Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Datvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent hf. Jafnræði miili landshluta Leiðarahöfundur hefur dvalist í Reykjavík tilneyddur síðustu vikurnar og hefur aldrei fyrr búið þar svo lengi. Ekki fer hjá því að sá sem ekur um borgina og umhverf- is og horfir í kring um sig, sjái og sannfærist um að hún er að mörgu leyti stórfögur borg. Það er t.d. aðdáunar- vert að sjá hvílíka alúð menn leggja í frágang lóða og opinna svæða meðfram götum. Stærðar trjám og runn- um er plantað á slíkum stöðum og ber ekki á öðru en að þau dafni þar ágætlega. Það fer ekki á milli mála, Reykvíkingar og nágrannar þeirra bæði vilja og geta búið sér fagurt og ríkmannlegt umhverfi. Hins vegar fer heldur ekki hjá því, að gesturinn fyllist nokkurri vanmetakennd þcgar hann verður vitni að aliri þeirri athafnasemi og uppbyggingu sem nú á sér stað vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Skóga af vinnukrönum ber við loft og stórhýsi á ölium bygginga- stigum rísa af grunni í öllum áttum. í samanburði við deyfð í byggingarstarfsemi annars staðar á landinu hlýt- ur gestinum að vaxa gróskan hér í augum. Það getur engum dulist hvar vaxtarbroddur athafnalífsins á ís- landi er nú um stundir; enda sýna mannfjöldatölur það svo ekki verður um villst, að straumurinn liggur allur að einum ósi, sem er Reykjavíkursvæðið. Nú eru nálcga allir sammála um það, að svona getur þetta ekki gengið lengur, líka það fólk sem hér býr. Og á pólitíska sviðinu eru allir flokkar sammála í þessu efni að því er virðist. Við hljótum því að treysta því að ný ríkisstjórn liafi það á stcfnuskrá sinni að stöðva þessa óheillaþróun og snúa henni við að einhverju marki. Það hlýtur aö vera hægt. Það getur ekki verið náttúru- lögmál að suðvesturhorn íslands geti boðið börnum landsins svo miklu betri kjör á öllum sviðum að þau hljóti þess vegna að dragast þangað. Nú bryddar aftur á uppsveiflu í byggingarstarfsmi út um byggðir landsins. Með ákveðnu átaki af hendi ríkis- valdsins gæti farið svo að vinnukranar fari að bera við himin víðar á landinu, heldur en á höfuðborgarsvæðinu einu. H.E.Þ. Glaður hópur á fermingarbarnamóti 25 ára fermingarbörn hittast á Dalvík. Efst frá vinstri: Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir, Óskar og Aldís Pálmabörn, Þuríður Hauksdóttir, Omar Arnbjörnsson. Miðröð frá vinstri: Bernharð Steingríms- son, Hanna Lísbct Jónmundsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Kári Gestsson, Sigurður Jóhannsson. Fremsta röð: Valý Jóhannsdóttir, Elín Antonsdóttir, Svanhildur Árnadóttir, Bjarni Daníelsson og Björn Stefánsson. Helgi HaUgrímsson: Af huldufólkí í Svarfaðardal V Ljósgil (eða Ljótsgil) á Brekku og kynleg gestakoma Ljósgil eða Ljótsgil nefnist gil- drag nokkurt í fjallshlíðinni milli Grundar og Brekku og eru merki jarðanna um það. Þetta er frem- ur grunnt en nokkuð breitt lækj- argil, með sérkennilegum kletta- stöllum, sem þverskera það á nokkrum stöðum, og virðast vera berggangar, Myndar lækurinn fossa á stöllunum, og er víða fag- ur gróður í kringum þá. Neðan