Norðurslóð - 22.09.1988, Page 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent
Samviniia
sveitarfélaga
Lengi hefur verið talað um nauösyn þess að sameina og
stækka sveitarfélögin og gera þau þar með færari að
sinna verkefnum sem þeim eru ætluð. Þó margt hafi
verið sagt gáfulegt um þessa hluti hefur minna gerst.
Margt hefur verið rætt og ritað um fallandi gengi lands-
byggðar í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Harma-
grátur okkar landsbyggðarfólks hefur farið út í öfgar og
vafalaust orðið til þess að ýta ýmsum fyrr á mölina en
efni stóðu til. Veikburða sveitarfélög eru án efa nokkur
skýring á því að ekki hefur tekist að búa fólki það
umhverfi út á Iandi sem þykir í dag eðlilegt miðað við
lífsmynstrið sem borgríkið hefur skapað.
Með þessum orðum er ekki átt við að æskilegt sé að
búa til smækkaðar myndir af Reykjavík hér og hvar um
landið, síður en svo. Sérstaða sérhvers byggðarlags
atvinnulega og menningarlega er það mikil að eftiröpun
á lífsstíl fólks á Reykjavíkursvæðinu fellur ekki inn í
landslagið. Einmitt þetta tryggir fjölskrúðugra mannlíf
í landinu sem er jú keppikefli í sjálfu sér.
Hitt er svo annað að mörg verkefni eru óleyst sem
tryggt gæti búskap hér og hvar og einmitt varðveitt
menningarlega sérstöðu byggðanna. Þó tína megi til
mörg góð verkefni í þessu sambandi er vert að benda á
að smæð sveitarfélaganna kemur í veg fyrir að færa til
þeirra ákvörðunartöku og umsjá ýmissa verka svo það
líðst að hafa ótrúlega mikla fjarstýringu frá Reykjavík
á smáu sem stóru. Slík fjarstýring virkar lamandi fyrir
þá sem við hana búa og fólk fær vanmáttartilfinningu
og finnst það ekki ráða yfir sjálfsögðum hlutum í
umhverfinu næsta sér.
Samvinna sveitarfélaga hefur aukist um ýmis verk-
efni. Virðist hér í mörgum tilfellum kominn góður vett-
vangur sem kemur ef til vill í staðinn fyrir sameiningu
sveitarfélaganna. Það virðist vera breytilegt eftir verk-
efnum og svæðum hvernig þessi samvinna ætlar að
þróast og enn hefur ríkisvaldið ekki viðurkennt nema í
litlu gildi slíkrar samvinnu og engin formleg verkefni
hafa flust frá Reykjavík til þessara samstarfshópa þó
það geti auðveldlega gerst.
Fjórðungssamböndin njóta nokkurrar viðurkenning-
ar sem samstarfsvettvangur sveitarfélaga en svæða-
skipting er þannig að útilokaö er að afhenda þessum
samtökum nokkurt formlegt vald. Það er nauðsynlegt
að auka valddreifíngu í landinu færa ákvörðunartöku
nær fólkinu. Til þess þarf að búa til vettvang, hugsa upp
hluti að nýju. Líklegasta leiðin til að ná sæmilegri sátt
um leiðir í þessum efnum er að skipta landinu upp í
atvinnu- og þjónustusvæði og treysta samstarf sveitar-
félaganna á svæðunum og afhenda þeim í sameiningu
verkefni. J.A.
Frá Sundskála Svarfdæla
Frá og með mánudeginum 26. sept. verður skál-
inn opinn sem hér segir:
Miðvikudaga kl. 20.30-22.30, almenningstími
(aldurstakmark 14 ár).
Fimmtudaga kl. 21.00-23.00, karlatími.
Sunnudaga kl. 10.00-12.00, almenningstími.
Sunnudaga kl. 20.30-22.30, kvennatími.
Sundskálanefnd.
Dagbók Jóhanns
á Hvarfí
- Anno 1893 -
1. janúar. Fór allt fólk héðan af
heimili til kirkju.
3. janúar. Fékk Upsabyttan
kippað út hjá Nesinu.
