Norðurslóð - 26.10.1989, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.10.1989, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Mér er spurn Bjartur og hljóðlátur vinnustaður. Hjalti, Kristinn og Júlíus. Það hefur komið fram í fréttum, að Dalvíkurbær sé að kaupa jörðina Ytra-Holt og mun liann þá væntanlega eignast um leið gömlu bæjar- og útihúsin á staðnum. Þessi gömlu, hrörlegu hús eru sannkölluð hryggðarmynd sern fyllir ömurleika hverja ærlega sál, sem um veginn fer. Því er spurt í allri vinsemd og vonast eftir svari frá réttum aðila: Verður það ekki forgangsverk- efni Dalvíkurbæjar í sambandi við Ytra-Holt að taka þessi gömlu hús til bæna, jafna við jörðu eða lagfæra ef eitthvað skyldi dæmast þar nýtilegt? Með þökk fyrir birtinguna. Vegfarandi. Vegna fyrirspurnar „vegfarenda“ er rétt að frani komi: í fyrsta lagi er enn óljóst hvort Dalvíkurbær eignast jörðina en bæjarstjórn Dalvíkur hefur þó lýst yfir áhuga á því. í öðru lagi þá er ekki víst að þær húseignir sem á jörðinni eru myndu fylgja með í hugsanlegum kaupum. Af framansögðu leiðir að bæjarstjórn Dalvíkur getur því miður ekki að sinni létt á ömur- leika „ærlegrar sálar“ „vegfar- enda“. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri. Framhald af forsíðu alveg með þetta, og höfum ekki snert á síldarnót síðan. Hvenær byggðuð þið svo þetta hús hérna? Þetta hús er byggt 1974, en fyrstu árin vorum við í bragga- byggingunni þar sem Netjamenn voru til húsa frá því rétt eftir stríð, síðan vorum við nokkurn tíma í fiskhúsi Egils Júlíussonar, en byggðum svo þetta hús 1974, þetta er byggt á gömlu slippgörð- unum þar sem dráttarbraut Dal- víkur stóð. Þið eigið sein sagt 25 ára afmæli á þessu ári? Já þetta var á vordögum 1964 sem við stofnuðum Netagerð Dalvíkur. Við hættum á hádegi hjá Netjamönnum hf. fórum heim í mat og byrjuðum hjá Netagerð Dalvíkur eftir hádegi, og ég man eftir að fyrsti við- skiptavinur okkar var Andvari frá Húsavík. Þó að þessi netagerð sé ekki meira en 25 ára er hún þó með elstu netagerðum á landinu utan Reykjavíkur, hvað þá þegar við tölum um Netaverkstæði Kristins Jónssonar sem tók til starfa hér á Dalvík upp úr 1930 þá var hann með síldarnætur allsstaðar að af landinu, því engin netaverkstæði voru úti á landi nema hér. Neta- gerð og netaviðgerðir er rótgróin iöngrein hér á Dalvík, í kringum 1920 voru Vestmannaeyingar á reknctum fyrir Norðurlandi þá skildu þeir iðulega eftir reknetin sín hérna og fengu gert við þau, Efstakotsmenn fengust þá mikið við að bæta. Þeir komu svo aftur næsta sumar og tóku sín net. Það má segja að fyrirtæki hér á Dalvík séu búin að starfa í þess- ari iðngrein í 50-60 ár, og enn lengra síðan menn hér tóku að sér að gera við síldarnætur og reknet og þess háttar. Vinnufélagarnir, þeir eru nú engir unglingar, en virðast þó vinna af fullum krafti? Það er óhætt að segja það, þeim verður varla misdægurt, þeir vinna fullan vinnudag, þó verða tvíburarnir Hjalti og Skafti 75 ára í næsta mánuði. Þeir hafa varla orðið lasnir hvað þá meira. Þeir fengu þó báðir aðkenningu að hjarta- eða æðaþrengslum og voru frá vinnu í nokkrar vikur, ekki alveg samtímis þó, en byrj- uðu svo aftur að vinna, og það má segja það að hafi annar þeirra orðið haltur þá hafi hinn orðið það fljótlega. Við höfum aldrei fengið neitt úr sjúkrasjóði út á þá, hvað þá úr sjúkrasamlagi, í bæði þessi skipti urðu viðbrögðin hjá sjúkrasjóði Einingar þau að þeir væru orðnir of gamlir. Þó borgar Netagerðin í sjúkrasjóð auðvitað, og þeir borga sín gjöld til lífeyrissjóðs Einingar til 75 ára aldurs. Það virðist ekki fylgja mikill lasleiki þessari iðngrein. Þið eruö líklega ekki með eit- urefni sem menga loftið. Nei ætli tjaran hafi ekki bara verið holl, og ekki er hávaðinn í vinnusalnum, sem á mörgum vinnustöðum ætlar allt lifandi að drepa. Á stóðréttinni. Sjá niá stóöbændurna Ingva Eiríksson og Jón Þórarinsson ásamt aðstoðarniönnum. Þar með lauk viðtali við Júlíus Kristjánsson framkvæmdastjóra Netagerðar Dalvíkur. Nú var líka ljósmyndari Norðurslóðar mættur til að taka myndir af starfsmönnum við vinnu sína í hinum hreina, bjarta, og hávaða- lausa vinnustað. Það er kannski ekkert skrýtið þótt menn endist vel og eldist vel á þessum stað. S.H. Tveir á förnum vegi. Hallgrímur Antonsson og Árni Lárusson. Mynd: Hallgrímur Einarsson. **■ iwggnfllr* Saknaðarljóð Sannarlcga á sauðkindin mikil ítök í sálarlífi íslensku þjóð- arinnar. Sumir hafa á henni illan bifur og kenna henni flest sem aflaga fer í landinu allt frá gróðureyðingu til efnahags- öngþveitis og ýmsa bölvun þar á milli. Aðrir dá hana og minna á, að án hennar hefði þjóðin ekki skrimt á skerinu fram á þennan dag. Skáldin hafa líka ort um hana lofgerð- aróð eða saknaðarljóð þegar hún hefur hortið um stundar- sakir eins og oft hefur gerst í harðindum og sjúkdómum svo sem skemmst er að minnast héðan úr byggð. Snemma á þessu ári sendi sveitungi okkar, Filippía Kristjánsdóttir, öðru nafni Hugrún skáldkona, okkur eitt slíkt saknaðar- Ijóð, sem þó endar á vonglöðum nótum, eins og vera ber. Okkur fínnst við hæfí að birta það nú, þegar sauðfjárrækt er aftur hafín í sveitinni. Það má gleðja skáldkonuna að frétta, að aftur kumra kindur við garða á æskuheimili henn- ar í Brautarhóli. Nú er dauft yfir dalnum mínum dáinn er tónn úr hörpu náttúrunnar, Sauðféð er horfið úr högum sínum. Hlustandi í anda þar um slóðir reika hyort heyrist ei jarmur. Strengurinn er slitinn slátrunar þefinn leggur fyrir vitin. Fjármanna augu horfa inn til hlíða hjarðlausar, þöglar, vœttar söltum tárum. Pað koma aftur tónar innan tíðar takast mun þá að hnýta fiðlustrenginn. Einkennilegt hve allt úr skorðum gengur undrandi rakkar gelta naumast lengur. Atvinnulausir orðnir eru greyin engin er kind að beina á réttar leiðir úr fjárhúsa jötum horfin eru heyin hornanna glamur laust, við garðaböndin. Örveru plágum brátt með lögum linni lækningamáttur bœtist framtíðinni. Hugrún.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.