Norðurslóð - 24.10.1990, Side 4
4 - NORÐURSLÓÐ
Kristján Eldjarn Jóhannesson
Fæddur 21. desember 1898 - Dáinn 11. október 1990
Laugardaginn 20. október var
borinn til grafar afi minn og
nafni, Kristján E. Jóhannesson,
eftir langt og farsælt lífshlaup.
Pað var sem almættið gerði hlé á
haustinu þennan dag. Hlýr og
blíður vindurinn minnti óneitan-
lega mest á sterku hliðar höfð-
ingjans, sem borinn var til grafar.
Afi í Brekku, eins og hann var
alltaf kallaður var maður stór og
glæsilegur, bæði að atgervi og
lund. Minning hans er skýr. Hann
var sterki bakhjarlinn í fjölskyld-
unni. Hornsteinn sem bar uppi
merki virðingar og kærleika. Það
er því skarð fyrir skildi.
Síðustu árin var líkamlegt þrek
hans lítið en hið andlega aftur á
móti óslitið og sterkt, allt fram á
síðasta dag. Við sem eftir hann
lifum og bárum gæfu til að kynn-
ast honum, munum um ókomna
tíð bera minningu hans í huga
stolt og þakklát.
Kristján Eldjárn Jóhannesson.
—
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík
þakkar viðskiptavinum samvinnu á
liðnu sumri og sendir óskir um farsæld
á vetrinum, sem í hönd fer.
„Við eigum sumar innra íyrir andann
þótt ytra herði frost og kyngi snjó.“
Spaiisjóðurinn
Sæplast hf. Dakík
sendir Dalvfkingtmi og
Svarfdælum öllmn nær og fjær
bestu kveðjur og óskir um gæíu
og gengi á komandi vetri.
prentuð hjá Prentsmiðjunni
Eddu hf. en kápa unnin hjá
Korpus í Reykjavík. Bókaútgáf-
an Fjörður gefur bókina út en
Sólarfilma annast dreifingu
hennar.
Anna hefur skrifað í blöð og
tímarit frá því hún var ung. Hún
hefur samið margs konar efni og
flutt í útvarp allar götur frá upp-
hafi sjöunda áratugarins og feng-
ist við ljóðagerð um alllangt
skeið en ekki gefið neitt út fyrr
en nú.
Fugl þar sem
var lauf
Nú eru fuglar sumarsins flestir á bak og burt, flognir suður til
Bretlandseyja þeir sem styst fara, aðrir til Spánar og Portugal og
enn aðrir til Afríku, jafnvel suður fyrir eyðimörkina miklu.
Samt eru hér enn nokkrar grágæsir því ár og tjarnir eru opnar
þótt komið sé undir vetur sjálfan.
Og svo eru það þrestirnir. Fyrir hálfri öld eða svo voru þrestir
ekki algengir fuglar hér um slóðir. Síðan tók þeim að fjölga meir
og meir uns þeir eru orðnir með algengustu fuglum, koma fugla
fyrstir á vorin og hverfa seint á hausti. Sumir þrauka jafnvel vet-
urinn af, þreyja þorrann og góuna og meira til. Hvað veldur
þessari miklu fjölgun? Nærtæk skýring er mikil aukning trjá-
gróðurs hér um slóðir á síðari árum, tré í görðum við híbýli
ntanna í bæ og byggð, skógarlundir hér og þar fram um alla
sveit. En fleira kann að valda, fuglanáttúran á það til að sveiflast
undarlega án þess að séð verði, að nokkuð hafi breyst í lífsskil-
yrðunum, sem valdið gæti, smb. hettumávinn.
En að því er skógarþröstinn varðar, þá er fjöldi hans á þess-
um haustdögum hreint ævintýralegur. Þeir fljúga í fylkingum
um sveitina og út að sjó, hundruöum saman eins og snjótittling-
ar á útmánuðum. Þeir setjast í lauflaus trén fugl við fugl og mað-
ur heyrir samfelldan klið, mjúkan og ólíkan þrastasöng á vori,
en þó þægilegan í eyrum. Þetta er heil lífsreynsla að sjá og
heyra.
Eg endá þetta rabb með því að stela og birta hér sérkennilega
sonnettu Þórarins skálds Eldjárns í Gullbringu. Hún birtist í
safnritinu YRKJU, sem gefin var út til heiðurs okkar ástkæra
forseta, Vigdísi fyrr á þessu ári. Skáldið hefur séð slíka sjón,
sem hér var lýst, og hún verður honum tákn einhvers í mannlíf-
inu, sem þó vefst fyrir manni að ráða í hvað er. Hins vegar
munu margir átta sig á, hvernig orð eru valin í þetta dularfulla
ljóð og vil ég ekki spilla þeirri ánægju lesendans að finna það út
sjálfur.
Hér var eitt sinn lauf við lauf á tré
sem lét þann hadd sinn oft og vel í té,
snart ilm og sjón... öll vit, og veitt gat skjól,
eins vörn gegn sjón og heyrn, en æ það kól.
Lauf féll við það uns ber stóð grein við grein
sem grátt dautt net, allt tætt, sem dökk mjó bein
er bar við loft, grönn hönd úr nótt sem níst
er nál og fest á spjald og gegn svo lýst.
Pá fauk í skjól, heill skafl á þef og lit,
það skóf í göt og þar með í öll vit.
í svip þar varð mörg fræg kunn sögn ei sögð.
Á söng og tal var klippt og dauð hönd lögð.
En þar sem lauf hékk sest nú fugl við fugl.
Er fyllt í skarð? Nei, æpt og skríkt tómt rugl.
Frá
Samtökum
Svarfdælinga
í Reykjavík
Hinn árlegi vetrarfagnað-
ur Samtakanna verður laug-
ardaginn 17. nóvember n.k.
í Þórskaffi (Norðurljósa-
salnum). Þar verður að venju
góður veislumatur, ásamt
andlegu viðurværi, söng,
minni byggðarlagsins og
gamánmálum, að ógleymd-
um dansi og almennri sam-
verugleði.
Almemmur félagsfundur
Samtakanna verður sunnu-
daginn 28. oktober n.k. í
Safnaðarheimili Langholts-
kirkju kl. 4 e.h.
Þegar vorið
var ungt
- Ljóðabók eftir Önnu
S. Snorradóttur
(Sn. Sigfussonar)
Út er komin ljóðabók eftir Önnu
S. Snorradóttur og nefnist Þegar
vorið var ungt. Bókin skiptist í
þrjá kafla og heitir sá fyrsti
Gimburskeljar, og er ort um
bernsku höfundar á Flateyri í
Önundarfirði. Annar kafli nefn-
ist Staðir, og í honum eru ljóð frá
ýmsum stöðum, bæði hér á landi
og á fjarlægum slóðum. Þriðji og
síðasti kafli bókarinnar ber sama
nafn og bókin, Þegar vorið var
ungt og hefir að geyma ýmis ljóð.
Alls eru í bókinni 46 ljóð ort á
árunum 1984-1990. Bókin er