til er gilið tvöfalt á parti, og er ann- ar skankinn alveg þurr, með algrónum botni. Framan við gilið er mosagróin urð, svipuð Grund- arskriðunni, en miili þessara urð- argeira telja flestir að „Tungan" sé, þ.e. álagabletturinn sem fyrr var getið. Urðin bendir til þess að hlaup geti komið í Ljósgilslækinn líkt og í Grundarlæk, og þá lík- lega frá Nykurtjörn. „Almenn trú var það í fyrri daga, að hludufólk ætti bústað í Ljósgili, en þar eru klettar sem oft hafa sést ljós í, bæði fyrr og síðar. Ljótsgil mun þó eldra nafn (Ferðabók Þorv. Thor.),“ segir Jóh. Óli Sæm. í örnefnaskránni. hatta og kvenmennirnir í skinnpilsum. Varla fékkst út úr þeim orð, nema það sagði nöfn sín, og var málfæri þess ofurlítið einkennilegt. Góð- gerðir vildi það engar þiggja, nema dálítið af heitri mjólk, og allt vildi það sitja kyrrt á pallskákinni.“ Heimilisfólkið fór svo að hátta, og sofnaði allt, nema bóndi, sem ætlaði að fylgjast með fólki þessu, sem alltaf sat þarna kyrrt og þagði. Vakti hann lengi nætur, en rann þó í brjóst um síðir og þegar hann vaknaði var fólkið horfið. Sá hann eftir því langt suður og upp frá bænum, og stefndi það á Ljósgilið, þar sem það hvarf svo að lokum. Ýmsir töldu fólkið hafa verið útlegu- menn, aðrir strokumenn, og þó voru flestir sem töldu að það hefði verið huldufólk. Sagt var að konurnar hefðu heitið Fettibrekka, Menþröng og Gumpinhyrna, en karlinn Arfft- us, eða svo stendur í gamalli vísu um þennan atburð. Ekki hefði þetta þótt tiltökum- ál í löndum þar sem fleiri en ein þjóð deila kjörum, en á íslandi var það fáheyrt, og vakti að von- um mikla athygli. Foss í Ljósgili í Brekku Þorsteinn Þorkelsson fræði- maður, sem oft getur í þessum þáttum, hefur skráð sögu af sérkennilegri gestakomu að Brekku, sem birt er í Grímu hinni nýju, 5. bindi, bls. 8-10. A hún að hafa gerst á síðari hluta 18. aldar, á búskaparár- um Jóns Guðmundssonar, sem lést árið 1804. Kvöld eitt á ofanverðum engjaslætti hafði fólkið hætt vinnu fyrr en vanalega, vegna illveðurs, og settist inn í bað- stofu. Einhverjum varð þó gengið fram í bæjardyrnar og rakst þar á ókunnugt fólk, einn karlmann og þrjár konur. „Bónda var þegar gert aðvart um gestkomuna, og gekk hann fram til fólks þessa, til að hafa tal af því að spyrja almæltra tíðinda, en gestirnir svöruðu honum nálega engu, og togaðist varla út úr þeim annaö en já og nei. Vildu þeir helst standa þar í bæjardyrun- um er skugga bar á. Bauð bóndi þeim að ganga til bað- stofu og þiggja beina, en þeir svöruðu fáu, fóru þó að lokum inn í baðstofuna á eftir bónda, en fóru að öllu seinlega. Pall- skák var gegnt baðstofudyr- um, þar settist fólk þetta, en ýtti sér helst þangað sem skuggi var á. Mjög var það ein- kennilegt; það var lágvaxið, þykkleitt í andliti og feimulegt í bragði; allt var það með lága Barnagullin við Digrahnjúk Þorsteinn fræðimaður hefur einn- ig skráð söguna „Barnagullin", sem birt er í Grímu 5. bindi, bls. 11-12. Segir þar af Sigríði dóttur séra Magnúsar Einarssonar Tjarnar- prests, sem fyrr var nefndur. Hún var um tíma smali, þegar hún var unglingur. „Það var eitt sinn að kvöldi til, að hún var að leita að ám, sem vantaði. Gekk hún þá alveg upp á egg á fjalli því, sem er fyr- ir sunnan og ofan Tjörn og Digrihnjúkur heitir. Kom hún þar að stórum steini eða kletti, og var dálítil flöt framan við hann, svipuð bæjarhlaði. Var þar breiða mikil af kuðungum, skelkussum, hörpudiskum og skeljum. Hafði Sigríður aldrei á ævi sinni séð svo fagra gripi af þeirri tegund og með jafn furðulegum litum.