Norðurslóð - 28.10.1986, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.10.1986, Blaðsíða 5
Tryggvi Jónsson áttræður Frystihússtjóri í fjórðung aldar Einn þeirra manna sem hafa sett svip á atvinnu- og mannlíf á Dalvík nú um a.m.k. hálfrar aldar skeiö er Tryggvi Jónsson fyrrverandi frystihússtjóri. Tryggvi verður áttræður þann 3. næsta mánaðar, eins og skráð er í Tímamótum á baksíðu. Blaöamaður Norðurslóðar knúði dyra á húsi þeirra Tryggva og Jórunnar, Sognstúni I, í góða veðrinu fyrsta vetrardag og fékk hlýjar móttökur. Yfir kaffinu rifjaði húsbóndinn upp sitthvað frá langri æfi sinni hér við Dalvíkina. Hann íæddist á Hóli á Upsa- strönd 3. nóv. 1906, árið sem ísland komst í símasamband við umheiminn. Koreldrarnir Kristjana Hallgrímsdóttir og Jón Jóns- son (Irá Hóli) voru systkina- börn. I ryggvi var annað barn þcirra, Steinberg (nú látinn) var clstur læddur í Þorsteinshús- inu (Baldurshaga). Rétt eftir aldamótin fcngu loreldrar Tryggva skipt úr hluta af Hóls- landi og byggðu sér þá hús niður við sjóinn, sem þau neíndu Framnes. Það var miklu norðar en það Framnes sem nú heitir því nal'ni. Þarna læddust þrjé yngri börn þeirra hjóna, Björgvin Loftur (drukknaði 1943) og Þórhildur. Þarna á sjávarbakkanum ólust þessi systkini upp við víðan sjóndeildarhring Ijalla ogsjávar þangað til eldri bræðurnir voru komnir ylir tvítugt. Þá keypti IjölskyIdan Hólkot sunnar við sjóinn. Þau lluttu líka Framnes- nalnið með sér og þar lillr það cnn góðu lílj, en gamla Framnes er nú horlið afyfirborði jarðar. Æskurárin? Tryggvi minnist æskuáranna með ánægju. Að sjálfsögðu \oru störf drengjanna einkum bundin við sjó og fiskirí. Samt kynntist hann svcitalífinu. Hann var 2 sumur hjá Halldóri í Brckku og á Hrísum var hann hjá Arnóri sbr. frásögn hans í síðasta jólablaði Norðurslóðar af ævintýri, sem hann rataði í þar. En sjórinn var framtíðar- vettvangur ungra Dah íkinga þá eins og löngum síðan. Tryggvi bjó sig undir þá framtíð, lærði sjómennsku og sjómannafræði hjá Páli Friðfinnssyni og gekk að þ\ í búnu undir stýrimanna- pról og fékk réttindi til að stjörna 12 tonna bátum. Þá voru llestir Dalvíkurbátarnir undir þeirri stærð. Síðar fór hann á vélstjóranámskeið á Akureyri og fékk réttindi til tið lára með 50 ha. mótora. I ryggvi kunni vel við sig á sjónum. Eitt var þó, sem spillti ánægjunni. Hann var sjóveikur og losnaði ekki.við þann kvilla þó tími liði. M.a. al þeirri ástæðu hvarf hann frá sjó- mannsferlinum, en l]eira kom til. Fjölskyldumálin? í októbcr 1931 gekk hann í hjónaband. Konan var Ragna Pálsdótt ir Irá Svalbarðseyri. Hún kom í Hól til að kenna börnum orgelspil og þá tókust kynni þcirra. Þau bjuggu í Framnesi. Þann 8. septembcr 1932 fæddist þeim sonur. Fjór- um dögum síðar var móðirin liðið lík. Drcngurinn.semskírð- ur var Ragnar, lór í fóstur til afa og ömmu á Svalbarðseyri og á nú að sínu leyti börn og mörg barnabörn. Tryggvi segir frá þcssu með sömu rósemi og öllu öðru, sem lífið hcfur fært honum að höndum. Þegar þetta gerðist var hann reyndar byrjaður að