Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 5
Þjónustujyrirtœki á Dalvík fcerast í aukana Víkurbakarí nýtt húsnæði Blaðamaður Norðurslóðar leit við í nýja bakaríið og hitti þar fyrir sjálfan bakarameistarann, Ríkharð Björnsson. Þar innan- dyra var einkar vistlegt um að litast, ilmur af nýbökuðu brauði fyllti vitin og út við glugga með útsýni yfir höfnina sátu ferðamenn úr Reykjavík við borð og gæddu sér á kaffi og meðlæti. Ríkharður sagðist vera að von- um mjög ánægður með húsið. Bakaríið hefur hingað til mátt gera sér að góðu leiguhúsnæði í gamla „Týról“ (sem heitir í höfuðið á Valtý heitnum í Ytra Holti sem byggði húsið á sínum tíma). Nýja húsnæðið er 450 m' að gólffleti en áður hafði bakarí- ið aðeins 210 m' til umráða. Þar gefst viðskiptavinum kostur á að setjast niður og kaupa sér kaffitár með nýbökuðum kökum. Slíkir staðir heita „konditorí" á útlensku. Sölusvæði bakarísins er nú Dalvík og Svarfaðardalur, hálfur Ólafsfjörður og bátar og togarar á Ólafsfirði og Dalvík. Ríkharð- ur sagðist vonast til að með þess- ari stórbættu aðstöðu yrði þeim mögulegt að auka umsvif sín. Ný verslun - Kotra Nú er verið að gera breytingar og endurbætur á húsnæði því við Skíðabraut þar sem bakarí- ið var til húsa, áður en það flutti í hið nýja og glæsilega húsnæði sitt við Hafnarbraut. Það verður haldið áfram að versla í húsnæðinu við Skíða- braut og hefur fyrirtækið hlot- ið nafnið Kotra. í spjalli við nokkrar af eigend- um Kotru kom fram að þær hafa hugsað sér að vera með „allt“ til sauma og prjóna. Hvað er „allt“ er auðvitað afstætt en vefnaðar- vara og það sem til þarf við saumaskap verður á boðstólnum, jafnvel sníðaþjónusta og leið- beiningar. En það verður að sögn þeirra að þróast. Þá verða þær með garn og prjóna. Jafnframt þessu verður svo verslað með fatnað. Þar er um að ræða aust- urrískan fatnað, Benger, fyrir unglinga og fullorðna, en Kiddy, fyrir börn 4-12 ára. Sportlegur og vandaður fatnaður að sögn þeirra sem þekkja. Þá höfðu þær hugsað sér að svara ákveðinni vöntun í verslun á staðnum varðandi íþróttafatn- að en allt er þó óljóst um hvernig það útleiðist þar sem þær munu ekki hafa verið einar um að koma auga á þá vöntun, eins og fram kemur annarsstaðar. Þegar opnað verður, líklega um miðjan júlí, verður einkum byrjað með fatnaðinn en vefnað- arvaran kæmi svo meira inn með haustinu þegar litir og tíska vetrarins koma fram. En hverjar eru þá þær Kotru konur? Þær eru fimm, Anna Bára Hjaltadóttir, Anna Bald- vina Jóhannesdóttir, Marín Jóns- dóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir og Jóhanna Skaftadóttir. Allar eru þær í vinnu annarsstaðar og til gamans má geta þess að samtals eiga þær 17 börn á aldrinum frá nýfæddu til átján ára. Þær segjast þó hvergi munu slá af því sem fyrir er, heldur bæta verslunar- rekstrinum við og skipta þeirri vinnu með sér. Það er því ekki af verkefnaskorti sem þær ráðast í þetta, heldur af áhuga og athafnasemi. Þá spilar einnig inn í að þær vilja gjarnan mæta þörf- um okkar hér varðandi þá vöru- flokka sem verslað verður með og fylla upp í þau skörð sem þeim hafa fundist vera í verslun á staðnum. Þær eru nú þegar á fullu við undirbúning, að gera upp húsnæði, kaupa og smíða innréttingar og huga að öðru því sem til þarf svo hægt verði að fara af stað á tilsettum tíma. Og þá er bara að óska þeim til hamingju með framtakið. Vænt- anlega munu þeir sem hingað sækja sína þjónustu og vilja sækja hana hér kunna vel að meta þessa viðbót. Hárgreiðslustofa Fríðu Þjónustufyrirtæki rísa hvert af öðru hér á Dalvík. Undirstaðan er þó sjávar- útvegurinn og þar cr einnig mikill