Norðurslóð - 28.10.1986, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 28.10.1986, Blaðsíða 2
Brot úr sögu á landi og lofti Kvíguleit Frá kvíguleitinni. Kross við Ingjaldshnjúk og við Kvíguskarð? - Ljósm. Vald. Bragas. Þess var getið lauslega í síðasta tölublaði, að 2 ársgamlar kvígur, sem gengu í Sveinsstaðaafrétt í sumar, hefðu komið fram í Kolbeinsdalsafrétt í Skagafirði í seinni göngum þar. Aðrar tvær kvígur voru líka horfnar og vissi enginn hvar þær héldu sig lífs eða liðnar. Nú hafa verið farnir nokkrir leiðangrar til að reyna að hafa upp á hinum týndu gripum bæði héðan úr dalnum og úr Skaga- firði. Síðast hefur nýlega verið 2 -NORÐURSLÓÐ leitað úr lofti á þeirri leið, sem víst þykir, að skepnurnar hljóti að hafa farið á ferð sinni yfir íjöllin úr okkar Skíðadal yfir í skagfirska Skíðadalinn, þarsem 2 þeirra fundust. Árangurinn hefur hinsvegar enginn orðið, enda hefur því miður enginn maður farið fjallveginn fram hjá Ingjaldi í Vesturárdal, þar sem dýrin hljóta að hafa farið. Hinsvegar hafa nú verið farin tvö leitarfiug á þessar slóðir. Sunnudaginn 19. okt. fór lítil æfingafiugvél frá Sauðárkróki með tvo menn innyfir Kolbeins- dal innanverðan og nærliggj- andi fjöll og daii. Ekkert kvikt sáu þeir fyrr en þeir fiugu yfir Barkárdal. Þá sáu þeir bæði sauðfé, geitur og hross langt fram á dal. En að sjálfsögðu enga nautgripi, enda þeirra alls ekki að vænta á þeim slóðum. Síðari fiugferðin var íarin á mánudag 20. í glóbjörtu sól- skini. Flugmaðurinn var Hart- mann Kristjánsson á Dalvík, en leitarstjóri og ljósmyndari Valdemar Bragason, sem áður hafði tekið þátt í leitarleiðangri á landi úr Skagafirði. Þeirfiugu aftur og fram um fjalllendið og sáu að á leiðinni voru ljótar jökulsprungur, urðir og hamrar þar sem ótal stórgripir gætu hæglega hafa fest sig eða horfið niður í jörðina. En dýr sáust engin. Hér með er að sinni lokið leit að þessum óhamingjusömu nautgripum og er næsta víst, að þeir eru ekki lengur í tölu lifenda. Á hinn bóginn er ekki ósenni- legt að bein þeirra eigi eftir að finnast einn góðan veðurdag, kannske ekki næsta áreða næst- næsta. En þá síðar, eftir svo sem 10 ár eða 50 eða 100 ár komin undan jökli. Annað eins hefur gerst á voru landi, íslandi. Tætturnar á Stafni. Stafnstungnafjall í baksýn. Talið er, að bænhús hafi verið á Stafni. Er Stafnsgetið í máldög- um og reikningum Vallarkirkju næstu tvær aldir, (1394, 1429, 1470 og 1525) síðast í Sigurðar- registri frá 1525. í reikningum Vallastaðar frá 1569 er Stafns ekki getið meðal jarðeigna hans, enda munu þar aðeins talin byggð ból. Stafn þá sennilega í eyði. Er síðan fátt um þennan bólstað vitað fyr en 1712 að hann er kallaður fornt eyðiból og eftir þann tíma hefur enginn búið þar. Svo sem fyr segir er sennilegt að Stafn sé í eyði 1569, en þar kann að hafa byggst upp eftir þann tíma (ekki er Stafns getið í Bréfabók Guðbrandar biskups Þorlákssonar), en sú byggð hefur efiaust verið mjög stopul, enda engar öruggar heimildir um hana. „Hinsvegar hafa lifað í Skíða- dal munnmæli um að þar hafi verið búið á seinni hluta 17. aldar og hafi b óndinn á Stafni Börn Steinólfs og Halldóru, sem finnast í Manntali 1703: Guðrún Steinólfsdóttir, f. 1662, kona Guðmundar Jóns- sonar b. í Litla-Árskógi 1703, 1712, og enn 1721. Börn þeirra: Þórunn, f. 1700, Steinólfur, f. 1702. Gísli Steinólf'sson, f. 1666, bóndi í Hofsárkoti 1703. Kona hans: Jórunn Bjarnadóttir, f. 1655. Engin börn eru þeim eignuð í manntali 1703. Þorgeir Steinólfsson, f. 1669, hjá móður sinni á Sveinsstöð- um. Jón Steinólfsson, f. 1670, hjá móður sinni á sama stað. Heimildir: Handrit Stcláns Aðalstcinssonar í Skjalasafni HSD. Prcsta- og prólastatal, bls. 270 ncðan- máls. Manntal 1703. Eigin athugun. Aðrar hcim.: Brcl'abók Guðbrandar