Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 3
Deildarfiindir KEA Viðunandi afkoma 1985 Nú á útmánuðum er fundar- farganið í algleymingi þ.e.a.s. aðalfundir hinna aðskiljanlegu félaga í byggðarlaginu ekki síst í sveitinni. Annarstaðar í blaðinu er sagt frá aðalfundi Búnaðar- félags Svarfdæla. Hér verður sagt lítillega frá deildarfundum Kaupfélagsins. Deildarfundirnir voru haldn- ir sama daginn á báðum stöð- unum, Grund og Dalvík, föstu- daginn 11. þ.m. í ár hefur verið gerð tilraun af hálfu KEA til að fækka deildarfundum nokkuð og voru fyrr í mánuðinum haldnir tveir fundir innar í héraðinu, hvor um sig fyrir 3 hreppadeildir Kaupfélagsins. Hugmyndin virðist hinsvegar ekki eiga fylgi að fagna hér um slóðir. Á fundunum hér gaf útibús- stjórinn, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson o.fl. ýmsar upp- lýsingar um rekstur KEA hér á árinu 1985. Nákvæmar afkomu- UNNINN AFLI 1985, 6.030 tonn skipting eftir verkunaracJferdum 1100 100 - jan leb mars apm mai jurn juii agusl sept ovi nov öes fnárt. millj. kr. INNLÁNSDEILD ÚKED 31.12.85 lausar- vaxta- verdtr.- kosta- baíkur ai*ar. reikn. bœkur D1985 tegundir reikninga HEILDARVELTA ÚKED 1985, kr. 509.448þús. aukning; 31,0% landbúnadur kr. 36.104 þ. 7,1% sjávarútvegur kr. 234.897 þ. 46,1% verslun kr.166.116 þ. 32,6% þjónusta, idnadur, umb.sala kr. 72.331 þ. 14,2% LAUNAKOSTNAÐUR 1985, kr. 77.532 þús. aukning: 35,1% sjávarútvegur kr. 47.923 þ. 61,8% þjónusta, idnadur, umb.sala kr.16 080 þ. 20.7% landbúnadur kr. 2.397 þ. 3,1% - verslun kr. 11.132 þ. 14,4% F.v. Gunnar, Gunnlaugur, Jóhann. tölur liggja ekki fyrir, enda aðalfundur KEA enn langt undan. Hinsvegar eru fyrir hendi hverskonar magntölur og samanburðartölur, sem gefa mikið til kynna um reksturinn. Hér eru birtar nokkrar skýr- ingarmyndir, sem sýndar voru á fundunum og gefa góða mynd af ýmsum þáttum starfsem- innar. Sæmileg afkoma í stuttu máli virðist mega segja, að flestar rekstrargreinar hafi gengið vel eða sæmilega. Versl- unin í heild hefur haldist að magninu til þrátt fyrir að sumar greinar hennar svo sem bygg- ingarvöruverslun, áburðarversl- un og fleiri minni þættir hafi dregist saman. Verslun í Svarf- dælabúð (að viðbættri verslun í sérdeildunum gömlu fram að opnun nýju búðarinnar) varð kr. 86.812.000, sem er 40,7% aukning frá árinu 1984 og vel ofan við verðbólgumörk. Þá kom það fram, að söluaukn- ingin fyrstu 3 mánuði þessa árs er um 50% miðað við sömu mánuði í fyrra. Frystihúsreksturinn gekk vel og áfallalaust á árinu, heildarframleiðsluverðmæti kr. 234.897.000, sem er 35,84% aukning frá 1984 í krónum talið. Bætt reikningsstaða Félagsmenn á Dalvík teljast nú 528 og í Svarfaðardal 222, samtals 750. Fram kom að samanlagðar inneignir félags- manna í viðskiptareikningum höfðu hækkað á árinu um 53% en samanlagðar skuldir lækkað um 25%. Innlánsdeildin hafði hækkað um 46,6% í kr. 24.729.000 og er það lítið framyfir vextina. (sjá myndir). Þriggja manna stjórnir eru í deildum KEA, sem eru 25 talsins. Núverandi deildarstjórn í Svarfdæladeild skipa nú Jóhann Ólafsson