þróttur. Hér er verið að landa fiski úr togara. Ný verslun - Sportvík I húsnæði Víkubakarís við Hafnarbraut er þriðja þjónustu- fyrirtækið að taka til starfa. Þar er á ferð verslun sem Jón Halldórsson hyggst opna fyrir miðjan júlí. Svolítil vinna er eftir við húsnæðið sjálft, en Jón er tilbúinn með innrétting- ar, þannig að eftir að húsnæðið er til, verður hann að eigin sögn, skotfljótur að koma sér fyrir - og opna. Jón hefur sem kunnugt er verið með reiðhjólaviðgerðir og skíða- þjónustu heima í bílskúr undan- farin ár, ásamt því að versla þar með hjól, skíði og fleira. Hann hyggst nú flytja verslunina í húsnæðið við Hafnarbraut og bæta jafnframt við sig vörum. Hann verður því auk hjóla og skfðavörunnar með fleiri sport- vörur, fatnað, skó, töskur og þ.h. Undrabamið Sæplast - Rennur upp eins og fífill í túni Þeir sem vilja og þurfa að not- færa sér viðgerðaþjónustuna geta huggað sig við að hún verður áfr- am á gamla staðnum. Jón segist renna svolítið blint í sjóinn með sumt af því sem hann vill versla með og segir að fram- boð verði að þróast eftir áhuga okkar hér. Hann vill gjarnan að fólk hugi í ríkari mæli að því að beina verslun sinni að verslunum á staðnum. Slíkt sé allra hagur. Undir þau orð geta víst margir tekið og samkvæmt því sem er að gerast í bæði verslun og annari þjónustu hér á staðnum má vænta þess að slík áskorun eigi fullan rétt á sér. Nafnið á verslunina fundu syn- ir Jóns og á hún að heita Sportvík. Vafalaust mun mörg kempan sem og viðvaningurinn eiga leið í Sportvík í framtíðinni. Sæplast hf. hefur mikið verið í fréttum íslenskra fjölmiðla að undanförnu og er tilefnið, eins og getur um á forsíðu, að fyrir- tækið er komið í nýtt og glæsi- legt húsnæði. Það hefur þó gerst áður að fyrirtæki með undir 30 manns í vinnu flytji i nýtt húsnæði án þess að útvarp og sjónvarp rjúki upp til handa og fóta svo eitthvað hlýtur hér meira að búa að baki. Hvað skyldi það svo sem vera? Jú, það sem gerir Sæplst hf. svona merkilegt er það hversu vel fyrirtækið gengur og hvað umsvif þess og velta fara sívax- andi með ári hverju. Arið 1984 var veltan um 14 milljónir en stefnir nú í 140 milljónir. Húsnæðið sem vígt var sl. föstudag er nú þegar orðið of lítið undir starfsemina og fram- kvæmdir verða fljótlega hafnar við viðbótarhúsnæði sem tekið verður í notkun fyrir áramót ef allt fer að óskum. Þá fyrst gera Sæplastsmenn ráð fyrir að geta annað eftirspurn að einhverju gagni. Ef frá eru taldir nýárs- dagur og fyrsti maí þá hafa starfsmenn verksmiðjunnar unnið á vöktum allan sólar- hringinn alla daga vikunnar frá því fyrir áramót og þurfa kaup- endur framleiðslunnar samt sem áður að sætta sig við allt að 2ja mánaða bið eftir flsk- kerjum og pöllum. Það er þvi von að fjölmiðlar veiti þessum „spútnik“ norðlensks atvinnu- lífs nokkra athygli. Hér er loks komin sönnun þess að lítil iðn- fyrirtæki geti lifað og dafnað vel í íslenskum sjávarplássum ef vel er að málum staðið. Pét- ur Reimarsson heitir krafta- verkamaðurinn sem mestan heiður á af velgengni fyrir- tækisins. Nsl. náði í skottið á honum fyrir skemmstu og hafði við hann viðtalskorn það sem hér fer á eftir. Pétur hefur áður verið kynntur lítillega í blaðinu ( ’84) og munum við ekki eyða miklu plássi í að rekja ætti hans að þessu sinni en spyrjum frekar út í iðn- reksturinn. - Nsl.: Hverju sætir þessi vel- gengni? P: „Það er nú svo margt. í upp- hafi voru lagðir töluverðir pen- ingar í fyrirtækið og að því stend- ur ákveðinn hópur hugsjóna- manna sem trúðu á að þetta tæk- ist og lögðu margir hverjir allt sitt undir. Aður en hafist var handa var gerð mjög vönduð og ýtarleg úttekt á öllum aðstæðum, kostn- aði, sölumöguleikum o.s.frv. og okkur sýndist þetta allt lofa held- ur góðu. Við höfum alltaf haft mjög gott starfsfólk, samstæðan hóp sem lagt hefur á sig mikla vinnu við uppbygginguna og er það að sjálfsögðu ekki veiga- minnsti þátturinn. Nú, svo hafa markaðir innanlands aukist langt umfram það sem nokkur þorði að vona og einnig hefur okkur orðið betur ágengt erlendis en við gát- um átt von á. Við framleiðum því engan veginn nóg og stefnum að því að tvö-þrefalda framleiðsluna fyrir áramót.