Norðurslóð - 29.03.1988, Page 6

Norðurslóð - 29.03.1988, Page 6
6 - NORÐURSLÓÐ Aðalfiindur Búnaðarfélags Svarfdæla og Ræktunarsambands Svarfdæla Fimmtudaginn 17. mars voru haldnir aðalfundir Búnaðarfc- lags Svarfdæla og Ræktunar- félags Svarfdæla í Þinghúsinu á Grund. Á Búnaðarfélagsfundinum mætti Guðmundur Steindórsson ráðunautur BSE og gerði grein fyrir nautgriparæktinni, sér í lagi mjólkurframleiðslunni í héraðinu 1987. Þar kom fram að skýrslu- haldarar í deildinni (Svarfaðardal og Dalvík) voru 25 og kúafjöldi þeirra 462. Þessar kýr mjólkuðu að meðaltali 3955 lítra, sem er 56 Itr. meira en 1986. Meðalkjarn- fóðurgjöfin var sú sama og þa, 575 kg. í Eyjafirði öllum var meðalnytin 4114 lítrar en fóður- bætisgjöfin 496 kg. Þess skal að lokum getið, að hæsta meðalnyt í deildinni hafði Syðra-Holtsbúið, 4957 ltr. á árskú, en næst var Sökkubúið með 4697 lítra. Á fundinum gekk úr stjórn félagsins Þorgils Gunnlaugsson á Sökku, sem verið hefur formaður undanfarin ár. í hans stað var kosinn Óskar Gunnarsson í Dæli. Fyrir í stjórninni voru Gunnar Jónsson í Brekku og Símon Helgason á Þverá. Á aðalfundi Ræktunarfélagsins kom það helst fram, að á síðast- liðnu ári seldi sambandið Jarð- verki hf. þ.e. Klaufnabrekkna- bræðrum, jarðýtu sína, en jarð- ýturekstur hefur verið helsta verkefni þess frá öndverðu. Kaupverð var 1,4 milljónir. Kaupendur skuldbinda sig til að vinna venjuleg jarðýtustörf fyrir félaga í búnaðarfélögunum næstu 5 árin fyrir sama gjald og verið hefur að teknu tilliti til verðlags- hækkana. Með þessu má líta svo á, að lokið sé merkum kafla í svarf- dælskri félagssögu. Ræktunar- sambandið hefur starfað í yfir 40 ár og skilið eftir sig stórkostleg verksummerki í ræktun, vega- gerð og mörgu fleiru, sem of langt væri upp að telja. Þeirri spurningu var varpað fram á fundinum hvort dagar þessa félagsskapar væru ekki hér með taldir eða hvað verða ætti af eign- um þess. Stjórnarmenn svöruðu því til, að engin ákvörðun hefði verið tekin um framtíðina. Vel mætti bíða í nokkur ár og sjá hverju fram yndi áður en sam- bandið yrði lagt niður eða sam- einað Búnaðarfélaginu. Þess ber Það er opinber stefna ríkis- valdsins, og reyndar Sambands íslenskra sveitarfélaga einnig, að stuðla að fækkun og stækk- un sveitarfélaga í landinu. Ekki er hægt að segja að hratt miði í þeirri viðleitni og er víða mikil andstaða gegn þróun í þessa átt. Þó er hreyfíng á mál- inu og skal hér talið upp það sem gerst hefur undanfarið. Fyrstir riðu á vaðið ísfirðingar og Hnífsdælir þar sem hét Eyrar- hreppur. Þeir sameinuðust ísafj- arðarkaupstað og urðu eitt sveit- arfélag. Næstir til að sameinast urðu Hvammshreppur og Dyr- hólahreppur í V-Skaftafellssýslu og heita nú, Mýrdalshreppur. Fyrir tveimur árum síðan var Klofningshreppur í Dalasýslu lagður niður og bæjunum skipt upp milli nágrannanna, Skarðs- strandarhrepps og Fellsstrandar- hrepps. Er nú á dagskrá meiri sameining hreppa í sýslunni jafn- vel sameining allra 8 hreppanna þar í eitt sveitarfélag. Það gerðu allir 5 hrepparnir í A-Barðastrandasýslu á síðast- liðnu ári, þeir sameinuðust undir að geta að Búnaðarfélag Dalvík- ur er aðili að Ræktunarsamband- inu og flækir það málin nokkuð. nafninu Reykhólahreppur með 5- 600 manns. Síðasta dæmið er frá þessu ári þegar Holts- og Haga- neshreppur í Skagafjarðarsýslu sameinuðust nú nýverið undir nafninu Fljótahreppur með um 170 íbúa. Þetta gerðist að undan- genginni kosningu um sameining- una eins og lög gera ráð