Norðurslóð - 29.03.1988, Side 8

Norðurslóð - 29.03.1988, Side 8
Fréttahomið að er mikill uppgangur í hestamennskunni um þessar mundir. Hér segir frá því. Prjár tamningastöðvar eru í gangi í dalnum, hvorki meira né minna. Á Þverá í Skíðadal hjá Ingva bónda er tamningamaður vestan frá Borgarnesi, Sigurður Sam- úelsson að nafni, og er með 12-15 hesta í takinu. í Syðra-Garðs- horni er Anton Páll Níelsson frá Dalvík með aðra tamningastöð og svipaðan fjölda hrossa í tak- inu. Og á Grund hefur Þorsteinn Stefánsson á Dalvík aðstöðu fyrir þriðju stöðina. Á Hánefsstöðum er svo Hilmar Gunnarsson í Dæli með hrossabú sitt 30-40 stykki og stundar tamningu í hjáverkum sínum. Geta má þess að nú er stefnt að héraðssýningu kynbótahrossa um Páskasnjór á Dalvík 1988. Tímamót Skírn 24. janúar kl. var skírður í Langholtskirkju í Reykjavík, Björn Þór. Foreldrar hans eru Áslaug Valg. Þórhallsdóttir og Guð- mundur P. Júlíusson (frá Höfn), Lokastíg 1, Dalvík. Afmæli Pann 27. mars varð níræður Gunnlaugur Gíslason á Sökku. Þann 27. mars varð sjötugur Hreinn Jónsson bóndi á Klaufa- brekkum. Norðurslóð árnar þeim heilla. Andlát 21. febrúar lést Jón Jónsson fyrr- verandi kennari, Dalvík. Jón fædd- ist í Skriðu, Svarfaðardal 25. maí 1905, sonur Jóns Sigtryggs Jónsson- ar og Guðrúnar Jóhönnu Sigurjóns- dóttur. Aðeins einn bróðir hans komst til fullorðinsára, Helgi Símon- arson er býr á Þverá í Svarfaðardal. Jón missti föður sinn ungur en ólst upp með móður sinni á prests- heimiíinu á Völlum. Lauk hann stúdentsprófi vorið 1930 og hóf þá um haustið unglingakennslu á Dalvík ásamt Helga bróður- sínum. Hafði Jón áður starfað sem heimiliskennari. Þeir er nutu kennslu Jóns fundu glöggt að þar fór maður er hafði sérstaka hæfileika til þessa starfa. Hann var ákveðinn en réttlátur og lagði sig mjög fram uin að nemendur sínir lærðu, ekki síst íslensku sem var hans aðalkennslugrein. Jón var skólastjóri á Siglufirði frá 1931 til 1943 og við skólann á Dalvík kenndi hann frá árinu 1948 til 1970 er hann varð að láta af starfi sakir heilsu- brests. Jón hóf ungur afskipti af félagsmálum og kom þar mjög víða við sögu enda ófeiminn við að styðja af dugnaði þau mál er hann taldi horfa til framfara og hagsbóta. Hann starfaði í fjölmörgum nefndum fyrir bændur í Svarfaðardal, var í hreppsnefnd Svarf- aðardalshrepps. Hann átti lengi sæti í stjórn KEÁ og var í hópi þeirra manna er stofnuðu Lionsklúbb Dalvíkur. Þá tók hann virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins og var um tíma vara- þingmaður. 1934 kvæntist Jón Önnu Arnfríði Stefánsdóttur frá Gröf og eignuðust þau hjón alls 9 börn sem eru: Stefán, Gunnar, Jón Anton, Helgi, Filippía, Gerður, Kristján Tryggvi, Svanfríður og Hanna Soffía. Þau hjón bjuggu m.a. í Gröf og á Böggvisstöðum og eru þeir ófáir sem nutu mikillar gestrisni þeirra hjóna á þeim bæjum. Jón og Anna fluttu inn á Dalbæ 1979 en Anna lést í árs- byrjun 1985. Jón varð jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 27. febrúar sl. 29. febrúar lést Jóhann Björgvin Jónsson fyrrum bílstjóri, Arnar- hóli, Dalvík. Jóhann fæddist á Selá á Árskógs- strönd 13. júlí 1914, sonur Jóns Jónssonar frá Göngustöðum og Þuríðar Kristínar Sigfúsdóttur frá