Norðurslóð - 23.05.1987, Side 8

Norðurslóð - 23.05.1987, Side 8
Tímamót Skírnir 3. maí var skírður í Dalvíkurkirkju Andri Már. Foreldrar hans eru Sigríður Inga Ingimarsdóttir og Valgeir Vilmundarson, Bárugötu 2, Dalvík. 7. maí var skírð á Dalvík Björk Hólm. Foreldrar hennar eru Jóhanna Elínrós Sveinbjörnsdóttir og Porsteinn Hólm Stefáns- son, Stórhólsvegi 4, Dalvík. Afmæli Kristinn Guðlaugsson sláturhússtjóri Karlsbraut 6 átti 70 ára afmæli 19. maí s.l. Ámi Guðlaugsson múrarameistari Kalsbraut 12 verður 75 ára 10. júní n.k. Norðurslóð árnar heilla. Andlát 2. maí lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Sigurvin Sigur- hjartarson Frá Skeiði. Sigurvin fæddist á Auðnum í Svarfaðardal 29. júlí 1911, sonur hjónanna Sigurhjartar Sigurðssonar og Kristínar Einarsdóttur. Var hann næst yngstur 6 barna þeirra hjóna, en nú er aðeins eitt eftir í hópnum, Kristín. Móður sína misstu börnin ung, en Sig- urhjörtur fluttist þá yfir að Skeiði og naut aðstoðar systkina sinna við hið stóra heimili. Þar ólst Sigurvin upp frá árinu 1920 og bjó til ársins 1973, í félagsbúi við bróður sinn Einar frá árinu 1937. Árið 1945 kvæntist Sigurvin eftirlifandi konu sinni Jónínu Jóhannsdóttur frá Búrfelli og eignuðust þau eina dóttur, Þuríði Kristínu. Sigurvins mun án efa verða minnst lengst vegna starfa hans í þágu kirknanna á Urðum og á Dalvík. Var hann meðhjálpari við Urðakirkju í tæp 40 ár auk þess að vera um tíma í sóknar- nefnd og kirkjukórnum. 1973 flutti fjölskyldan niður í Karlsbraut 18, Dalvík þar sem Sigurvin átti heimili til dauðadags. Tók hann brátt við starfi meðhjálpara í Dalvíkurkirkju og 1978 tók hann við starfi kirkju- varðar og hafði þá einnig umsjón með kirkjugörðunum á Dalvík og Upsum. Pessum störfum gegndi Sigurvin af einstakri trúmennsku og samviskusemi, en hann lét af þeim fyrir tveimur árum sakir heilsubrests. Sigurvin var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 9. maí. 7. maí lést Jóhann Hauksson, Ásbúð 8, Garðabæ. Jóhann fæddist 4. júlí 1944, sonur hjónanna Steinunnar Jóhannsdóttur frá Löngumýri og Hauks Vigfússonar frá Hellis- sandi. Jóhann kvæntist Önnu Aradóttur frá Dalvík 1965 og eignuðust þau þrjár dætur. Fjölskyldan bjó hér á Dalvík frá árinu 1967 þar til fyrir fjórum árum er þau fluttu suður. Var Jó- hann mest á sjónum en var lærður smiður og vann af og til við þá iðn. Hann varð bráðkvaddur um borð í bátnum Hamra-Svan frá Ólafsvík. Jóhann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 16. maí. 11. maí lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Halldór Jónsson frá Jarðbrú. Halldór fæddist í Jarðbrúargerði 24. mars 1931, sonur hjón- anna Rannveigar Sigurðardóttur og Jóns Jónssonar, og hófu þau hjón búskap á Jarðbrú það sama ár. Halldór varð bú- fræðingur frá Hvanneyri 1950, sneri þá heim og tók fljótlega við starfi dýralæknis í Svarfaðardal og á Árskógsströnd. Gegndi hann því starfi allt til ársins 1975 eða í 23 ár og var mjög farsæll í því starfi, enda ósérhlífinn. 1954 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Helga- dóttur frá Ólafsfirði og eignuðust þau 6 börn. Halldór gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, sat í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla, stjórn Dalbæjar, svæðisstjórn um málefni fatlaðra o.m.fl. En hæst ber að hann sat í sveitarstjórn Svarfað- ardalshrepps í þrjú kjörtímabil frá árinu 1974 og var allan þann tíma oddviti hreppsnefndar. Það starf óx mjög á þessum 12 árum, en því gegndi Halldór af miklum dugnaði eins og öðrum störfum er hann tók að sér. Jafnhliða þessu bjuggu þau hjón myndarlegu búi á Jarðbrú, fyrst í félagi við foreldra Halldórs eða til ársins 1966. Er Halldór lét af starfi oddvita 1986 fluttu þau hjón til Akur- eyrar, enda heilsa Halldórs farin að gefa sig. Halldór var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 19. maí. 17. maí lést í bílslysi við Árgerðisbrú, Jón Geir Stetánsson. