Norðurslóð - 31.03.1987, Side 8

Norðurslóð - 31.03.1987, Side 8
Tímamót Afmæli: Mánudaginn 23. mars sl. áttu 67 ára hjúskaparafmæli hjónin Anna Arngrímsdóttir og Kristján Jóhannesson fv. hreppstjóri á Dalvík, nú til heimilis á Dalbæ. Norðurslóð árnar heilla. Þakkarávarp Innilegur þakkir til allra þeirra sem með gjöfum, blómum og skeytum glöddu mið á 70 ára afmælinu 30. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja, Sveinn Vigl'ússon. Tíl lesenda Frá upphafi 1977 hefur Norðurslóö verið unnin og prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, en það fyrirtæki hef- ur hin síðari ár heitið Fontur hf. Starfsemin hefur farið fram í Skjaldborgarhúsinu gamla við Hafnarstræti. Nú hefur Fontur hf. verið að flytja sig búferlum upp í Lund þar sem áður var afkvæmarannsóknastöð SNE og a.m.k. margir bændur þekktu vel til. Með áherslubreytingum á starfseminni hentar það ekki lengur Fonti að fást við vinnslu blaðs eins og Norðurslóð er. Pað er því komið að skilnaðarstund. Blaðið þakkar þeim Fontsmönnum fyrir sérlega gott samstarf í 10 ár og óskar fyrirtæki þeirra langra og góðra lífdaga á nýja staðnum. Fyrst um sinn hefur verið samið við Dagsprent hf. á Akureyri að það taki að sér vinnslu blaðsins enda eru þar fyrir nokkrir góðir menn, sem Norðurslóð kynntist áður að góðu þegar þeir unnu í Skjaldborg. Þetta er fyrsta tölublaðið eftir þessi umskipti og á helst ekki að hafa í för nteð sér neina breytingu á blaðinu. Að svo mæltu sendum við lesendum okkar bestu kveðjur og höldum öll vonglöð fram á veginn. Norðurslóð biður lesendur velvirðingar á, hve seint marsblað- ið keinur út. Orsökun er vikubið sem varð á að unnt væri að birta framboðslista til alþingiskosninga 25. apríl. Þennan bita mátti blaðið alls ekki við að missa, svo ákveðið var að doka við. Mefl bestu kvefljum, Útgefendur. Og svo kom snjórinn. Helgi Þorsteinsson, formaður Lionsklúbbs Dalvíkur afhendir BBC tölvu í félagsmiðstöðina Gimli, Dalvík. Ingimar Jónsson, æskulýðsfulltrói, tekur við gjöfinni. Yegagerð 1987 Fyrir svo sem 30-40 árum skrif- aði undirritaður einhverja blaðagrein, sem nýlega bar honum aftur fyrir sjónir. Þar er m.a. spurt þeirrar spurning- ar, hvers Svarfdælingar myndu óska sveit sinni til handa, ef þeir ættu eina ósk. Höfundur svaraði sjálfum sér og fullyrti að þeir mundu allir sem einn velja sömu óskina: Betra vega- kerfi. A þeim árum var enginn „uppbyggður“ vegarkafli hring- inn í kringum dalinn né heldur á Akureyrarvegi, gömul brú á Dalsánni hjá Árgerði, fjöldi bráðónýtra smábrúa o.s.frv. Óneitanlega hefur margt gott gerst í vegamálum okkar síðan þetta var. Þar ber að sjálfsögðu hæst hina ágætu Akureyrarleið, Ólafsfjarðarveg nr. 84 ásamt með nýju Argerðisbrúnni og bundnu slitlagi alla leið. Ekki má heldur vanþakka vegabætur innan hreppsins eink- um að vestanverðu. nú síðast nýja Holtsárbrú og veg að henni, sem að nokkru var reyndar byggður fyrir viðhaldsfé og sýslu- vegafé. Þá má því ekki heldur gleyma að sýsluvegirnir hafa á þessum árum stórbatnað, sem kemur sér vel ekki síst í sam- bandi við mjólkurflutninga. Hvað er framundan? Þetta var nokkuð langur formáli að því sem átti að vera aðalefni greinarinnar, framtíðin. Því er ekki að neita, að þó nokkuð hafi unnist er mikið enn ógert. Nú er þó einn áfangi á fram- farabraut innan sjónmáls, vegur nr. 806, yfir Tungurnar, 2,7 km að lengd frá vegamótum við Svarfaðardalsveg nr. 805 hjá Hreiðarsstöðum að vegamótum við Skíðadalsveg nr. 807 við Skíðadalsárbrú. Nýi vegurinn á að liggja í mjúkri beygju milli þessara endapunkta. Svo loksins á þessi draumur að verða að veruleika og er gaman að minn- ast þess, að fyrir langa löngu, meðan önnur vegalög giltu, komu mörg ár í röð lágar fjár- veitingar til þessa vegar. En vegaumdæmisstjóri þáverandi, Karl Friðriksson, með góðu sam- þykki sveitarstjórnar, tók þessa aura alltaf til annarra þarfa, sem brýnni þóttu á vegum hér í sveit- inni. Ýtan sf. - Hæringsstaðabræður Eftir áramótin var þessi fram- kvæmd boðin út og áætluð hjá V.R. upp á kr. 3.857.000. Það bárust 7 tilboð og var því lægsta tekið. Það