Fréttablaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 6
• Víetnam, Kambódía og Laos
• Indland og Bútan
FERÐAKYNNING
Tvær glæsilegar sérferðir
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Kynningin verður hjá VITA, Skógarhlíð 12, og hefst kl. 19:30.
Gengið er inn neðan við húsið, á endanum, gegnt Hlíðarenda.
Héðinn Svarfdal Björnsson
og sr. Þórhallur Heimisson
kynna ferðirnar á morgun,
miðvikudaginn 17. maí.
Fatboy Original
púðinn
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
1
60
51
7
Verð frá 23.650 kr.
YFIR
30
LITIR
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
LögregLumáL Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum
mánuðum ársins vopnuð skotvopn-
um. Þetta sýna tölur ríkislögreglu-
stjóra. Það jafngildir því að farið hafi
verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.
Allt árið 2016 fór sérsveitin í 108
útköll með skotvopn. Fréttablaðið
hefur ekki fengið skýringar á því
hvort búast megi við auknum fjölda
vopnaðra útkalla í ár eða hvort ein-
hverra hluta vegna fari sérsveitin
helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðj-
ungi ársins. Hins vegar blasir við að
vopnuðum útköllum hefur fjölgað
verulega undanfarinn áratug, en
árið 2006 voru þau 42 og árið 2007
voru þau 53. Önnur sértæk verkefni
sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk
þess sem sérsveitarmenn sinna líka
almennum löggæslustörfum.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og prófessor í félagsfræði,
leggur áherslu á að sérsveitin hafi
ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum
söguna í þessu þá hefur lögreglan
ekkert beitt vopnum frá upphafi.
Þetta er eitt skipti sem þeir hafa
gripið til vopna þannig að þeir hafa
beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi.
Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið
2013.
Hann leggur áherslu á að lögreglan
hafi ekki ofnotað eða misnotað
vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem
hafa orðið að dómsmáli eða þar sem
menn hafa séð lögregluna fara offari.
Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi.
Maður hugsar til tilfella í Bandaríkj-
unum og að einhverju leyti í Evrópu
en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast
hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í
verki,“ segir Helgi og bætir við að
þjálfun sérsveitarmanna sé mikil.
Ekki bara í upphafi heldur sé þjálf-
unin stöðug. jonhakon@frettabladid.is
Að jafnaði fjögur
vopnuð útköll á viku
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur nýlega tekið nýja bíla í notkun. Sé rýnt í tölur sést að vopnuðum útköllum þeirra er
að fjölga. Fréttablaðið/anton
Viðskipti Tæknifyrirtækið Twig-
kit sem stofnað var af Hirti Stefáni
Ólafssyni og Bjarka Hólm hefur
verið keypt af Lucidworks sem stað-
sett er í Kísildalnum í San Francisco
í Bandaríkjunum. Norðurskautið
greindi fyrst frá þessu.
Twigkit var stofnað árið 2009.
Félagarnir tveir munu starfa hjá
Lucidworks í framhaldinu. Ekki er
vitað hvert kaupverðið var.
Lucidworks stendur að baki
Apache Solr, sem er vinsæl leitarvél,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá Twigkit.
Þetta er eitt af fáum fyrirtækj-
um stofnuðum af Íslendingum sem
keypt hafa verið til Kísildalsins,
þeirra á meðal eru Clara, sem Gunn-
ar Hólmsteinn Guðmundsson stofn-
aði, og Emu Messenger sem Google
keypti. – sg
Íslenskt fyrirtæki selt í Kísildalinn
Örfá íslensk fyrirtæki hafa verið
keypt yfir í Kísildalinn síðastliðin ár.
Fréttablaðið/aFP
BretLand Launaþróun í Bretlandi
verður hægari á árinu en mælst
hefur í þrjú og hálft ár samkvæmt
nýrri könnun meðal atvinnurek-
enda.
Business Insider greinir frá því
að könnunin sem náði til yfir 1.000
fyrirtækja sýni að atvinnurekendur
reikni einungis með að hækka laun
að jafnaði um 1 prósent á árinu. Ef
þær spár ganga eftir er um að ræða
minnstu launahækkun milli ára í
þrjú og hálft ár.
Líklega mun þetta leiða til þess
að Bretar upplifi minni kaupmátt
þar sem vöruverð er að hækka
mikið vegna lágs gengis pundsins.
Verðbólga mælist nú 2,3 prósent og
reiknar Englandsbanki með 3 pró-
senta verðbólgu á árinu.
Haft er eftir Gerwyn Davies, sér-
fræðingi hjá stofnuninni sem fram-
kvæmdi könnunina, að raunveruleg
hætta sé á því að stór hluti bresks
vinnuafls muni upplifa verri lífskjör
á árinu. – sg
Spá því að lífskjör Breta versni
Íbúar london gætu haft minna milli
handanna á næstu mánuðum en
áður. nordicPhotoS/Getty
Það sem af er ári hefur
sérsveit ríkislögreglu-
stjóra farið í 76 vopnuð
útköll. Það samsvarar 4,5
útköllum á viku. Vopn-
uðum útköllum hefur
fjölgað á síðastliðnum
áratug. Afbrotafræðingur
segir lögreglu hafa notað
vopn af hógværð.
Fjöldi vopnaðra verkefna sérsveitarinnar
2016
108
2015
104
2014
79
2013
83
2012
72
2011
63
2010
63
2009
68
2008
48
2007
53
2006
42
Þeir virðast hafa
sýnt ábyrgð og
fagmennsku í verki.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í
félagsfræði við HÍ
1 6 . m a í 2 0 1 7 Þ r i ð J u d a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:3
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
C
-9
6
7
C
1
C
D
C
-9
5
4
0
1
C
D
C
-9
4
0
4
1
C
D
C
-9
2
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K