Norðurslóð - 29.04.1987, Page 1

Norðurslóð - 29.04.1987, Page 1
Riðuftmdur - Niðurskurður á næsta leiti? „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund...“ Aðalfundur Sparisjóðsins - Fjölgun trúnaðarmanna Laugardaginn 11. aprfl var haldinn aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla í nýja sal Sæluhúss- ins á Dalvík. Fundurinn var venju fremur fjölmennur þ.e. um 30 manns. Stafar það af því, að í kjölfar nýrra spari- sjóðslaga frá Alþingi hefur sjóðnum nú verið sett ný reglu- gerð þar sem ábyrgðarmönn- um sjóðsins er fjölgað úr 20 í 30. Er viðbótin öll frá Dalvík þannig að nú og eftirleiðis skulu hlutföllin vera þessi: Dalvík 24, Svarfaðardals- hreppur 6. Er þetta ekki langt frá íbúahlutfalli eins og það nú er orðið. Það er tímanna tákn, að meirihluti hinna nýju ábyrgðarmanna eru konur þ.e. 6 af 10. Þar með eru konur í fulltrúaráðinu orðnar 11 alls. Góð afkoma Fram kom í skýrslum stjórnarfor- manns, Jóhanns Antonssonar, og sparisjóðsstjóra, Friðriks Friðriks- sonar, að afkoma sjóðsins var viðun- andi á árinu 1986 þó að tölur allar um vexti og tekjuafgang séu til muna lægri en undanfarin ár. Stafar það að sjálfsögðu einkum af minni verð- bólgu en áður. í reikningunum kem- ur fram, að innistæður á reikningum viðskiptavina nálgast nú 200 milljón- ir (196.976.022) Flagnaður ársins varð kr. 2.153.816 og eigið fé sjóðs- ins að viðbættum endurmatsreikningi er kr. 35.558.726. Menningarsjóðurinn Á fundinum var gerð grein fyrir reikningi Menningarsjóðs Svarf- dæla, sem stofnaður var á alda- rafmælinu 1. maí 1984. Sam- þykkti fundurinn að leggja til hans' kr. 400 þúsund af tekjuafgangi 1986. Þá gerði fomaður stjórnar Menningarsjóðsins, Hilmar Dan- íelsson grein fyrir úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni, en hún er svofelld: Til Tjarnarkirkju vegna steind- ra glugga kr. 50.000. Til bókasafns grunnskólans á Húsabakka kr. 100.000. Til Náttúrugripasafns á Dalvík kr. 350.000. Samtals kr. 500.000. Breytingar í vændum Á síðastliðnu ári tók Sparisjóður- inn upp svokallaða beinlínu- vinnslu í bókhaldi sínu, sem hef- ur í för með sér miklu meiri og hraðara upplýsingaflæði en áður m.a. þannig að nú geta viðskipta- vinir fengið útskrift af reikning- um sínum og stöðu þeirra með aðeins augnabliksfyrirvara. í sambandi við þennan nýja búnað verður gerðar á þessu sumri miklar breytingar í afgreiðslusal Sparisjóðsins. Sparisjóður Svarfdæla gerðist á árinu 1986 aðili að nýstofnaðri Lánastofnun sparisjóða ásamt með flestum eða öllum öðrum Rösklega 40 bændur úr Svarf- aðardal, af Dalvík og Arskógs- strönd voru saman komnir í Þinghúsinu að Grund laugar- daginn 11. aprfl til að hlýða á boðskap Sauðfjárveikivarna varðandi útrýmingu riðunnar. A fundinn voru mættir Sigurð- ur Sigurðarson dýralæknir og Kjartan Blöndal, báðir starfs- menn Sauðfjárveikivarna og höfðu þeir í farteskinu drög að samningi sem lagður verður fyrir þá bændur sem riðutilfelli hafa verið staðfest hjá undan- farin 5 ár eða eiga eftir að koma fram seinna. Með undirritun samningsins skuldbindur viðkomandi bóndi sig til að skera niður allt sauðfé í sinni umsjá og hafa