5. janúar. Afli rýr í dag. Þetta
kallast samsig en ekki ganga.
11. janúar. Hrútar settir í
ærhúsin.
12. janúar. Gistu Júlli í Hver-
hóli og Sigurður á Kóngsstöðum,
færðu séra Emil á Kvíabekk
smjörleigur af ábýlisjörðum sín-
um sem nú tilheyra Kvíabekkjar-
brauði til eftirgjalds.
23. janúar. Kom Hallgrímur á
Melum, fór ég með honum til
fundar að Höfða við hittum
Baidvin á Böggvisstöðum á Háls-
inum hann fór með okkur að
Krossum, sendum þaðan ofan á
Litla-Árskógssand að fá far yfir-
um en gistum á Krossum.
22. janúar. Fórum við frá
Krossum og Þorvaldur þaðan
með ofan á Litla-Árskógssand,
Gunnlaugur þar bættist við og fór
á sínum bát. Vorum 5 og héldum
á Kljáströnd í logni og blíðviðri,
gistum á Höfða: Baldvin, Gunn-
laugur og ég, en Grímsi og Þor-
valdur fóru að Grýtubakka.
Komu fundarmenn úr öllum
deildum Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar og gistu í Höfða.
23. janúar. Aðalfundur kaup-
félagsins haldinn á Höfða af
bræðrunum Baldvin og Þórði
ásamt deildarstjórum og ýmsum
fleiri, fundarmenn um 20. Ný
deild myndaðist á Árskógsströnd
eru þá 2 deildir vestan fjarðar,
Svarfdæladeild og Árskógsdeild
og 5 austan fjarðar.
8. febrúar. Kom Flóvent Jóns-
son frá Skriðulandi. hefir verið
19 ár í Ameríku. Kom til íslands
næstliðið sumar, réri til fiskjar í
Arnarnesi í haust. Hann sagði
margt og þekkti sveitunga héðan
sem eru í Nýja íslandi þar hefir
hann búið í 13 ár, lét fremur vel
af mörgu þar vestra.
12. febrúar. Fór margt til
kirkju, Tryggvi litli spurður í
fyrsta sinn með börnum í kirkju.
20. febrúar. Almennur fundur
á þinghúsinu, rædd sveitarmál 10
mál á dagskrá: Um samastaði
ómaga eftirleiðis, Búnaðarfélag
Svarfdæla, afréttarmál, Lestrar-
félag, fiskveiðimál, vegabætur,’
brúarmál, heyásetningur, skýrsl-
ur sparisjóðs og um markað.
22. febrúar. Fór ég að láta nið-
ur ýms skjöl sem ég þarf með á
sýslufund líka lét ég niður 26 pör
heilsokka, 9 pör hálfsokka, 16
pör vettlinga.
23. febrúar. Komu Jakob
Björnsson, Björn Lárusson, og
Thorarensen frá Akureyri, gista
hér, ætla í Klaufabrekknakot.
2. mars. Drógust nokkur há-
karlagot upp um ís á pollinum
(Akureyrarpolli). Annar dagur
sýslufundar og nefndarstörf fram
á nótt. Fréttir með manni úr
Reykjavík um frost óvenju mikil
erlendis, hafði teppt flestar sjó-
leiðir frá því fyrir jól. Póstskip
ókomið, en bréf og blöð komu
með Vaagen gufuskipi Watnes til
Reykjavíkur frá Stafanger.
4. mars. Fram haldið sýslu-
fundi til kvölds, þá lokið, 60
málefni rædd svo sem: Brúarmál,
gufubátsmál, um Hólaskóla,
kvennaskóla auk hins almenna,
einnig reglugerð um kynbót
hrossa sem ekki varð útrædd.
14. mars. Þæfði Jóhannes í
Skriðukoti í dag. í dag komu
skaflar og fyllti í öll skjól. Stefán
í Hofsárkoti að rekja fyrir mig.
Sveinn óf 4 álnir af þrískeftu í
dag.
