Norðurslóð - 29.03.1988, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 29.03.1988, Blaðsíða 1
mmto Svarfdælsk byggð & bær 12. árgangur Þriðjudagur 29. mars 3. tölublaö Á Tungnahryggsjökli. Bakhlið Steingrímshnjúks til vinstri.______________________________________Ljósm. Baidur i>. Ahersla lögð á umhverfismál - Hér er haldið uppi mikilli almennri þjónustu Bæjarstjórn Dalvíkur er um þessar mundir að ganga frá fjárhagsáætlun fyrir yfirstand- andi ár. Fyrri umræða um áætlunina fór fram fyrir hálf- um mánuði síðan og um það leyti sem blaðið er að koma fyr- ir sjónir lesenda er bæjarstjórn að ganga endanlega frá áætl- uninni. I fjölmiðlum að undan- förnu hefur talsvert verið fjall- að um vanda bæjarfélaga vegna skertra tekjustofna. Við yfirlestur á áætluninni hér sýn- ist hún bera þessa merki, en þrátt fyrir það verður margt merkilegt gert á þessu ári. Við fengum Kristján Þór Júlíusson til að svara nokkrum spurning- um varðandi áætlunina. Það skal tekið fram að þegar viðtal- ið fór fram hafði bæjarráð iagt síðustu hönd á verkið en bæjarstjórn ekki staðfest hana. Við spurðum Kristján fyrst um reksturinn, tekjur og gjöld. Skv. þeirri fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir eru sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs áætlaðar um 86.000.000 kr. og eru stærstu tekjustofnarnir eftirfarandi: Útsvar: 50.400.000 kr. Aðstöðugjöld: 15.140.000 kr. Fasteignagjöld: 11.547.000 kr. Framlag úr Jöfnunarsjóði: 4.860.000 kr. Áætlaður rekstrarkostnaður er um 77 milljónir. Þeir málaflokk- ar sem vega þyngst í rekstri eru helst þessir: Til almannatrygginga og félags- hjálpar kr. 13.420.000 kr. Fj ármagnskostnaður 12.095.000 kr. Yfirstjórn bæjarins 11.275.00 kr. Hreinlætismál 6.310.000 kr. Æskulýðs- og íþróttamál 5.450.000 kr. Félags- og menningarmál 3.151.000 kr. Það sem eftir stendur til fjár- festinga eftir áætluð rekstrargjöld eru því um 9 milljónir eða rúm 10% tekna sem ekki þykir mikið. Ástæður þessa eru þær helstar að bæjarsjóður verður að öllum lík- indum í ár fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna þess nýja skatt- kerfis sem tekið var upp um síð- ustu áramót. Mun láta nærri að útsvarstekjur bæjarins verði um 6 milljónum króna lægri árið 1988 en ef eldra skattkerfi hefði verið við lýði. Einnig koma síðustu ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar illa við bæjarsjóð því framlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga til Dal- víkur árið 1988 minnkaði á einni nóttu um kr. 1.400.000 og hefði verið vel hægt að koma þeim fjár- munum einhversstaðar fyrir hér í bænum. - Helstu framkvæmdir? Ef ég drep lítillega á stærstu verkefni bæjarssjóðs í ár þá ber fyrst að nefna að gatnagerð mun hafa þar allnokkra sérstöðu, þ.e. malbikun gatna og jarðvegsskipti ásamt því að ætlunin er að leggja gangstéttar við nokkrar götur og u.þ.b. 1800 m af kantsteini. Forgang hafa þær götur sem ekki tókst að Ijúka í fyrra sumar, m.a. vegna skorts á mannskap til verka og ótíðar. Þessar götur eru vegurinn á milli hafnargarða, Grundargata og „hringnum" um höfnina verður síðan lokað með malbikun Sunnutúns og Ránar- brautar upp að Gunnarsbraut. Ætlunin er að reyna að hefja framkvæmdir fyrr en á síðasta sumri en það ræðst auðvitað af því hvort unnt verður að ráða mannskap til verka og svo spilar auðvitað veðurfarið inn í. Gert er ráð fyrir því að flutt verði í nýtt áhaldahús og slökkvi- stöð með haustinu og einnig er áætlað að gera byggingarhæft svæði fyrir hesthús að Hrísum. - Er þá gert ráð fyrir miklum lántökum? Lántökur verða einhverjar já. Hversu miklar þær verða á árinu vil ég ekkert um segja, en það ræðst m.a. af hugsanlegri sölu eigna og endurgreiðslum ríkis- sjóðs vegna sameiginlegra verk- efna, en þessar tekjur eru enn óræð stærð. Það er mat manna að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru séu það brýnar að ekki sé unnt að draga þær öllu