sauðlaust a.m.k. í tvö ár, sótthreinsa fjár- hús og annað sem kindurnar hafa komist í nána snertingu við, grafa sparisjóðum í landinu. Þess er vænst að Stofnunin verði til að auka sameiginlegan styrk spari- sjóðanna, sem í heild sinni jafn- ast á við stærstu banka á íslensk- an mælikvarða. Aðalafundurinn kaus lögum samkvæmt 3 stjórnarmenn sjóðs- ins til eins árs. Kosningu hlutu Baldvin Magnússon, Guðríður Ólafsdóttir og Óskar Jónsson. Fyrir Dalvíkurbæ er Jóhann Ant- onsson í stjórninni og fyrir Svarf- aðardalshrepp hefur enn ekki verið kosinn fulltrúi í stað Hjart- ar E. Þórarinssonar, sem nú gengur úr stjórninni. tað og gamla hauga og ganga þannig frá hnútunum að sem minnst hætta sé á að riðan taki sig upp að nýju eða berist á aðra staði. Á móti koma bætur frá Sauðfjárveikivörnum sem nema „65% af frálagsverði 15 kg dilks samkvæmt haustgrundvallarverði fyrir hverja vetrarfóðraða kind fyrstu tvö ár samningstímans, en 45% fyrir þriðja fjárleysisárið". Þá er bændum heimilt að leigja ónotaðan fullvirðisrétt sinn næstu þrjú ár eftir að þeir byrja aftur með fé og fara þennig í rólegheit- um af stað aftur. En þeir sem fjárlausir hafa verið í 3 ár geta leigt fullvirðisréttinn fjórða og fimmta árið og eiga auk þess kost á framlagi til búháttabreytinga af hálfu ríkisins. Það verður haustið 1988 sem féð verður skorið en vilji menn gera samning til þriggja ára geta þeir skorið niður strax í haust og byrjað með kindur aftur á sama tíma og aðrir þ.e. haustið 1990. Fullvíst er að margur bóndinn verður að sjá á eftir ánum sínum næstu tvö árin. Staðfest hefur verið riðutilfelli á nær öllum bæj- um á vesturkjálka og Svarfaðar- dal fram og einnig á nokkrum bæjum á austurkjálkanum. Svo kann að fara að einhver bú sem ekki hafa haft riðutilfelli undan- farin 5 ár, verði að sjá á eftir sauðpeningnum vegna þess að riðan er á öllum bæjum í kring. Alls mun þetta vera um 2000 fjár sem slátrað verður hér í sveit en það er ætlun stjórnvalda að farga 40.000 fjár á landinu öllu á næstu tveimur haustum, 20.000 í senn. Ber þetta tilætlaðan árangur? Sigurður Sigurðarson svaraði þeirri spurningu á þá leið að nokkrum þjóðum hefði tekist að útrýma veikinni með þessum hætti, t.d. Áströlum og Nýsjá- lendingum. Einnig nefndi hann aö hér á landi hefði tekist að upp- ræta riöuna á þennan hátt t.d. í Reykjavík, í Hólahreppi, í Skagafirði og víðar. Að vísu eru dæmi þess að riðan hafi komið upp í einstöku hjörðum eftir að fjárskipti hafa farið fram á svæð- inu en með því að brcgðast skjótt við og skera tiltekna hjörð hefði tekist að kveða hana endanlega niður. Aðrar leiðir s.s. ræktun riðuþolins stofns, hafa ekki borið viðunandi árangur að sögn Sigurðar. Á fundinum sýndu nokkrir bændur því áhuga að fá aðgerð- um þessum flýtt og skera niður í haust en um það voru þó skiptar skoðanir. Má vera að einhverjir fargi ánum sínum strax í haust og verði þá fjárlausir í 3 ár. Hitt er víst að fátæklegt verður um að litast í sauðlöndum Svarfdælinga sumrin ’89 og ’90 og einkennilega hljótt og tómlegt á Tungurétt þau haust. Sparisjóðsstjórinn í ríki sínu.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.