Norðurslóð - 31.03.1987, Qupperneq 2
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent hl.
Stunduni er þaö svo art aöstandcndur héraösblaöa
vclta því lyrir sér hvert erindi leiöari slíkra lilaöa eigi
viö alla þjóöina. Vamlaniál einstakra hyggðarlaga eiga
sinn samhljóin hér «g hvar, og því t'yllilega réttmætt að
skrifa mn slíkt. Ýmis niál eru þess eftlis ai> þau hafa lít-
iö nieö húsetu nianna aö gera, «g eiga erindi viö alla.
Sem betnr fer er þaö margt, sein tengir þjóðina
sainan. Sennilega lleira en það seni skilur að. Ekki er
að efa aö friöarvilji tengir islenska þjóö traustaii hönd-
uni en niargar aðrar þjóöir. Vilji til friðar liefur ein-
faldlega lifaö í þjoðarsálinni «g verið hollur fylgifisknr
liennar í áranna rás. Ef við lniguin að liver rödd íslands
hefur veriö á alþjóöavettvangi í friðarinálum komumst
viö vafalaust að því, hve hjárónia hún hefur verið viö
þaö sent í tlestra huga er rödd nieirihlutans.
Nýlega fór fram könnun á afstöðu íslendinga til
kjarnnrkuvopnalaiisra Noröurlanda. Hún leiddi í ljós
mer einróma fylgi við þá hugmynd. í sjálfu sér kemnr
þaö ekki á óvart. Vopn og ófriÖur eru einfaldlega ekki
okkar eðli. Varnarræða utanríkisráöherra fyrir kjarn-
orkiisprengingunt Bandaríkjanianna á Alþingi á
dögunuin var ekki islensk hekliir bandarísk.
Þannig iná nefna tleiri tilvik þegar fulltrúar þjóðar-
innar hafa haldið ræður, aö vísu á íslensku en með
haudarískunt hreim.
Hér skal sú ósk sett fram að íslensk stjórnvöld taki
fullan þátt «g af aivöru í undirhúningi kjarnorkuvopna-
lausra Noröurlanda. Vilji þjóöarinnar er kontinn frani
þaö er ineð ölhi óverjandi að lítill ininnihluti ráöi
íi í þessu ináli, seni því miöur er astæðu til að
d . A.»
Gjafir og áheit
til Urðakirkju árið 1986
Friðrika og Friðjón
Fjölskyldan Urðum
Helgi Símonarson Fverá
Minningargjöf frá Lcnu og fjölskyldu Atlastöðum
Áheit frá Höllu og Hafliða Urðum
Áheit frá Jónínu Jóhannsdóttur frá Skeiði
kr. 5.000.00
kr. 4.209,00
kr. 1.000,00
kr. 5.000,00
kr. 5.000,00
kr. 500,00
Þann 30. maí barst kirkjunni höfðingleg gjöf. Var það skírnarfont-
ur gefinn til minningar um Jónasínu D. Karlsdóttur sem orðið hefði
40 ára þann dag. Gefendur voru foreldrar og systur. Einnig gáfu Mar-
grét og Guðmundur, Göngustöðum, gestabók.
Fyrrnefndum gefendunt, svo og öðrum ónefndum velunnurum
kirkjunnar sem sýnt hafa henni hlýhug og ræktarsemi í orði og verki,
flytjum við innilegt þakklæti.
Þá má og einnig geta þess að nú standa yfir gagngerar endurbætur
á gamla kirkjugarðinum og hafa nú þegar allmargir lagt ntálinu lið og
gefið vinnu sína við það verk, sem eru 160 vinnustundir, að raunvirði
um 25.000,00 kr. Þessum aðilum eru færðar alúðarþakkir.
Sóknarnefndin.
„Það er víðar England heldur en í Kaupmannahöfn,“ sagði karlinn. Og það
er víðar Norðurslóð en á Dalvík. Þetta er ein af „slóðunum“ á Örfirisey við
Reykjavík. í baksýn fiskimjölsverksmiðja á Granda.
Helgi Hallgrímsson:
Frá huldufólki í
Svarfaðardal II
Grásteinn á Hnjúki
I örenfnaskrá Hnjúks í Skíðadal,
eftir Jóhannes Óla Sæmundsson,
stendur þetta m.a.:
„Hjallar fjallsins heita Brúnir, og
skiptast í Litlubrún og Stóru-
brún. Á Litlubrún kallaður
Grænihjalli. Þar ofan við er
Strýthóll og Grásteinn, sunnan
undir Stórholti. Þessi steinn er
burstmyndaður klettur, og var
talið að hludufólk byggi þar.“
(Álagablstts á Klængshóli var
getið í 3. tbl. 1986).
Steinar í Almenningi
í viðbótum við örnefnaskrá Jóh.
Óla Sæmundssonar, handriti sem
geymt er á Skjalasafninu á Akur-
eyri, er að finna þessa klausu þar
sem fjallað er um Almenning í
botni Skíðadals.
