Norðurslóð - 29.03.1988, Síða 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Aðalíundur
Sparisjóðsins
Góð afkoma 1987
Aðalfundur Sparisjóðs Svarf-
dæla, sá 104. frá upphaii, var
haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík
laugardaginn 26. mars. Flestir
ábyrgðarmenn sjóðsins voru
mættir, en þeir eru nú 30
talsins.
Góð afkoma 1987
Hér birtum við í heild útdrátt úr
ársskýrslu stjórnarinnar, sem
prentaður er framan við ársreikn-
inginn:
Á árinu 1987 var hagnaður af
rekstri sparisjóðsins sem nam
4.989 þús. kr. og er hann færður
til hækkunar á varasjóði. Eigið fé
í árslok nemur 46.905 þús. kr.
eða 13,6% af niðurstöðutölu
efnahagsreiknings en þessi hlut-
fallstala var 14,5% í árslok 1986.
Samkvæmt lögum um banka og
sparisjóði má eigið fé í hlutfalli
við niðurstöðutölu efnahags-
reiknings að viðbættum ábyrgð-
um en frádregnu eigin fé, pening-
um í sjóði og innstæðum í öðrum
bönkum ekki vera lægra en 5%.
Eiginhlutfall þannig reiknað er
18,5%.
Innlánsaukning á árinu nam
34% og eru heildarinnlán í árslok
264.017 þús. kr. Útlán spari-
sjóðsins í árslok nema 240.810
þús. kr. og jukust á árinu um
61,1% en hækkun lánskjaravísi-
tölu var 22,24%.
Á árinu störfuðu að meðaltali
8 starfsmenn hjá sparisjóðnum
og námu launagreiðslur samtals
9.165 þús. kr. Framlag spari-
sjóðsins til Menningarsjóðs
Svarfdæla nam 400 þús. kr. sam-
kvæmt samþykkt aðalfundar á
árinu 1987.
Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og
sparisjóðsstjóri staðfesta árs-
reikning sparisjóðsins fyrir árið
1987 með undirritun sinni.
Dalvík, 15. mars 1988.
Stjórn sparisjóðsins: Jóhann
Antonsson formaður, Óskar
Jónsson varaformaður, Guðríður
Ólafsdóttir, Baldvin Magnússon,
Gunnar Jónsson. Sparisjóðs-
stjóri: Friðrik Friðriksson.
Þessu til viðbótar skal þess get-
ið að af eigin fé sjóðsins, tæplega
47 milljónum, er varasjóðurinn
rúmlega 13 milljónir. Áð öðru
leyti felst eignin í húshlut sjóðs-
ins í Ráðhúsinu ásamt með lóð,
svo og innbú, hlutabréfaeign o.fl.
Aðalhlutabréfaeignin er í Lána-
stofnun sparisjóðanna tæplega 4
milljónir. Á árinu seldi Spari-
sjóðurinn húseign sína, Karls-
braut 20. Söluverð var kr. 4,4
milljónir og kaupandinn Davíð
Stefánsson.
Kvenfulltrúar: F.v. Kolbrún Pálsdóttir, Þóra Ákadóttir, Kristjana Björgvinsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Margrét
Gunnarsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir, Svalhildur Árnadóttir og Guðríður Olafsdóttir.
Sífelld aukning
starfsemi
Fram kom hjá sparisjóðsstjóra,
að starfsemi sjóðsins er í stöðug-
um vexti. Dæmi um það er mikil
aukning afurðalána til aðila, sem
stunda framleiðslu til útflutnings.
ÚTLÁNAFLOKKUN
SPARISJÓÐS SVARFDÆLA I
HLUTFALLSLEG SKIPTING
INNLÁNA I % 1987
HLUTFALLSLEG SKIPTING
ÚTLÁNA I % 1987
Afurðalán á árinu urðu um kr. 45
milljónir, en á þessu ári eru horf-
ur á að um geti orðið að ræða
tvöföldun á þessari starfsemi.
Viðskiptaaðilarnir eru loðdýra-
bændur en einkum þó útgerða-
raðilar á Dalvík og 2 í Grímsey.
Þá er að fara í gang nýjungar í
gjaldeyrisþjónustu og mun sjóð-
urinn nú sjá um útgáfu ferða-
tékka. Ennfremur er þess að geta
að viðskiptavinir munu nú geta
fengið leigð geymsluhólf til
öruggrar varðveislu verðmæta,
sem menn treysta sér ekki til að
geyma í heimahúsum. Fyrst í
stað er þó einungis um að ræða
20 hólf í kjallara hússins.
Menningarsjóður
Svarfdæla
Á fundinum var gerð grein fyrir
stöðu Menningarsjóðsins, sem
stofnaður var á 100 ára afmælinu
1984. Að þessu sinni var úthlutað
aðeins einni upphæð, kr. 500.000
til Tónlistarskóla Dalvíkur til
hljóðfærakaupa, en Tónlistar-
skólinn hefur deild við Húsa-
bakkaskóla í Svarfaðardal. Enn
hefur Menningarsjóðurinn engar
tekjur aðrar en framlög Spari-
sjóðsins sjálfs, sem aðalfundur
samþykkir að veita frá ári til árs.
Að þessu sinni ákvað fundurinn
að veita í sjóðinn kr. 700.000 af
tekjuafganginum 1987, svo
eitthvað hefur stjórn hans til út-
hlutunar fyrir næsta aðalfund.
í stjórn Menningarsjóðs Svarf-
dæla eru Hilntar Daníelsson for-
ntaður kosinn af aðalfundi Spari-
sjóðsins, Björn Þórleifsson til-
nefndur af hreppsnefnd Svarfað-
ardalshrepps og Trausti Þor-
steinsson tilnefndur af bæjar-
stjórn Dalvíkur.
Á fundinum var sem gestur
Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafnarfjarðar en
hann er jafnframt í stjórn Spari-
sjóðssambandsins, SÍSP, og
stjórnarformaður Tryggingar-
sjóðs sparisjóða. Hélt Pór fróð-
legt og fjörlegt erindi um þróun
peningamála í landinu og spáði
því að hún ætti eftir að neyða
sparisjóði til ða sameinast að
meira eða minna leyti í náinni
framtíð.
I stjórn Sparisjóðs Svarfdæla
eru Baldvin Magnússon, Guðríð-
ur Ólafsdóttir og Óskar Jónsson
öll kosin af aðalfundi sjóðsins,
Jóhann Antonsson formaður
kosinn af Bæjarstjórn Dalvíkur
og Gunnar Jónsson kosinn af
hreppsnefnd Svarfaðardals-
hrepps.
Steingrímur Þorsteinsson fundarstjóri, Friörik Friöriksson sparisjóösstjóri,
Þór Gunnarsson gestur að sunnan, Jóhann Antonsson stjórnarformaður og
Guðríður Ólafsdóttir ritari stjórnar.