Norðurslóð - 24.10.1990, Síða 5

Norðurslóð - 24.10.1990, Síða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Sigríður Hafstað og Jean Balfour á Sky-eyju. Cuilinsfjöll í baksýn. (Kúlins- fjöll). Ljósm. HEÞ Framhald af bls. 2 aðeins lyngi- og grasi grónar hæð- ir með sauðfé á beit og einstaka smalakofi. En nú var snúið ti! norðurs á ný, yfir aðra hæðakeðju, Pent- landshæðir, og áfram norður á hið frjósama láglendi við landa- mærin þar sem akrarnir stóðu með gulbrúnt, bylgjandi bygg- kornið tilbúið til skurðar og flutnings í eitthvert bruggeríið til bjór- eða viskígerðar. Ellegar þá nýslegnir akrar og kindur komn- ar á beit á gróðurinn, sem vex upp milli kornstubbanna á síð- sumri. Út til eyja Undir vikulokin var aftur komið að því að heimsækja norður og vestur-Skotland. Vinirokkar óku okkur norður á bóginn í sveig vestan við Edinborg, yfir „nýju“ Fordfjarðarbrúna, sem liggur mjög skammt frá gömlu járn- brautarbrúnni, en hún var byggð fyrir aldamót og var verkfræði- legt undur þeirra tíma. Afanga- staðurinn var hefðarsetur eitt í Perth-héraði. Þar býr vinkona okkar, sem margsinnis hefur komið hingað í Svarfaðardalinn og hefur m.a.s. gengið upp í Tungnahryggsskála. Næsta dag ók hún af stað með okkur í bíln- um sínum norður og vestur áleið- is til fyrirheitna landsins, Ský- eyjar (Isle of Skye) úti fyrir vest- urströndinni. Leiðin liggur um skosku Hálöndin tignarleg og fögur. Fjallahlíðarnar eru rauðar af beitilyngi, en þar er líka gras og burkni, sem engin skepna lítur við. Og svo eru áberandi stærri og smærri svæði með fagurgrænum barrskógum, sem plantað hefur verið út á undanförnum áratug- um. Pað er Skógrækt ríkisins, sem hér er að verki. Hún kaupir stór landflæmi í Hálöndunum og víðar, friðar fyrir beit og plantar greni furu og lerki. Ekki er þessi stefna alveg óumdeild þar í landi, en þó mun áfram haldið. Víða sást, hvar land var í undirbúningi plöntunar. Það var búið að plægja langar, samsíða rásir í þurkað mýrlendi eða lyngmóa (sjá mynd). Nú nálgast óðum örmjótt sundið, sem skilur Ský-eyju frá meginlandinu. Þar yfir gengur bílferja á 15 mínútna fresti. Oft og mikið er maður búinn að lesa og syngja um þessa sögueyju um dagana, um fjöllin og firðina og bláar eyjar í fjarska (Suðureyj- ar). Nú átti maður loksins að fá að sjá dýrðina. Og það verður að segja alveg eins og er, að við urð- um ekki fyrir vonbrigðum. En í staðinn fyrir að reyna að lýsa landinu skal þeim, sem vilja heimsækja einhvern stað, þar sem venjulegir íslenskir ferða- menn sjaldan koma, ráðlagt að fara til Skotlands, aka í norður frá Glasgow og sjá með eigin augum. Keltar Nú á dögum tala allir skotar ensku, margir með dálítið sér- Hér á aö planta furuskógi. stökum framburði þó. Það er varla hægt að kalla það mállýsku. Hins vegar er ekki langt síðan töluð var allt önnur tunga í norð- vesturhéruðum Skotlands, kelt- nesk tunga, í Skotlandi nefnd galíska. Enn er slæðingur af fólki, sem hefur alist upp við galíska tungu auk enskunnar. Eitt sinn hitti undirritaður mann í Vestur-Skotlandi. sem var alinn upp á galísktalandi heimili. Þegar hann var spurður að því, hvort galíska væri ekki erfitt og ónot- andi mál sagði hann eitthvað á þessa leið: „Ég get sagt þér það, að þegar ég á í einhverjum vanda þá þá fer ég heim til mín, leggst út af og hugleiði málið í róleg- heitum á galísku. Og mér bregst ekki, að þá greiðist úr vandanum og ég finn bestu lausnina.“ Eyjan Skye er eitt helsta athvarf galískunnar og okkur var boðið til kvöldverðar á heimili, þar sem húsmóðirin var mælt á þá tungu. Þar fræddumst við um sitthvað, er gamla málið snertir og um bókmenntir á galísku. Málið er af hinum svokallaða indó evrópska málaflokki eins og t.d. bæði íslenska og enska, en svo gjörólíkt öðrum tungumálum þeirrar ættar, að það gæti þess vegna rétt eins verið ættað frá tunglinu. Hér koma 10 dæmi um algeng orð á íslensku, ensku og galísku, valin af handahófi upp úr orðalista: íslenska Enska Galíska lækur stream allt hvítur white ban kýr cow bo munnur mouth beul gulur yellow buldhe