“ - Nsl.: Væri ekki auðveldara að reka svona fyrirtæki í Reykja- vík? P: „Ja, ég veit það nú ekki. Það hefur bæði kosti og galla að vera hér á Dalvík. Gallinn er aðalleg einn, það eru langirflutn- ingar með aðföng. Menn gera sér sjaldnast grein fyrir því hvað mikið er undir flutningunum komið. En eftir að Ríkisskip og Eimskip fóru að hafa hér fasta viðkomu hefur ástandið batnað mjög. Kostirnir eru t.d. þeir að hér erum við í góðum tengslum við markaðinn bæði viðskiptavini út um allt land og eins erum við í betri snertingu við sjávarútveg og fiskvinnslu hér en hugsanlega í Reykjavík og getum því betur fylgst með þörfum markaðarins. Reykjavík er engin þungamiðja á okkar markaðssvæði og við- skiptavinirnir eru oft jákvæðari vegna þess að þetta fyrirtæki er rekið á landsbyggðinni.“ - Nsl.: Hvað veldur því að þínu mati að iðnfyrirtæki úti á landi eru svona gjörn á að leggja upp laupana? P: „Það veit ég ekki. Kannski vantar eitthvað uppá þessa þætti sem ég nefndi í upphafi. Við höf- um lagt áherslu á að vera með mjög sérhæfða framleiðslu og að vera ekkert að vaða í einhverjar nýjungar þó vel gangi. Skilyrði fyrir velgengni í hvaða fram- leiðslu sem er er að vera með góða vöru og að fylgjast með þörfum markaðarins. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að eftirspurnin hér innanlands er algerlega háð afkomu sjávarút- vegsins. Sem stendur er útþensla í sjávarútveginum en við búumst ekki við að hún haldi áfram enda- laust. Við stefnum að því að auka útflutninginn enn frekar fremur en að auka fjölbreytnina. Það hefur alltaf borið töluvert á því hjá íslenskum iðnfyrirtækjum að þau leggi ekki nógu mikla áherslu á markaðinn. Menn líta sumir svo á að hlutverki verksmiðjunn- ar sé lokið þegar varan er komin ut fyrir dyr. Þetta gildir t.d. um frystihúsin. Við reynum að vera í eins góðu sambandi við við- skiptavini okkar og kostur er t.d. með ferðum innanlands og utan.“ - Nsl.: Hvernig líst þér á fram- tíðarhorfur atvinnulífs hér á Dalvík? P: „Á Dalvík er mikill upp- gangur í atvinnulífinu. Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað það eru mörg fyrirtæki sem stunda útgerð og sjálfstæða fiskvinnslu. Það er jákvætt að hafa þau sem flest því að í smáfyrirtækjunum ieggja menn alla jafnan meiri áherslu á gæði framleiðslunnar en í þeim stærri. Þær tilraunir sem menn eru að gera hér með t.d. niður- suðu, fiskeldi o.fl. sýna að það er heilmikill hugur í mönnum. Það er fyrst og fremst í vinnslu sjáv- arafurða og iðnframleiðslu tengdri útgerðinni sem möguleik- ar dalvísks atvinnulífs liggur og það er ekkert slæmt við það. Menn þurfa ekki að skammast sín fyrir að búa í sjávarþorpi. Mér finnst raunar íslendingar almennt ættu að huga miklu meir að fullnýtingu sjávarafla og nýt- ingu nýrra fiskitegunda frekar en að einblína á nýjungar á öðrum sviðum sem við þekkjum lítið sem ekkert.1 Hj. Hj. í húsnæði Víkurbakarís við Hafnarbraut er ekki einungis búið að opna braubúð og „konditori“ eins og það nefnist á útlensku, heldur einnig hár- greiðslustofu. Hallfríður Þor- steinsdóttir hárgreiðslumeist- ari