„Á móti Sveinsstöðum í
Almenningnum, niður við ána,
eru afar stórir steinar og kallaðir
bara Steinar. Einn er það stór, að
hann er á stærð við lítið herbergi,
eða á þriðja meter á kant, með
sléttum fleti að ofan, og þarf að
vega sig upp, til að komast upp á
hann á einum stað.
Sagt var eftir skyggnu fólki, að
þar væri hludufólksbyggð, og sá
fólk reknar kýr frá steininum, og
maður á að hafa forðað sér upp á
einn steininn undan nauti."
Huldufólkssteinn
við Hvítulæki
Vestan Skíðadalsár í landi
Krosshóls, rétt framan við Hvítu-
læki stendur hár og fallegur
steinn, nefndur Huldufólks-
steinn. Engar sagnir eru við hann
bundnar svo vitað sé.
Huidufólkssteinninn hjá Hvítulækj-
um. Maðurinn er mennskur, Sigurð-
ur Ólafsson í S.-Holti.
Ljíísmynd: Astdís Óskarsdóttir.
Kálfadalur á Krosshóli/
Hverhóli
Kálfadalur nefnist daldrag
nokkurt, er liggur langs eftir fjall-
inu neðantil, milli eyðibýlanna
Krosshóls og Hverhóls og tilheyr-
ir því báðum þessum jörðum.
Framan eða neðan við hann er
hryggur mikill, sem kallast
Kambur, og varði hann bæina
fyrir snjóflóðum úr fjallinu.
Kamburinn mun vera berg-
hlaup(?), sem þarna hefur fallið
úr fjallshlíðinni á alllöngu svæði,
og myndað einnig Kálfadalinn.
Um hann segir svo í viðbótum
við örnefnaskrá Hverhóls:
„Kálfadalur er djúpur dalur, er
liggur ofan við Kambinn. Hann
er mjög grasi vaxinn, og slcttar
grundir í botni hans, svo jafnvel
mætti keyra bíl um hann allan.
yst í dalnum er tjörn, í daglegu
tali kölluð Tjörnin. Nafn sitt
dregur hann af því, að þar voru
kálfar látnir ganga á sumrum.
Síðan voru hafðir hestar þar, og
hafa fundist þar skeifnabrot.
Mörg sumur voru kvíaær setnar
þar og mjólkuðu vel. Lengd dals-
ins mun vera sem næst 1,5 km.“
í Kálfadal eða nálægt honum,
hefur oftar en einu sinni orðið
vart við huldufólk, og hefur
Jóhannes Óli Sæmundsson skráð
tvær sögur þaraðlútandi, eftir
Tryggva Haildórssyni á Þor-
steinsstöðum, þar sem Tryggvi
segir frá eigin reynslu og annara
af þessari huldufólksbyggð. Fyrri
sagan er birt í tímaritinu Súlum,
1. árg. 2. hefti, bls. 190-191, og
nefnist: „Huldufé og huldusmal-
ar í Kálfadal. “ Hún hljóðar svo:
„Stefán Árnason og Valdimar
Júlíusson áttu heima á Hverhóli
og Krosshóli í Skíðadal, þegar
þeir voru að alast upp. Þeir sögðu
mér frá eftirfarandi atviki:
Drengirnir sátu saman ærnar
upp í svonefndum Kálfadal, eftir
að fært hafði verið frá. Morgun
einn, þegar þeir voru nýkomnir
upp eftir, sáu þeir tvo drengi reka
tíu eða tólf mislitar ær, upp eftir
dalnum. Ein ærin rann á undan,
og annar drengjanna hljóp fram
fyrir hana, til að vísa hópnum
upp að klettabelti ofar í hlíðinni.
Hvarf þá skyndilega allt
saman, eins og jörðin hefði
gleypt það.
Engir af næstu bæjum gátu
komið til greina, að vera með
kindur þarna efra, og engrar
undankomu var auðið úr
dalnum. með þennan kindahóp,
nema framhjá þeim Stefáni og
Valdimar. Þeir sögðu báðir, hvor
í sínu lagi, frá sýn þessari, og bar
þeim algerlega saman. Þeir voru
alla tíð taldir mjög sannorðir, svo
að engir rengdu frásögn þeirra.
Töldu menn því, að hér hefði
verið um fénað hludufólks að
ræða, og smala þeirra."
Síðari frásögnin birtist í 3. árg.
Súlna 1. hefti 1973, bls. 56, og
nefnist hún „Kálfadalsfólkið“.
Tryggvi segist þá hafa verið á
Melum, og verið að reka fé inn á
Sveinsstaðaafrétt, að rúningi
loknum, ásamt þeim Haildóri
Hallgrímssyni á Melum, og Þor-
valdi Baldvinssyni, síðar á
Dalvík. Lögðu þeir af stað um
háttatíma í niðaþoku, og voru
komnir að Krosshóli um fótaferð-
artíma, þar sem þeir hittu Ólaf
Sigurðsson bónda að máli, en þá
var þokunni að létta.
