Norðurslóð - 28.09.1989, Page 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og abyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent
Við ráðum því sjálf
I’áttaskil má mcrkja í umræðu um stöðu landsbyggðar-
innar. Uni nokkurt árabil hefur samanburðarf'ræðin við
höfuðborgarsvæðið verið í algleymingi þegar slík mál
ber á góma. Stundum hefur mátt skilja niáinutning
manna sem svo að öll vandræði séu þeim fyrir sunnan
að kenna. Síðan hefur verið spurt hvað þessir háu herr-
ar þarna fyrir sunnan ætli nú að fara að gera í þessu.
háttaskilin felast í því að nú spyr fólk hvernig eigum
við sjálf að liaga málum svo við getum bætt stöðu okkar
héraðs og gert uinhverfið í atvinnu- og menningarleg-
um skilningi sem best úr garði. Biðin eftir lausnunum
að sunnan er vonandi á enda. Það verður að meta ýnisa
hluti upp að nýju ekki livað síst í atvinnumálum. Sókn-
arfærin þar liggja fyrst og fremst hjá fólkinu sjálfu,
hyggjast á dugnaði og útsjónarsemi einstaklinga.
A Fjórðungsþingi Norðlendinga sem lialdið var á
Akureyri í hyrjun þessa mánaðar mátti einmitt merkja
þennan hreytta tón. I>ar var livatt til í crindum að skoða
hlutina áð nýju og skilgrcinn upp á nýtt. Venja okkur á
að liugsa miðað við breytta verölcl og nýta okknr þá
ávinninga sem þegar liafa náðst.
Þetta kom einmitt vel fram í crindi Péturs Reimars-
sonar framkvæmdastjóra Sæplasts en þar segir liann
meðal annars:
„Ég held að hljóti að verða að koma til sameining og
stækkun sveitarfélaga. Það virðist ekki mikil skynsemi
í að við Eyjafjörð séu liátt í tvo tugi sveitarfélaga. Það
getur varla verið að hagsmunir íhúanna hér við fjörðinn
séu svona óskaplega dreifðir. Það er líka liægt að spyrja
sig hve mikil skynseini er að byggja 6-7 liafnir við þenn-
an sama fjörð þar sem samgöngur eru að verða þannig
að nánast er góð færð á milli allra þéttbýliskjarna árið
um kring á bundnn slitlagi. Með færri og stærri sveitar-
félögum er áreiðanlega hægt að taka meira á í atvinnu-
máluni en við núverandi skilyrði.
Lykilatriði við alla byggðaþróun eru góðar samgöng-
ur. Það veröur auðveldara fyrir fólk aö sækja vinnu og
jijónustu milli byggðarlaga og sama á við uin atvinnu-
reksturinn. Við híjótum að styðja Austfirðinga og
Vestfiröinga og hugmyndir þeirra uni jarögöng milli
helstu hyggðarlaga. Með greiöum samgöngum og
markvissri uppbyggingu á |)jónustu, menningu og list-
um sem verður þó mest í fjölmennustu byggðarliigun-
um getum við tryggt lífskjör í víðum skilningi sem eru
fyllilega sambærileg við það sem annars staðar gerist.“
Lokaorð Péturs í þessu erindi vill Norðurslóð gera að
sínum: „Möguleikarnir eru nægir fyrir Norðlendinga
alla. Spurningin snýst um það hvernig okkur tekst að
nýta tækifærin. Við ráðum því sjálf hvernig framtíðin
verður.“ .I.A.
I sumar voru hér Vesturíslendingar á ferð eins og oft áður. Meðál þcirra voru
Edwin Stephanson og kona hans Enida. Edwin er sonarsonur Klettafjalla-
skáldsins Stephans G. og hefur búið á landsnámsjörð afa síns. en er nú hættur
búskap fyrir aldurs sakir. Ljósin. HEI3.