hefur hafið þar starfrækslu Hárgreiðslustofu Fríðu, eða það er a.m.k. það heiti sem líklegt er að festist. Að sögn Fríðu er ekkert annað nafn komið á fyrirtækið. Hún opn- aði föstudaginn 19. júní. Ásamt henni vinnur á stofunni nemi, Svala Sveinbergsdóttir. Svala er rúmlega hálfnuð í námi og hyggst Ijúka verklega þætti þess hér. Á boðstólnum verður öll almenn hársnyrtiþjónusta og auk þess geta viðskiptavinir keypt sér hársnyrtiefni, sjampó og þess háttar. Fríðu líst vel á horfurnar fyrir stofuna, segir að byrjunin lofi góðu og augljóslega hafi sú þjónusta sem fyrir var ekki full- nægt eftirspurn. Hún hefur hugs- að sér að hafa opið alla virka daga frá 9-18 nema mánudaga. Þá verður lokað, en í stað þess ætlar hún að hafa opið á laugar- dögum frá 9-13 og reyna þannig að koma til móts við þarfir sem flestra. Stofan er vel búin og smekklega innréttuð. Skemmti- leg og þörf viðbót við þjónustu sem nú fer vaxandi á mörgum sviðum hér á Dalvík. Stækkað Krílakot Eins og bæjarbúar hafa tekið eft- ir er nú risin viðbygging við Kríl- akot. Þegar fyrsti áfangi var byggður var þar einungis um að ræða leikskóladeildir barna- heimilisins. Sá áfangi sem nú bæt- ist við er svokallaður þjónustu- kjarni og er þá eftir að byggja dagheimilisdeildina skv. þeim hugmyndum og teikningum sem farið var af stað með. í þjónustu- kjarnanum, sem tekinn verður í notkun í ágúst, eftir sumarleyfi, er rúmgott leikrými, aðstaða fyrir starfsfólk og önnur aðstaða sem kemur til með að nýtast öllu heimilinu þegar það verður fullbyggt. Væntanlega verður þessi viðbót á húsrými til mikilla bóta fyrir b'æði börn og starfslið. Biðlistar á heimilið hafa verið að lengjast undanfarin ár og stendur það ugglaust í beinu sambandi við enn aukna atvinnu- þátttöku kvenna hér á staðnum. Er nú horft til þess að hægt verði að grynnka nokkuð á þeim eða hreinsa upp, jafnframt því að bjóða upp á sveigjanlegri vistun- artíma en unnt hefur verið við þær aðstæður sem búið hefur ver- ið við. Pétur Rciniarsson framkvæmdarstjóri, Jón Gunnarsson framleiðslustjóri, Matthías Jakobsson stjórnarformaður og Kristján Aðalsteinsson söluinaður Sæplasts. Frá sjóinannadegi á Dalvík. I leik- og þrautakeppni. Af huldufólki Framhald af bls. 2. Hljóðið í Syðra-Holti Þorsteinn Þorkelsson (marg- nefndur) hefur skráð eftirfarandi sögu og er hana að finna í 1. bindi af handriti hans „íslenskar þjóðsögur". Formáli handritsins er dagsettur 1. ágúst 1900. Hand- ritið er geymt í Árnastofnun, Reykjavík, en ljósrit er til í Hér- aðsskjalasafninu á Akureyri. Sagan hefur ekki áður verið birt, svo mér sé kunnugt, og er því tekin hér óstytt og orðrétt eftir handritinu (Efnislega skyld saga er í Grímu hinni nýju, 5. bindi, bls. 10, einnig rituð af Þorsteirii). Björn Halldórsson hét merkur bóndi á Syðra-Holti í Svarfað- ardal, d. 1795. Sonur hans hét Jón, er bjó í Holti eftir föður sinn (1795-1812). Þá er Jón var ógiftur maður og búlaus í Holti, er það nokkur ár, að hann svaf í skemmu, vetur og sumar. Hann sló langspil afbrigðisvel, eftir því sem mönnum þótti þá vera. Það var því oft á sunnudags- kvöldum, einkum ef messu- dagar vóru, að fólk safnaðist í skemmu til Jóns, að heyra hljóðfæraslátt hans, og sló hann þá oft langspil sitt í kol- svarta myrkri. Og þá þótti einna best láta að hljómnum í hljóðfæri hans, þegar aldimmt var. Það var eitt sunnudagskvöld, snemma um vetur, að margt fólk var komið í skemmuna til Jóns, og raðaði sér niður allt í kringum hann. Sló hann þá langspil sitt mjög vel og lengi. En þá er hljóðfæraslátturinn stóð sem hæst, vissu menn ekki fyrri til, en upp kom hljóð eitt einkennilegt