Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Biörns Jónssonar Enn um aflakvóta Eftir nokkurra vikna hlé er nú farið að ræða kvótakerfi sjávarútvegsins á njjan leik. Alþingi setti lög á síðasta árisem ákvarða leikreglur næstu tvö ár í þessum efnum. Eftir þá lagasetningu gerðu menn sér vonir um, að umræða um sjávar- útveg hætti að vera pex um leikreglur, heldur yrði staða atvinnugreinarinnar rædd í víðara samhengi. Á undanförnum misserum hafa tcikn verið á lofti um tals- verðar breytingar á íslenskum sjávarútvegi. Auðvitað er það svo að sveiflur eiga sér stað innan atvinnugreina en nú virðist mcira vera á ferðinni í þessum efnum. Neysluvenjur fólks í viðskiptalöndum okkar eru að breytast. Því hefur verið spáð um nokkurn tíma, að eftirspurn eftir ferskum fiski muni vaxa, en sala á frystum fiski ekki aukast heldur dragast saman. Við sjáum þetta á aukinni sölu á ferskum fiski frá landinu nú. Bættir flutningamöguleikar hafa auðveldað ferskfisksölu til muna. Ekki er lengur nauðsynlcgt að senda fiskiskipin til Englands og Þýskalands. Nú er fiskurinn settur í gáma og sendur ekki aðeins á hina hefðbundnu markaði heldur líka til landa sem ekki hafa fengið ferskan fisk héðan áður. Verð á ferskum fiski er nú mjög hátt og því hefur þaðverið ótvíræður hagur fyrir sjómcnn og útgerðir að senda fiskinn á markað erlendis. Hins vegar mun fiskvinnslan eiga í erfið- lcikum að greiða sambærilegt verð við það scm fæst erlendis. Vinnslan getur þó nýtt sér bætta flutningsmöguleika ckkert síður en útgcrðin og fiutt út fersk flök. í raun og veru eru miklir möguleikar fyrir vinnsluna að nýta sér hina nýju stöðu. Margir hafa áhyggjur af hráefnisskorti hjá fiskvinnslunni vegna útfiutnings fisks í gámum. Forstjóri SH hefursett frain tillögu um að kvótakcrfinu verði breytt þannig að fisk- vinnslan fái úthlutað afiakvóta en ekki skipin eins og nú er. Tillaga þessi er vond við núverandi aðstæður og mundi í raun tefja fyrir nauðsynlegri þróun í fiskvinnslunni. Hugmyndin miðar að því að vinnslan fái cinkarétt á afia og kaupum og sölu hans. Slíkur einkaréttur myndi leiða til stöðnunar í greininni. JA. Séð niður úr Tungunni, til Grundarbæjar. Ljósmyndir H. Hg. Hús til sölu Til sölu er húseignin Karlsbraut 20 á Dalvík. Upplýsingar gefur sparisjóðsstjóri. W Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvik . Kerlingarlaut á Bakka (Bakkagerði). Kerlingarblettur nefnist álaga- blettur uppi í fjallshlíðinni, innan og ofan við Bakkagerði, rétt fyrir ofan núverandi fjall- girðingu, að sögn Gests Vil- hjálmssonar frá Bakka (8.8. 1984). Hennar er einnig getið í Örnefnaskrá Jóh. Óla, en ekki er kunnugt hvers eðlis álögin eru, né hvort þau hafa sannast í seinni tíð. Líklega er þarna um sláttubann að ræða. Lindin á Bakka, er í Lindar- lækjargili, sunnan og neðan við bæinn. Vatnið úr lindinni þótti mjögheilnæmt ogvarjafn- vel notað til lækninga. Er sagt að Hólabiskupar hafi látið sækja sér vatn þangað. (ör- nefnaskrá Jóh. Ola Sæm., bls. 325 ,og viðaukar Gests Vil- hjálmssonar, bónda á Bakka). Guðmundarhóll og Guðmundarleiði, Syðra-Garðshorni Svo nefnast álagablettir tveir, efst í svonefndri Guðmundar- klauf (eða Matarklauf), sem er gildrag er gengur inn í bakkana, beint niður frá bænum. Þá má ekki