20. mars. í dag sigldu hér út
Vonin, Draupnir og Brúni, ætla
öll austur fyrir Horn.
31. mars. í 'dag er ég mjög
lasinn, þó skrifaði ég Ólafi á
Syðri-Bakka og sendi honum
vísu. Fréttist að Guðrún, sem
þessum hrepp hefur verið þyngst
byrði, væri dáin vestur í Húna-
vatnssýslu.
6. apríl. í 3 daga hefir Nonni
verið að hefla orf, sköft og gera
við taðvél - þetta gert hér heima.
7. apríl. Fór Nonni og Gísli út
í Sökku að búa yndir og svo þilja
upp í loftinu á Vallakirkju það
sem ógert var. Þorgils hefir náð
12 borðum flutt þau heim og
flett.
10. apríl. Halldór í Dæli minnt-
ist á skilnað við konu sína Stefan-
íu Jónsdóttur (Foreldrar Elíasar
og Jóns í Ártúni).
15. apríl. Kom Jón í Sigríðar-
staðakoti og Anna frá Heiði utan
úr Fljótum í dag, gista.
20. apríl. Fórum í húsin (hann
og Sólveig alltaf á Sumardaginn
fyrsta) - Geldingar 31, gimbrar
27, hrútar 3, (veturgamalt) þar af
1 með marki Jóns á Þverá sem
Sólveig gaf mér í sumargjöf.
22. apríl. Haldin forlíkun á
Völlum milli hjóna, Halldórs
Jónsonar og Stefaníu Jónsdóttur
frá Klængshóli, var ég þar stadd-
ur sem forlíkunarmaður með
presti. gekk ekki sætt svo við
skrifuðum sýslumanni, að Hall-
dór óskaði eftir skilnaði með
dómi.
30. apríl. Fór Eiríkur í Uppsöl-
um með prjónavél sína eftir að
hafa dvalið hér yfir viku og
prjónað fyrir okkur.
2. inaí. Var Nonni að setja
saman borðapall yfir forina. Kýr
lálnar út á Bakka, það fyrsta hér
í sveit.
3. inaí. Borðapallur settur hér
á forina og salerni þar með.
Syntu drengir í ánum töluvert.
8. maí. Fór Páll ofan á Strönd
að sækja grásleppu: Til Þorleifs á
Hóli 50, Gunnlaugs á Karlsá 15,
og Jóns gamla á Hóli 14, (Jón
yngri) alls 79. í dag þéttur jarð-
skjálfti.
9. maí. Fór Páll ofan í Hól eftir
því sem hann eftir skildi í gær.
Nú var byrjað á sundkennslu í
pollinum, 14 piltar syntu í dag.
Borið saman vetrartað.
12. maí. Fór ég og Stefán í
Hofsárkoti ríðandi í kaupstað.
13. maí. Fann sýslumann, tók
stefnu Halldórs í Dæli upp á
hjónaskilnað.
14. maí. Fór Nonni héðan að
Hnjúki sem lausamaður (hann
byggði síðan nýbýlið Hlíð. Giftist
Sigríði dóttur Jóns og Sesselju í
Hrafnsstaðakoti, flutti að Þór-
oddstöðum í Ólafsfirði. Faðir til
dæmis Sveinbjörns iðnrekanda
og Þórðar bónda á Þóroddstöð-
um).
19. maí. Komu þeir af strönd-
inni (Upsaströnd) heim með 14
til 20 nóraseli alls um 70 sem
veiddust hér á Upsaströnd.
20. maí. Kom Jórunn með
Arngrím litla (sonur þeirra A.
listmálari og prentari Reykja-
vík).
2. júní. Rekið saman, rúið,
drengir kornu heim frá sundpolli
og hjálpuðu okkur, lokið fyrir
háttatíma.
3. júní. Ár litlar, gróður nógur.
Páll gelti 2 fola frá Völlum og
Holti fram á Vesturárdal.
4. júní. Fór margt kvenfólk
fram að polli. Sumar fóru í gjörð
í fyrsta sinn og mun slíkt
sjaldgæft. Nú var í fyrsta sinn
hleypt úr Skriðukotslæk í
Kúabolla sem drengir gerðu far-
veg til, lítur vel út að þar verði
ágætur sundpollur.