Grund. Þrír bræður hans komust á legg, Tryggvi og Arngrímur sem eru báðir látnir og Guðmundur sem er búsettur á Akureyri. Kornungur flutti Jóhann með foreldrum sínum til Dalvíkur og 1930 flutti fjölskyldan í Arnar- hól sem Jón og Þuríður byggðu. Bjó Jóhann þar til æviloka eða í tæpa 6 áratugi. Ungur fór Jóhann á sjóinn en hóf 1944 að aka mjólk úr Svarfaðardal í Mjólkursamlagið á Akureyri. Þær ferðir voru oft erfiðar og kröfðust mikillar þrautseigju af bílstjórun- um. Var og mikið í húfi fyrir bændur að ekki væri gefist upp því afurðin geymdist illa. Þessu starfi sem og öðru því er Jóhann tók að sér gegndi hann með einstakri samviskusemi og skyldurækni eins og hann var þekktur fyrir. Urn miðjan sjöunda áratuginn tók Jóhann við starfi húsvarðar við Dalvíkurskóla og gegndi því til vorsins 1985. Söngvin var hann og stóð lengi við hliðina á Vil- helm vini sínum bæði í Karlakórnum og Kirkjukórnum á Dalvík. 1952 hóf Jóhann búskap með eftirlifandi eiginkonu sinni Friðrikku Óskarsdóttur frá Kóngsstöðum og eru börn þeirra þrjú: Margrét Vallý, Þuríður Jóna og Valgerður María. Jóhann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 5. mars sl. 11. mars lést Guðjón Sigurvin Sig- urðsson, Svæði, Dalvík. Guðjón fæddist á Dalvík 9. október 1908 sonur Sigurðar Jóns Guðjóns- sonar og Önnu Sigurðardóttur sem síðar áttu heima í Mói og voru kennd við þann bæ. Guðjón var næst elstur 11 systkina og eru 8 þeirra enn á lífi. Þau voru auk Guðjóns: Kristján, sem er látinn, Rósa, Sævaldur, Hallgrímur, sem er látinn, Kristinn, Sigrún, Albert, Laufey, Marinó og Lilja. Sjómennskan beið Guðjóns þegar um fermingu og sótti hann sjóinn fram yfir miðja öldina m.a. sem vélamaður. Hann lærði því snemma að vinna af krafti og bjó að því alla tíð en hann var ákaflega vinnusamur maður og mátti helst aldrei vera aðgerðarlaus. Eftir að Guðjón kom í land vann hann við fiskverkun allt þar til í fyrrasumar er hann varð að hætta sakir heilsubrests. 1932 kvæntist Guðjón eftirlifandi konu sinni Unni Sigurðar- dóttur frá Svæði, Dalvík, og var sá bær heimili þeirra í rúma Vi öld eða þar til þau fluttu á Dalbæ fyrir um fjórum árum. Einnig ólu þau upp Hugrúnu bróðurdóttur Guðjóns og barnabörn sín Sigurð og Ágnesi. Niðjar þeirra eru nú um 30 og dvöldu margir þeirra ófáar stundir í Svæði um lengri eða skemmri tíma, hvar þau lærðu ekki síst iðni og vinnusemi sem Guðjón var ötull við að miðla þeim af hlýju og nærgætni. Guðjón var glaðsinna og söngvinn maður. Einnig var hjálpsemi hans og greiðvikni alkunna bæði við ættingja sem nágranna. Guðjón var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 19. mars sl. 14. mars lést Anna Jóhannsdóttir fyrrum húsfreyja Syðra-Garðs- horni, Svarfaðardal. Anna fæddist í Brekkukoti, Svarfaðardal, 27. apríl 1893 dóttir hjónanna Steinunnar Zophonías- dóttur og Jóhanns Jónssonar. Hún var yngst 6 systkina sem öll eru nú látin en þau voru auk hennar: Ingi- gerður Soffía, Zophonías, Árni, Sigurjóna Steinunn og Sveinbjörn Tryggvi. 