slá, þótt þeir séu oftast vel grösugir, og er þessi saga tilfærð til sönnunar í Örnefnum Eyf., eftir Jóh. Óla Sæm., bls. 327: ,,Móðurafi heimildarmanns (Björn Jónsson), nýlega kominn að Syðra-Garðshorni (I876), lét slá þessa bletti, því að hann vissi engin deili á þeim. Veturinn eftir missti hann þrjár kýr og tólf gemlinga. Sagði honum þá gömul kona í Ytra-Garðshorni frá álögunum, og kvaðst ekki undrast þótt til nokkurs drægi. Höfðu húsbændur síðan sterka gát á því, að ekki væru slegnir blettirnir, og stendur svo enn í dag (1962). Munnmælin telja að Guðmundur sá, sem staðirnir eru við kenndir, hafi verið ein- setumaður og hengt sig í fjár- húsi, er stóð út og fram af bænum.“ Elliskriða, Ytra-Garðshorni Fjárhúsin í Ytra-Garðshorni stóðu fyrrum spölkorn inn og upp í brekkunni fyrir sunnan bæinn, og eru þar enn tóttir þeirra. Hús þessi þóttu standa illa, og var því um kennt að grjót til byggingar þeirra var tekið úr svonefndri Elliskriðu (hún var kennd við smákot er kallað var Elli), sem var þar inn á milli bæjanna. Höfðu menngrunum að einhver álög hefðu verið á grjótinu í skriðunni. (Sögn Hjalta Haraldssonar bónda á Ytra-Garðshorni, 8. ágúst 1984) Jóhannes Óli segir aðra sögu um húsin, í Örnefnalýsingu sinni (Örnefni Ef., bls. 329). Segir hann að steinn hafi verið þar sem húsin voru byggð, sem sprengdur var og notaður í veggina. „Nóttina áður en þetta var gert, dreymdi húsfreyjuna í Garðshorni, að til hennar kæmi kona, mjög áhyggjufull á svip og segði, að illa væri gert að ætla að sprengja steininn, því að þá yrði hún heimilislaus. Bað hún húsfreyju að koma í veg fyrir slíkt skemmdarverk, annars myndi illa fara. En hún fékk engu ráðið um þetta, og var steinninn sprengdur og hafður í húsveggina. Má enn sjá þess merki hvar steinninn var.“ Hjalti í Ytra-Garðshorni kannast ekki við þessa sögu, og virðist því geta verið um ruglun eða tilfærslu á sögninni að ræða, þar sem nauðalík saga er til um stein einn á Jarðbrú, um 2 km. utar í dalnum (sjá nr. 16). (Sbr. einnignr. 8 héraðframan) Tungan á Grund Bærinn Grund í Svarfaðardal, sem Svarfdæla telur bústað Þorsteins svarfaðar landnáms- manns, stendur á grund sunnan- og neðanvert í skriðuvæng miklum eða framburðargeira, sem Grundarlækurinn hefur myndað í síendurteknum hlaup- um í aldanna rás. Lækurinn á upptök í dálitlu stöðuvatni, í klettakvos, hátt upp í fjallinu, og kallast vatnið Nykurtjörn. Vatnshlaupin sem oft komu í lækinn á vorin, héldu menn stafa af umbrotum nykursins í vatninu. Ollu þau oft skemmd- um á túninu, þrátt fyrir fyrir- hleðslur og veitingar, og er af því löng saga og merkileg sem ekki verður rakin hér. „Upp í bratta þessum (þ.e. aurvængnum) er öldumynd- aður halli, beggja megin við hann, skammt fyrir ofan túnið, og aftur sama fyrir neðan það. Þetta er kölluð Tunga. Er þar töðugæft graslendi, þótt lítið sé, en þau ummæli hafa legið á Tungu þessari í langa tíð, að ekki mætti nytja hana til slægna, ella myndu vandræði af leiða, annað hvort gripaskaði eða aðrir búhnekkir." Þannig lýsir Halldór Stein- mann legu Tungunnar í sög- unni Álfkonan í Skökhól, sem birtist í vestur-íslenska tíma- ritinu Syrpu 4. árg., bls. 234- 236. (Endurprentað í safnritinu Að vestan I, 154-157). Jóhannes Óli segir hins vegar í ritgerð sinni „Bannhelgir staðir“, í Súlum 5 (l): 66-67: „í miðri grjótskriðunni er grasi vaxinn hólmi, allstór, kallaður Tunga. Þar má eigi slá, því að bletturinn er eina grasnyt hulduhjónanna, sem alla tíð hefur verið talið að byggi í hól nokkrum, suður og upp í fjall- inu, Skökhólnum, er hefur nafn sitt af því, að þar heyrðu menn strokkhljóð á þeim tíma vors, er hæfilegt þótti að hafnar væru fráfærur.