Dagbók Jóhanns
á Hvarfi
- Anno 1897
3. .jiiní. Réru 7 för í dag, beitt
síld af íshúsi. Fórum við Nonni
héðan, og Gísli á Hvarfi ofan. og
í Böggvisstaði að brúarverki
Brimnesár. Dregið fyrir á Sand-
inum og l'engust 4 strokkar spik-
síld.
5. júní. Farið yfir með hross og
fleira. Brúin 14 álna löng og 3
álnir á breidd, grindur til hliöa,
eigi annað yfirbyggð.
14. jiíní. Kom Jói á Reistará,
enginn við sund vegna illviðris.
17. jiíní. Ómarkað enn vegna
kulda og illviðris, muna ekki
elstu menn jafn vont vor. Róið á
hverjum degi, afli ágætur hjá
öllum. íshúsið hjálpar mikið.
24. júní. Rákum saman. loks-
ins markað, gelti 28. Úrkomu-
laust.
27. júní. Fór Sveinn inneftir.
Verður viö Gránuverzlun fram á
áriö.
30. júní. Fessi mánuður hefir
verið mjög kaldur og úrfellasam-
ur með snjó og krapahriðjum,
gróður hefur eigi þróast, og
skepnur liðið illt.
1. júlí. I liti 8 stig. Jói byrjaði í
m'orgun að hjálpa til við afhend-
ing í Consúlsskipi. Rákum saman
og rúðum. 28 meiga heita vel
fylgdar (filldar). Góður afli.
4. júlí. Fært frá.
12. júlí. Hiti 4 slig að morgni,
hvass eftir hádcgi fór í 16-20 stig
ár fóru að vaxa fjaska, sótti kýr á
bakkana, flæðir yfir mýrar og
bakka hér.
13. júlí. Kont prófastur séra
Jónas á Hrafnagili að Völlum,
sína fyrstu kirkna vitjun, varsett-
ur í stað séra Davíðs sem fékk
lausn lrá prófaststarfa eftir 30 ára
þjónustu.
17. júlí. Byrjað að slá. Kom Jói
heim úr Consúlsskipi. Piltar héð-
an hafa róiö í 6 vikur, aldrei
beituskortur. Fóru allir heim frá
sjó í dag, en ennþá róa mörg smá
för, margir eru komnir heim til
sláttar.
24. júlí. Fór Jón, Jói, Solla og
Stína (Stefánsdóttir Hofsárkoti)
að þvo út fisk.
24.-29. júlí. Slegið, fengnir
ntenn til þess með heimamönn-
um.
12. ágúst. Fór ég ofan á Sand,
réðist í róður.
13. ágúst. Réri ég með Gunn-
laugi í Kofa út á Mígindi fékk 60
í hlut þar af 40 ýsur.
14. ágúst. Réri ég með Gunn-
laugi út að Vogum fengum kipp-
að aftur og framá kvika utan og
hvass með pörtum. Kom Tryggvi
ofan fluttum heim þungt á tveim
hestum, eftir á aðra tvo fullkom-
iö yfir báða daga, fékk ég 80
ýsur.
27. ágúst. í rnorgun kastaði
Rauðka bleiku folaldi yfir á
Hólmum, þaö mun vera hestur.
10. september. Sólveig fór í
veislu. Giftu sig Agúst og Rósa á
Hóli á Upsast.
19. sept. Reknir pöntunar-
sauðir, vigtaðir þann 17. Kom
fjöldi Norðmanna riðu fram að
brú. Vigtað hér fé að kvöldi til
Oddeyrar verzlunar.
20. sept. Vigtaðir sauðir til
Gránu og Consúls. Rekið 122
kindur, sumt ýmsra eign.
23. sept. — komu rekstrar-
menn allir í nótt, segja þeir gufu-
skip það sem kom með pöntunar-
vörur hér til lands hafi strandað
við suðaustur hornið. mannbjörg
varð en vörur allar fórust og skip-
ið sökk.
17. október. Kom Gunna heim
frá Höfða, hefir verið þar til
lækninga hjá Sig. Hjörleifssyni,
var matvinnungur, en læknis-
hjálp og meðul kosta 18 krónur.
