Norðurslóð - 26.10.1989, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og abyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Afgreiðsla og innheimta: Sigríöur Hafstaö, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaidur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent
Dagbók Jóhanns
á Hvarfi
- Anno 1898
1. janúar. Frost 14 stig, bakki til
hafs. Fóru Stefán og Lilja heim-
leiðis, þau gistu í nótt. Komu
hjónin á Þverá Sigurður og Júlí-
ana, töfðu lengi. Nonni og Jói
fóru til Upsakirkju. Logn og
tunglsljós allt kvöldið.
2. jan. Fór ég ofan á Sand.
Aðaifundur íshússins haldinn á
loftinu. Gisti að Jóni Stefánssyni,
vorum við til kl. 12 að aðgæta
ýmislegt við reikninga.
20. jan. í kvöld byrjaði Jói að
binda bækur eftir að vera mánuð
hjá Friðbirni Stefánssyni Akur-
eyri.
22. jan. Var sett upp í vefstól-
inn hvítt ullarverk, 68 álnir.
24. jan. Sent eftir lækni frá
Hofi, Þorfinnur lagðist í taksótt
mjög þungt.
25. jan. Kom Mangi á Upsum
til að vera við tilsögn (Sonur Jóns
M. Magnússonar).
30. jan. Kom Leifi í Gerði,
Steini í Gröf, Jói á Hjaltastöðum
og Steini á Hvarfi (Vestur-íslend-
ingurinn Þ.Þ.Þ. rithöfundur)
verða hér við tilsögn hjá Jóa.
8. febrúar. Fór Nonni ofan að
aka ís að íshúsi.
10. feb. Ekið ís að íshúsi 3.
daginn í röð. (úr Flæðatjörn-
Sandgerðistjörn.)
17. feb. Dó Hans Baldvinsson
Miðkoti 80 ára. Hefur hann dval-
ið allan aldur á Upsaströnd, hvar
séra Baldvin faðir hans bjó, svo
hefur hann fluttst í kotin Lækjar-
bakka og Miðkot, livar hann nú
dó hjá Jóni syni sínum. Hann var
skáldmæltur og greindur, einnig
við margt brugðið.
21. febrúar. Kom Páll á Atla-
stöðum, sagði að Stefán á Sandá
lægi, líka Jón á Jarðbrú og Jón á
Ingvörum (Kristjánsson). Dó
barn á Urðum. Sigurður læknir
kom í Ingvarir.
23. feb. I dag fóru aðkomupilt-
ar heim hafa allir verið mánuð
við kennslu hjá Jóa, og Tryggvi
með þeim. I gærkvöldi komu
aftur: Þorsteinn á Sandinum
(Þorsteinn kaupmaður), Jóhann
á Hofi (bóndi í Garðakoti um
skeið), Þorleifur í Klaufabrekk-
um (Þorleifur í Skemmunni),
Páll Atlastöðum (Páll bróðir
Björns fræðimanns), Sigfús
Krosshóli (síðast Steinstöðum),
verða þessir 5 til kennslu. Dó
Hallur Gíslason Hverhóli 70 ára.
7. mars. Liggja 7 á Grund,
víða lasleiki.
2. mars. Dó barn í Tjarnar-
garðshorni, annað barnið úr
barnaveiki, Stefán að nafni
Nýir hreppsncfndarmenn 1898: Jón Stefánsson, Gísli Jónsson og Jóhannes Þorkelsson.
Mikflvægt
brautirð j anclastarf
Kennsla tengd sjávarútvegi hefur veriö stunduö á Dal-
vík síöastliðin 8 ár og er í stöðugri þróun. Að undan-
förnu hafa fjölmiðlar, a.m.k. hér á Norðurlandi, gert
þessu framtaki Dalvíkurskóla góð skil, og í síðasta tölu-
blaði Norðurslóðar var t.d. allítarlegt viðtal við skóla-
stjórann, Þórunni Bergsdóttur, sem að verulegu leyti
snerist um þennan þátt skólastarfsins.
I stuttu máli er hér um að ræða kennslu í tveimur
meginþáttum sjávarútvegsfræöa þ.e. á skipstjórnar-
braut allt frá 1981 og á fiskvinnslubraut, sem síðar bætt-
ist við. Báðar þessar brautir eru í þróun og góðum vexti
og geta í nánustu framtíö skilað atvinnulífinu ágætlega
menntuðum fagmönnum hvor á sínu sviði. í viðtali seg-
ir skólastjórinn m.a.: „Eg vil í framtíðinni sjá hér rísa
öflugan sjávarútvegsskóla og nemendur í honum geti
síðan sótt frekara nám til væntanlegrar sjávarútvegs-
brautar Háskólans á Akureyri.“
Ekki er minnsti vafi á því, að hér er um að ræða eitt
hið allra mikilvægasta mál fyrir Norðlendinga og lík-
lega miklu fleiri bæði austanlands og vestan, enda eru
nemendur farnir að koma hingað úr verstöðvum í þess-
um landshlutum. Hefur þar sitt að segja hin prýöilega
heimavistaraðstaða, sem Dalvíkurskóli hefur upp á að
bjóða. Það er áreiðanlega rétt hjá skólastjóranum að
líta á þetta mál í tengslum við Háskólann á Akureyri
því nú ríður mikið á, að sá draumur rætist að nú skapist
öflug miðstöð háskólakennslu í sjávarútvegsfræðum í
víðum skilningi hér í því gamalgróna og öfluga útgerð-
arplássi sem Eyjafjörður og nágrenni hans er.
