Norðurslóð - 28.09.1989, Síða 4

Norðurslóð - 28.09.1989, Síða 4
4 - NORÐURSLOÐ Ganila þulan - með leiðréttingu Önnu Snorrad. Hafið þið heyrt um ána og hetjuna hann Stjána. Snemma dags til dala drengur fór að smala. Út um alla móa alltaf var að hóa. Hund sinn lítinn hefur honum skófir gefur. Sauðfé saman elti seppi hljóp og gelti. Hjörð í húsið gengur hópinn telur drengur. Eina vantar ána æ það er hún Grána. Hann varð afar hræddur hurðum lokar mœddur. Lagði af stað í leitir lengi göngu þreytir. Hana loks hann hitti hálfdauða í pytti. Ennþá dró hún anda en ekki máitti hún standa. Ekkert orð hann sagði ána á herðar lagöi. Hana i hæinn har liann hýsna þreyttur var hann. Bjó um hana í heyi hlúði að nótt sem degi. Á nýmjólk hana nærði nýja krafta færði. Ef menn eins og Stjáni ynnu að hinna láni, hlýnaði í hugársetri og heimurinn yrði hetri. Við kafiiborö í Yurmalilíð. Fremst á mvnriiimi f'rá vinstri Petrína Zóplióníasdóttir. Anna Jóhannesdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Lilja Tryggvadóttir og Astdís Óskarsdóttir. Ljósm. Sólborg Friðbjörnsd. Skemmtiferð í Skagafjörð - Gott framtak Lionsklúbbs og kvenfélaga Mánudaginn 17. september el'ndu Lionsklúbburinn og kvenfélögin í sveitinni og á Dalvík til skemnitifcröar aldr- aöra vcstur í Skagaljörö. Uni 50 nianns niættu til leiks og var fariö í cinni þéttsetinni riitu eins og leið liggur vestur uni Öxnadalsheiöi. Veður var gott og tökst ferðin með ágætum vel. Fyrsti áfangastaður var Silfra- staðarétt í Norðurárdal. Fað er stór skilarétt fyrir megnið af Akrahreppi. Búið var að draga Bréf frá Önnu Snorradóttur Kæra Norðurslóð. Lengi hefir staðið til hjá mér að skrifa þér smápistil, en ýmislegt komið í veg fyrir slíkt tiltæki m.a. langvarandi las- leiki en nú langar mig að láta veröa af því að senda þér smá grcinarstúf. Það eru einkum þrennt sem veldur því, að ég sest við skriftir núna, en fyrst vil ég þakka blaðið og geta þess, að ég hefi alltaf gaman af að fá það og les það oft á tíðum spjaldanna á milli. Eins og nærri má geta, þekki ég mjög lítið orðiö til fólks og þaðan af síður mannlífs í Svarf- aðardal, en engu að síður finnast stundum snertipunktar, sem nægja mér til margs konar upp- rifjunar og minninga um löngu liðna tíð. Dagbókin hans Jóhanns á Hvarfi m.a.s. hefir oft orðið mér umhugsunarefni í ys og þys borgarlífsins. Það róar hugann að líta yfir þessar stuttu og gagnoröu frásagnir, sem scgja kannski oft meira en langar rit- gerðir um það líf, sem lifað var í sveitum landsins í tíð afa og ömmu. En fyrst og fremst segir það, finnst mér, hve fátt bar til tíðinda og, hve eftirtekt manna var næm og að niörgu leyti merkileg. Við fáum stundum fréttir af því. Iiver kom að kveldi eða hvernig viðraði við jarðarför. Jú, það er sannarlega margt gott í þessu blaði og ég vona að það haldi áfram að flytja frásagnir af fólki og lífinu í dalnum fagra. Þuian í jólablaðinu Fyrst er þá að geta þulunnar í jólablaðinu um hann Stjána, sem fór að smala. Það var gaman að heilsa upp á þennan gamla kunn- ingja. Ég hefi aldrei fyrr séð hana á prenti, en það segir að sjálf- sögðu ekkert um þaö, hve oft hún hefir birst. Ég lærði hana scm smástelpa, og hélt að ég hcfði haft hana frá móður minni, sem kunni býsnin öll af þulum. En líklega er hún til mín komin af vörum föður míns, eða nú álykta ég sem svo, þegar ég sé hana í blaði úr Svarfaðardal. Hann kunni líka ósköpin öll af þulum og gömlum húsgöngum. En svo kemur þaö fyrir eins og oft um slíka húsganga, að í prent- uðu þuluna ykkar vantar tvær línur, sem ég lærði á sinni tíð. Á eftir línunum „hana loks hann hitti/hálfdauða í pytti", (ég lærði: „hálfdauða ofaní pytti) eiga að koma samkvæmt minni útgáfu: „Ennþá dró hún anda/ en ekki mátti hún standa." Þetta nefni ég bara til gamans og það sýnir raunar, að ævinlega, eða a.m.k. oft, voru þessar gömlu þulur í mörgum gerðum. Kveðskupur Jóns Sælor, í sama blaði bls. 9 er grein mcð ofanskráðu heiti. Þar stendur á einum stað: „Sagt er að Snorri heitinn Sigfússon hafi safnað saman öllum vísum Sælors, sem hann kom höndum yfir, og það muni hafa verið