lengur. Því verði vegna lítils rekstrar- afgangs að mæta þeim með lán- tökum sem verði þó ekki meiri en svo að nemi afborgunum og raunhækkun lána milli ára. - Hvað um framkvæmdir á vegum fyrirtækja bæjarsjóðs? Samkvæmt þessari fjárhags- áætlun er meginþunginn í fram- kvæmdum sveitarfélagsins á veg- um bæjarsjóðs eins og ég gat um hér áðan. Enda hlýtur hverjum manni að vera ljóst að þær mikiu úrbætur í vatnsmálum, heitu og köldu, sem unnar voru hér á síð- asta ári hljóta að setja eitthvert mark á framkvæmdagetu veitn- anna og þá sérstaklega vatnsveit- unnar. Þó er fyrirhugað að í tengslum við gatnagerð hér í sumar að vinna töluvert verk í endurnýjun dreifikerfis vatnsveitunnar og hjá hitaveitunni verður virkjun þeirr- ar holu sem boruð var á síðasta ári stærsta verkefnið. Framhald á bls. 7 Hraðskákmót á Dalvík Taflfélag Dalvíkur og Spari- sjóður Svarfdæla stóðu fyrir alþjóðlegu hraðskákmóti hér á Dalvík föstudaginn 19. mars sl. Keppendur voru 23 og voru þeirra á meðal fimm sem þá voru að tefla á hinu sterka móti sem Akureyringar héldu. Þrír sovéskir stórmeistarar voru meðal keppenda, Lev Polugaevsky, Mikhail Gure- vitsj og Sergei Dolmotov. Sæv- ar Bjarnason alþjóðlegur meistari og sigurvegarinn á síð- asta Sveinsmóti var þarna líka. Fjórir keppendur voru frá Dal- vík þau Arnfríður Friðriks- dóttir, Ottó Gunnarsson, Ingi- mar Jónsson og Rúnar Búa- son. Trausti Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar setti mótið og bauð gesti velkomna. Því næst hófst keppnin. Tefldar voru ellefu umferðir eftir Monradskerfi og umhugsunartími var fimm mínút- ur á mann. Oft var rnikill hraði og hasar í skákunum og áhorf- endur sem voru allnokkrir skemmtu sér hið besta. í fyrstu umferð mætti Ottó Gunnarsson Gurevits. Gurevits er nú tíundi stigahæsti skákmaður heimsins náðu einna helst árangri gegn Dolmatov. Þannig gerðu Sævar Bjarnason og Ólafur Kristjáns- son jafntefli við hann og Ingimar Jónsson féll á tíma sekúnubroti á undan Dolmotov nteð síst verri stöðu. Jón Garðar Viðarsson gerði jafntefli við Polugaevsky í síð- ustu umferðinni í mjög skemmti- legri skák og klöppuðu áhorfend- ur Jóni lof í lófa. Þó athygli áhorfenda hafi mest beinst að skákum stórmeistaranna voru aðrar skákir stórskemmtilegar. Ungur skákmaður frá Akureyri Magnús Teitsson vakti athygli fyrir góðar skákir og einnig beindist athyglin að heimamönn- um. Eins og vænta máti sigruðu stórmeistararnir. Polugaevsky og Gurevits skiptu með sér 1.-2. sæti með 10 vinninga hvor af ellefu mögulegum, 3. var Dolmotov með 8,5. Fjórði varð Sævar Bjarnason með 7,5 og síðan urðu jafnir Ólafur Kristjánson og Jón Garðar Viðarsson. Ingimar Jóns- son og Áskell Örn Kárason voru með 6 vinninga. Rúnar Búason og fjórir aðrir voru með 5,5 vinn- inga. Dolmatov hér til vinstri teflir við Ingimar Jónsson. og fylltust áhorfendur miklu stolti og aðdáun þegar Ottó snemma í skákinni náði skipta- mun og yfirburðastöðu. Rússinn varðist þó vel og undir lokin gerðist eitthvað það sem varð til þess að staða Óttós hrundi og hann tapaði. Þannig fór nú fyrir flestum í veiðureigninni við stórmeistar- ana. Polugaevsky náði forystu eftir fimmtu umferð en þá vann hann Gurevits en Gurevits hafði áður unnið Dolmatov. Stórmeist- ararnir gerðu að öðru leyti jafn- tefli sín á milli. Islendingarnir Sparisjóður Svarfdæla gaf verðlaun fyrir fimm efstu sætin og afhenti Jóhann Antonsson formaður stjórnar sparisjóðsins þau í mótslok. Þarna var um mjög skemmtilegt mót að ræða, enda ekki á hverjum degi sem okkur gefst færi á að sjá til sterk- ustu skákmanna heims hér um slóðir. Þess má geta að Poluga- evsky hefur um árabil verið einn sterkasti skákmaður heims, Gurevits tíundi stigahæsti í dag og Dolmotov skákmeistari Sovétríkjanna í dag, ntinna mátti það ekki vera. Erlendir gestir: Mikhail Gurcvich, Sergej Dolmatov og Lev Polugacvski.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.