deildarstjóri, Gunnar Jónsson og Gunnlaugur Sigvaldason. I Dalvíkurdeild eru Valdimar Bragason, er nú var kosinn deildarstjóri í stað Jónmundar Zóphóníassonar, Arnbjörn Stefánsson og Hafsteinn Páls- son. Af vettvangi íþróttanna Rætt við formenn U.M.F.S. og Skíðafélagsins Snorri Finnlaugsson t.v., Brynjólfur Sveinsson. Á síðasta ársþingi U.M.S.E. sem haldið var 2. og 3. mars sl. var báðum íþróttafélögunum hér á Dalvík veittar viður- kenningar fyrir góðan árangur og öflugt félagsstarf á síðasta ári. Skíðafélagi Dalvíkur var veittur „Félagsmálabikar U.M. S.E.“ sem veittur er því félagi innan sambandsins sem sýnt hefur hvað öflugast félags- starf og Ungmennafélag Svarf- dæla hlaut hinn svokallaða „Sjóvábikar“ en hann er veittur ár hvert því félagi sem flest heildarstig hlýtur í keppnum á vegum U.M.S.E. I tilefni af þessum viður- kenningum fór Norðurslóð á stúfana og hitti að máli formenn þessara félaga þá Brynjólf Sveinsson og Snorra Finnlaugs- son. Við spurðum Brynjólf fyrst hvernig starfsemi Skíðafélags- ins hafi verið háttað á síðast liðnu ári? Starf Skíðafélagsins á síðast- liðnum vetri var með nokkuð hefðbundnum hætti. Félagið sá um rekstur skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli eins og undanfarin ár. Sumarstarfið var hins vegar óvenju mikið og öflugt því eins og mörgum er kunnugt réðumst við í það þrekvirki að reisa nýja skíða- lyftu. Við byrjuðum verklegar framkvæmdir seint í maí ogvar unnið hörðum höndum allt síðastliðið sumar og haust og raunar alveg fram í janúar á þessu ári þegar lyftan var vígð. Helstu verkþættir voru að byggja undirstöður undir lyftu- möstrin, leggja rafstreng niður með lyftunni og síðan að reisa sjálfa lyftuna. Einnig voru gerðar breytingar áflóðlýsingu í skíðabrekkunum sem einnig nýtist að hluta fyrir göngu- brautina niður í hólunum. Allt var þetta unnið ísjálfboðavinnu af félögum í skíðafélaginu en sú vinna er raunar stærsti hlutinn af framlagi Skíðafélagsins til lyftubyggingarinnar. Við unnum langmest við þetta um helgar og má geta þess að engin helgi féll þar úr allt sumarið og fram undir jól. Einnig unnum við nokkuð á kvöldin í miðri viku. Þetta starf okkar gekk mjög vel og er ánægjulegt hve margir lögðu hönd á plóginn, en þeir skipta nokkrum tugum. Það skapast hins vegar alltaf ákveð- inn kjarni í kringum svona vinnu eins og nauðsynlegt er og er dæmi um að menn hafi skilað þarna vinnu sem svarar til fulls starfs í rúmlega 2 mánuði. Það má svo kannski geta þess að í lok ársins hélt Skíðafélagið 2 dansleiki til fjáröflunar fyrir félagið ísamvinnuvið U.M.F.S. En Snorri, hvernig var íþróttastarfsemi Ungmennafél- agsins háttað á síðasta ári? Nú í upphafi ársins var íþróttastarf félagsins með nokkuð venjubundnum hætti. Félagið hélt uppi æfingum fyrir alla aldurshópa í íþróttahúsinu. Mest voru stundaðar bolta- íþróttirnar, þ.e. knattspyrna, handknattleikur og körfuknatt- leikur. Einnig var starf júdó- deildarinnar mjög öflugt.Stund- uðu júdómenn bæði æfingar og keppni með prýðis árangri. Þá stunduðu þó nokkrir andlegu íþróttirnar bridge og skák og kepptu í