Norðurslóð - 29.03.1988, Page 4
4 - NORÐURSLÓÐ
Eins og kunnugt er fór hópur
manna héðan frá Dalvík til að
fylgjast með Ólympíuleikun-
um í Kanada. Daníel Hilmars-
son var meðal keppenda en
auk hans fór kona hans Svala
Sveinbergsdóttir, foreldrar
hans Hilmar Daníelsson og
Guðlaug Björnsdóttir, ali hans
Björn Gunnlaugsson svo og
Þorsteinn Skaftason fulltrúi
Skíðafélags Dalvíkur. Okkur
lék forvitni á að frétta af þessu
ferðalagi og settumst því niður
með þeim Daníel og Birni og
fengum þá til að segja frá.
Björn lét af því að ferðin hefði
verið afburða skemmtileg. Það
hefði verið stórkostlegt að sjá allt
það sem þarna fór fram. Auðvit-
að hefði verið gaman að fylgjast
með Danna og að hans mati hefði
hann staðið sig vel. Björn sagði
að þau fimm héðan hefðu farið út
17. febr. sl. og með þeim hefði
einn farið frá Akureyri.
Gist hjá íslendingum
Þau hefðu flogið til London gist
þar eina nótt og farið síðan til
Toronto og þaðan til Calgarí.
Hópurinn hafði síðan gist á
einkaheimilum og hefði Islend-
ingafélagið í borginni skipulagt
þann þátt. Hann sagði að allt
viðurværi hefði verið með
afbrigðum gott, hreinlega stjanað
við þau.
Calgarí er 600.000 manna borg
í fögru umkverfi og er byggðin
mjög dreifð. Þó nokkuð margir
íslendingar búa á jressum slóðum
og þar starfar Islendingafélag.
Félagið heitir Leifur Eiríksson.
Það hélt boð inni fyrir íslending-
ana sem komnir voru á leikana
og voru þar yfir 100 manns.
Daníel sagði að þeir keppend-
ur hefðu farið 10. febrúar af stað
héðan til London og beint til
Toronto og Calgarí. Ferðin hefði
tekið 32 klukkutíma án gistingar
strangt ferðalag það.
Ströng öryggisgæsla
Keppendur bjuggu í Háskólan-
um á staðnum. Honum var lokað
á meðan leikarnir stóðu yfir og
breytt í Ólympíuþorp. Aðstaða
keppenda var mjög góð. Þarna
var allt til alls. Öryggisgæsla var
mjög öflug. í hvert skipti sem far-
ið var inn í þorpið var leitað með
málmleitartækjum og allir báru á
sér passa, eða réttara sagt höfðu
hann um hálsinn. Daníel dróg
fram passa sinn, sem auk myndar
af viðkomandi og númers er með
tölurák sem tölvupenni les af,
öryggisgæslan var tölvuvædd.
Daníel sagði að tíminn hjá sér
hefði farið mest í kringum
keppnina sjálfa svo hann hefði
kanski of lítið geta séð eða tekið
þátt í öðru. Hann játaði því að
þátttaka hans í Ólympíumótinu
væri hápunktur á sínum skíða-
ferli og að gaman hefði verið að
taka þátt í þessu öllu. Það var nú
ekki allt tekið út með sældinni til
dæmis sagðist hann hafa þurft að
vakna og taka sig til fyrir klukkan
fimm um morguninn sem svig-
keppnin fór fram. Svigkeppnin
hófst þó ekki fyrr en klukkan hálf
ellefu um morguninn og hann
sjálfur var með rásnúmer 54.
Keppendur í sviginu voru um 120
og Daníel lenti í 23. sæti og er
það besti árangur sem hann hefur
náð í keppni því þarna voru allir
bestu skíðamenn heimsins meðal
keppenda.
Seinni ferðirnar betri
Hann náði mjög góðum milli-
tíma í seinni ferðinni en hlekktist
lítillega á skömmu síðar og varð
þar af leiðandi fyrir töfum en
komst sarnt í mark og náði
árangri sem er sá besti sem
íslendingur hefur náð á Vetrar-
ólympíuleikum í karlaflokki. í
stórsvigi varð Daníel í 44. sæti af
á annað hundrað keppendum.
Líkt og í sviginu var seinni ferðin
talsvert betri.
