Fréttablaðið - 16.05.2017, Qupperneq 14
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur
Árni, sem er hér annar frá hægri, segir allt eins líklegt að hann snúi sér að einkaþjálfun þegar kennaraferlinum lýkur.
Árni hefur alltaf verið drifinn áfram af mikilli hreyfiþörf. Hann er fyrrverandi mark
vörður Fram og íslenska lands
liðsins í knattspyrnu og stundaði
langhlaup lengi vel. Hann lauk
íþróttakennaranámi frá ÍKÍ árið
1976 og hóf kennslu við grunn
skólann á Sauðárkróki 1982. Frá
árinu 1995 hefur hann svo kennt
við Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra. Bæði almennar íþróttir og
ýmsar greinar á íþróttabraut eins
og þjálfunarfræði, íþróttasálfræði
og fleira. Upp úr sextugu sótti Árni
um námsleyfi og ákvað að nýta
það til að fara í árslangt einka
þjálfaranám hjá Keili. „Ég sá fram
á að það myndi gagnast mér sem
alhliða endurmenntun í þessum
fræðum en fannst líka gaman að
prófa eitthvað aðeins öðruvísi, þó
þetta sé vissulega skylt því sem ég
hef verið að gera.
Árni tilheyrði hópi sem stundaði
námið á Akureyri. Hann lætur vel
af því og segir það afar fjölþætt. Svo
fór að hann lauk námi með hæstu
heildareinkunn í sínum hópi. „Það
má nú aðallega að þakka því góða
fólki sem ég var með í hóp. Ég held
að það hafi hjálpað mér meira en
ég þeim.“
Að námi loknu sneri Árni sér
aftur að kennslu en til stendur
að bjóða upp á nám við íþrótta
akademíu við Fjölbrautaskólann
næsta haust. Hún verður byggð
upp í samstarfi við íþróttafélagið
Tindastól og beinist að miklu leyti
að nemendum sem leggja stund
á fótbolta og körfubolta sem eru
þær íþróttagreinar sem flestir iðka
í Skagafirði. Árni býst við að verða
viðloðandi þá kennslu einhver
misseri til en segir þó styttast í
annan endann á kennaraferlinum.
„Þá fer maður kannski að praktís
era einkaþjálfunina af einhverju
viti,“ segir hann og hlær, en Árni
er nú þegar með nokkra hópatíma
í íþróttamiðstöðinni Þreksporti
á Sauðárkróki. Hann segir gott að
hafa að einhverju að hverfa enda
ætti illa við hann að setjast í helgan
stein.
Árni er líka í forsvari fyrir
Skokkhóp Sauðárkróks sem hann
stofnaði, ásamt fleirum, fyrir
tuttugu árum. „Ég hljóp nokkur
maraþon hér á árum áður en er nú
hættur langhlaupum,“ segir Árni
sem þurfti að fara í hnjáskipti fyrir
þremur árum. „Þetta tekur allt
sinn toll en það er ótrúlegt að geta
með hjálp tækninnar staðið upp
réttur og haldið áfram. Þó lang
hlaup henti mér síður í dag kemur
styrktarþjálfunin í staðinn,“ segir
Árni sem getur ekki hugsað sér að
hætta að hreyfa sig og fer reglulega
í ræktina. Aðspurður segir hann
fólk á landsbyggðinni ekki síður
duglegt að hreyfa sig en Reyk
víkinga. „Þó framboð námskeiða sé
eflaust eitthvað minna finnur fólk
sér bara næsta fjall til að klífa.“
Árni segir skokkhópinn verða
starfræktan í sumar líkt og áður.
„Hann hefur aðeins elst og væri
gaman að fá nýliðun. Ég skora því á
fólk að mæta.“
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Skokkhópur Sauðárkróks verður starfræktur í sumar líkt og áður og hvetur
Árni nýliða til að mæta.
Þetta tekur allt sinn
toll en það er
ótrúlegt að geta með
hjálp tækninnar staðið
uppréttur og haldið
áfram.
Árni Stefánsson
ÁSKRIFTIN
FYLGIR ÞÉR
365ASKRIFT.is
Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á
uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær
sem er – því áskriftin fylgir þér.
Kynntu þér málið á 365askrift.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . m a Í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:3
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
C
-A
0
5
C
1
C
D
C
-9
F
2
0
1
C
D
C
-9
D
E
4
1
C
D
C
-9
C
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K