Norðurslóð - 26.10.1989, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær
13. árgangur Finimtudaginn 26. oktúbcr 1989 8. tölublað
Starf'snienn Nctagerðarinnar: Fremri röö f.v. Hjalti og Skafti Þorsteinssynir. Aftari röð f.v. Anton Páll Níelsson,
Kristinn Þorleifsson, Björn Elíasson og Júlíus Kristjánsson forstjóri.
Ungfrú Dalvík 1989
Árndís Guðný Grétarsdóttir var kjörin Ungfrií Dalvík 1989 fyrsta vetrardag
í Víkurröst. Slysavarnardeildinnar á Dalvík og samkomuhúsið Víkurriist
stóðu fyrir fjölmennri fjölskylduhátíð incð borðhaldi og skemmtiatriðum.
Þótti hátíöin takast hið besta. Árndís er fædd og uppalin á Dalvík, dóttir
hjónanna Grétars Kristinssonar og Margrétar Hafliöadóttur. Mynd: óþh
Netagerð Dalvíkur hf. 25 ára
Fyrr á þessu ári átti Netagerð
Dalvíkur 25 ára afmæli. I til-
efni af því heimsótti blaðamað-
ur Norðurslóðar fyrirtækið nú
á haustdögum. Ránarbraut
heitir gatan sem liggur með-
fram sjónum og hafnarsvæöinu
í átt suður á Sand. Við Rán-
arbraut stendur Netagerð Dal-
víkur, það vekur athygli
hversu snyrtilegt er umhverfis
verkstæðið. Þarna alveg niður
við flæðarmál á maður varla
von á að sjá trjágróður hvað þá
skrautblóm. En þarna gefur að
líta blátopp, alaskavíðir, aspir
og fleiri trjátegundir, og kerin
með sumarblómum er nýbúið
að taka inn undir vetur. Steypt
plan er við innganginn og
grasflöt vestan við húsið,
þarna hlýtur þó sjór að rjúka
yfir í norðanstormum, það
viröist þó ekki koma að sök.
Júlíus Kristjánsson er fram-
kvæmdastjóri Netagerðar Dal-
víkur og einn af eigendum.
Júlíus gaf sér tíma til að rabba
örlitla stund við blm. og fræddi
hann um starfsemi Netagerðar-
innar í þessi 25 ár.
Áður en Netagerð Dalvíkur
var stofnuð var hér starfandi ann-
að netaverkstæði Netjamenn hf.
og var stjórnandi og eigandi þess
Kristinn Jónsson sundkennari.
Hjá honum unnu í mörg ár allir
þeir sent seinna stofnuðu Neta-
gerð Dalvíkur.
Hverjir voru svo stofnendurn-
ir?
Við voru 6 stofnendurnir. það
voru auk mín þeir Hjalti og
Skafti Þorsteinssynir, bræðurnir
Haukur og Níels Kristinssynir og
Kristinn Þorleifsson. Haukur lést
fyrir örfáum árum.
Það hefur auðvitað ýmislegt
breyst á þcssum árum. Voru t.d.
nælonnet komin til sögunnar
þegar þið byrjuðuð?
Nei, nei. þegar við byrjuðum
var þetta hampur og bómull,
nælonnetin byrjuðu að koma í
kringum 1960, og fyrst var það
notað einungis í hluta af netun-
um þar sem mest á reyndi, þetta
þótti nú dýrt.
Við vorum alltaf í þessu tjöru-
dóti, það þurfti að lita bómullar-
og hampnetin, það var hér litun-
arstöð sem Kristinn Jónsson kom
upp, og það voru sérstakir tjöru-
litir sem litað var úr. Fyrstu
nælonnetin voru hvít svo það
þurfti líka að lita þau. Nú erum
við löngu hættir að lita og litunar-
stöðin notuð sem geymsla. Nú
snertum við heldur ekki lengur á
síldar- og loðnunótum, nú er það
bara botnvörpur, bæði rækju-
troll, dragnót, þorsktroll allskon-
ar og svo auðvitað þroskanet.
Hverjir eru svo viðskiptavin-
irnir?