og afar hátt í skemmunni. Allt datt í dúna- logn í skemmunni, en allir sem inni vóru fyrirtóku að þeir vissu hvernig stæði á hljóði þessu. Hljóð þetta var mjög hvellt, en þó dimmt, og líkast sem það væri í einhverjum manni, sem væri verið að troða undir. Og álitu margir seinna, að skemman hefði verið orðin svo full af ljúflingsfólki, að það hefði ekki ætlað að rúmast, án þess að troðast undir. Sló miklum óhug á alla þá, er í skemmunni vóru, og var lengi eftir þetta, að menn komu ekki í skemmuna til að heyra Jón slá langspil sitt. (Svarfdælsk sögn). Víst getur hver haft sína skýr- ingu á þessu einkennilega hljóði, en það virðist þó hafa verið almenn trú í Svarfaðardal, að rekja mætti það til huldufólks. Er það og skiljanlegt með tilliti til hinnar sögunnar, sem Þorsteinn skráði um þetta efni, en hún gerðist á bæ einum í Hjaltadal í Skagafirði, um líkt leyti, enda alkunnugt að huldufólk laðast að góðri tónlist. Eftirmáli Hér lýkur þáttum mínum um svarfdælska þjóðtrú eða reynslu Svarfdælinga og Dalvíkinga af huldum vættum, sem réttara væri að orða svo, því að mínu áliti eru slíkar sögur langoftast einhver blanda af viðtekinni hjátrú og beinni, persónulegri reynslu, sem ekki er hægt að útskýra á venju- legan eða vísindalegan hátt. Tvennt er einkum athyglisvert í þjóðtrúarheimi Svarfdælinga. í fyrsta lagi, hvað þessi fyrirbæri eru ennþá algeng og trúin á þau rótgróin a.m.k. meðal eldra fólks, og kom það vel í Ijós í ferð okkar Þóris Haraldssonar um svæðið í ágúst 1984. Raunar finnst mér hálf vandræðalegt að kalla þetta trú, því það er hjá mörgum miklu fremur vissa. Menn líta á þetta eins og hvert annað fyrirbæri í náttúrunni eða mannlífinu, og svo mun lengst af hafa verið gert, þar til „efnis- hyggjan“ tók hugsun vestur- landamanna þeim þrælatökum, sem ætlar að reynast torsótt að losa um. í öðru lagi er merkilegt, hvað dultrúarheimur Svarfdælinga er frábrugðinn því sem gerist innar í Eyjafirði, t.d. hvað snertir álagablettina, sem varla eru til innan við mörk Svarfaðardals og Árskógshrepps. Hins vegar er áberandi líking við vættatrú útsveitanna, Olafsfjarðar og Hvanneyrarhrepps, og útsveitir Skagafjarðar, eða Skagafjörð yfirleitt. Segja má að vættatrú Svarfdæla sé angi af þjóðtrúar- heimi keltanna, sem var og er ríkjandi um sunnan- og vestan- vert landið, þar sem búseta „vestmanna" var mest, eins og kunnugt er. Það skemmtilega við þessa niðurstöðu er það, að hún stemmir allvel við mína reynslu og margra annarra, af þeim mismun sem greina má, á almennum karakter fólks í útsveitum og innsveitum Eyja- fjarðar, en það má eflaust skýra með fólksflutningum og því hversu umhverfi og náttúrufar er gerólíkt á þessum svæðum. Ýmsum þáttum í vættatrú Svarfdæla hefur ekki verið gerð skil í þáttum þessum, svo sem tröllum, nykrum og sjóskrímsl- um, en ég reikna ekki með að spinna þetta efni lengra, þar sem ég er nú að flytjast í annan landshluta. Að lokum vil ég þakka Svarf- dælingum og Árskógsstrending- um fyrir prýðilega viðkynningu þann aldarfjórðung sem ég hef átt heima í þessu héraði. H. Hall. Þakkarorð Norðurslóð þakka hér með Helga Hallgrímssyni fyrir mikils- vert og skemmtilegt framlag í blaðið með þessum greinaflokki og hinum um álagastaðina, sem áður birtust hér. Það mun sjaldgæft að ágætur náttúrufræðingur, sem Helgi er, sé reiðubúinn að fjalla fordóma- laust og með opnum huga um „ónáttúruleg" fyrirbæri, sem almenningur telur sig hafa reynt. Blaðið óskar Helga heilla og hamingju við skógrækt og fræði- mennsku á æskuslóðum á Fljóts- dalshéraði á komandi árum. Ritstj. 4 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.