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Eyrbekk og Stefáns Stefáns- sonar, Goðbraut 15, Dalvík. Jón Geir fæddist 20. júní 1970 og var yngstur 6 systkina. Jón Geir var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 22. maí. (Mikill mannfjöldi var viðstaddur þessar jarðarfarir. Norður- slóð sendir ættingjum innilegar samúðarkveðjur.) JHÞ F.v. Gísli Davíð, Jóhanna, Gunnlaugur Einar og Sævar. Á myndina vantar Jóhann Rúnar. Nýir ábúendur eru nú komnir í Velli eftir að jörðin hefur stað- ið auð og yfirgefin frá því í haust. Þótti mörgum þar held- ur dimmt og dauflegt heim að líta í vetur en nú er sem sagt þetta aldna höfuðból aftur orð- ið kvikt af lífi, bömum og bú- fénaði. c' Sævar Einarssori og !Jóhanna E. Gunnlaugsdóttir heita ungu hjónin sem keypt hafa jörðina og eiga þau þrjá syni: Gunnlaug Einar 10 ára í næsta mánuði, Gísla Davíð 8 ára í desember nk. og Jóhann Rúnar 6 mánaða. Blaðamaður Norðurslóðar brá sér í heimsókn í Velli fyrir skemmstu og tafði fjölskylduna frá flutningunum stundarkorn í þvf skyni að spyrjast fyrir um hagi þeirra. Bóndinn varð fyrir svörum og taldi fátt fréttnæmt af þeim að segja, hann væri úr Hafnarfirðinum en hún úr Saur- bæjarhreppnum, en ættir þeirra væru vítt og breitt af landinu. Undanfarin 9 ár hafa þau búið á Selá á Árskógsströnd og flytja með sér þaðan allan bústofn og vélar. Kýrnar eru 25 og slangur af kálfum og ungneytum. Að undanförnu hefur Sævar verið að steypa yfir öll gólf í fjósinu, setja grindur og flórsköfur og virtist blaðamanni það allt vera af hag- leik gert. Sævar sagðist eingöngu ætla að vera með kýr, á sauðfé hefði hann lítinn áhuga enda teldi hann skynsamlegast að bændur einbeittu sér að einni búgrein en væru ekki að vasast í mörgu smálegu í einu. Norðurslóð býður nýja fólkið á Völlum hjartanlega velkomið í sveitina og megi þeim búnast sem best. Fréttahomið Föstudaginn 15. maí ók fríður flokkur splunkunýrra Zetordráttarvéla, sumar með nýjar heyvinnuvélar í eftirdragi, fram þjóðveg númer 805, Svarf- aðardalsveg. Þarna voru á ferð- inni bændur af 7 bæjum sem gert höfðu samning við innflutnings- fyrirtækið Globus um skipti á notuðum og nýjum dráttarvélum. Bændurnir borguðu í milli sann- gjarna summu en fyrirtækið hyggst selja notuðu vélarnar einhverjum fátækari bændum eins og Gunnlaugur Sigvaldason forsvarsmaður sjömenninganna orðaði það. Þjálfari meistaraflokksins er Garðar Jónsson en hann þjálfaði Blönduósinga í fyrra. Garðar þjálfar líka kvennaflokk. Þjálfarar annarra flokka eru Arnar Snorrason með 3. flokk, Þorsteinn Guðbjartsson 6. flokk og Birgir Össurarson 4. og 5. flokk. Birgir er sonur Össurar Kristinssonar sem var liðtækur í knattspyrnunni á Dalvík hér á árum áður. Og enn um knattspyrnu. Gras völlurinn sem byrjað var á í fyrra fer nú vonandi fljótlega að skipta um svip. Talsvert hefur borið á moldroki úr köntunum sem ýtt var upp í fyrra. Menn segja að allt standi þetta til bóta núna. Búið er að skipuleggja kantanna svo fátt getur nú verið því til fyrirstöðu að þekja þá á næstu dögum og hefta þar með moldrokið. Annars er stefnt að því að þekja allan æfingarvöllinn í sumar. Eftir er að setja þunnt lag af blöndu af möld og sandi áður en hægt verður að þekja sjálfan völlinn. Mikil húsnæðisvandræði eru nú hér á Dalvík. Með öllu er útilokað að fá leigt íbúðar- húsnæði hvað sem við liggur. Fróðir menn telja að Dalvíking- um myndi fjölga um nokkra tugi ef ekki hundruð á nokkrum vik- um ef leiguhúsnæði væri fyrir hendi. í fréttahorninu í vetur vorum við að geta okkur til um Sjö Tékkneskir gæðingar með nýjum eigendum sínum. að hér yrðu hugsanlega byggðar einar tuttugu íbúðir. Þótt ýmsir hafi helst úr lestinni af þeim sem þá voru að hugleiða byggingar, þá má reikna með að í það minnsta verði tuttugu íbúðir byggðar. Viðar h/f hlutafélag sem bræðurnir Hilmar og Viðar Daníelssynir eiga hyggst reysa tvær blokkir með tíu íbúðum hvor nú í sumar. Þá mun Tréverk h/f halda við sín fyrri áform og reysa eitt eða tvö raðhús. Knattspyrnuvertíðin er hafin. Talsverður hugur er í meist- araflokksmönnum að hafa sig upp úr fjórðu deild íslandsmóts- ins. Fyrsti leikur liðsins lofar góðu því hann vann Dalvík 5-0 en þeir kepptu við Árroðan. Sérfræðingarnir segja að baráttan um efsta sætið í riðlinum standi á milli Dalvíkur og Blönduósliðs- ins. Á næsta laugardag keppa þessi lið sinn fyrri leik á Blöndu- ósi. En ekki er nóg að vinna riðil- inn heldur leika efstu lið hverra þriggja riðlanna um sætin tvö sem málið snýst um í þriðju deildinni. Knárra sveina flokkur í áburðarskemmunni.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.