Norðurslóð - 28.09.1989, Síða 5

Norðurslóð - 28.09.1989, Síða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Dalvíkurskóli: Viðtal við skólastjórann - Þórunni Bergsdóttur Nú þegar komið er hrímkalt haust taka skóla landsins til starfa á ný, í septemberbyrjun í bæjunum en 2-3 vikum seinna í mörgum skólum dreifbýlisins svo að börn og unglingar geti tekið þátt í annríki haustsins. Fréttamaður Norðurslóðar lagði leið sína upp á skrifstofu skólastjóra Dalvíkurskóla, Þórunnar Bergsdóttur, þar sem hann átti pantað smávið- tal. Að gömlum og þjóðlegum sið er Þórunn beðin að gera grein fyrir sjálfri sér, ætt sinni og uppruna. Eg er 42 ára gömul, fjögurra barna móðir, fædd á Akureyri dóttir hjónanna Jónínu Sveins- dóttur frá Steindyruni á Látra- strönd og Bergs Pálssonar skip- stjóra á Akureyri, en hann er næstyngsti sonur hjónanna Svan- hildar Jörundsdóttur og Páls Bergssonar í Hrísey, sent margir Svarfdælir þekkja til og muna eftir. Páll afi ntinn var fæddur á Atlastöðum. en alinn upp á Hæringsstöðum, elstur af 7 son- unt hjónanna þar, Guðrúnar Pálsdóttur og Bergs Bergssonar. Páll afi minn var Möðruvellingur og kenndi unt skeið börnunt á Böggvisstaðasandi og eitthvað í niðursveitinni hér fyrir aldamótin Páll Bergsson. áður en hann flutti til Ólafsfjarð- ar og gerðist þar kaupmaður og síðar í Hrísey. Eg er þannig ey- firsk í báðar ættir og svarfdælsk að einum fjórða. Eg var í Kennaraskólanum í Reykjavík 1966-67 cn lauk ekki nántinu þá. Eg vann í Búnaðar- bankanum í Reykjavík í nokkur ár. Pá flutti ég til Akureyrar, fór að kenna og kenndi þar í tólf ár. Eg eignaðist börnin mín 4 og þá loks var ég tilbúin að ljúka kennaranáminu. Og prófið tók ég ekki fyrr en vorið 1981. Til Dalvíkur fluttist ég haustið 1987 og varð yfirkennari við skól- ann hér þangað til nú í ár að ég tók við skólastjórastöðunni af Trausta Porsteinssyni þegar hann gerðist fræðsjustjóri NA-kjör- dæniis. Svona er nú lífshlaupið í sent allra skemmstu máli. - Hvað viltu segja um Dalvík- urskóla í stuttu máli? Þetta er grunnskóli með fram- haldsdeildum tengdum sjávarút- vegi. I grunnskólanum (skyldu- náminu) eru nemendur 262 en á framhaldsstiginu 45 eða alls 307. Við höfum stýrimannadeild 1. og 2. stig (byrjaði 1981) og svo fisk- vinnsludeild 1. og 2. stig. Við skólann starfa alls um 40 manns, aðallega auðvitað kennarar ým/st í fullu starfi og vel það eða í hlutastarfi. Það hefur gengið greiðlega að manna skóiann að kennaraliði þótt reyndar séu fáir með kennsluréttindi sent kenna við framhaldsdeildirnar, en þeir Bræður og kollegar, séra Jón Helgi Þórarinsson t.v. og séra Pétur Þór- arinsson í skóginum. „Kirkjugestir" þiggja veitingar að inessu lokinni. Ljósm: Hallgr. E Ljósm: Hallgr. E. eru einkurn menntaðir í Stýri- mannaskólanum í Rcykjavík og Fiskvinnsluskólanum í Hafnar- firði og eru alveg frábærlega vel fallnir til þessarar kennslu. - Þessi fiskvinnslubraut. Er hún eitthvað sérstakt fyrir ykkur hér á Dalvík? Já. það er a.m.k. ekki um slíkt nám að ræða á Akureyri. Pað er um það samkomulag milli okkar og Verkmenntaskólans þar, að þeir séu ekki með þetta, sem við sérhæfunt okkur í hér viö skólann. Og við vonum að við getum útskrifað héðan fiskiðnaö- armenn eftir 3. námsáfanga vorið 1991. Svo á að veröa hægt að taka eitt ár í viðbót og verða þá fisktæknir, en framtíðin sker úr því, hvort við getum einnig tekið það að okkur hér. Við höfum ntikinn áhuga á að byggja upp verulcga góðan sjáv- arútvegsskóla hér á Dalvík og okkur þykir það bara mjög eðli- legt þar sem Háskólinn á Akur- eyri er að setja í gang sjávarút- vegsbraut hjá sér og hefur ein- mitt sýnt áhuga á þessu starfi hjá okkur. Héðan myndi hann m.a. fá nemendur þó með eitthvert viðbótarnám í Verkmennta- skólanum. - Eg sé að þetta er allt nijög inerkilegt mál og mikils vert fyrir skólann og staöinn að vel takist til með framhaldiö. En hvað um