byggja fjöl- skyldunni húsið Ásbyrgi, þ.e. nr. 9 við Karlsbraut. Gárung- arnir kölluðu húsið Bumbu vegna hins bogadregna útskots á götuhliðinni, og fannst bera vott um ylirlæti eigandans. En sú nafngift festist ekki við húsið og cnn er bumban í fullu gildi og gefur húsinu sérstakan svip. Tryggvi kvæntist annað sinn 1935 jafnöldru sinni Jórunni Jóhannsdóttur í Sogni. Þau bjuggu í Ásbyrgi fyrstu hjúskapar- árin en 1942 íluttu þau sig sunnar í þorpið í nýbyggt hús, sem þau nefndu Þórshamar, en nú nefnist Sognstún I. Þar hafa þau búið síðan og unað vel hag sínum. Börn þeirra eru Kristín, Tryggvi. skólastjóri í Reykjavík og Jóhann, Uugstjóri, bæði búsett í Garðabæ. Barnabörnin eru 7 og síðan er enn ný kynslóð að vaxa úr grasi. Ævistarfið Haustið 1932 gerðist Tryggvi fastráðinn starfsmaður hiá Kaupfélaginu á Dalvík, en þar hafði hann áður unnið í ígripum sem afgreiðslumaður. Þar vann hann til ársins 1950. Þá tók við sá kalli, sem átti eftir að verða hið sögulega hlutverk hans. að stýra eina frystihúsi staðarins um nærri aldarljórðung eða til 1973. Tryggvi er laorður um starfíð í Frystihúsinu. Þeim mun meir verður honum tíðrætt um störf sín ísamtökum Sambandsfrysti- húsanna á því tímabili. Þessi lélagsskapur skammstafaður SAFF var stofnaður utan um rekstur Sjávarafurðadeildar Sambandsins í Ameríku og eru öll frystihús, sem skipta við hana aðilar að þessu fyrirtæki. Tryggvi var stjórnarmaður í SAFF frá upphafi ogallargötur meðan hann gegndi starfi frysti- hússtjóra. Þetta starfgaf honum mikla innsýn í málefni frysti- húsanna á breiðum grundvelli og var mjög gagnlegt í sambandi við frystihússtjórastarfið. Þetta félagsstarf leiddi af sér margar ferðir vestur um haf, einar 6 eða 7 á árabilinu 1961-1973. Og sem síðasta þakklætisvott fyrir þessi störf bauð fiskvinnslu- fyrirtækið fyrir vestan. Iceland Seafood Corporation, þeim hjónum vestur til Bandaríkj- anna 1982. Þar voru þau borin á höndum og fengu tækifæri tilað ferðast töluvert um landið. Hjónin minnast þessarar ferðar með sérstakri ánægju og sýna gestinum fagran minjagrip, sem þeim var gefinn við þetta tækifæri. Tryggvi lét af starfi sem frysti- hússtjóri 1973 sem áður segir. Þá réðst hann til starfa hjá Sparisjóði Svarfdæla og vann þar í 7 ár sem skrifstofumaður. Þetta voru síðustu árin sem sjóðurinn var til húsa í Kaup- félagshúsinu og áður en vélvæð- ingin hóf þar innreið sína fyrir alvöru. Reyndar var Tryggvi mjög lengi í trúnaðarmannaráði sjóðsins og var m.a., fulltrúi sjóðsins í byggingarnefnd Ráð- hússins eftir að sú merka bygg- ing fór af stað. Félagsmálin? Það er auðfundið, að Tryggva eru hugleiknust þau margvíslegu félagsmál, sem hann hefur átt þátt í um dagana. Ungur gekk hann í Ungmennafélag Svarf- dæla og komst fljótt að raun um, að hann átti létt með að Jórunn. Ilytja mál sitt í ræðuformi „óklökkur að tala" segir hann. Hann sat í stjórn félagsins og varð formaður um skeið og reyndar líka í Ungmennasam- bandi Eyjafjarðar. Á vegum UMFSv. tók hann þátt í leik- starfsemi og hafði gaman af. Hann minnist hlutverka svo sem Haraldar í Skugga-Sveini og Skrifta-Hans í Ævintýri á gönguför. Þar þótti honum takast vel upp. Sumarið eftir þann leikvetur var hann í skemmtiferð fram í Svarfaðar- dal og kom í Atlastaði. Þá sagði Helga húsfreyja (kona Trausta Árnasonar): „Þér tókst að koma mér til að skæla.