6. júní. Manntalsþing á þing-
húsi, var þar tekið fyrir málið
Halldór Jónsson Dæli og Stefanía
Klængshóli til algerðs hjóna-
skilnaðar með dómi, sem ekki
var uppsagður af sýslumanni til
fullnaðar.
7. júní. Sund hér seinast í dag,
þá búið að standa yfir mánaðar
tíma og nær 40 notið tilsagnar.
9. júní. Fór Páll í Klaufa-
brekknakot og út í Garðakot til
Önnu, hún er veik af bólgu mein-
semd.
11. júní. Fóru drengir báðir í
fyrsta sinn til róðra, samferða.
14. júní. Jói réri hjá Guðjóni
fékk 12 í hlut, Sveinn á Jóa bát
(nú Jóa í Árgerði) 14 í hlut, svo
50 í hlut á nótabátinn eftir hina 2
dagana, var lagt í salt í félagi.
18. júní. Pöntunarfiskur fluttur
úr nótabát.
19. júní. Vorum í kaupstað.
Farið úr kaupstað inn í Árnar-
nesvík. Besta veður. Dregið fyrir
í Arnarnestjörn, fékkst ekki síld,
biðum til kvölds og reyndm aftur
og fékkst svo sem á 2 köst, fórum
heimleiðis eftir háttatíma.
2. júlí. Gránufélagið byggir
nýtt salthús á Böggvisstaðasandi
og Eggert Laxdal og Jóh. Christ-
ensen annað í Láginni nú á þessu
vori.
3. júlí. Kom Arngrímur á
Hvarfi frá Hamri. Hann sagði
Ólaf þaðan kominn frá Ameríku
(Ó. Árnason) eftir 10 ára dvöl.
Fóru margir ofan í Lukkuna.
Fórum að kvöldi. Lágum við Sól-
veig nóttina á Sandinum.
3. ágúst. Kom bréf frá Consúl,
ég á að koma með bola 4.-5.
ágúst. Fór Páll í nótt út í Garða-
kot og sótti konu sína, sjúkling-
inn Önnu, og flutti hingað.
4. ágúst. Bárum upp efra-hús-
heyið, svo fórum við Tryggvi litli á
stað með nautið inn á Akureyri.
Komum fyrst að Lóni klukkan 6,
fengum mjólk og kaffi. Á Akur-
eyri kl. 11 eftir miðdag. Gistum
hjá Ólafi vert og fengum hús
handa bola var ég þá staðþreyttur
orðinn.
5. ágúst. Kl. 8 kom slátrari úr
Díönu herskipi danskra, rotaði
bola og gerði til kjöt 230 pund.
Slátur seldi ég Snorra. (Alltaf
sami Snorrinn Jónsson frá Holár-
koti, trésmíðameistari og kaup-
rnaður á Akureyri.) Fórum að
kvöldi á stað kl. 9. Gistum á
Hallgilsstöðum. Reiddi ég húð-
ina heim.
7. ágúst. Páll rakaði húðina að
kvöldi.
9. ágúst. Sólveig fór með Jór-
unni í Bakka, útgerð kaup á kú
90 krónur, fór Sveinn ofan og
lagði inn fisk minn 305 pund og
sinn 205 pund, fór svo á færi og
fékk 13 smáfiska kom kl. 3 að
nóttu.
10. ágúst. Fór Hjörtur á Urð-
um og Jón á Hóli (Hjörtur afi
Hjartar á Tjörn Jón langalangafi
Atla á Hóli) með sinn uxann hvor
til Akureyrar.
12. ágúst. Fór Þórður á Hnjúki
(afi Kristins á Hnjúki) með naut
inneftir og með honum fleiri laus-
ir.
17. ágúst. Einar Pálsson kom
frá Melum, gisti þar í nótt hefir
verið að vigta saltfisk á Sandinum
og heimta skuldir fyrir Gránu.
Afli rýr, ógæftir.
Framhald