fyrir og var mikill meirihluti samþykkur í báðum gömlu hreppunum. Nú á dögunum var mynduð þar ný hreppsnefnd án kosninga þar eð. aðeins einn listi kom fram. Oddviti mun verða Ríkharður Jónsson bóndi á Brúnastöðuin. Að lokum skal þess getið að í gangi eru umræður um samein- ingu sveitarfélaga á Reykjanes- skaga og ennfremur sameining Skarðshrepps í Skagafirði og Sauðárkrókskaupstaður. Skarðs- hreppur er fámennur hreppur, sundurskorinn í tvennt af kaup- staðnum. í hreppnum eru skiptar skoðanir á þessu sameiningar- máli og óvíst hvað úr verður þó að fríðindi séu í boði svo sem skuldbinding um lagningu hita- veitu á sveitabæina o.fl. Þetta var skráð hér til fróðleiks og umhugsunar. Til sölu fjórhjól Yamaha YFM 225 swm nýtt. Ekið 200 km. Hátt og lágt drif. Bakkgír og dráttarkrókur. Gott verð. Upplýsingar í síma 91-76145. Aðalfundur Svarfdæladeildar kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsinu Grund fimmtudag- inn 14. apríl kl. 13.00. Aðalfundur Dalvíkurdeildar verður haldinn í Víkur- röst fimmtudaginn 14. apríl kl.20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Deildarstjórnir. Fasteignir til sölu Til sölu eru hús á jörðinni Hrísum, Dalvík. Óskað er tilboða í húseignirnar, allar eða hverja fyrir sig. Tilboðum skal skilafyrir 15. apríl 1988 til undirritaðs, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn Dalvík. Saiueining sveitarfélaga .... áfram miðar samt Dalvíkurbær óskar að ráða vélamann. Ennfremur fólk til almennrar verkamannavinnu í sumar. Upplýsingar gefa bæjartæknifræðingur og bæjar- verkstjóri. Dalvíkurbær Vinnuskóli Dalvíkur óskar eftir flokkstjórum til starfa í sumar. Umsóknir skulu sendar til íþrótta- og æskulýðsfull- trúa, Ráðhúsinu, Dalvík, sem gefur jafnframt frekari upplýsingar. Vinnuskóli Dalvíkur. Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra við útibú Kaupfélags Ey- firðinga á Dalvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Upplýsingar veitir Rögnvaldur Friðbjörnsson útibús- stjóri í síma 96-61200 og heimasími 96-61415. Kaupfélag Eyfirðinga. Mér er spum? Fleiri en einn hafa beðið blaðið að koma á framfæri fyrirspurn um samanburð á kostnaði við upphitun húsa á Dalvík eftir að rennslismælakerfi var tekið upp í stað hins eldra fasthemlakerfis. Blaðið snéri sér til Guðmundar Árnasonar veitustjóra, sem gaf eftirfarandi upplýsingar. SVAR Fyrir breytinguna var mínútulíter seldur á kr. 328 og fast gjald kr. 51 á mánuði miðað við bygging- arvísitölu 200 stig. Byggingarvísi- tala var í desember 1987 344 stig og eftir þeirri hækkun yrði mín- útul. á kr. 564 og fastagjald kr. 88. Samkvæmt athugun á 20 hús- um um það bil 400 rúmmetra eft- ir síðustu áramót kom í ljós að meðaltalsnotkun yfir árið 87 var 1010 rúmm. af vatni per hús, en sömu hús voru með að meðaltali 4,2 lítra á mínútu fyrir breytingu. Með gamla fyrirkomulaginu hefði því verið borgað á árinu 1987 kr. 29.482 en eftir nýja lag- inu (miðað við verðlag á vatni í des. ’87 kr. 21 rúmmetrinn og kr. 225 á mánuði) kr. 23.910. í janúar og febrúar greiða menn um 22% af ársnotkun og því er greiðsla notenda þyngst nú en verður þeim mun léttari yfir sumarið, en tölurnar að ofan eru að sjálfsögðu miðaðar við allt árið. Opminartími um bænadaga og páska fimmtud. 31.3. kl. 10-19 - Lúgu lokað í hádeginu. Verslunin verður opin laugard. 2.4. - Lúga frá kl. 3.30-19.00. Lokað Páskadag. Mánud. 4.4. lúga frá kl. 10-19 lokuð í hádeginu.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.