biskups Þorlákssonar. Páll Kristjánsson, Höfundurinn á skemmtiferð í Skiðadal. „Fýsnin til fróðleiks og skrifta" er rík hjá mörgum mönnum enn sem fyrr. Einn þeirra er Páll Kristjánsson á Dalvík, ætllfræð- ingur og söguskoðari. Hann færir blaðinu stundum efni til birtingar og hefur sumt af því komið fyrir augu lesenda en annað er á lager. Nýlega færði Páll okkur neðanskráða athugun á Stafni í Skíðadal og birtum við hana með ánægju. Siadió við d lójium Stajns, J'remsta bœ í dal-Skióa, Jjöllin há og rismikil, gródur til miðra hliða. Það var hér, sem Steinóljur bjó, kringum kotið meó orji sló og tiðir sólti til Valla. Skammdegis nóttin myrk og köld, Steinóljur bjó hér d sautjándu öld. P.K. Stafn var fremsti bærinn í Skíðadal og stóð að vestanverðu í dalnum neðarlega í tungunni milli Stafnsár og Vesturár. Um dýrleika jarðarinnar vissu menn ekki er Jarðarbókin vargerð 1712. Þá var Stafn talinn fornt eyðiból, þó með greinilegum bygginga- ummerkjum garða ogtóftaleifa, sem enn örlar fyrir '86. Getið er fyrst um Stafn í Máldaga Valla- kirkju frá 1318, því kirkjan mun hafa átt býlið frá öndverðu. heitið Steinólfur. Var lítið frá- sagnarvert um hann, annað en það, að hann átti aðeins eina hryssu og þótti skrítið að sjá til hans og kerlu hans eru þau tví- menntu á merinni á leið til kirkju að Völlum. E.t.v. er einhver fótur fyrir þessari sögu því Steinólfur maður Halldóru Arngrímsdóttur, sem bjó ekkja á Sveinsstöðum 1703 hefurbúið á þessum slóðum frá 1660, en er dáinn fyrir 1703.“ Bættar samgöngur - meira samstarf Oft heíur verið rætt um stækkun sveitarfélaga með samein- ingu þeirra. Minnkandi þörf fyrir framleiðslu hefðbundinna landbúnaðarvara hlýtur aö segja til sín á næstu árum og veikja margan sveitahreppinn frá því sem nú er og er þó varla fært. Augljós ávinningur er af því aðsameina mörg þessara sveitar- félaga svo þau verði betur í stakk búin að viðhalda þeirri þjónustu, sem þau veita í dag. Vandséð er að þau geti aukið þjónusluna í framtiðinni eins og þó nauösynlegt verður, nenta til komi veruleg samvinna eða samruni við önnur sveitarfélög. Samvinna sveitarfélaga stórra og srnárra er mjög góður kostur við lausn ýmissa vandamála. Margt mælir meðnáinni satminnu t.d. Dalvíkur og Ölafsfjarðar í mörgum niálunt, hvort heldur þaö er á sviði sveitarstjórnarmála eða annarra samskipta. Þessi sveitarfélög eru af svipaðri síærö og hafa við áþekk vandamál að stríða. Vandamál sem oft er auðveldara að leysa í samvinnu en sitt í Itvoru lagi. Iiinnig getur stuðn- ingur annars aöilans við uppbyggingu eöa lausn vandantála hjá hinum auðveldað framgang mála t.d. þegar sækja þarf mál hjá opinberum aöiiunt. Samgöngur eru þó verulegur hængur á náinni santvinnu. Þótt fjarlægö sé ekki nenta 18 km. geta þeir veriö langir þessir kílómetrar þegar Ólafsfjarðarmúlinn er ófær. Samgöngu- bætur fyrir Ólafsfjarðarmúla cru ekki aðeins hagsmunamál Ólafsfirðinga heldur einnig Dalvíkinga og annarra Eyfirð- inga með aúkin samskipti í huga. C.'öng í gegnum ntúlann eru því á óskalista Dalvíkinga eins og Ólafsfirðinga. Þegar göngin verða komin á aö leggja ntikla áherslu á að vegurinn yfir I.ágheiði verði byggöur upp svo samskipti þessara staöa og Siglufjarðar og annarra þar fyrir vestan auðveldist líka. Landsbyggöin hefur þurft aö láta í minni pokann fyrir höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Samvinna byggðarlaga að svipaðri stærð og á jafnréttisgrundvelli getur hjálpað þeim að halda sinum hlut. l orsenda þessarar samvinnu eru bættar samgöngur og því eru það í raun sameiginlegir hagsmunir fólksins í þessunt byggðum að unnið veröí hratt í þessunt málunt. J A NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Stafn í Skíðadal

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.