“ Þetta fannst Tryggva gott komplíment. eins og hann orðaði það. Þá er að geta þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Svarfað- ardalshreppur var einn stærsti hreppur landsins og á þessum árum nokkuð vandstýTður vegna vaxandi andstæðna milli sveitar og sjávarþorps. Tryggvi var kosinn í hrepps- nefnd 1942 og varð þegar oddviti hennar. Mál málanna á þeim vettvangi varaðsjálfsögðu hafnarmáiið. Það átti sér þá þegar nokkuð langa sögu. M.a. hafði málið verið á dagskrá hjá Ungmennafélaginu 1933 þar sem Tryggvi hélt framsögu- erindi. Það er líka gaman að geta þess, að fyrsta hafnar- nefnd hreppsins var kosin á „miðsvetrarfundi" 17. mars 1934 frammi á Þinghúsinu á Grund. Nefndarmenn urðu Sigurður P. Jónsson og Sveinbjörn Jóhanns- son auk Tryggva. Það er greinilegt, að Tryggvi kann þessa sögu vel og kann að nefna áfangana á þeirri erfiðu göngu, sem þó endaði með fullum sigri í þessu stríði við yfirvöldin og náttúruöflin. sigri sem skipti sköpum fyrir atvinnu- þróun á Dalvík. Tímarnir voru ekki beinlínis ákjósanlegir, kreppan og almennt peninga- leysi, stríðið og meðfylgjandi örðugleikar á efnisútvegum o.s.frv. Tryggvi minnist áfang- anna: lög Álþingis um Dalvíkur- höfn 1931, fyrstu Ijárveitinguna, kr. 9.000 árið 1938, upphaf verksins 1939. Ekki gekk það átakalaust. Um veturinn fyrir voru þeir Þorsteinn kaupmaður Jónsson, þáverandi oddviti, og Tryggvi sendir til Reykjavíkur til að útvega nauðsynlegt lánsfé og ekki síður nauðsynlegt leyfi Innflutnings- og gjaldeyris- nefndar. 7 vikur fóru í það stapp í þeirri ferðinni og Tryggvi hafði samviskubit af svona langri Ijarveru frá starfi sínu hjá ÚKE og hringdi í Baldvin mág sinn til að gera afsökun sína. „Þú kemur ekki heim nema með peningana og leyfin í vasanum" sagði Baldvin á sinn venjulega, snaggaralega hátt. Þetta var að vísu mál mál- anna, sem öll framvinda atvinnu- mála á Dalvík hvílir á æ síðan, útgerðin, fiskvinnslan og þar með nánast allt mannlífið. En fleira ber að höndum sveitarstjómarmanna í vaxandi stað eins og Dalvík. Og svo bar auk þess að skipt- ingu hreppsins 1945 46 og Tryggvi var þannig síðasti oddviti gamla Svarfaðardals- hrepps og fyrsti oddviti hins nýja Dalvíkurhrepps, 1946-50. Reyndar sat hann óslitið í hreppsnefndinni allar götur til 1970 svo ýmislegt hefur á daga drifið á þeim vettvangi. Ævikveldið Nú er Tryggvi frystihússtjóri að verða áttræður. Heilsan er nokkuð góð, en sjón hans mjög tekin að daprast. Hann fylgist af áhuga með þróun mála í bæjar- félagi sínu og hefur fastar skoðanir á dægurmálunum. Hann hefur ánægju af að rifja upp fyrir sér ævileiðina. Hún hefur verið samofin þróunar- sögu Dalvíkur nær því alla öldina. Dalvík hefur verið leik- svið lífs hans, innan þess