Norðurslóð - 29.04.1987, Page 4
Brúðhjónin Lise og Steve Curnow.
um fyrir löngu síðan. Á veturna
(þ.e. í maí-júní) gera nefnilega
graðfolarnir allt sem þeir geta til
að stækka hjörð sína og ef þeir
hefðu verið í nánd myndu þeir
hafa gert allt til að komast að
fallegu, rauðbrúnu ungu merinni
okkar með löngu augnahárin sín.
Það hefði verið stórhættulegt fyr-
ir okkur sjálf og við hefðum jafn-
vel neyðst til að verjast með byss-
unum okkar. En sem betur fer
rákumst við aldrei á villiúlfaldana
sjálfa, aðeins sáum við nýlegar
slóðir þeirra og sáum hvar eftir-
lætisrunnar þeirra voru bitnir
niður í rót.
Eftir að við vorum nú einu
sinni farin að sitja úlfaldana okk-
ar gekk ferðin betur norður eftir
veginum og við fórum ca. 50 km
á dag. Við og við fóru bílar
framhjá, stundum ekki nema
einn á dag, svo lítil er umferðin
þarna. En allir stoppuðu hjá okk-
ur og buðu okkur öl, kaffi eða
aðra hressingu. Og þegar við fór-
um framhjá bondabýli var segin
saga að okkur var boðið í mat, og
alltaf varð gestrisnin meiri því
lengra sem við komum inn í
landið.
Mest var samt hátíðin þegar
við komumst alla leið til bæjar-
ins, Alice Springs. (Alísarbrunn-
ar). Pað var nefnilega enda-
punktur þessa þriggja mánaða og
2500 km langa reiðtúrs okkar.
Þarna fengum við að geyma
reiðskjótana á úlfaldabúgarði hjá
vinum okkar, Jo og Don, sem
vinna þar á bænum. Þar dvöld-
umst við í 10 daga og hvíldum
okkur og létum hugann reika til
baka til þessara undanfarandi
þriggja mánaða, sem við höfðum
verið á ferðalaginu.
Síðan var aftur haldið af stað
heim á leið - með bíl!
Við biðjum að heilsa til
íslands.
Lísa, áður vinnukona á Jarðbrú.
Reiðtúr
hinum megin
á hnettinum
- Bréf frá Ástralíu
Nú er hestamennskan í vaxandi blóma eftir drunga vetrarins hér
um slóðir. Hópar hestamanna, ungra sem aldinna, þeysa um veg-
inn svo hófaskellirnir kveða við í vorblíðunni.
En væri ekki áhugavert fyrir íslenska hestamenn að fá fréttir af
reiðmennskunni eins og hún getur gerst hinum megin á jarð-
kringlunni, nefnilega í Astralíu.
Svo er mál með vexti, að ung dönsk stúlka, sem fyrir nokkrum
árum var fjósakona á Jarðbrú, Líse Andreasen, hefur sent
Norðurslóð smá frásögn af löngum reiðtúr, sem hún fór í Ástralíu
fyrir ári síðan. Lísa var hér í sumar sem leið ásamt með eigin-
manni sínum áströlskum, en ferðin var nokkurs konar brúð-
kaupsferð þeirra og kynningarferð til mið-Ástralíu, en um leið
tamningaferð fyrir reiðskjótana. Og hér verður það að koma
fram, að reiðskjótarnir voru ekki hestar heldur úlfaldar en þau
hjónin ætla að hafa það að atvinnu að temja og leigja út úlfalda.
Þetta unga ævintýrafólk býr allra syðst í Ástralíu, í Princetown
í Victoríuríki, og lögðu af stað með ótemjurnar sínar, Abdúl sem
er foli og Lísu sem er meri, í 2500 km Ianga reisu norður í mitt
land þar sem allt er bakað í þurrk og sólskini.
Ekki getum við birt ferðasöguna í heild, heldur aðeins glefsur.
Við lögðum af stað frá suður-
ströndinni þann 22. mars. Úlf-
aldarnir voru í lélegu standi svo
okkur fannst alveg nóg að fara 10
km. fyrsta daginn. Við áðum á
sléttu engi, tókum söðlana af dýr-
unum, settum upp ferðarafgirð-
inguna og létum þau þar inn. Við
rótuðum í farangurstöskunum
þar til við fundum pott og eitt-
hvað af matvælum og þegar við
höfðum safnað saman nægum
eldiviði, settumst við við bál og
nutum fyrsta kvöldverðar ferða-
lagsins. Nóttin var hlý og stjörnur
skinu á heiðum himni (þ.á.m.
margar sem þið fáið aldrei að sjá
á norðurhvelinu). Við rúlluðum
út svefpokunum og lögðumst til
hvíldar eftir fyrsta dag þessarar
ferðar, sem okkur hafði dreymt
um svo lengi.
Ennþá voru úlfaldarnir okkar
(kameldýrin) aðeins hálftamdir.
