Norðurslóð - 28.09.1989, Side 3

Norðurslóð - 28.09.1989, Side 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Fcriiiingarliöriiin. I'.v.: Jiilíus J. Oaníclsson S~Garöshorni, Sólvcig I*. Kggcr/ Háncfsstööuni, GuöiniiiHlur Guö- mundsson Gullbringu, Kristín Stcfánsdóttir Miöbæ, Margrét Sigurpálsdóttir Stcindyrum, Jóhanna M. Gestsdóttir Bakkageröi. Friörika Óskarsdóttir Kóngsstöðum, Jóna Gunnlaugsdóttir Sökku og Halldór Arason Sökku. Á mynd- ina vantar Jón Hallgríinsson Uppsölum. Fjarstödd voru Baldur Ingimarsson Tjarnargarðshorni, Gísli Jónsson Holi, Pálmi Pétursson Hofi og Sigurjón Jóhannsson Hlíð. Dáin eru ur hópnum Guöjón Stcingrímsson Hjaltastöðum og Soflía Þorsteinsdóttir Hálsi. Ljósm. Jón, Hallgr. Fermingarböm í Vallakirkju 1939 Svarfdælsk fermingarbörn seni séra Stefán Kristinsson próf- astur fernidi í Vallakirkju á hvítasunnu 1939 minntust þess atburöar með því að hittast á heimaslóðum sunnudaginn 10. september sl. Þann dag var messað á Völlum og voru 11 af 16 úr upphaflega fermingarharnahópnum viðstödd guðsþjónustuna. Séra Jón Helgi Þórarinsson minntist þessa tilefn- is í ræðu sinni og flutti m.a. stutta kafla úr fermingarræðu séra Stef- áns Kristinssonar frá 1939. Séra Jón Helgi minntist líka mannvin- arins og kennarans góða, Þórar- ins á Tjörn sem kenndi í Svarfað- ardal í nær hálfa öld, en ferming- arbarnahópurinn fyrrnefndi var meðal nemenda hans. Kirkjukór- inn söng sálma sem Þórarinn kenndi nemendum sínum, og tók söfnuðurinn vel undir. Meðal kirkjugesta var séra Stefán V. Snævarr. fyrrum prófastur. og Helgi Símonarson fyrrum bóndi og skólastjóri, en hann á 80 ára fermingarafmæli á þessu ári. I tilefni af hálfrar aldar ferm- ingarafmælinu gaf hópurinn fermingarkirkju sinni tvo skírn- arkjóla. Fyrr um daginn höfðu nokkur úr hópnum heilsað upp á gamlan og ástsælan kennara sinn. Dagbjörtu Asgrímsdóttur í Lambhaga, er áður var lengi hús- freyja á Grund. Hún hafði kennt þeim á Þinghúsinu, aðallega í unglingaskóla, stundum í barna- skóla og oft var hún prófdómari. Að messu lokinni bauð Frið- rika Óskarsdóttir í Arnarhóli á Dalvík fermingarsystkinum sín- um til rausnarlegra kaffiveitinga í hinum glæsilega sumarbústað Ijölskyldunnar á Kóngsstöðum. Næst hélt hópurinn niður á Þinghús, dvaldi þar góða stund, rifjaði upp gamíar minningar frá fornum skóladögum hjá Þórarni og söng gamalkunna söngva. Og enda þótt margt af þessu fólki hefði sjaldan hist frá því á ferm- ingardaginn. bar ekki á öðru en hópurinn væri vel samæföur, því lengi býr að fyrstu gerö: Lagðut' \ar blómvöndur á leiðín Þórarins í Tjarnarkirkjugaröi. Þessu næst var ekið til Akur- eyrar. Ein úr hópnum, Sólveig Pétursdóttir Eggerz (Dollý). list- málari frá Hánefsstööum, var um þessar mundir með undurfallega málverkasýningu í Gamla Lundi og skoðaði hópurinn sýninguna í boði listakonunnar. Þar gat m.a. að Iíta margar eigulegar myndir úr Svarfaðardal. Deginum lauk með því að snæddur var góður kvöldverður á Hótel KEA. Kvöldið leið við skemmtilegar samræður í þægi- legu umhverfi. Og þar með lauk þessu ánægjulega fermingar- barnamóti. J.J.D. Sólveig P. Eggcrz. Mynd úr Svarfaöardal í baksýn. Ljósm. Jón llullgr. Fcriningarbörn frá Upsakirkju 1939 ásanit kcnnuruni. Frcmri röö f.v.: Ásgeir P. Sigurjönsson