„Meðan við stóðum við á hlað-
inu og töluðum saman, sáum við
allir, að upp frá næsta bæ (Hver-
hóli, er var rétt fyrir utan
Krosshol), ganga þrjár mann-
eskjur, karlmaður og tvær
stúlkur. Stefndi fólk þetta upp í
svonefndan Kálfadal. Með því
var svartur hundur, og allar virt-
ust persónurnar dökkklæddar.
Önnur stúlkan var sífellt að
beygja sig niður, líkt og hún væri
að tína eitthvað upp af götunni,
og dróst hún af þeim sökum
nokkuð aftur úr. Á þetta horfð-
um við fjórir samtímis, og viss-
um þá þegar, að um dularfulla
sýn var að ræða.“
Tryggvi segir, að þeir hafi
grennslast eftir um mannaferðir
en einskis orðið vísari í því efni,
og enginn kannaðist heldur við
svartan hund þar á bæjum.
Báðar þessar sögur eru nokkuð
dæmigerðar fyrir huldufólkssýn-
ir. Þær gerast mjög oft við þess
konar aðstæður, sem hér var lýst,
þar sem ætla má að mcnn hafi
verið vansvefta, og bendir til
skyldleika þessara fyrirbæra við
drauma, þótt ekki sé þar með
sagt að þær séu draumar, enda
fráleitt að fjóra menn dreymi
sama drauminn standandi út á
Krosshólshlaði. Þetta segir ekki
heldur, að huldufólkssýnir séu
óraunverulegri vegna þess, held-
ur að menn séu næmari fyrir slfk-
ur fyrirbærumn við þessar
aðstæður.
Bæjarnafnið Krosshóll getur
bent til sérstakrar trúar eða helgi
á hólnum sem bærinn stóð á, eða
einhverjum hól í grenndinni, og
getur það tengst þeim mörgu
huldufólksstöðum sem eru á
þessu svæði.
Grásteinn á Hverhóli
„Framan í Kambinum (fyrr-
nefnda) eru tveir klettastrókar, er
Strákar heita. Þeir eru skammt
frá merkjunum. Utan og neðan
við þá er Háimelur og norður af
honum Fuglhóllinn. Ber hátt á
hólnum og halda rjúpur þar til
þegar snjór er mikill.
Grásteinn er utan og neðan við
hól þennan, talinn huldufólks-
bústaður. Hafa þaðan heyrst
hurðarskellir, sést ljós o.fl. Út og
upp af steini þessum er grasi vax-
inn blettur, ekki mjög stór, ævin-
lega kallaður Bletturinn. Beggja
vegna hans eru lynghryggir og
skriður."
Svo segir í örnefnaskrá
Hverhóls, í safni Jóhannesar
Óla. Ljóst er af lýsingunni. að
Grásteinn er ekki langt frá Kálfa-
dalnum fyrrnefnda, reyndar
aðeins norðar og neðar. Gæti
fólkið sem Tryggvi og félagar sáu
því eins hafa verið á leið að stein-
inum. Ekki er ólíklegt, að Blett-
urinn sé eitthvað tengdur Grá-
steini og gæti nafnið bent til þess
að þar væri álagablettur. þótt
þess sé ekki getið.
Skammt frá Grásteini er
reyndar álagastaður, klettur sem
nefndur er Gíslahaus, og var
hans getið í „Álagaþáttunum".
Er hann á svonefndum Steina-
hjalla. Hefur ekki þótt gefast vel
að byggja hús úr því grjóti sem
þar er tekið, og bendir það til
áhrifa frá huldufólki.
Óskar Júlíusson frá Kóngs-
stöðum kannast vel við Grástein
á Hverhóli, segir hann meira en
mannhæðarháan, en þó muni
hægt að komast upp á hann.
Börnum á Hverhóli var bannað
að vera með hávaða eða læti
umhverfis steininn. Óskar segir,
að Snjólaug Aðalsteinsdóttir
kona sín, hafi eitt sinn talið sig
verða vara við huldukonu í
grennd við steininn. Hún var þá
um tvítugt og var að koma utan
og neðan dalinn. Sá hún konu
ganga frá Grásteini og stefna
skáhallt inn og niður í veg fyrir
sig. Hélt hún að það væri ein af
systrum Óskars, sem ætlaði að
hitta sig þarna. Skammt utan við
Hverhólsbæinn eru hólar nokkr-
ir, og þar missti Snjólaug sjónar á
konu þessari, og kom hún aldrei
fram. Þetta var að vorlagi. (Eftir
frásögn Óskars á Elliheimili Dal-
víkur, 8. ágúst 1984.
Þess má geta að lokum, að Ingi-
mar Óskarsson grasafræðingur
segir sæturót (köldugras) vaxa
upp á Grásteini á Hverhóli, og er
það eini fundarstaður þessa
burkna í Svarfaðardal, en burkn-
inn var fyrrum notaður til lækn-
inga. H. Hg.
2 - NORÐURSLÓÐ