hefur hann færst í nokkrum áföngum utan frá Hóli suður í Þórshamar við Sognstún. Ekki er það löng leið. Þó hafa sporin verið mörg og gangan viðburðarík. Tryggva finnst líf sitt hafa verið gott, hann er vel sáttur við tilveruna. „Mér finnst ævistarfið ekki hafa verið til einskis unnið. Ég tel, að ég hafi átt töluverðan þátt í framvindu mála hér á þessum stað. Og mér finnst hún í stórum dráttum hafa verið farsæl." Þau skulu vera síðustu orð þessa afmælisrabbs. Norðurslóð óskar T ryggva og Jórunni alls góðs í tilefni afmælisins og munu margir vilja taka undir þær óskir. HEÞ. Mér er spurn? Á þessu hausti hafa menn í mið- sveitinni orðið varir við mikla athafnasemi manna frá Raf- magnsveitum ríkisins, Rarik, eins og þær heita manna á milli. Menn hafa sést klifrandi upp í staura með tól og tæki og oft hefur straumurinn verið tekinn af einstökum bæjum heilu dag- ana. Þessu hafa menn tekið með þögn og þolinmæði af því að þeir hafa haft grun um, að einhver nytsamlegur tilgangur byggi undir öllum þessum til- færingum. En nákvæmlega hvað er að gerast, gaman væri að fá svar við því. Svar Þessum einfeldningslegu vanga- veltum svarar lngólfur Árna- son rafveitustjóri á Akureyri svo: Á síðast liðnu ári var byggð tengilína milli austurs og verst- urkjálka frá Ytra-Hvarfi að Þverá. Markmiðið með þessari línu erað auka öryggi á raforku- áfhendingu. Einnig var á s.l. ári þrífösuð lína að Ytra-Holti til að mæta þörf loðdýrabúsins sem þar er. Nú á þessu hausti hefur verið Unnið við þrífösun línunnar frá Ytra-Holti að Syðra-Garðshomi og er því verki nýlokið. Jafn- framt þessum framkvæmdum hefur ýtarleg skoðun farið fram á línunni, skipt út fúnum staurum eins og þurfti og yfir- farinn toppbúnaður. Stefnt er að því að í náinni framtíð verði þessi hringur, sem tengilínan yfir dalinn lokaði, allur orðinn þrífasa. Spá rtiín er að þetta verði innan tveggja ára. Allt er í meiri óvissu um þrífösun inn í dalina, því fjármagn sem Rarik hefur til styrktar á dreifikerfi í sveit er takmarkað. Eftir að háspennulínan er orðin þrífasa geta bændur sem tengdir eru þeirri línu fengið þrífasa rafmagn með því að greiða um það bil helming kostnaðar, þeir greiða helming af kostnaði við jarðstrengslögn sem kemur í stað loftlínu ogeins spenni. Það borgar sig l'yrir bónda að leggja í þennan kostnað ef hann þarf að endur- nýja súgþurkunarkerfi, eða kaupa nokkra rafmótora til annara nota, því mjög mikill verðmunur er á einfasa og þrífasa mótorum eins og bænd- ur vita manna best. Það virðist eins og þörfin fyrir þrífasa rafmagn til sveita hafi aukist við tilkomu loð- dýrabúanna, því það er mikil- vægt fyrir afkomu bóndans að hann ásamt fjölskyldu sinni geti verkað skinnin og aukið þannig tekjur sínar. Til þess að þetta geti orðið þarf frystigeymslu og rafmótora og þá helst þrífasa mótora því þeir eru bæði ódýrari og þægilegri. Með bestu kveðjum til Norður- slóðar og Svarfdælinga allra. Ingólfur Árnason Norðurslóð þakkar Ingólfi skilmerkilegt svar. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.