þeim greinum fyrir hönd félagsins. Þegar nær dró sumri hófust síðan æfingar í knattspyrnu og frjálsum íþróttum utanhúss. Æfingar í frjálsum íþróttum voru fyrir alla aldurshópa undir stjórn Þuríðar Ámadóttur. Fijáls- íþróttafólk félagsins stundaði æfingar með ágætum og náði prýðis árangri á mótum. Knatt- spyrnan var sú íþróttagrein sem mest var stunduð á vegum félagsins á síðasta ári. Æft var í fjórum flokkum og voru þrjár æfingar í viku hjá hverjum flokki. Allir þessir flokkar tóku þátt í íslandsmóti og stóðu sig með ágætum. Þá tók félagið þátt í fimm knattspyrnumótum á vegum U.M.S.E. og sigraði í tveimur varð í öðru sæti í tveimur og í þriðja sæti í því fimmta. Þjálfarar félagsins í knattspyrnu á síðasta ári voru Valþór Þorgeirsson, Stefán Jóhannesson og Steinþór Þór- arinsson og skiluðu þeir hlut- verki sínu mjög vel. Ég held að óhætt sé að segja að íþróttastarfið á síðasta ári hafi því verið með ágætum hjá félaginu og vissulega var mjög ánægjulegt að okkur skyldi takast að endurheimta Sjóvá- bikarinn á ný eftir 11 ára fjar- veru frá Dalvík. En hvernig er starfseminni nú háttað og hvað er framundan hjá félögunum? Brynjólfur: Starf Skíðafélags- ins í vetur hefur verið mjög blómlegt og er það sérstaklega ánægjulegt að svo skuli vera í framhaldi af þessum miklu framkvæmdum sem við höfum staðið í. Björgvin Hjörleifsson hefur verið hjá okkur við skíða- þjálfun og skiðakennslu í vetur og hefur sá þáttur verið mjög stór. Það hafa verið um 100 börn og unglingar í skíða- þjálfun og kennslu sem er mikil aukning frá því sem áður hefur verið. Einnig hefur aðsókn í lyfturnar verið mjög góð í vetur og um páskana voru á þriðja hundrað manns á skíðum uppá hvern dag. Það hefur hinsvegar verið fremur snjólítið ogaf þeirn sökum ekki verið hægt að hafa troðna göngubraut nema stöku sinnum. Nú er hinsvegar skíða- vertíðinni að ljúka og fram- undan eru ýmis verkefni í íjallinu sem sinna þarf á komandi sumri. Ljúka þarf við allan frágang kringum nýju lyftuna og einnig liggur fyrir ýmiskonar viðhald á mann- virkjum á svæðinu. Okkar stærsta mál í sumar er hinsvegar að koma upp góðri salernis-og hreinlætisaðstöðu fyrir skíða- fólk. Þegar sú aðstaða er uppkomin þarf að gera meira af því að kynna svæðið út á við og reyna að fá hingað aðkomufólk á skíði t.d. skóla eða aðra hópa til þess að bæta rekstrargrund- völl enn frekar. Það má hinsvegar segja að okkar næsta stórverkefni sé að byggja hús, raunverulegan skíðaskála við endann á neðri lyftunni. Þetta hús myndi þjóna öllu skíðafólki á svæðinu jafnt svigfólki sem göngufólki og í þessu húsi þyrfti einnig að vera aðstaða fyrir troðarann. Þetta er mjög brýnt verkefni og þvi von okkar að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Snorri: Hvað Ungmenna- félagið varðar hafa verið stund- aðar æfingar í íþróttahúsinu i vetur. Ber þar hæst æfingar í júdó undir traustri stjórn Brynjars Aðalsteinssonar. Júdó- menn hafa náð góðum árangri í keppni í vetur. Þá hafa einnig verið stundaðar æfingar í frjáls- Frh. á bls. 6 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.