1916 giftist hún Daníel Júlíussyni í Syðra-Garðshorni og varð sá bær heimili þeirra hjóna upp frá því og aðsetur Önnu þar til hún flutti á Dalbæ 1979. Börn Önnu og Daníels eru fimm: Steinunn, Jóhanna María, Júlíus Jón, Jóhann Kristinn og Björn Garðar. Á heimili þeirra í Syðra-Garðshorni dvöldu einnig mörg börn og unglingar í lengri eða skemmri tíma. Var oft ákaflega mannmargt í bænum og gestagangur mikill, en þau hjón tóku á móti öllum með sömu hlýjunni. Anna var ákaflega létt í lundu, jákvæð og virtist eiga létt með að gleðjast yfir og njóta þess sem lífið færði henni. Hún var mikið náttúrubarn og gekk rnikið á fjöll allt fram á gamals aldur. Mikill söngur hljómaði ætíð á heimili þeirra hjóna og lögðu þau oft mikið á sig til að komast þangað sem söngur var hafður í frammi. Anna var enda mjög félagslynd kona og var m.a. ein af stofnendum Kvenfélagsins Tilraun í Svarfaðardal. Anna var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 26. mars og var jarð- sett að Tjörn. J.H.Þ. miðjan júní á vori komanda á Flötutungu. Sýning þessi verður á vegum Búnaðarfélags íslands, Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Hrossaræktarfélags Svarf- dæla. Nemendur stýrimannadeildar- innar við Dalvíkurskóla eru nú með veglegt skólablað í undir- búningi'. Blaðið verður efnismik- ið og hið vandaðasta af allri gerð. Heyrst hefur að menntamálaráð- herra skrifi grein í blaðið og bíða menn spenntir eftir að sjá hverj- um orðum hann víkur að upp- byggingu Sjávarútvegsskóla hér á Dalvík, því nefnd á vegum ráðu- neytisins hefur nú skilað skýrslu til ráðuneytisins og mælir þar með að kennsla hefjist næsta haust á fiskvinnslubraut. Flestir vita að ráðherra er mjög jákvæð- ur til þessa máls. I' byrjun maí er von á rúmlega tuttugu nemenda hóp 8. bekk- inga úr skóla frá Viborg vinabæ Dalvíkur í Danmörku. Dönsku nemendurnir munu koma með kennurum sínum og hefur verið ákveðið að þau kynnist sérstak- lega atvinnulífinu og stundi vinnu hér í fiski svo sem í vikutíma. Auk þess verða þau í skólanum innan um jafnaldra sína og fara í ferðalög hér í nágrenninu. Ekki er að efa að mörgu forvitnilegu geta þau kynnst hér og all frá- brugðnu því sem þau eru vön á sinni heimaslóð. Ættarmót settu svip sinn á líf- ið hér í Svarfaðardal á síð- asta sumri. Ekki höfum við spurnir af því hvað verður haldið af slíkum samkomum á næsta sumri. Miðað við þátttöku í mótunum í fyrra og þann áhuga sem reynst hefur fyrir þeim hljóta skipuleggjendur að vera teknir til starfa hér og hvar um landið. Það er ýmislegt sem mótin skilja eftir hér í byggðinni annað en Ijúfar endurminningar þátttakenda. Við höfum sagt frá minningar- gjöfum sem gefnar hafa verið. Niðjar Sigfúsar og Önnu frá Grund héldu ættarmót Grund- arættarinnar í byrjun september í fyrra. Þá var gefin minningargjöf en eftir að mótshaldið hafði verið gert upp kom í ljós afgangur sem ákveðið var að kaupa klarinett fyrir og gefa Tónlistarskólanum. Hefur sú gjöf nú verið færð skólanum. Lítið hefur heyrst frá Leikfé- lagi Dalvíkur á þessum vetri fram til þessa og hafa margir saknað þess. Nú hefur Nsl. sann- frétt að hreyfing sé komin á mál- in þar á bæ og byrjað að æfa prógramm úr verkum skáldsins frá Fagraskógi, Davíðs Stefáns- sonar. Er þar um að ræða þætti úr leikritum skáldsins einu eða tveimur, kvartettsöngur og upp- lestur á ljóðum. Stefnt er að sýn- ingum í byrjun maí.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.