Var Sigurður sóttur til Önnu á
Grund í morgun, liggur hún á
Brimnesi mjög þungt.
20. okt. Dó Anna Björnsdóttir
ekkja Sigfúsar sál á Grund (móð-
ir Ingigerðar Vegamótum, amma
Önnu Arngrímsdóttur).
27. okt. Fór ég með 2 hesta
ofan, tók fisk á þá og missti þá
svo út í myrkrið nteð klifjum.
28. okt. Var í Ytra-Holti til
dags, fann hestana eigi, fór heim
og rak saman en Jói litli fann
hestana í Böggvisstaðalautum,
kom meö þá og allt sem þeim
fylgja bar. Vantaði margt af
kindum, þoka talsverð.
3. nóv. Enti Gísli við smíði á
baðkeri og hlemm (kindabað-
ker).
6. nóv. Kom Jói vinnumaður
heim frá sjó, líklega alfarinn.
Allir komu heilir á húfi úr rok-
róðrinum 4. þcssa mánaðar.
Hamars bátur seint í gærkvöldi,
var að leita að línu í Austurál,
fann hana unt síðir var nóttina í
Grímsnesi.
7. nóv. Kom Þóra frá Hálsi,
hefir verið að prjóna á maskínu
bæöi fyrir Guðrúnu og aðra.
10. nóv. Fórum við Stefán í
Hofsárkoti til kaupstaðarferðar
að fá baðefni. réðist svo að Por-
lcifur í Syðra-Holti fór á bát sín-
um að kvöldi kl. 10.
13. nóv. Vorum viö teftir í dag.
Fór ég að sjá tóvinnuvélar við
Glerána er það orðið dýrt verk
við vatnsstokk og hús og árangur
óséður.
15. nóv. I dag sótti Jói 2 gimbr-
ar sem hér liafa vantað í 3 vikur í
Dýjafjall á Blængshólsdal, kom
að kvöldi.
2. des. —alls baðað hér á
heimili 173 kindur, vorum búnir
kl. 3 eftir miðdag. Fórum með
kerið í Syðra-Hvarf, ætlaði ég að
gista þar og átti að baða þar
næsta dag ef veður leyföi, en kl. 9
að kvöldi kom það upp á áð
Björn Snorrason sem hér hefir
dvalið sem sveitarþurfi rúmt hálft
fjóröa ár oft mjög skertur og
geggjaður á sönsum varð án
nokkurra orsaka óður svo á
svipstund að hann stökk upp
þreif gæruhníf upp í sliðrum og í
snarkasti brá honum á háls konu
minnar Sólveigar, sent þá hrökk
undan og greip um hönd hans
samt varð áverki 2-3 þumlunga
langur skinnsprettuskurður þvert
yfir kverkina undir hökunni en sú
Itönd er hún tók á hnífnum skarst
stórlega í þumalfingur greip og
þvert yfir löngutöng allt á vinstri
hendi, í þessum svifum kom Jón
vinnumaður og vildi stilla til
bóta, æðisgenginn snéri Björn sér
við honum og skar allmikinn
skurð aftan vinstri kjálkabarðs
sent flakti sundur. Síðan braut
Björn baðstofuhurðina og hljóp
burtu á sokkununt. Eftir áorðið
níðings skelmirí var sent til mín.
Fór Gísli með mér heim. voru
áminnst sár flakandi og sollin
blóði að vonum. Af því nokkuð
var til sem þurfti í bráð tókst að
stöðva blóðrásina og binda um.
Gisti Stefán í Hofsárkoti hér og
Gísli.
3. desember. Vestan hríðar
stormur. Fór Gísli í Mela svo í
Tjörn. Kom Halldór hreppstjóri
og séra Kristján, réðust til að
skrifa sýslumanni og leita ltans
úrslita hvað helst gert væri í slíku
tilfelli. Kom Björn hér heim, hélt
ég honum í hlööunni og hann
þorði eigi neitt að fara, þó hann
vissi hvað hafði gerst. Tók hrepp-
stjóri hann tali og tjáði honum að
ég gæti eigi liýst liann framar
vegna hrakfalls
þess er hann
haföi hent. (ekki
verður meira sagt
frá Birni Snorra-
syni hér, en vísa
ég í Jólablað
Norðurslóðar
-Aí Birni
Ógæfumaöurinn Snorrasyni" eftir
Bjurn Snorrason. Oskar Halldórsson.
