Fréttablaðið - 16.05.2017, Side 8

Fréttablaðið - 16.05.2017, Side 8
1 6 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA LAND ROVER Discovery 4 SE Nýskr. 07/13, ekinn 75 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 7.790 þús. kr. NISSAN Pulsar Tekna Nýskr. 09/16, ekinn 2 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ 3.250 þús. kr. TOYOTA Corolla SOL Nýskr. 07/14, ekinn 23þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 2.950 þús. kr. RENAULT Captur Dynamic Nýskr. 04/15, ekinn 34 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.390 þús. kr. RENAULT Kadjar Expression 4wd. Nýskr. 12/15, ekinn 71 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 3.390 þús. kr. VW Up! Nýskr. 12/15, ekinn 14 þ.km, bensín, beinskiptur. VERÐ 1.690 þús. kr. Rnr. 370549 Rnr. 370579 Rnr. 370489 Rnr. 320958 Rnr. 370511 Rnr. 121244 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 2 0 6 2 B íl a la n d T il b o ð 2 x 3 8 1 6 m a í JEmEN Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Jemen eftir að kólerufar- aldur braust út. Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúk- dómnum. Jemen er alls ekki í stakk búið til að takast á við faraldur af þessu tagi enda landið lamað eftir borg- arastyrjöld síðustu tveggja ára. Þar hafa uppreisnarmenn húta, studdir af Írönum, barist gegn stjórnvöldum sem njóta stuðnings Sádi-Araba. Í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfir- völdum kom fram að þeim væri ókleift að halda faraldrinum í skefjum. Kölluðu þau eftir því að alþjóðasamfélagið kæmi til bjargar. Þá hefur heilbrigðisstarfs- fólk í höfuðborginni San’a sagt að það ráði ekki við þann gríðarlega fjölda sjúklinga sem bætist við á degi hverjum. „Við setjum fjóra sjúklinga í hvert rúm og höfum komið auka rúmum fyrir í tjöldum og undir trjám í garðinum,“ segir Nabeel aj Najjar, sjúkrahússtarfsmaður í Sana’a. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) kom fram að tæplega 45 prósent spítala landsins væru í starfhæfu ástandi. Þá áætlar stofnunin að um 70 pró- sent vanti upp á nauðsynleg lyf. Að auki eiga tveir þriðju hlutar íbúa ekki greiðan aðgang að hreinu drykkjarvatni. Frá því að stríðið braust út í mars 2015 hafa rúmlega 10 þúsund manns látið lífið. Milljónir til við- bótar eru á vergangi eða glíma við skort vegna styrjaldarinnar. – jóe Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Spítalar í Sana’a, höfuðborg Jemens, eru yfirfullir. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA tÆKNI Grunur leikur á að tíu íslensk- ar tölvur hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu dögum en það hefur enn ekki verið staðfest. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða tölvur í eigu ein- staklinga, fyrirtækja eða opinberra stofnana. „Við erum að fá betri mynd af þess- um vírus og hvernig hann hegðar sér og breytist frá stund til stundar. Það er talsvert breytt hegðun nú frá því að hann var fyrst sendur af stað,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels fólst breyt- ingin í því að áður fletti veiran upp ákveðnu veffangi og ef það var óskráð þá dreifði hann sér á fullu. Ef það var hins vegar skráð hætti hann að dreifa sér. Menn brugðust við með því að skrá vefföng en hönnuðir veirunnar svöruðu með því að laga þennan galla. „Þetta sýnir bara hve ofboðslega staðfastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum,“ segir Hrafnkell. Þrátt fyrir að grunur sé uppi hjá Póst- og fjarskiptastofnun um að veiran hafi náð hingað til lands getur stofnunin ekki séð nákvæmlega hvar hún lét á sér kræla. „Við sjáum hjá okkur að ákveðnar IP-tölur hegða sér undarlega en við vitum ekki hver er með hvaða IP- tölu. Til þess þyrftum við dómsúr- skurð. Við getum hins vegar afhent viðeigandi þjónustuaðila töluna og hann getur þá kannað málið nánar og gert viðskiptavininum viðvart,“ segir Hrafnkell. Guðfinnur Sigurvinsson, verk- efnastjóri samskiptamála hjá Vodafone, segir að enn sem komið er kannist enginn við slíkt hjá Vodafone. „Ef slíkt mál kemur upp þá fer í gang ferli til að gera viðskiptavininum viðvart. Ef um er að ræða fyrirtæki þá fer það í gegnum viðskiptastýringuna en einstaklingar fá upplýsingar frá þjónustuverinu.“ „Síminn er í góðu samstarfi við netöryggissveit yfirvalda sem mun örugglega gefa okkur nánari upp- lýsingar um málið ef hún telur það þess eðlis,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. johannoli@frettabladid.is Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. Íslensku fjarskiptafélögin á varðbergi. Þrjótarnir krefjast þess að eigandi tölvunnar greiði andvirði 30 þúsunda íslenskra króna í lausnargjald. Upphæðin tvö- faldast sé hún ekki greidd innan tveggja daga. Ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi greitt gjaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Vírusinn á upptök sín í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum frá Europol hafa yfir 200 þúsund tölvur frá 150 löndum verið teknar yfir. Flest bendir til þess að gagnagíslatökuveiran eigi rætur að rekja til gagnaleka WikiLeaks í síðasta mánuði. Þar var skjölum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) lekið en þar var að finna kóða og forrit til að njósna um eða taka yfir tölvur. Talið er að þrjótarnir hafi nýtt sér þessa kóða og átt við þá til að hægt sé að nýta þá á þennan hátt. „Tölvuveirur þróast með eða án hjálpar bandarískra stjórnvalda. Þau eru heldur ekki eina landið sem býr til slík tól,“ segir Hrafnkell. Aðspurður um hvort það væri ekki ákjósanlegra að ríki heimsins sameinuðust í baráttunni gegn slíkum forritum, í stað þess að herja hvert á annað, segir Hrafnkell að „það sé margt í heimsbyggðinni sem mætti betur fara“. Þetta sýnir bara hve ofboðslega stað- fastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum. Hrafnkell V. Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar 1 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :3 9 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D C -8 2 B C 1 C D C -8 1 8 0 1 C D C -8 0 4 4 1 C D C -7 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.