Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 29.06.1987, Blaðsíða 7
Ý Halldor Jónsson á Jarðbrú Kveðjuorð Fæddur 23. apríl 1931 - Dáinn 11. maí 1987 Halldór Jónsson á Jarðbrú andaðist á sjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 11. maí og var jarðsett- ur í Dalvíkurkirkjugarði þann 19. maí að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hann náði ekki háum aldri, var liðlega 56 ára er hann lést. Halldór kenndi hjartasjúk- dóms fyrir allmörgum árum síðan en komst aftur til dágóðrar heilsu. En sjúkdómurinn er eins og falinn eldur, hann getur bloss- að upp aftur þegar minnst varir og svo varð hér raunin á. Halldór barðist við sjúkdóm sinn af mik- illi hugprýði að sögn hjúkrunar- fólks, en varð að lúta í lægra haldi. Eigi má sköpum renna, segir hið fornkveðna. Halldór fæddist í Jarðbrúar- gerði síðastur barna sem litu dagsins ljós í þessu litla kotbýli í Jarðbrúarlandi, þar sem er eitt- hvert fegursta útsýni yfir Svarfað- ardal fram um sveit og út á sjó. Við Jarðbrú voru nálega allir æfi- dagar hans tengdir. Hann var einn þeirra tiltölulega fáu ungu manna, sem hiklaust stefndi að því að gerast bóndi á föðurleifð sinni þegar sá tími kæmi. Því var það að eftir gagnfræðanám á Akureyri fór hann í bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan vorið 1950. Ariö 1963 hóf Halldór eigin búskap á Jarðbrú í sambýli við foreldra sína, Jón Jónsson og Rannveigu Sigurðar- dóttur. En 1969 tók hann við öllu búinu og bjó síðan rausnarbúi, og hafði hin síðari árin afnot af nágrannabýlinu Laugahlíð, þar til á síðastliðnu vori að hann seldi jörð og bú og fluttist til Akureyr- ar. Venjulegur íslenskur sveita- búskapur með kýr og kindur varð þannig æfihlutverk Halldórs. Hann hafði kosið sér það sjálfur og undi því vel. Þar fyrir sinnti hann mörgum öðrum störfum sem til falla í íslenskri sveit. Sér- stakt var það þó, að skömmu eft- ir að hann lauk skólanáminu varð hann við þeirri beiðni sveitar- stjórnar að gegna starfi dýra- læknis i Svarfaðardal en þá hafði ekki enn verið stofnað hið útey- firska dýralæknisumdæmi, sem nú er. Halldór fékk tilsögn og þjálfun til starfsins hjá dýralækn- um á Akureyri og gegndi þessu mikilvæga starfi síðan í sveit sinni og nálægum sveitum reyndar í meira eða minna mæli nær því um aldarfjórðungs skeið. Það starf fórst honum ágætlega úr hendi og sinnti hann því af frá- bærunt dugnaði og skyldurækni eins og best varð á kosið. Árið 1974 var Halldór kosinn í sveitarstjórn og var strax gerður að oddvita hennar. Stóð svo næstu 12 árin þar til hann lét af þeim störfum að eigin frumkvæði við sveitarstjórnarkosningar 1986. Halldór var að mörgu leyti ágætlega gerður til að gegna þessu mikilvægasta embætti hvers sveitarfélags. Hann var óvenjulega talnaglöggur maður og hafði ágætt lag á bókhaldi og allri pappírsvinnu, sem svo er stundum nefnd og fylgir starfi oddvitans. Reglusemi og snyrti- mennska í embættisfærslu voru einkenni hans. Óhætt er að fullyrða að Hall- dór hafði vakandi áhuga á öllum velferðarmálum sveitarfélagsins, ekki síst uppbyggingu og gengi skólans á Húsabakka, sem er næsti granni Jarðbrúarheimilis- ins. Að öðru leyti nefni ég aðeins þann mikla áhuga sem hann sýndi uppbyggingu hinna þýðing- armiklu velferðarstofnana sem Svarfaðardalshreppur og Dalvík- urbær hafa staðið að sameigin- lega. Þar er fyrst að nefna heimili aldraðra, Dalbæ, á Dalvík og heilsugæslustöðina, heimavist Dalvíkurskóla, héraðsskjalasafn- ið og fleira mætti nefna. Hann hallaðist stöðugt meira að þeirri skoðun. að skipting hins svarf- dælska byggðarlags í tvö sveitar- félög væri ekki lengur æskileg og vann heilshugar að samvinnu þeirra sín á milli á öllum sviðum þar sem hagsmunir eru sameigin- legir. Við Halldór vorum nágrannar og áttum auk þess töluvert mikið saman að sælda í félagsstarfinu. Okkur hér reyndist hann hinn besti nágranni, hjálpsamur og umburðarlyndur, sem kom sér vel þar sem ógirt lönd liggja sam- an og ágangur búfjár mikill, reyndar á báða vegu. Áldrei varð það að ágreiningsefni. Ennfremur kynntist ég honum vel í samstarfi í Lionsklúbb, sparisjóðsstjórn og víðar og reyndist hann hvarvetna hinn nýtasti liðsmaður, gjörhugull og sjálfstæður í hugsun og ályktun- um. Halldóri hlotnaðist líka far- sæld í fjölskyldulífi sínu. Hann Svarfdælingasamtökin gangast fyrir sinni árlegu skemmtiferö aðra helgina í júlí. Að þessu sinni eru það Vest- mannaeyjar. Farið verður með Herjólfi frá Þorlákshöfn að kvöldi föstudags 10. júlí og kom- ið til baka á sunnudagseftirmið- dag 12. júlí. kvæntist Ingibjörgu Helgadóttur, svarfdælskættuðum Ólafsfirðingi, árið 1954. Þau eignuðust 6 börn, 5 syni og eina dóttur yngsta. Börnin eru þessi í aldursröð: Atli Rúnar, Jón Baldvin, Helgi Már, Óskar Þór, Jóhann Ólafur og Inga Dóra. Tveir elstu synirnir eru nú þegar landskunnir menn fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu og bera uppeldi sínu og svarf- dælsku menningarumhverfi gott vitni. Þessi orð eru rituð í þakklætis- og virðingarskyni við merkan sveitunga og ágætan nágranna sem nú er fallinn frá á miðjum aldri. Hann átti sér marga vini en jafnframt andstæðinga, því mað- urinn var þeirrar gerðar, hafði bráða lund og fastar skoðanir á mönnum og málefnum og hikaði ckki við að láta þær í ljós. Hann bar fyrir brjósti heill og hag stétt- ar sinnar og byggðarlags og var þar með allan hugann þótt hann flyttist á brott m.a. vegna tæprar heilsu sinnar og byggi á Akureyri síðasta árið. Eg vil persónulega láta í ljós þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar til Halldórs og alls Jarðbrúarfólksins fyrir ágætt nág- renni alla tíð og votta Ingibjörgu og fjölskyldu hennar samúð við fráfall heimilisföðurins. H.E.Þ. Á laugardag og sunnudag verða skipulagðar skoðunarferðir um Eyjar. Gist er í skólahúsi. Þetta verður spennandi ferð til að skoða staði, sem sýndir eru konungum og öðrum þjóðhöfð- ingjum. Réttur staður fyrir Svarf- dælinga að heimsækja. Frá Svarfdælingum syðra Höfum opnað nýja verslun og honditorí Sími (96)61432 - P.O. Box 94 V/erið velkomin NOR jö URSLÓÐ —7;

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.