“ Sigríður undraðist þetta mjög, en snerti ekki á þessum hlutum og gekk heim. Daginn eftir fór hún aftur upp í fjallið, að sama steininum, en þá var þar engin gull að sjá. Hafa menn víst talið að þetta væru huldufólksgull, en sagan er sögð vera höfð eftir Sigr- íði sjálfri. Svipaðar sögur eru reyndar sagðar frá ýmsum öðrum stöðum á landinu, sem þarf þó ekki að rýra gildi hennar, því að huldu- fólksfyrirbæri eru iðulega mjög lík. Tjarnarfólk telur að þetta hafi verið austan undir Digrahnjúki, en þar er slétt og fallega gróin grund. Huldulamb og hulduraddir á Tjörn Þegar Jóhann rísi var vinnu- maður að Tjörn, fann hann eitt sinn á sauðburði móðurlaust lamb við Laugasteininn. Bar hann það heim og var það alið þar og kallað Hulda, því að menn töldu vfst að það væri komið frá huldufólki í steinin- um. Það var einkennilega litt, gulleitt eða rauðgult (írautt) utan á kjálkunum, en með hvítri rönd ofan á hausnum og fram á ennið. Frá þessu sagði Hjörtur bóndi á Tjörn 4. febr. sl. Laugasteinn- inn er við laugarnar neðst í hlíð- inni, skammt frá samnefndu býli, sem er dýralæknissetur. Hjörtur segir einnig, að einn af síðustu ábúendum í Laugahlíð, Björn Júlíusson, hafi aldrei viljað brenna sinu í hlíðinni við Lauga- steininn, því hann taldi að huldu- fólkið sem þar byggi, myndi vera því mótfallið. Eitt sinn að vetrarlagi voru krakkarnir frá Tjörn og næstu bæjum að renna sér á skíðum í hlíðinni fyrir ofan kotið Gullbringu. Þar eru lækjargil tvö, en í þeim eru oft holur og niðurföll í snjónum (vegna jarðhita), og svo var einnig að þessu sinni. Allt í einu heyra krakkarnir, að sagt er hátt og skýrt, með ásakandi og nærri grátklökkri röddu: „Því gerð- irðu þetta Ólafur?" og var þetta margendurtekið. Þau urðu að vonum hrædd og hlupu heim og sögðu frá þessu, en fáir munu hafa trúað þeim. Vart þarf að taka fram, að í hópnum var enginn með þessu nafni, og víst ekki heldur á þessum bæjum. Þau töldu því víst að þarna hefði huldufólkið verið að tala saman. Þess má geta, að þeim fannst röddin koma úr einu niðurfallinu, lik- lega úr ytra gilinu. Hjörtur hefur þessa sögu eftir þeim Tjarnarsystkinum, Þórarni föður sínum, Ölöfu? systur hans o.fl., sem voru í þessum barn- ahóp. (Frásögn hans 8. ágúst 1984). Grásteinar á Ingvörum „Á grundinni ofan við Ingvarir eru stórir steinar, sem heita Grásteinar, taldir huldufólks- bústaðir", segir Jóh. Óli Sæm. í Örnefnaskrá sinni (bls. 340). Steinarnir eru hérumbil beint upp af bænum, um 200 m frá honum, og í um 100 m hæð. Umhverfis þá er sléttur, gróinn stallur, líkt og stétt eða hlað- varpi. Framhald á bls. 5. Z- NQRfiyRSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.