6. des. Fór ég í Hvarf, böðuð-
um við 116 kindur. Hefi ég þá
verið við böðun á hverri sauð-
skepnu milli Hofsár og Ytri-Sælu
alls 565, þar með hefi ég lokið því
verki. hver kind hefir verið höfð
niðri í creolín baðlegi (kláða-
baði) í 2 mínútur og hafður 30
gráöu hiti á celsíus og lítið eitt
meira. Gerði ég sent fyrr að sár-
um Sólveigar og Nonna. (Nonni
vinnumaður er Jón Jóhann.
Fæddur 1874 sonur Jóns bónda
Hofsá. Hann drukknaði 1904
þegar hákarlaskipið Kristján
fórst með allri áhöfn var þá
vinnumaður á Ytra-Hvarfi.)
15. des. Friðleifur í Háagerði
sótti mig, kýr lögst, reyndi við
hana í 2-3 tíma, var skorin út
dauð. Síðan fór ég í Hól, sá þar
veika kú. Gisti á Upsum.
17. des. Komu allir heim úr
kaupstað.
19. des. Kom Friðleifur með
kú er hann keypti á Þverá í
Skíðadal.
21. des. í kvöld kom Jói heim
frá Friðbirni Steinssyni. kostaði
hans vera 28 kr. allt, bókbands-
kennsla fæði og rúm, eftir mán-
aðar dvöl.
25. des. Gisti Símon dalaskáld
hér í nótt, er ntjög gengið vegna
hjartveiki og taugaslappleika.
27. des. Ég fylgdi Símoni yfir á
brú út og niður af Hreiðarsstöð-
um.
31. des. Kom Gísli. Sigurður
og Þorgils, ent við sparisjóðs-
teikninga, Jói yndirbjó og strik-
aði í gær. Fór ég á aftansöng á
Völlum. Bjart af tungli. Kom
Stcfán og Lilja, sagöi Stefán að
gufuskip hefði farið inn í
morgun, allir telja vst að það sé
með pöntunarvörur þær sem ekki
hafa enn komiö frá Englandi í
haustpöntun sökum þess að skip
það sem þær flutti og átti að
koma í haust, hefir hvergi komið
fram og ekkert orðið vart við
nokkurn hlut úr því. hvorki við
lönd eða sjó. Talið er víst að það
hafi sokkið með öllunt mönnum
og farmi. Skipið hét Viktoría.
Árið 1897 var framar misfella-
samt. —í lok apríl var jörð auð
aö mestu, 1. maí gerði stórhríð
og uppúr því gerði snjó svo mik-
inn að ófært varð að komast bæja
á milli og skepnur máttu standa í
svelti meðan heyi var náð þaðan
sem það var fáanlegt. 36 létu hey
úti. nokkrir björguðust af eigin
efni, í Skíðadal urðu fáir uppi-
skroppa — ég hef aldrei orðið
eins hræddur um bráðan felli hér
í sveit, en samt mátti heita að
fram úr tækist bærilega og eigi
varð skepnutap. Þilskip fórustu 3
með öllum mönnum. Stormur.
Gestur og Draupnir, 2 strönduðu
Elliði og Hannes og aflir björguð-
ust af þeim. Byrjað 2. júní að róa
og vertíð hin besta. Kíghósti
gekk framan af árinu og dóu börn
úr honum og lagðist á fullorðna
talsvert. Haustvertíð telst í með-
allagi til 1. nóvember en þá tók
fyrir afla. Haustið var áfallalaust
og hagi fyrir skepnur. Heilsufar
bærilegt seinnipart árs og fátt
dáið.