“ Við skoðun sumarið 1984 tókst ekki að finna þennan „hólma“ í skriðunni, eða öllu heldur þar eru nokkrir smá- hólmar (reitir) sem koma til greina. Bændur í Brekku og Syðra-Garðshorni, sem talað var við, töldu Tunguna vera svæðið á milli Grundarlækjar og Ljósgilslækjar, og sami skiln- ingur kemur fram í örnefna- lýsingu Grundar (örnefni í Eyjafirði, bls. 330). Lítið heyskaparland virðist nú vera i Tungu þessari, milli lækjanna, enda mest mosavaxið grjót og aur, en það gat vel hafa verið betra fyrr á tímum. Þess má og geta, að huldufólk er talið búa í Ljósgili (Ljótsgili), sem er fallegt lítið lækjargil með nokkrum smáklettum. í fyrrnefndri sögu Halldórs Steinmanns er sagt frá við- skiptum Gísla Pálssonar bónda á Grund (1878-1885) við huldu- fólkið í Skökhóli, sem eignaði sér Tunguna. Var Gísli ekki trúaður á slík hindurvitni og lét slá Tunguna á fyrstu búskapar- árum sínum. Bar ekki til tíðinda fyrr en á jólaföstu, að Gísla dreymir álfkonuna í Skökhóli, sem ámælir honum fyrir að slá Tunguna og varar hann við að endurtaka það, en Gísli þykist halda fram rétti sínum óskor- uðum til allra landsnytja á jörðinni. Skilja þau í fússi. Nokkru seinna dreymir Gísla aftur sömu konuna, og er hún þá að bogra við eldhúshlóðirn- ar og blása í glæðurnar. Verða þá enn nokkur orðaskipti, en síðan vaknar Gísli og finnur þá reykjarlykt. Er þá eldhúsið í björtu báli og reykur um allan bæinn. Varð bænum naumlega bjargað en eldhúsið brann og í því ýmis verðmæti. í þriðja sinn dreymdi Gísla hulduhjónin sem hótuðu honum öllu illu, ef hann léti ekki af fyrirætlun sinni, um að slá Tunguna, og þóttist Gísli að lokum fallast á að hætta við það, sem hann efndi. í staðinn lét hann þau heita sér að stemma stigu við skemmdum af völdum lækjarins, meðan hann byggi þar, og þótti það rætast. Jarðfallsbollinn. Jarðfall er kallað kvos nokkur á hryggj- unum uppi í hlíðinni á milli fyrrnefndra gilja (þ.e. ofan við Tunguna). „Jarðfallsbollinn“er talinn álagablettur", segir í Örnefnaskránni (bls. 330). Um hann er ekkert frekar vitað, en vera má að hér sé um ruglun að ræða, því ekki er getið um álögin á sjálfri Tungunni í örnefnaskránni. Álagasteinn á Jarðbrú Óskar Júlíusson, fyrrum bóndi á Kóngsstöðum, segist hafa heyrt um stein á Jarðbrú, sem líklega hafi staðið upp undir Jarðbrúargerði. Var hann sprengdur og grjótið notað til að byggja af fjóshlöðu heima á bænum í tíð Jóhanns búfræð- ings (um 1925). Hlaðan var sunnan og ofan við bæinn. Hún entist illa og fauk af henni þakið í tveim pörtum einu sinni. Þá vildu sumir setja veikindi Ólafar konu Jóhanns, í samband við þennan atburð. (Sögn Óskars, 8. ágúst 1984) Eins ogfyrrgetur, tilfærir Jóhannes Oli mjög svipaða sögu um „Skæluhlöð- Frh. bls. 7 Tungan milli Grundarlækjar og Ljósgilslækjar. Grundarskriða til vinstri. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.