Norðurslóð - 29.04.1987, Síða 8
Tímamót
Skírnir
Þann 19. apríl var skírður í Dalvíkurkirkju Hlynur Már, for-
eldrar Nancy Georgsdóttir og Árni Jóhannsson, Jaðri Dalvík.
Þann 23. apríl, sumardaginn fyrsta, var skírð í Dalvíkurkirkju
Eva Dögg,foreldrar Freygerður Sigurðardóttir og Sæmundur
Hrafn Andersen, Sunnubraut 1 Dalvík.
Afmæli
Þann 3. apríl varð áttræður Anton Sigurjónsson, Goðabraut 20
Dalvík.
Þann 8. apríl varð 75 ára ÁrniLárusson, Karlsbraut 16 Dalvík.
Þann 1. maí verður áttræð Jónína Jóhannsdóttir, frá Skeiði,
Karlsbraut 18 Dalvík.
Þann 4. maí verður 85 ára Jón Emil Stefánsson, smiður frá
Hvoli, nú í Dalbæ Dalvík.
Þann 8. maí verður 95 ára Óskar Júlíusson, frá Kóngsstöðum,
nú í Dalbæ Dalvík.
Þann 12. maí verður áttræð Sigríður Sölvadóttir, áður á Reykj-
um við Karlsbraut, nú í Dalbæ Dalvík.
Norðurslóð árnar heilla.
Til áskrífenda
Með þessu tölublaði hefst innheimta á árganginum
1987.
Hluti áskrifenda fær nú sendan gíróseðil upp á
kr. 500.00., sem er lítil hækkun frá fyrra ári.
Þetta eru þó aðeins áskrifendur í Reykjavík og nág-
renni. Hinir mega búast við glaðningunni með næsta
blaði.
Við sendum lesendum bestu sumarkveðjur.
Útgefendur.
Kjörfundur á Húsabakka 25. apríl 1987: Kjörstjórn f.v. Ármann Gunnars-
son, Hjörtur E. Þórarinsson, Björn Daníelsson. Dyravörður Sigurður Mar--
inósson.
Kjörfundur á Dalvík 25. apríl 1987:
Kjörstjórn: Hallgrímur Antonsson, Halldór Jóhannesson, Stefán Jónsson.
Þórir Stefánsson greiðir atkvæði.
Fréttahomið
Andrésar Andar leikirnir voru
haldnir á Akureyri í síðustu
viku. Þessir leikir hafa verið
haldnir árlega nú um tíma. Dal-
víkingar hafa tekið þátt í keppn-
inni á undanförnum árum. Nú í
ár fór stærri hópur héðan en
nokkru sinni fyrr, eða 28
krakkar. Árangur okkar fólks var
líka betri en áður. Samtals unnu
þau til 11 verðlauna, þar af tvö
silfurverðlaun og eitt gull. Sturla
Már Bjarnason vann gullverð-
laun í svigi. Sveinn Torfason
vann silfurverðlaun í sínum
flokki, aðeins broti úr sekúndu á
eftir fyrsta manni. Sveinn var
með bestan tíma eftir fyrri
umferð. Sveinn Brynjólfsson
vann silfurverðlaun í sínum
flokki. Þessi góði árangur er
vafalaust talsvert að þakka bættri
aðstöðu hér í fjallinu, og einnig
eins og margir benda á okkar
ágæta þjálfara Björgvini Hjör-
leifssyni að þakka.
Nú er snjórinn sem óðast að
hverfa og kemur þá eins og
áður í ljós ýmislegt rusl og drasl á
götum og opnum svæðum. Bæj-
aryfirvöld hafa í hyggju að gang-
ast fyrir hreinsunarátaki um
miðjan maí og ná sem mestri
samstöðu meðal íbúanna í þessu
sambandi. Hugmyndin er að
íbúar hverrar götu sjái um að allt
drasl hverfi á einni helgi og verða
starfsmenn bæjarins á ferðinni til
að fjarlægja það sem safnast sam-
an við hreinsunina. Opin svæði
verða síðan hreinsuð sérstaklega.
Nokkuð miðaði í fegrun um-
hverfis fyrirtækja og opinna
svæða á síðasta sumri, en betur
má ef duga skal. Ekki er að efa
að garðar íbúðarhúsa verða
snyrtilegir í sumar eins og á
undanförnum árum.
Fyrir skemmstu fæddist furðu-
skepna nokkur í fjósinu á
Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal.
Þetta var tvíhöfða kálfur eða öllu
heldur tveir kálfar samvaxnir þ.e.
tveir hausar, tvær hryggsúlur,
klofinn hali en einungis fjórir
fætur. Kálfurinn var með lífs-
marki en dó í fæðingu - sem bet-
ur fór.
Fyrrum hefði slíkur fyrirburð-
ur verið talinn boða einhver
váleg tíðindi, styrjöld eða drep-
sóttir, en nú á dögunt taka menn
slíku með jafnaðargeði eins og
hverjum öðrum duttlungum nátt-
úrunnar sem ekki boða eitt eða
neitt.
Mjög líflegt hefur verið hér út
á víkinni á undanförnum
dögum. Daglega hafa verið tíu til
tuttugu smábátar og trillur. Víkin
hefur verið þakin baujum, því
þarna hafa þorskanet verið lögð
þvers og kruss. Auk þess hafa
menn verið með línu og síðan
enn aðrir með færi. Talsverður
Húsbygging Sæplasts hf. geng-
ur samkvæmt áætlun og
verður tekin í notkun í júní eins
og stefnt hefur verið að. Á þessu
ári hefur verið mikil sala á fram-
leiðslu fyrirtækisins og hefur það
raunar ekki getað annað eftir-
spurn. Nú hefur sölu- og mark-
aðsstjóri verið ráðinn að fyrir-
afli er kominn á land af þessum
smábátum en sjómenn segja að
fiskiríið sé afar blettótt. Grá-
sleppuveiði hefur verið heldur
lítil í vor og færri stundað þann
veiðiskap en áður. Rauðmaga-
veiði var þokkaleg framan af en
stóð fremur stutt.
tækinu. Kristján Aðalsteinsson
kennari hefur ráðið sig til þessa
starfs og jafnframt sótt um árs-
leyfi frá skólanum þar sem hann
hefur verið yfirkennari. Sæplast
hefur sem kunnugt er verið
stöðugt vaxandi fyrirtæki frá því
það hóf starfsemi sína hér og
virðist ekkert lát vera þar á. Hag-
ur fyrirtækisins er sagður góður,
enda afkoma þess góð á síðasta
ári.