Þeir höfðu þó lært að leggjast
niður þegar maður segir „hush“
og þannig leggur maður á þá
söðlana og fer á og af baki. Þau
hafa trékefli í gegnum miðsnesið
og í það eru festir taumarnir, sem
við stórnum þeim með. Ennþá
höfðum við samt aldrei komið á
bak þeim og gerðum það ekki
fyrr en við höfðum verið á ferð-
inni marga daga. Eftir vikuferð
voru þau þó orðin svo þæg, að
við gátum bundið þá hvorn aftan
í annan. Síðan gat annað okkar
sest á bak en hitt okkar teymdi
svo bæði dýrin.
Eftir mánaðarferð komum við
að ánni Murrey (stærsta fljót
Ástralíu) og var það heilmikill
áfangi á ferð okkar. Strax upp úr
þessu fór landið að verða mjög
hrjóstrugt, þurrt og eyðimerkur-
legt. Samt tókst okkur alltaf með
einni undantekningu að finna
beit fyrir úlfaldana í næturstað
svo aldrei þurftum við að gefa
þeim neitt aukafóður. Þeir éta
nánast sagt allt, sm að kjaft
kemur, og þar sem þetta eru jórt-
urdýr nýta þeir fóðrið ákaflega
vel.
Víðast hvar á leið okkar eru
bændabýli þar sem er nautgripa-
rækt. Þar sem þetta var einmitt
þurrktíminn í mið-Ástralíu var
beit fyrir nautpening í algjöru
lágmarki. Á einum stað við
vatnsból sáum við yfir 20 hræ
nauta, sem höfðu drepist af
hungri. Það var einfaldlega orðið
of langt milli vatnsbólsins og beit-
arinnar. Dýrin höfðu ekki þrek
til að ferðast svo langt.
Úlfaldarnir okkar vöndust á að
fá vatn aðeins annan hvorn dag.
Þannig gátum við komist á beit-
arstaði þar sem nautgripir aldrei
náðu til. Þegar komið var fram í
maímánuð fór þó að rigna og
rigndi stanslaust í 3 daga. Þá
urðu allir þurru árfarvegirnir að
breiðum fljótum. Þá fengu hinir
ferfættu ferðafélagar okkar líka
nóg vatn í belginn.
Við vorum búin að vera meira
en 2 mánuði á ferðalagi og nú
fórum við fyrir alvöru að ríða á
úlföldunum okkar. Farangur
okkar hafði lést til muna svo við
gátum bundið hann miklu betur
upp og setið síðan aftan við ( á
lend reiðskjótans, sjá mynd.) Og
nú gátum við látið reiðskjótana
fara á hægu skokki. Það hlýtur að
hafa verið sjón að sjá okkur ríð-
andi þessu í fyrstu skiptin, en
þetta var reyndar 50 km frá næsta
byggðum stað svo enginn var til
að hlæja að aðförunum.
Síðustu 600 km voru dálítið
varhugaverðir því að á þessu
svæði er mikið af villtum úlföld-
um, sem hafa sloppið frá mönn-
Fermingarböm í Dalvíkiirkirkju
- 24. inaí 1987 kl. 10.30
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Mímisvegi 28.
Ágúst Jónsson, Drafnarbraut 8.
Ágústa Kristín Bjarnadóttir, Sunnubraut 2.
Baldur Snorrason, Karlsrauðatorgi 10.
Bergþóra Rós Lárusdóttir, Hólavegi 11.
Björn Snorrason, Karlsrauðatorgi 10.
Brynja Karlsdóttir, Mímisvegi 14.
Daði Jónsson, Sunnubraut 8.
Davíö Bragason, Smáravegi 4.
Eggert Briem, Svarfaðarbraut 22.
Elísa Rán Ingvarsdóttir, Hólavegi 3.
Entil Júlíus Einarsson, Karlsbraut 8.
Freydís Baldrún Antonsdóttir, Bjarkarbraut 19.
Gauti Rúnarsson, Skíðabraut 15.
Guðlaug Arna Stefánsdóttir, Hjarðarslóð 2b.
Hanna Gerður Guðmundsdóttir, Smáravegi 4.
Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir, Dalbraut 7.
Kristján Már Ólafsson, Sunnubraut 4.
Páll Baldvin Guðmundsson, Ægisgötu 3.
Ragnheiður Valdemarsdóttir, Mímisvegi 20.
Snjólaug Vilhelmsdóttir, Svarfaðarbraut 1.
Sonja Þorsteinsdóttir, Ásvegi 14.
Sólrún Steinarsdóttir, Karlsbraut 9.
Sveinn Ríkharður Jóelsson, Hólavegi 11.
Fermingaböm í Urðakirkju
- uppstigningardag, 28. maí 1987, kl. 13.30
Edda Björk Ármannsdóttir, Laugastcini.
Guðrún Marinósdóttir, Búrfelli.
Ingibjörg Stcfánsdóttir, Göngustöðum.
Jon Anton Sigtryggsson, Hclgafelli.
Sigurður Sölvason, Hrciöarstöðum.
Sveinn Kjartan Sverrisson, Melum.
Tryggvi Jóhannsson, Ytra-Hvarfi.
4 - NORÐURSLÓÐ