nemendurna, hvaðan koma þeir? Nentendurnir eru úr ýmsum landshlutum, Reykjavík, Ólafs- vík. Fáskrúðsfirði. Stöðvarfirði. En mest eru það þó Norðlending- ar, t.d. frá Hofsósi, Skagaströnd, Húsavík, Akureyri og auðvitað líka frá Dalvík. Petta fólk býr hér í heimavistinni, en hún er nú orð- ið tnjög lítið notuð af grunn- skólanemum úr nágrenninu þó að hún væri upphaflega einkum ætluð þeim. Pó eru þar fáeinir krakkar úr Svarfaðardal, frá Hrísey og úr Grímsey. Og nemendur frá Árskógsströnd hafa þar athvarf og gista við og við einkunt þegar eitthvað er um að vera í félagslífi skólans. - En hvað viltu segja um starf- ið í hinum almenna grunnskóla. Eru þið með einhverjar nýjungar þar? Ég gæti kannski nefnt nýja val- grein í 9. bekk, sem við erum að byrja á núna og köllunt sjálfs- mennskubraut. Mér finnst að unglingar úr stað á borð við Dal- vík þurfi kannski dálítið annan og meiri undirbúning undir inn- göngu í framhaldsskóla heldur en unglingar á stóru stöðunum þar sem framhaldsskólarnir eru. Ég hugsa mér þessa braut sem undir- búning undir það að standa á eig- in fótum. Þcir þurfa að standa í því að afla sér húsnæðis, ráðs- mennskast í peningamálum. jafn- vel að elda ofan í sig o.s.frv. o.s.frv. >— FISKVINNSLUDEILDIN DALVÍK Þórunn Bcrgsdóttir skólastjóri. I.jósm. HEÞ. Líka ætlum við að bjóða nemendum 7. og 8. bekkjar upp á tölvunámskeið, sent verður þá núna fram að jólum fyrir þá. sem áhuga hafa. Svo er það nýtt. að viö bjóðum nemendum 8. og 9. bekkjar að velja um hraöferð eða hægferð í íslensku og stærðfræði. Pá velja þeir um hvort þeir vilja fara dýpra ofan í námið og hægar yfir eöa hvort þeir vilja heldur fara hraðar og taka meira efni. - Og þá velja þau sein meira liafa sjálfstraiistið og dugnaðinn auðvitað hraöferöina? Pað er nú allur gangur á því, þetta fer mikið eftir persónuleika hvers og eins, hvað hann vill leggja mikið á sig eða hvað pass- ar honum. Petta vona ég að ýti undir sjálfsþekkingu nemend- anna fyrr en ella. Petta hefur ver- ið prófaö í Reykjavík a.m.k. og kannski víöar og þykir hafa gefist vcl. - Að lokiim Þórunn. Er gnm- an að vera skólastjóri við Dalvík- urskóla? Ég hef nú ekkcrt velt því fyrir mér, hvort þaö sé gaman eða ekki gantan. Frekar hef ég spurt sjálfa mig að því livort ég standi mig í starfi eða ekki. Jú. víst þyk- ir mér það skemmtilegt vegna þess að ég hef áhuga á skólamál- um og hef gaman af að takast á við hluti og reyna að koma þeint áfram. svo er nú ekki amalegt að vera skólastjóri með svona gott kennaralið, sem hér er. Og svo eru nemendurnir líka ágætisfólk upp til liópa. Norðurslóð þakkar Þórunni spjallið og óskar licnni og Dal- víkurskóla góös gengis. HEÞ Nokkrir nemendur Húsaliakkaskóla hjá skólabílnum Húsabakkaskóli Húsabakkaskóli hóf vetrarstarf sitt 19. sept. sl. í 1.-8. bekk verða 43 nemendur á komandi vetri, en þeir dvelja allir í heimavist. Að auki verða 8 nemendur í for- skóladeild. Starfslið skólans er óbreytt frá sl. vetri og má segja að óvenju- legur stöðugleiki hafi vcrið í starfsmannahaldi skólans síðustu árin. Vegna þess hve fátt er í sumunt árgöngum nemenda verður óvenju mikið um samkennslu tveggja til þriggja árganga að þessu sinni. Það leiöir til þess að stundaskrá nemenda verður nteð flóknara móti. Á móti kentur, að tekist hefur að þjappa saman vikulegri stundatöflu þannig að allir bekkir hafa lokið starfi um hádegi á föstudögum. Yngstu deildir skólans hefja sitt starf eft- ir hádegi á þriðjudögunt. Til þess að bæta upplýsinga- streymi frá skólanum til foreldra er nú unnið að gerð starfsáætlun- ar, sent send verður á hvert heim- ili. Par í verða allar nauðsynleg- ustu upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Tónlistarskóli Dalvíkur verður að venju með kennslu að Húsa- bakka og ríkir mikill áhugi á tón- listarnáminu meðal nemenda skólans. BÞ.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.