segja að góðærið sem ríkti árið 1984 hafi haldist fram á mitt ár 1985 en þá kom bak- slag í það og júlímánuður hefur aldrei verið jafn votviðrasamur síðan mælingar hófust á Tjörn árið 1970. Heildarúrkoman er lítið eitt yfir meðalúrkomu sem er 490 mm. Mesta sólarhrings- úrkoman mældist 26. okt. 29,1 mm sem ekki teljast neín ósköp. Veturinn frá áramótum var góður og snjóléttur. Alautt var orðið í byggð 18. apríl og þar sást ekki snjór á jörð aftur fyrr en 3. nóv. Áhálendi varsumarið hinsvegar heldur stutt, þar var Zlv ilo Í9« _r 110 ho 1<« Uo ro 100 9= 9o 7o __ _r bo •» "L do lo 10 7 F ..... n Mynd 2. Samanburður á úrkomu sunnanlands hg norðan 1984 og 1985. Mjódregnu súlurnar eru úrkoman á Tjörn í Svar faðardal en svera línan er úrkoman á Hólmum í Austur-Landeyjum. Úrkomansyðraeraðmeðaltaii þrefaltmeiri en nyrðra. í júlí og ágúst '84 var hún þó áttfalt meiri. Sömu mánuðir '85 voru hins vegar snöggtum þurrari á Hólmum en á Tjörn. .usm

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.