En jafnframt er þetta stórmál fyrir Dalvík og Dalvík-
urskóla, sem gefur staðnum og stofnuninni aukið gildi
og traustari sess meðal manna og sveitarfélaga lands-
byggðarinnar. HEÞ
f---------------------------------------\
Tíl lesenda
Nú er vetur genginn í garð og þá þarf m.a. að fara að hugsa
fyrir jólablaðinu. Eitthvað er nú þegar til í pokahorninu, en
betur má ef duga skal.
Nú vill blaðið gera lesenduni þau kostaboð að birta rit-
smíðar þcirra í jólablaðinu. Frásagnir, smásögur, Ijóð, eitt-
hvað þjóðlegt efni, sem gaman er að lesa um hátíðarnar.
V_______________________________________/
tveggja ára. (Börn Sig. Halldórs-
sonar síðar Grund.)
25. mars. Fór með Þórði á Stei-
dyrum og vakti yfir stúlku sem er
mjög veik af himnukenndri háls-
bólgu (barnaveiki) á 10. ári.
27. mars. Fóru drengir héðan
sem verið hafa við tilsögn, Jói og
Tryggvi fóru með þeim.
27. mars. Þórunn á Tjörn sótt
úr Syðra-Hvarfi. Fæddi Ingibjöfg
kona Gísla sveinbarn, skírt strax
skemmri skírn nefnt Gunnlaugur
(á Sökku).
28. inars. Sagði Jóhannes
Skriðukoti síli rekið inri á Sandi.
Veikindi talsverð nokkrar mann-
eskjur dáið.
1. apríl. Fór Jói ofán á Sand að
númera tombólumuni.
2. apríl. Gistu 2 piltar, frá
Atlastöðum og Dæli, fóru ofan á
Sand á tombólu sem haldin var á
Böggvisstaðasandi til sjóðstofn-
unar fyrir Bindindisfélag Svarf-
dæla. Itljóp á 140 kr., inn kom í
peningum 80 kr. og svo vörur
sem eigi er séð hvað ganga. Héð-
an fóru 3 drengir og 2 stúlkur.
Var margmennt og dregið upp.
3. apríl. Fóru piltar hér upp á
Neðstu-Brún, sáu þeir af fjalli ís
fyrir öllum fjarðar kjafti inn und-
ir Hrólfsker, út sem eygðist, gis-
inn sumstaðar. Fóru 3 hvalgufu-
bátar út, komu undan ís og hríð
inn á fjörð.
9. apríl. Gunnlaugur á Karlsá
fékk 2 seli, Þorleifúr Hóli 2 og
nóra í nót og 6 rauðmaga, reita
ögn af þessháttar hrognkelsi.
Vigfús á Hellu fékk 9 seli, Jó-
hann í Litla-Skógi 3. Dó Sesselja
í Gullbringu 66 ára (kona Jó-
hanns þar og síðar Ingvörum).
10. apríl. Messað á Völlum,
auglýst uppboð á Grund í Þor-
valdsdal 23. þ.m., nokkrir munir
einnig, skemmtisamkoma í Hrís-
ey 11. þ.m., hreppsfundur hér á
þinghúsi 12. þ.m., og fjárnám á
kirkjugjöldum sem óborguð eru
frá fyrra ári.
11. apríl. Fór Jói á Hríseyjar-
samkomuna. Át af fölið upp fyrir
Álfhól.
22. apríl. Útlenzk -seglskip
slaga inn fjörð, 3 sáust héðan.
26. apríl. Verið að sækja síld á
Akureyri til að setja á Ishúsió.
Sótti Jói 22 grásleppur í Háa-
gerði, 40 í Hól til gamla Jóns,
flutti á hesti, 16 nýjar hitt vel
sígið.
30. apríl. Fórum við Stefán
ofan á Strönd í Sauðanes og
Karlsá. — lítið um sel, hnísudráp
til muna, síld talsverð síðustu
daga.
2. maí. Fór í Gröf skoðaði
fingur Helga litla, Sigurður lækn-
ir gerði lítið við hann. Halldór á
Urðunt og Jói á Hjaltstöðum ætla
að vinna í búnaðarfélaginu ef tíð
leyfir. Nafnar báru ösku í flagið.