töluvert safn. En því miður hefir þetta safn glatast, að því að sagt er, og er það skaði." Hér er ekki rétt með farið og hefði sá er greinina ritaði, auð- veldlega getað aflað sér upplýs- inga um það hjá mér. Það er alveg hárrétt, að faðir minn safn- aði vísum eftir Jón Sælor, og hann kunni líka fjölmargar frá unglingsárum og fór oft með þær okkur til skemmtunar. En ekkert af þessu er glatað. Faðir minn skrifaði einnig þátt af Jóni og hef- ir sennilega ætlað, þótt ég viti það ekki með vissu. að hafa hann í minningarbókum sínum en hætt við það, einhverra hluta vegna. Svo var um margt annað efni, sem hann fékk mér til varðveislu. Það hefir hvarflað að mér að birta þáttinn af Jóni Sælor og eitthvað af vísum lians, en ekki hefir oröið úr því, enn sem kom- ið er. En ekkert er glatað, og það vildi ég leiðrétta. Örlög SNERRU í Jaróbrúarlandi í þriðja og síöasta lagi, langar mig að minnast á Snerru. Ég vona að ég komi í verk að segja Svarfdælingum frá því, hvers vegna bústaður foreldra minna, Snerra, var látinn fjúka burt og hverfa. Það er nokkuð löng saga, sem ég vona að mér gefist tími til að skrifa, finna myndir þaðan og vísur úr Snerru-Eddu, en svo hét gestabókin. Ég hefi orðiö vör við, að Svarfdælingum þykir það ólíkt Snorra Sigfússyni, að sýna ekki litla húsinu sínu ræktarsemi. Það er raunar engin furða, að þeir sem þekktu hann eigi erfitt með að skilja þetta. En allt á sín- ar skýringar og líka örlög Snerru. Með bestu kveðjum, Anna S. Snurradóttir. Þetta vinsainlega bréf barst blaðinu sköinmu eftir að það var komið í suinarfríið. Það er vissu- lega alltaf bressandi og uppörv- andi að fá einhver viðbrögð frá lesenduni við því, sein blaðið llytur. Það er gott að heyra, að sú fregn var röng, að Sælorsvísna- safn Snorra Sigfússonar væri glat- að heldur vel geymt bjá Önnur dóttur lians. Kannske við fáuni eitthvað úr þcirri syrpu t.d. í jóla- lilaðið næsta, og víst væri vel þegið að hún sendi okkur nieira efni til birtingar. Við höfuni góða reynslu af henni hér „á hlaðinu" eins og stóru bræður okkar segja. að mcstu þegar gestina bar að garði en fé var enn í mörgum dilkum sumuni stórum því Blöndhlíðingar ciga sumir margt fjár, allt upp í 600 ær á bæ. Held- ur þótti Svarfdælum dauft yfir réttarlífinu, engir hestar, enginn söngur, ekkert kaffi og fátt fólk. Sinn er siður í landi hverju. Ekki var lengi staldrað við á þcssum stað, en ekið í Varmahlíð þar sem ferðafólkinu var boðið upp á gott kaffi. Næst var ekið í Glaumbæ og safnið skoðað, en síðan haldið áfrám um Sauðárkrók áleiðis heim til Hóla. Á þeirri leið var ekinn hringvegur um Hegranes og var þá farin leið, s’em fæstir höfðu áður farið. Á Hólum tók á móti hópnum bústjóri á staðnum, Trausti Pálsson, sem sýndi gestum nývið- gerða dómkirkjuna, sem nú er orðin falleg og vel luiin bæði ytra og innra. Þá var mönnum boðið að ganga í bæinn. þ.e. álmu úr skólahúsinu, þar sem tekið var upp nesti, sem fararstjórar höfðu með sér að heiman. Þangað kom einn af kennurum bændaskólans, Valgeir Bjarnason, og sagði gest- unum frá gangi mála á Hólum, skólahaldi og búskap. Það gladdi alla vini Hólastaðar að heyra og sjá, að allt stendur með blóma á staðnum og er nú verið að skipta um jarðveg og búa undir malbikun allra brauta og hlaða kringum skólahús og kirkju. Ekki síður að heyra, að skólinn cr fullsetinn og vel það, nemcndur verða yfir 50 alls og cr þá drepið í hverja smugu á staðnum. Að lokinni ænægjulegri dvöl heima á Hólum var síðan ekið eins og ieið liggur „út að austan" eins og Skagfirðingar segja og um Lágheiði og Múla lieim á gönilu Dalvík og hélt hver til síns heima í kaupstað og sveit. Norðurslóð mælir fyrir munn allra ferðafélaganna þegar hún þakkar félögunum, sem að þess- ari skemmtiferð stóðu, prýðilega ferö og óskar þeim allra heilla í störfum. Stuldraö viö á Glaiiinbæ. Ljósm. Sullim” Frióhjörnsd. Við kaffiborðið. F.v. Þórarinn P. Þorleifsson, Júlíus F.iðsson. Kristín Ósk- arsdóttir, Gunnar Rögnvaldsson, Vilhelm Sveinbjörnsson og Friöjón Krist- insson. Ljósm. Sólbjörg Friðbornsd.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.