Fréttablaðið - 16.05.2017, Síða 20
Djúpavogshreppur
Auglýsing um skipulagsmál
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Breytt landnotkun í landi Teigarhorns og Djúpavogs -
hrepps við Eyfreyjunes, og færsla Hringvegar nærri
bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík
Hluti jarðarinnar Teigarhorns hefur notið friðlýsingar
sem náttúruvætti síðan 1975 en frá 2013 hefur öll jörðin
notið friðlýsingar sem náttúruvætti og fólkvangur. Gerð
er tillaga að breytingu á takmörkun vegna friðlýsingar
svo hún nái yfir alla jörðina í stað einungis hluta hennar
neðan Hringvegar. Vegna uppbyggingar í þágu ferða -
þjónustu, verndar, fræðslu og útivistar er gert ráð fyrir
afþreyingar- og ferðamannasvæði nærri bæjarstæði
í stað landbúnaðarsvæðis. Jafnframt er gerð tillaga um
færslu Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og
fyrir Eyfreyjunesvík til að skapa rými fyrir uppbyggingu
innviða nærri bæjarstæði.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
2. Deiliskipulag vegna uppbyggingar ferðaþjónustu
á Blábjörgum
Deiliskipulagssvæðið er 3030 m2 að stærð og er staðsett
skammt austan við núverandi íbúðarhús. Samkvæmt
tillögunni er gert ráð fyrir þremur lóðum. Innan hverrar
lóðar verður heimilt að reisa allt að 70 m2 hús, sem ætlað
er til reksturs gistiþjónustu.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu
Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi og eru einnig að-
gengilegar á heimasíðu Djúpavogshrepps:
www.djupivogur.is undir liðnum Aðalskipulag.
Tillaga 1 liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík.
Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá 16. maí til 27. júní
2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir
til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasem-
dum skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps,
Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á sveitarstjori@djupivogur.
is, eigi síðar en 27. júní 2017. Vinsamlegast gefið upp nafn,
kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga
og athugasemda. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við
tillöguna innan gefins frests telst vera henni samþykkur.
Sveitarstjóri Djúpavogshrepps
Útboð
Fallorka óskar eftir tilboðum í verkið
Glerárstífla II
Um er að ræða jarðvinnu og uppsteypu stíflumannvirkis.
Stíflan er u.þ.b. 100 m löng og 6 m há. Um miðbik hennar er
steinsteypt yfirfall, botnrás, inntaksmannvirki og um 20 m2
lokahús en til beggja hliða eru fyllingarstíflur með steyptum
þéttivegg í miðjunni. Gert er ráð fyrir að efni í fyllingar komi
úr lónstæði.
Helstu verkliðir eru:
• Fleygun/sprenging rásar undir stíflu
• Uppsteypa á stíflumannvirki, þ.m.t. yfirfall, botnrás,
inntaksmannvirki, lokahús og þéttiveggir
• Hlaða stíflur að þéttiveggjum
• Fullnaðarfrágangur lokahúss að utan og innan
Helstu magntölur eru:
• Fylling 10 000 m3
• Mót 2 300 m2
• Steypa: 1 200 m3
• Járnbending 81 000 kg
Tilboðum skal skila til Fallorku ehf, Rangárvöllum, 603
Akureyri eigi síðar en: kl. 12:00 þann 7. júní 2017.
Útboðsgögn verða afhent þeim sem þess óska frá og með
miðvikudeginum, 17. maí 2017 kl. 12:00.
Ósk um útboðsgögn skal senda á netfangið aej@verkis.is
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15
daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2017, virðisauka
skattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2017 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í
eindaga til og með 15. maí 2017, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli,
vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiða
gjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum,
skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjár
málaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysa
trygg ingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýslu
skattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum
og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis
sjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt,
áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrir
vara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök
greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur
15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. maí 2017
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Úlfarsárdalur
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 10. maí 2017 og borgarráði Reykjavíkur þann 11. maí 2017 var samþykkt
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem felst í uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis. Gert er ráð fyrir um 1300
íbúðum í dalnum. Nýtt hverfi verður reist við Leirtjörn. Reykjavíkurborg mun standa fyrir opnu húsi í hverfinu og kynna
tillögurnar enn frekar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Lambhagavegur 12 og 14
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 3. maí 2017 og borgarráði Reykjavíkur þann 11. maí 2017 var samþykkt að
auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegur-Hallar vegna Lambhagavegar 12 og 14. Í breytingunni
felst m.a. að fyrirkomulagi byggingareita á lóðum 12 og 14 við Lambhagaveg er breytt og heimilt byggingarmagn
minnkað og nýtingarhlutfall því samhliða. Jafnframt er lóð spennistöðvar færð innan skipulagssvæðis og innkeyrslur á
lóðir færðar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Hlíðarendi 20-26
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 5. apríl 2017 og borgarstjórn Reykjavíkur þann 2. maí 2017 var samþykkt
að endurauglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda. Í
breytingunni felst m.a. að hámarksfjöldi íbúða eykst úr 137 í 178.. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar er einnig hægt að fara yfir á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka
daga kl. 8:20 – 16:15 frá 16. maí 2017 til og með 27. júní 2017. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is,
skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is,
eigi síðar en 27. júní 2017. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Reykjavík 16. maí 2017
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Borgarverkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeild
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Auglýsing um tillögur að nýju og
breyttu deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík.
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
1
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:3
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
D
C
-A
5
4
C
1
C
D
C
-A
4
1
0
1
C
D
C
-A
2
D
4
1
C
D
C
-A
1
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K