Norðurslóð - 28.10.1986, Side 3

Norðurslóð - 28.10.1986, Side 3
Vellir í eyði? Vellir í Svarfaðardal. Um þessar mundir eru miklar hræringar víða um sveitir lands- ins í sambandi við markaðsmál landbúnaðarins og tilraunir til Iramleiðslustjórnunar hefð- bundinna búvara. M.a. er þar um að ræða kaup eða leigu Framlciðnisjóðs landbúnaðar- ins á framleiðslurétti einstakra bújarða eltir ákveðnum reglum svo og stuðning af hendi sjóðs- ins við annars konar fram- leiðslu eða atvinnustarfsemi í sveitum. Ber þar hæst loðdýra- rækt enn sem komið er. Hér í sveit hafa samningar um búmarkssölu verið gerðir á a.m.k. tveimur jörðum. Ekki hafa þei-r þó leitt til þess, að viðkomandi jarðir færu í eyði. Nú hefur það hinsvegar gerst á þessu hausti að bóndinn á Völlum hefur brugðið búi og flutt suður. Sem stendur eru Vellir því í eyði. Jörðin hefur verið auglýst til sölu og hafa nokkur tilboð borist í hana, sem þó hefur ekki leitt til samninga svo vitað sé. Þess verður greinilega vart hér í sveitinni, að menn hafa nokkrar áhyggjur af framtíð þessa forna höfuðb'óls dalsins og merka kirkjustaðar. Menn kunna illa þeirri tilhugsun, að þessi góða bújörð í miðri sveit með miklum framleiðslurétti kunni að leggjast í eyði og það enda þótt til sé fólk, sem gjarnan viidi eignast jörðina og reka þar hefðbundinn búskap. Mestar áhyggjur í þessu sambandi hafa þó trúlega íbúar Vallasóknar og ætlast til þess, að kirkjustaður þeirra verði ekki meðhöndlaður þannig, að yfir honum megi syngja með breyttu staðarnafni hið fræga vers úr Ijóði Matthíasar: Ekkja stendur aldin kirkja ein í túni fornra virkja, Hver vill syngja hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng? 12 tonn af kræsingum Austasta byggingin á Dalvík er nýi kerarskáli Öluns h, f (hvernig sem það orð á að beygjast). Þar inni eru 2 ker 14 m að þvermáli. Annað þeirra er nú komið í gagnið og eru þar í góðu yfirlæti 8.300 seiðica 190gramma þung, sem ,,síuð“ hafa verið úr upp- eldiskerunum í eldra húsinu. Afgangurinn fer síðan í hitt kerið þegar þau seiði hafa náð hæfilegri stærð. En úti á vík er kvíalaxinn í þremur kvíum og verður lógað trúlega í byrjun næsta mánaðar (nóv.) Menn reikna með ca 12 tonna heildarsláturþunga. Meiningin er að einar kvíarn- ar verði þar úti á víkinni í vetur í tilraunaskyni með ca 4000 seiði. Menn vilja sjá h\ernig þeim reiðir af þar úti í náttúrunni í átökum við vind og sjávarrót. Á myndinni sést Þórólfur forstjóri Antonsson. en á bak við skálarnir, sá nýi til hægri. Haustsena á Atlastöðum. Fyrsta vinruideilan sbr. slátrunarfréttir á forsíðu Hann gekk á milli raðanna og ríndi í sérhvern kropp, hann ríndi Jast, hvort sæi ei neina bletti, doktorinn í laglegum léreftsvíðum slopp hann leitaði vel og sig íjraman gretti. Loks sá hann þó á einum skrokk einn ajárlítinn blett og œði varð þá svipþungur i jraman: ,,Getið þið ekki reynt að gera þetta rétt" hann gramur sagði „þetta er ekki gaman". Verkstjórinn þá reiddist svo að roða sló á kinn, hann rigsaði til doktorsins í sloppnum: ,, Við gerum það svo vel sem við getum, karlinn minn, það getur ei verið skítur þetta á kroppnum." Hinn þá reiddist líka svo að ríjast Jóru þeir, þeir rijust nærri Jjórðapart úr lima. Þeir voru skolli jajhir þessir karlar tveir, já, þar var haldin snilldar orðaglíma. Og verkajólkið reiddist, í sumum heiftin svall, því sárnaði þessi ranglætisins kraj'tur. ,, Við göngum öll í burtu og boðum verkafall. Við búumsl ei við að koma hingað aftur." En morguninn ejiir sá lági slökk af stað, hann stikaði drjúgum, móður var í huga. Hann sagði: „Hér verður að hajást eilthvað að, annaðhvort er að hníga eða duga." Svo gekk hann fyrir dyr þeirra, sem gengið höfðu braut og grimmur krajðist vissunnar um tálið. Þá svaraði það allt saman: „ Við þolum þessa þraul og því munum við koma ífyrramálið." Svo lét hann þetta gott heita og hélt svo aftur heim, rétt hússtjórann hann vildi ekki taka. Ég lærði ekki skrafið, sem skapaðist með þeim, það skall vist nærri að rœki hann til baka. Hússtjóra í meira lagi heldur þarna brá og hugsaði, í þessu er mikill kraftur. „ Við skulum þvi" sagði hann „vanda okkur að Jlá viljirðu bara taka við mér ajiur." Svo vann það allt i einingu upp Jrá þeirri stund, og aldrei blettur sást á neinum kroppnum. Og aldreigi með reiði eða ranglœti i lund þeim reyndist siðar maðurinn i sloppnum. Skýringar. Tíminn: 1928-30 Doktorinn: Sigurjón Jónsson læknir í Árgerði. Hússtjórinn: Guðjón Baldvinsson sláturhússtjóri á Skáldalæk. Sá lági: Jóhann Jónsson útibússtjóri í Sogni. Alúðar þakkir færum við öllum þeim.sem minntust Antons Baldvinssonar Goðabraut 18, Dalvík sem lést 16. október s.l. Einnig viljum við þakka þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúð við fráfall hans. Lilja Tryggvadóttir Sólveig Antonsdóttir Guölaug Antonsdóttir Reimar Þorleifsson Jóhann Antonsson Svanfríöur Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þakkarávarp Þakkir til allra er glöddu mig 7. október sl. Liftð heil Þórgunnur Þorleifsdóttir NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.