En af hverju ganga seinni ferð-
irnar betur en þær fyrri? „Senni-
lega vegna þess að ég var
Daníel í brautinni.
Allir eiga sinn hlut
af málinu
Nú um helgina er bikarmót SKÍ á
Dalvík og síðan íslandsmótið um
miðjan apríl á Akureyri. Síðan
ætla ég að miðla reynslu og þekk-
ingu til annarra með þjálfun hér
heima.
Ég vil nota þetta tækifæri og
koma á framfæri þakklæti til fjöl-
margra einstaklinga og fyrirtækja
svo og Dalvíkurbæjar fyrir allan
stuðning á liðnum árum sem
gerði mér kleift að ná þeim
áfanga að fara á Ólympíuleikana.
Allir þessir eiga sinn hlut í því
ekki síður en ég sjálfur að þetta
tókst,“ sagði Daníel.
Meðan þetta spjall fór fram
skoðuðum við margar myndir
sem teknar voru í ferðinni. Ekk-
ert vafamál er að hér hefur verið
urn minnisstæða ferð að ræða.
Þótt Daníel tali hér að ofan um
að með keppni sinni á Ólympíu-
leikunum verði viss þáttaskil hjá
honum varðandi keppnisferðalög
skulum við vona að „skíðakapp-
inn snjalli frá Dalvík“ eigi enn
urn stund eftir að ylja okkur um
hjartarætur með sigrum hér
innanlands.
Ólympíufararnir Daníel, Svala og Björn.
íslendingar í Calgary. F.v. Þorsteinn Skaftason, Guðlaug Björnsdóttir, Daníel Hilmarsson, Svala Sveinbergsdóttir
og Björn Gunnlaugsson.
Hilmar, Svala, Björn og Guðlaug við Ólympíueldinn.
óánægður með fyrri ferðirnar og
var afslappaðri og keyrði hraðar.
Ég hef alltaf verið betur innstillt-
ur á seinni ferðirnar, þær einfald-
lega virðast henta mér betur,“
sagði Daníel.
Spenningurinn mikill
I risastórsviginu misti Danni af
porti og fór út úr brautinni og var
þar með úr keppni í þeirri grein.
Reyndar voru það tuttugu aðrir
sem fór út úr brautinni á sama
stað, á einhvers konar blindhæð.
Hvernig leið svo áhorfendun-
um héðan frá Dalvík meðan
Danni var í brautinni spurði
blaðamaður svona til að spyrja
eins og aðrir blaðamenn spyrja
nú til dags?
Svala var nú kominn í umræð-
urnar hjá okkur og játaði á sig
vanlíðan á meðan hann var í
brautinni. Björn sagðist ekki
hafa orðið var við vanlíðan,
spenningurinn var einfaldlega
það mikill.
Glæsilegt skíðastökk
Hann lét að því að gaman gaman
hefði verið að vera þarna ineðal
áhorfanda og fylgjast með Daníel.
Þau voru vel sett á áhorfenda-
pöllunum sérstaklega í stórsvig-
inu. „Við sáum þegar honum
hlekktist á í sviginu en vorum
fegin að sjá hann halda ótrauðan
áfram og létti mikið þegar mark-
inu var náð. Árangur hans í svig-
inu var mjög glæsilegur,“ sagði
Björn.
Hann sagði að þau hefðu horft
á allar skíðagreinarnar nema
brunið sem var búið þegar þau
komu út. Að vísu hefði svig
kvenna farið fram hjá þeim.
Birni var tíðrætt um stökkið og
dáðist mikið að Finnanum Matta
Níkanen sem hafði afburða falleg-
an stökkstíl. Sérstaklega var
glæsilegt æfingarstökk daginn
fyrir aðalkeppnina þá stökk
Níkanen 136 m. Hins vegar fögn-
uðu áhorfendur Bretanum fræga
mest, þótt lengd stökksins hjá
honum eða stíll gæfi ekki tilefni
til þess.
Nú eru Ólympíuleikarnir að
baki, hvað svo Daníel?
„Þegar ég gaf kost á mér í
landsliðið í fyrra og þar með að
fara á Ólympíuleikana var það
ljóst af minni hálfu að þetta yrði
síðasta árið sem ég keppi svona
erlendis eins og ég hef gert að
undanförnu. Hins vegar held ég
áfram að keppa hér innanlands.
Óhmpíufanir
- frásögn af Kanadaferð