Norðurslóð - 24.10.1990, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær
14. árgangur
Miðvikudagur 24. október 1990
8. tölublað
Yetiir gengur í garð
- Litið upp tíl stjamanna
Eftir nokkurra vikna leiðindatíð
með langvarandi norðanþræsu og
votviðri er nú, kringum 20. októ-
ber, komin sú stillta haustveðr-
átta sem alla dreymir um. Snjó-
laust er á láglendi en snjóhrafl til
fjalla. Nú er tími til að undirbúa
vetrarkomuna, sem er 27. þ.m.
dytta að húsum, binda upp tré og
runna, og í sveitinni að aka skít á
völl og sinna öðrum skemmti-
störfum.
Þegar dimmir að kvöldi og
stjörnur kvikna sést stór og fögur
stjarna á austurloftinu. Þetta er
nágranni okkar jarðarbúa, plán-
etam Mars, rauða stjarnan stund-
um kölluð eftir litnum. Rómverj-
ar völdu henni Marsnafnið eftir
herguði sínum. Rauði liturinn
minnti þá á blóð og styrjaldir.
Mars er núna í merki Nautsins.
í því merki er stærsta stjarnan
Aldebaran, en þar er líka Sjö-
stirnið, sem allir þekkja. Mars er
nú aðeins neðar og vinstra
megin. Og nú skyldu menn hafa
auga með þessari fallegu störnu.
Hún færist smátt og smátt til á
festingunni eins og reikistjarna er
siður og verður skærari og fegurri
síðar í vetur.
Stóllinn í haustbúningi.
Ljósm. Ari Gunnursson.
Lömbín koina, lömin koma!
- Bæði að austan og vestan
Gæsir og
Mðland
Að undanförnu hefur gæsa-
veiðitíminn staðið sem hæst.
Reyndar hefur ekki viðrað sem
best til veiða en engu að síður
hafa gæsaskyttur farið víða um
sveitir, einkum síðla nætur, og
skotið grimmt svo vart hefur
verið svefnsamt á bæjum þegar
mest hefur gengið á. Alla jafna
eru þetta prúðir menn og kurt-
eisir sem skríða eftir bráð sinni
um skurði og mýrasund með
fullu leyfi landeigenda eins og
lög og almennar kurteisisvenj-
ur segja til um. Þó hefur upp á
síðkastið nokkuð borið á því
að gæsabanar hafa í veiði-
hamnum skriðið fulllangt og
haft sína hentisemi á lendum
bænda sem aldrei voru beðnir
leyfis eða jafnvel innan frið-
lýsts svæðis þar sem öll veiöi-
mennska er bönnuö.
Hér í Svarfaðardal neðanverð-
um er nefnilega friðlýst svæði
sem kallað er „Friðland Svarf-
dæla“. Þetta vita raunar flestir
enda svæðið vandlega merkt með
skiltum á fjórum stöðum við
þjóðveginn þar sem bæði koma
fram mörk friðlandsins og eins
það hvað í friðlýsingunni felst.
En fyrir þær gæsaskyttur sem
þetta hefur einhverra hluta vegna
farið fram hjá fylgir hér uppdrátt-
ur af friðlandinu. Á skiltunum
stendur meðal annars:
„Hér má ekki raska landi
ekki spilla gróðri
ekki granda fugli ..."
I yfirlýsingu sem allir landeig-
endur sem friðlandið nær til skrif-
uðu undir samfara friðlýsingunni
1971 stendur m.a. í 4 grein:
„Bannað er að granda fuglum
á friðlandinu. Eigi má héídur
skemma hreiður þeirra eða taka
egg úr þcim. Öllum sem um land-
ið fara ber að varast að skerða
gróöur á því.“
Og þar höfum við það. Sumum
kann aö finnast ádrepa þessi full
seint á ferðinni. gæsamenn hafi
nú þegar skotið nægju sína og
nær hefði verið að grípa gæsina
meðan hún gafst. Rétt er það, en
það kemur haust eftir þetta haust
og þá er þetta atriði á hreinu eins
og sagt er.
En fyrst minnst var á veiöi-
mennsku og almenna kurteisi
henni samfara er ekki úr vegi að
minna rjúpnabana á að einka-
lönd eru ekki aðeins afgirt lönd
heldur gjarnan heilu fjalls-
hlíðarnar eða dalirnir. Menn
þurfa því að afla sér heimildar
hjá landeigendum áður en farið
er til rjúpna þó svo fjær sé byggð.
Slík leyfi eru alla jafna auöfengin
og auðvelda auk þess öllum við-
komandi að fylgjast með því
hvernig þcssi náttúruauðlind;
rjúpnastofninn, er nytjuð.
Grágæsir á beit.
Það var réttarstemmning á
planinu fyrir neðan frystihúsið
á Dalvík laugardagsmorguninn
29. sept. sl. Þar var þá búið að
skipa upp 456 lömbum í gám-
um sem komið höfðu sjóleið-
ina vestan úr Arneshreppi á
Ströndum þá um nóttina.
Lömb þessi hafa svarfdælskir
bændur fest kaup á og voru
þeir þarna mættir á dráttarvél-
um með vagna að taka á móti
þessari kærkomnu sendingu.
Einnig dreif að fjöldi fólks til
að njóta samvista við þessa
dýrðlegu ferfætlinga sem verið
hafa næsta fáséðir hér undan-
farin ár. Einhver hafði á orði
að þetta væru einu almenni-
legu réttirnar þetta haustið.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. 9. okt. komu tveir trukkar
fulllestaðir lömbum austan úr
Þistilfirði og síðan aftur laugar-
daginn 12. okt. Alls komu 442
lömb að austan, úr Svalbarðs-
hreppi og Sauðaneshreppi og
fjölgaði því sauðfé sveitarinnar
um ca. 900 lömb í haust.
Lömbin voru væn og vel á sig
kornin. Reyndist meðalvigt vest-
firsku lambanna ívið hærri en
þeirra sem að austan komu eða
39,28 kg á móti 38,92 kg. En það
er annar munur á þeim og meira
áberandi; austfirsku lömbin eru
hyrnd en þau vestfirsku kollótt
undantekningalítið. Fjórða hvert
lamb var dökkleitt eða mislitt
þannig að vænta má fjölbreytni í
litum og hornafari sauðahjarða
Svarfdæla í framtíðinni.
Að sögn Jóns Þórarinssonar
fjallskilastjóra á Hæringsstöðum
munu flestir þeir sem voru með
sauðfé taka aftur upp þráðinn þar
sem frá var horfið. Þó eru nokkr-
ir bændur sem gerðu samning um
þriggja ára fjárleysi og verða því
að bíða frant á næsta haust.
Næstu ár verða því fjallskil
með sama móti og áður og verða
réttir þær sem rifnar voru við
niðurskurðinn endurreistar á
sömu stöðum og áður. Fyrstu
árin verður þó fátt fé í sveitinni
og raunar engar líkur á að sauð-
búskapur verði stundaður hér í
sama mæli og áður þegar best lét.
Þar kemur til samdráttur í lamba-
kjötsneyslu íslendinga sem enn
sér ekki fyrir endann á.
Vitað er um nokkra bændur í
sveitinni sem mikinn hug hafa á
að skipta á sauðfjárkvóta fyrir
mjólkurkvóta. En eins og málin
standa er lítillar aukningar að
vænta á framleiðslurétti mjólkur
og því ekki auðvelt um vik fyrir
þá sem vilja skipta.