mistur mist ceo boginn bent crom hjörtur deer fladh hestur horse each grár grey liath Víst eru þetta heldur framand- leg orð. En hvað um það, málið hljómar þægilega í eyrum og ósköp þykir fólkinu vænt um það, þessum fáu. sem eru því handgengnir. Við ókum um þessa stóru fjöll- óttu eyju í 2 daga eftir mjóum Ljósm. SH útskotsvegum þ.e. bílar geta ekki mæst nema á útskotum, sem reyndar eru á svo sem 50-100 metra millibili. Það verður því að aka gætilega og sýna tillitssemi, líka kindunum, sem alstaðar eru á þessum vegum og bera litla virðingu fyrir blikkbeljum. Edinborg En nú verður að gera langa sögu stutta. Skoska vinkonan gerði ekki endasleppt við okkur og skilaði okkur að lokum til Edin- borgar, þar sem við dvöldumst 3 síðustu daga ferðarinnar. Þangað er alltaf gaman að koma, og nú stóð einmitt yfir listahátíðin alkunna, sem haldin hefur verið árlega þar í borg nú um langt árabil og dregur til sín gesti hvað- anæva úr Bretlandi og víst allri heimsbyggðini. Það var því þröng á þingi í ntiðborginni, Prinsastræti og nágrenni, og þótt- umst við varla hafa séð þvílíkan manngrúa um dagana. En þarna áttum við líka erindi nokkurt. Svo er mál með vexti, að Landbúnaðarháskólinn í Edinborg átti 200 ára afmæli í ár, sá elsti á Bretlandseyjum og ann- ar í röðinni í allri Evrópu og þar með trúlega í heiminum öllum. Höfðu verið hátíðarhöld af þessu tilefni við og við í allt sumar og skyldi þeim nú Ijúka með viðhöfn dagana 23.-24.ágúst. Hér á landi eru nú við lýði einir 15 menn með próf frá Landbúnaðardeild Edin- borgarháskóla. Nú fannst þessum hópi tilhlýðilegt að minnast gamla skólans síns á einhvern hátt. Niðurstaðan varð sú, að láta gera skrautritað heillaóskaskjal gert í líkingu blaðs úr íslensku handriti og afhenda skólanum með ofurlítilli peningagjöf. Og þar eð til stóð að við værum í Skotlandi á þessum tíma þótti bera vel í veiði að undirritaður afhenti ávarpið. Það gerði hann á skrifstofu rektors með pomp og pragt að viðstöddum nokkrum fleiri fulltrúum skólans. Þetta var hin ánægjulegasta athöfn og var ekki laust við að Skotarnir væru snortnir af þessari íslensku hug- ulsemi, eins og þeir orðuðu það. Og nú er þetta þakkarávarp kom- ið innrammað upp á vegg í skrif- stofu rektors. Hér verður að láta staðar numið. Margir geta sagt góða ferðasögu frá útlöndum ef þeir viija og hafa upplifað eitthvað frásagnarvert. En frásagnarverð er ferð ekki ef maður aðeins ekur hraðferð í bíl um löndin eða velt- ist í sandi öllum stundum eða eyðir tímanum í stórverslunum, en horfir ekki í kringum sig og hefur ekki tal af landsfólkinu. Þessir ferðaþættir eru hér skrifaðir m.a. til að vekja áhuga einhverra á næstu grönnum okk- ar í Færeyjum og á Bretlandseyj- um. Það eru lönd, sem vert er að heimsækja ekki síður en Tæland eða Kanaríeyjar. HEÞ. GÓÐ VAXTAKJÖR SKHTA PIG MIKLUMÁLI! Útibú KEA Dalvík vill benda þeim sem eru með viðskipta- reikning hjá útibúinu á að inn- eignarvextir eru nú Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að gera samanburð á vaxtakjörum banka annars vegar og KEA hins vegar. Samanburður á t.d. almennum hlaupareikningum bankanna og sérkjarareikningum þeirra er svo sannarlega KEA í hag. Viðskiptavinum er einnig bent á Kostabók Innlánsdeildar KEA. Vextir eru nú 10% sem gefa 10,25% ársávöxtun - eða hærri ef verð- trygging reynist betri. Kynnið ykkur reglur Kostabókar. ÚKE Dalvík \______________________________________J --------------------- ^ 70 ára afmæli Þann 10. nóvember n.k. verður 70 ára Bergþóra Stefánsdóttir frá Hæríngsstöðum. Hún tekur á móti gestum í sal Starfs- mannafélags KEA, Sunnuhlíð Akureyrí milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. t Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem með margvíslegu móti heiðruðuð minningu eiginmanns míns, KRISTJÁNS E. JÓHANNESSONAR, fyrrverandi hreppstjóra, og vottuðuð mér vinsemd og hluttekningu við andlát hans og jarðarför, sem fram fór frá Dalvíkurkirkju 20. október. Guð blessi ykkur öll. Anna Arngrímsdóttir.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.