Fréttablaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skil- greind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sér- hvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum sam- félagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og sam- þjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsyn- legt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fisk- veiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsam- félaga um allt land, þorra íbúa alls landsins. Þau eru of mörg Akranesin Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarð- anir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða. Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi Aðalfundur Húnvetningafélagins í Reykjavík verður haldinn í Húnabúð Skeifunni 11 þriðjudaginn 23. maí klukkan 20:00 Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins: Formaður gerir grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári. a. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikning félagsins. b. Skýrslur nefnda og starfsmanna félagsins. c. Kosningar. d. Önnur mál. Skógræktarferð verður 10. júní. Stjórnin Húnvetningafélagið í Reykjavík Píratalætin Enn einu sinni berast tíðindi af samstarfsörðugleikum innan Pírata. Ásta Guðrún Helgadóttir hefur hætt sem þingflokksfor- maður eftir ágreining við samflokksmenn sína um starfs- skyldur þingflokksformanns og sýn á embættið. Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgitta Jónsdóttir, stofnandi Pírata, sé í þeim hluta þingflokksins sem lenti í árekstrum við Ástu. Á meðan pískra Píratar að það sé engin tilviljun að friður og ró ríkti um embættið þegar Birgitta sjálf gegndi því. Þingmenn ann- arra flokka velta því aftur á móti fyrir sér hvort þingflokkurinn þurfi ekki, í stað þess að ráða sér almennan starfsmann, að ráða sér vinnustaðasálfræðing í fullt starf. Reynsluleysið Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar eru óánægðir með seinagang í nefndum Alþingis og kvarta yfir reynsluleysi nefndarformanna og stefnuleysi stjórnarflokk- anna. Það stefnir í að sögulega fátt komist í gegnum Alþingi fyrir sumarfrí. Alþingi ætti ef til vill að ráðast í lotubundna vinnu, sams konar því sem tíðkast í mörgum háskólum, þá eru skilafrestirnir tíðari og færri mál undir hverju sinni. Það myndi vonandi þýða að málin kæmust heil í gegn í stað þess að brotna eins og egg í körfu sem reynt er að kasta yfir enda- línuna. snaeros@frettabladid.is Okkur er talin trú um að stjórnvöld vilji standa vörð um hið ríkisrekna kerfi og það standi ekki til að byggja upp einkarekið kerfi á kostnað þess. Í kvikmyndinni Matrix sem var afar vinsæl um gjörvalla heimsbyggðina um síðustu aldamót finnur aðalsöguhetjan Neo á sér að það er eitthvað mikið að veröldinni sem hann lifir í. Hann á erfitt með að ákvarða það en ein-kennin eru mörg. Veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir í íslensku heilbrigðiskerfi er svipaður. Okkur er talin trú um að stjórnvöld vilji standa vörð um hið ríkisrekna kerfi og það standi ekki til að byggja upp einkarekið kerfi á kostnað þess. Að ýja að öðru þykir dónaskapur. Samt eru margvísleg teikn á lofti um hið gagnstæða. Mörg einkeni sem benda til þess að veröldin sé önnur en sú sem okkur hefur verið talin trú um að sé sönn og áþreifanleg. Að mati Birgis Jakobssonar landlæknis er stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygg- inga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Landlæknir fær ekki séð að hagsmunir sjúklinga séu hafðir að leiðarljósi í þessum samningum. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á mörgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ sagði Birgir í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Áhyggjur landlæknis eru réttmætar. Á sama tíma og skattfé er dælt í samninga Sjúkratrygginga Íslands við einkastofur sérfræðilækna, Klíníkina og önnur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem vaxa án þarfa- greiningar og skilgreindra markmiða við kaup á heilbrigðisþjónustu er opinbera kerfið svelt. Land- spítalinn fær einn milljarð króna hér og annan þar og ráðherrar berja sér á brjóst vegna stóraukinna framlaga til heilbrigðismála. Þeir sem búa við sterka lausafjárstöðu geta stundað aðgerða túrisma og leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar. Þetta eru nokkrar birtingarmyndir á kerfisbundnu niðurbroti ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Veruleikinn er annar en sá sem okkur er talin trú um. Þetta gerist á vakt hægristjórnar. Vandamál vinstri- flokkanna er að þeir eru ekki trúverðugir varðhundar heilbrigðiskerfisins. Kerfið var holað að innan á þeirra vakt líka. Það er einn af samverkandi þáttum þess að sósíaldemókratar á Íslandi hafa tvístrast í margar einingar og geta ekki lotið stöðugri forystu. Þeir brenndu sitt eigið pólitíska vörumerki á báli niðurskurðar í velferðarkerfinu. Hinn dularfulli Morpheus býður Neo upp á tvo valkosti í Matrix. Neo getur tekið bláu pilluna og lifað áfram í draumheimi. Eða rauðu pilluna, vaknað til lífsins og fengið að heyra hráan sannleikann um veröldina sem hann lifir í. Við vitum að það er eitt- hvað mikið að heilbrigðiskerfinu. Við getum tekið bláu pilluna frá ríkisstjórninni, kyngt henni og haldið áfram í draumheimi eins og ekkert hafi í skorist. Þá er hægt að einkavæða kerfið eitt skref í einu. Eða við getum tekið rauðu pilluna, yfirgefið draumheiminn, spyrnt við fótum og neitað að lifa í lygi. Bláa pillan 1 6 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R10 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 1 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :3 9 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D C -9 1 8 C 1 C D C -9 0 5 0 1 C D C -8 F 1 4 1 C D C -8 D D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.