var frá Ýtunni sf. á Akureyri og hljóðaði upp á kr. 3.372.000 sem er 88% af áætluð- um kostnaði. Þess skal getið að Ýtan sf. er sameignarfyrirtæki þeirra Hæringsstaðabræðra Stef- áns og Óskars Árnsona, og munu þeir hefja verkið snemma vors. Hér verður að geta þess að ekki stendur til að lagfæra Hreið- arsstaðabrúna svo vitað sé né heldur að malbera veginn nema til bráðbirgða. Að loknum þessum góðu frétt- um vill undirritaður veka athygli á, að skammt austan við Hreið- arsstaðabrúna eru friðlýstar rúst- ir smábýlisins Kringlu með tún- garði og öllu tilheyrandi, bráð- snotur rúst, sem alls ekklmá níð- ast á þótt unnið sé með stórum tækjum við brúarsporðinn. Aðrar framkvæmdir Af öðrum nýmælum í svarf- dælskri vegagerð 1987 fer fáum sögum öðru en því að lagt mun verða bundið slitlag á kaflann frá Ólafsfjarðarvegi að Holtsá u.þ.b. 2 km. Milli Holtsár og Tjarnar er hins vegar óundirbyggður vegur og þar þýðir ekki að leggja bund- ið slitlag þó ekki væri fyrir annað, að sögn heimildarmanns blaðs- ins. Vegaframkvæmdir í nærsveit- um eru ekki miklar. Þó fara 10 milljónir í undirbúning ganga- gerðar gegnum Ólafsfjararmúla. En annars verður það verk unnið á árunum 1989-1992 (4 ár) og kostar ca. 600 millj. + fjármagns- kostnað. Þá verður líka á þessu ári sett bundið slitlag á Norður- landsveg frá Öxnadalsá að Grjótá á Öxnadalsheiði, en það er 9,1 km kafli. Síðan kemur stóraðgerð á sama vegi neðar í Öxnadal og Hörgárdal 1989-91. Allra síðast skal þess getið að á áætlun 1988 virðist engin nýbygg- ing vera á svarfdælska vegakerf- inu, en 1989 kr. 6,5 milljónir til endurbyggingarkaflans Hreiðars- staðakot-Hóll, um það bil 3 km, og ntunu ýmsir hlakka til þegar sá draumur er orðinn að veruleika. Þrátt fyrir allt verður ekki ann- að sagt en að óskirnar eru að rætast, en þær rætast ekki með neinum ofsahraða. Ég þakka heimildarmanni, Guðmundi Svafarssyni, umdæm- isverkfræðingi. Hjörtur E. Þórarinsson. Fréttahomið Eins og við skýrðum frá í fréttahorninu fyrir skömmu hafa þeir Ingvar Kristinsson og Sigurjón Kristjánsson ákveðið að hætta starfsemi Kvists sf. og selja eignir fyrirtækisins. Heyrst hefur að Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem rekið hefur hjólbarðaverk- stæði í rúmt ár í bílskúrnum hjá sér, muni kaupa húsnæði þeirra að Grundargötu 9. Fiskmiðlun Norðurlands heit- ir fyrirtæki sem stofnað verður innan skamms hér á Dalvík. Aðalhvatamaður að stofnun þess er Hilmar Daníels- son sem hefur á undanförnum mánuðum séð um gámaútflutn- ing héðan frá Dalvík. Fyrirtækið sem þarna er verið að stofna mun að sögn verða í eigu nokkurra aðila þjóna útgerð og vinnslu með sölu afla í einu formi eða öðru. Fiskmarkaðsnefnd hefur verið starfandi á vegum bæjar- stjórnarinnar á Dalvík til að kanna möguleika á stofnun markaðar á Dalvík í líkingu við þá sem nú eru að rísa á Reykja- víkursvæðinu. Rólegt hefur verið yfir starfi þessarar nefndar að undanförnu. Hafa nefndarmenn fylgst náiö með framvindu mála í Reykjavík og Hafnarfirði og munu koma með tillögu að fyrir- kontulagi hér á Dalvík þegar þróunin verður ljós á landinu f þessum efnum. Reiknað er með að markaður taki til starfa í maí í Reykjavík en eitthvað síðar í Hafnarfirði. Alþingi hefur nú sett lög um starfsemi slíkra markaða. Hinn 10. mars sl. hófst bein- línuvinnsla í Sparisjóði Svarfdæla eins og getið var um í síðustu Norðurslóð,. Undirbún- ingur var búinn að standa í nokk- urn tíma. Meðal annars fóru starfsmenn Sparisjóðsins í bankastofnanir í Reykjavík til að kynna sér þessa hluti. Sparisjóð- urinn hér var fyrstur Sparisjóða utan Reykjavíkursvæðisins til að hefja svona vinnslu. Raunar hef- ur aðeins eitt bankaútibú á lands- byggðinni tengst á þennan hátt höfuðstöðvunum fyrir sunnan. Nú hafa Sparisjóðirnir á Ólafs- firði og Siglufirði tekið þessa tækni í þjónustu sína. Innan skamms er reiknað með að lang- flestir Sparisjóðir og bankaútibú tengist þessu neti á beinan hátt eins og hér er komið. Gunnhildur Birnisdóttir. gjaldkeri Sparisjóðsins, viö beinlínutækin.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.