Það eru þeir hérna, Dalvíkin-
garnir, og svo einn og einn
aðkomubátur, hérna áður fyrr
gerðum við dragnætur fyrir við-
skiptavini vítt og breitt um
landið, en nú eru komin verk-
stæði svo víða.
Þið fullnægið þörfum heima-
manna?
Já, já, þeir skipta alveg við
okkur, og þeir eru góðir við-
skiptavinir, og í sambandi við
greiðslur. þá er það alveg sér-
stakt hvað þeir standa vel í
skilum. Þannig hefur það alla tíð
verið. Þetta er auðvitað vegna
þess að það gengur vel hjá þeirn.
Það kemur auðvitað fyrir að
einn og einn bátur kaupir net
annars staðar, því það er nú svo í
veiðarfæragerð að þar eru tísku-
fyrirbrigði líka eins og annars
staðar.
Eru ekki samskonar net alls-
staðar?
Nei, það eru ekki samskonar
net, og hérna áður fvrr hvíldi
meiri leynd yfir, og maður lét
ekki teikningar af síldarnótum
sem maður seldi.
En er nokkur vandi að komast
yfir munstur frá öðrum netagerð-
um?
Nei, nei, ég er til dæmis nýbú-
inn að taka upp troll hérna úti á
bryggju og tclja það út. Þetta er
allt miklu opnara núna, það er til
dæmis hægt að fá myndspólur
núna, Hampiðjan er farin að
standa fyrir rannsóknum neðan-
sjávar með veiðarfæri, og það er
hægt að fá teikningar af viðkom-
andi trolli, og nú lætur maður alla
hafa teikningar af sínu trolli.
Og það eru ekki sjáanlegar
ncinar breytingar á veiðiaðferð-
um?
Nei það lield ég ekki, það hafa
alltaf verið notuð net, alveg frá
dögum Krists og lcngur, og þau
verða notuð meöan fiskur vcið-
ist.
Fyrstu árin okkar hérna á
Netagerðinni vorum viö líka með
aðsetur á Vopnafirði, þetta var á
síldarárunum, og við vorum
ýmist þar eða hér á Dalvík yfir
sumartímann. En svo breyttist
allt, loðnan fór að færa sig fjær og
síldin hvarf héðan, þá hættum við
Framhald á hls. 4
Haust í Svarfaöardalsbotninuin.
Vetur gengur
Samkvæmt venju skal hér farið
nokkrum orðum um haust-
veðráttuna og fleira, sem teng-
ist veðurfari. Grúskarar fram-
tíðarinnar geta e.t.v. fundið
hér merkilega samtíöarheimild
ef ske kynni að þeir þyrftu að
vita hvernig haustið var á því
herrans ári 1989.
Það er skemmst frá því að
segja, að september var óvenju-
rakur með um það bil helmingi
meiri úrkomu en venjulegast er.
Gekk bændum illa að Ijúka hey-
skap og tókst þeim síðustu ekki
fyrr en eftir mánaðamót sept.-
okt. Snjór hefur ekki enn fallið
svo teljandi sé, aðeins smáföl um
miðjan október, sem fljótt hvarf
og hjarir nú aðeins hátt til fjalla.
Kartöflugrös féll sumsstaðar
snemma í september sem var of
snemmt með tilliti til þess, hve
seint voraði svo að unnt væri að
setja niður. Uppskera hcfur því
orðið með minna móti, en engan
veginn afleit þó. Lakleg en ekki
hrakleg má segja.
í garð
Berjaspretta var síðbúin, en
cndaði þó með að verða jafnvel
óvenju mikil a.m.k. sumsstaðar
hér um slóðir. Það hjálpaði að
engin hörð frost gerði í septem-
ber og reyndar ekki fram á þenn-
an dag. Því var hægt að tína ágæt
ber óvenju lengi frameftir. Og í
dag, 22. október á 2. degi vetrar,
var ritstjóra boðið upp á nýtínd
bláber frammi í dal og reyndust
þau bara býsna góð og niundu
vera vel nýtileg með skyri og
rjóma. Ótrúlegt en satt.