5. maí. Fór ég í kaupstað á
Hamarsbát: Anton, Halldór
Sandi, Jón Hjaltastöðum, Sig-
urður Sælu, Þorleifur Klængs-
hóli, Þóra Árgerði.. Náðum kl.
V/i í nótt inneftir. Lágum í
bræðsluhúsufn svefníaus.
7. maí. —■vorurn þennan dag
sökum óleiðis. Gisti hjá Baldvin
gamla Oddeyri til þess við fórum
kl. 6.
8. maí. Frost 8 stíg.- Fengum
íllan barning. Fórum út á Hjalt-
eyri lengra ekki fært. Tók Óli
Möller okkur ágætlega, fengum
góðgerðir og húsnæði hið besta,
og eigi þegin borgun, höfum við
eigi mætt slíku — fórum af Hjalt-
eyri kl. 4, komum á Böggvis-
staðasand kl. 9, byrjuðu allir að
þvo fisk á Sandinum .
15. maí. Ær látnar út, 4
bornar, fékk fé ofaní sig í dag.
16. maí. Bjartur og bærilegt
veður. Fór Sólveig, ég, Jói,
Gunnar Klængshóli, og Tryggvi í
Klængshól. Giftust Óskar og
Stefanía og Bergur og Ósk frá
Gljúfurárkoti.
17. maí. Hiti 6 stig. Nýr snjór
tekinn upp að mestu. Komum
heim kl. 9 f.m. Komu orð frá
Snorra smið Jónssyni á Oddeyri
að hann ætlaði að gefa trjávið í
brú á Holá. Upp úr súld gerði
lognsnjó.
18. nlaí. Hiti 6 stig. För ég í
Hvarf að biðja Gísla að athuga
brúarstæði á Holá og hvað þyrfti.
19. maí. Fór í Hvarf, svo Gísli
með mér að Holá og Óskar og
Þorleifur á Klængshóli og Vigfús
í Holárkoti. vorum við að athuga
brúarstæði, lengd trjánna þarf
14-15 álnir. Jói litli þæfði í dag.
Var haldið barnapróf á Völlum.
22. maí. Sótþoka í nótt sem
varði frosti í byggð. Ær lágu úti í
nótt.
24. maí. Stungið út úr ærhús-
um. Tókum ofanaf klaka í sléttu-
flögum.
27. maí. Fór Jói ofan til kaup-
staðarferðar á manntalsþing, fór
með Mínervu. Mættu flestir
ábúendur. í nótt dó Hjörleifur
Kristjánsson prests á Tjörn.
(barn.)
31. maí. Varla hefur komið hlý
stund allan þennan mánuð, afli
enginn utan hákallaskip komu
með afla inn.
1. júní. Róið út á Ólafsfjörð, 8
á skip.
3. júní. Fór ég í Tjörn, greftr-
aður Hjörleifur Kristjánsson þar,
líka grafin 2 börn frá Skáldalæk
sem hjónin þar áttu, dóu bæði
seint í fyrra mánuði. Nýdáið barn
á Hánefsstöðum, öll úr himnu-
kenndri hálsbólgu „Dipteritis"
(barnaveiki) og fólk liggur í
öullbringu, Brekku, Hrafnsstöð-
um óg Völlum í taugaveiki að
sögn Sigurðar læknis.
6. júní. Fór Jói ofan til að fara
í hvalútveginn á Siglufjörð.
8. júní. I dag dó Sigurður Jóns-
son Hjaltastöðum (barn). Veik-
indi-víða hér í sveit einkum á
veStufkjálka.
9. júttí. Kom Jói úr SiglUfjarð-
arferðinni, 320 pund kr. 3,50
hvalhlutur. Kom Jón á Hjalta-
stöðum, sagði að Dagbjört lítla
dóttir sín hefði dáið í morgun.
13. júní. Kosið í hreppsnefnd
nýir menn: Gísli Syðra-Hvarfi,
Jóhannes Holti, Jón Stefánsson
Böggvisstaðasandi. Úr gengu:
Séra Kristján, Björn á Hrísum,
og Jón á Flálsi. Kosin dýraskytta
í siað Jóns sál. Ingvörum: Sigur-
jón Jónsson Búð og til styrktar
frámfrá Jóhann Jóhannsson
YtrarHvarfi. Fréttist að Tryggvi
þriggja ára barn Jóns á Hjalta-
stöðum, hafi dáið. Kom Sólveig
heim betri í augum, hefur verið
hjá Guðmundi lækni.
17. júní. Fór ég í Hjaltastaði,
lr'ka JÖn á Syðra-Hvarfi, Árni í
Dæli, Stefán í Hofsárkoti, Óskar
í Klængshóli, og fleiri. Fluttum
líkin 3, börn þeirra hjóna þar:
Sigurð, Tryggva og Dagbjörtu til
grafar, jarðsett á Völlum.