kcnnari, scm átti sjötíu ára fcriningaralinæli, V'aldís Jóliannsdóttir, Stcininuni, Hrönn Kristjánsdóttir Brckku, Kunnvcig Stclánsdótt- ir, kcnnari, Hclgi Símonarson skólastjóri, sem átti áttatíu ára fcrmiiigarafmæli. Pálrún Antonsdóttir Hrisiim Aftari föö f.v.: Óskar Jónsson Ártúni, Rósa Siguröardóttir Kambliaga, Bjiirn Klíasson Víkurbóli, Hildur Jóliannsdóttir Hruna, Friöjón Kristinsson li jalla, Kilja Siguröardóttir Mói, Höröur Sigfússon, Bjargi og Baldvina (iuölaiigsdóttir Bcssastööum. Fjarstaddir voru Birgir Kristjánsson Höfn, Baldvina Gunnlaugsdóttir Sæbóli, Jóna Árnadóttir Haukafclli og Þórdís Sigurjónsdóttir Laxamýri. Fermingarböm Upsasóknar 1939 Tveir liópur feriiiingarharna úr Vallaprestakalli frá árinii 1939 koniti saman og niinntust þessa alinælis síns á liönu siimri. Sr. SteTán Kristinsson á Völlimi fermdi. Á Dulvík (Upsakirkju) lermd- ust 15 börn og eru þau öll á lífi. 11 þeirra mættu og héldu upp á 50 ára fermingarafmæliö ásamt 3 kennurum frá bttmttskóhiárun- um. Það voru l lelgi Símonarson. sem sjállur átti 80 árti fermingar- afmæli en htinn er nú 94 ára. Asgeir Pétursson sem átti 70 ára fermingarafmæli og Rannveig Stelánsdöttir. Almælisbörnin færðu Dalvtk- urkirkju að gjöf kr. 75.000 í tileliii tifmælisins. sem var vel lukkað í alla staði. Á skíðum í júlílok Ekki er það algengt liér að menn gangi á skíðuin iini fjöll- in á síðsumri. En einhvcrn tím- ann verður allt fyrst og um helgina 29.-30. júlí var farin skíðaferð á Gljúfurárjökul. 2 ungir og vaskir piltar frá Akurcyri bjuggu sig út með nesti og nýja skó, skíði og talstöð og óku fram í Stekkjarhús. Þessir ungu og vösku menn eru báðir svarfdælskrar ættar, Tómas Júlíusson (Björnssonar í Lauga- hlíð) og Kári Magnússon (Frið- rikssonar á Hálsi). Þaðan gengu þeir yfir í Al- menning á brúnni utan og ncöan við Sveinsstaði og þaöan eins og leið liggur upp á Gljúfurárdal (Litladal) og fram að jökli. Þeir gengu upp með jöklinutn vestan- Frá vinstri Kári og Tónias. verðum þar til kom þar að sem hann er mjög flatur. Þar tjölduðu piltarnir á jöklinum og áttu ágæta nött í svefnþokum sínum. Á þessum stað er jökullinn sprung- inn og eru þar „jarðföll" stör eða katlar og engum hollt að detta niður í. Á sunnudagsmorguninn 30. jú 11 stigu þeir félagttr á skíöi sín og gengu upp jökuTinn vestan viö Hnjúkinn eða hamarinn Blekkil, sem ber yfir Gljúfurárjökul miðj- an og blasir við sjónum ncðan úr sveitinni 1200? metra hár. Þaðan höföu þeir ágætt talsamband við Björgunarsveitina á Dalvík (Stef- án Gunnarsson). I.jósni. SIJ. Heimferðin niður jökulinn var létt og skcmnitileg því nýsnævi var enn á honum öllum og skíða- færi ágætt nema á fremstu tot- unni þar sem er bláís og grjót og sprungur miklar. Til að segja alla söguna má bæta því viö. að á heimleiðinni frá Stekkjarhúsi óku þeir félagar fram á 3 fálkaunga, scm voru á vappi við vegbrúnina og voru svo spakir að næstum var hægt að klappa þeim um bakið. Gott er til þcss að vita að fálkar ungast út hér í dalnum og munu þessir hafa alist upp í gljúfri einu ónefndu í Skíðadalnum. Y0GA Yogatímar mínir byrja 2. okt. í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri. Fáið nánari upplýsingar í síma 61430. Steinunn.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.