Norðurslóð - 24.10.1990, Page 6

Norðurslóð - 24.10.1990, Page 6
Tímamót Skírnir: 29. september var skírð í Dalvíkurkirkju Eva Björg. Foreldrar hennar eru Eyrún Kristín Júlíusdóttir (Eiðssonar Flöfn) og Ósk- ar Haukur Óskarsson, Tjarnarlundi 8 g, Akureyri. 29. september var skírður í Dalvíkurkirkju Sindri Rafn. For- eldrar hans eru Matthildur Aradóttir og Sindri Már Heimisson (Kristinssonar), Engihlíð 12, Reykjavík. 21. október var skírður á Dalbæ, heimili aldraðra Dalvík, Máni. Foreldrar hans eru Hafdís Helgadóttir (Jakobssonar) og Magnús Hilmarsson, Túngötu 35 Reykjavík. Afmæli: Þann 13. október varð 85 ára Gunnlaug Magnúsdóttir á Atlastöðum. Þann 13. október varð 75 ára Anna Kristjánsdóttir frá Klængshóli, Karlsrauðatorgi 11, Dalvík. Þann 28. október verður 80 ára Jónas Hallgrímsson fyrrv. verkstæðisformaður Bjarkar- braut 1, Dalvík. Andlát: 11. október andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Kristján Eldjárn Jóhannesson, hreppstjóri. Kristján var fæddur í Syðra-Holti, svarfaðardal 21. desember 1898, sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar og Guðrúnar Gísladóttur. Kristján átti fjögur alsystkini og einn hálfbróður sem nú eru öll látin en þau hétu Dagbjört, Arngrímur, Gísli, Þorsteinn og Kristinn. Kristján fór ungur til sjós, var mótoristi á mörgum bátum frá Dalvík og nágrenni og gerði út sjálfur um tíma. Hann hafði snemma afskipti af félagsmálum og var gjarnan valinn í forystu- sveit sem lýsir vel mannkostum hans. Var hann einn af stofn- endum Verkalýðsfélags Dalvíkur og einn af forystumönnum um stofnun sjúkrasamlags hér. Þegar Kristján hætti á sjónum hóf hann störf hjá Kaupfélag- inu og var m.a. frystihússtjóri um árabil. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið hér, var sýslunefndarmaður um árabil en hæst ber að hann var hreppstjóri Dalvíkurhrepps frá árinu 1946 til ársins 1972. 1920 kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni, Önnu Björgu Arngrímsdóttur og eignuðust þau hjón 4 börn, Þórarin, sem nú er látinn, Hrönn, Ingunni Guðrúnu og Birnu Soffíu. Þá ólu þau einnig upp frá unga aldri Guðlaugu Hólmfríði Þorbergsdóttur. Kristján og Anna bjuggu í Brekku á Dalvík frá árinu 1925 þar til þau fluttu í Dalbæ fyrir tæpum átta árum. Kristján var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 20. október. JHÞ Gunnlaug á Atlastöðum. Leiðrétting í þættinum Má ég kynna í síðasta blaði Norðurslóðar var farið rangt með nafn læknisfrúarinnar. Hún heitir Sigrún Bjarnadóttir, ekki Sigríður eins og þar stóð. Ennfremur sagði þar, að litla dóttirin Anna Elvíra, væri 2'/i árs. Það er ekki rétt. Hún er IV2 árs og biðst blaðið velvirðingar á mistökunum. Þingeyski kvennakórinn. Margrét Bóasdóttir stjórnar og Guðrún A. Krist- insdóttir leikur undir. Má ég kynna Má ég kynna Omar Karlsson nýráðinn deildarstjóra sjávar- útvegsdeildar Dalvíkurskóla. Norðurslóð fór á stúfana til að afla sér upplýsinga um manninn og hitti hann sjálfan fyrir á skrif- stofu sinni. Fyrst af öllu langar okkur að vita einhver deili á manninum: „Ég er Reykvíkingur, stýri- maður að mennt og hef starfað undanfarin 6 ár hjá landhelgis- gæslunni. Raunar er eg nú í árs- leyfi frá gæslunni en ég á ekki von á að ég fari þangað strax aftur. Áður starfaði ég lengi sem háseti á fiskibátum og hef líka verið í siglingum. Hjá landhelgis- gæslunni hef ég starfað sem stýri- maður bæði í lofti og á sjó. Menn flakka rnikið á milli skipa og flug- véla hjá gæslunni en lengst hef eg verið á Öðni. - Hvernig vildi það svo til að þú komst hingað? „Við vorum hérna í fyrra á Ægi með skólastrákana í æfinga- siglingu og þá barst þetta í tal á milli okkar Júlíusar (Kristjáns- sonar, innsk.). Eiginlega gengum við frá málinu þarna á staðnum.“ Og nú er Ómar sem sagt sestur að á Dalvík ásamt eiginkonunni Jónheiði Haraldsdóttur og son- unum Steini Daða 15 ára og Guðna Rúnari 8 ára og kunna þau mjög vel við sig hér að sögn. Sjávarútvegsdeild - En snúum okkur þá að sjáv- arútvegsdeildinni. Er þetta stór deild? „Núna eru hér 53 nemendur við nám, 28 í stýrimannadeild og 25 í fiskvinnsludeild. Ekki er þó alveg víst að allur hópurinn út- skrifist héðan. Nokkrar stelpur fara væntanlega í framhaldsskóla eftir eitt ár hér og svo eru hér tveir nemendur úr meistaraskóla byggingariðnaðarmanna sem taka áfanga hjá okkur.“ - Hvernig er kynskiptingin í deildinni? „Því miður eru hér allt of fáar stelpur. í það heila eru þær 6 en ekki nema 2 sem eru í fullkomnu fagnámi.“ - Segðu okkur eitthvað frá náminu. „Fiskvinnsludeildin tekur 3 ár, þ.e. forskóli plús 2 ár. Þaðan út- skrifast menn sem fiskiðnaðar- menn með full réttindi og fara þá gjarnan í verkstjórn eða frysti- hússtjórn. Á skipstjórnarbraut er 2ja ára nám og þaðan koma menn með skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip og farskip undir 400 tonnum. Deildin hér er einstök hvað það varðar að hafa þessar tvær greinar undir sama hatti. Þetta er eitthvað sem hefur þró- ast hér á staðnum þennan tíma sem deildin hefur starfað. Hing- að koma menn alsstaðar að af landinu, bæði af Vestfjörðum, Austfjörðum og af Reykjavíkur- svæðinu. Deildin heyrir að nafn- inu til undir Verkmenntaskólann á Akureyri en það er raunar nafnið eitt. Hún er undir stjórn skólastjórans hér við grunnskól- ann og kennarar skólans kenna við deildina. Hún er einnig í miklum og góðum tengslum við atvinnulífið hér á staðnum. Raunar höfum við notið ómælds stuðnings fyrirtækja hér á Dalvík. Bæði hafa þau gefið ýmis kennslutæki og svo fáum við inni t.d. í frystihúsinu með verklegt nám. Sjálfsagt hefði þetta allt verið óhugsandi án þessa almenna velvilja og stuðnings sem deildin hefur notið af hálfu bæjarbúa.“ - Eru einhverjar nýungar á döfinni hjá ykkur í vetur? „Ja við höfum bætt markaðsfræði við námið í fiskvinnsludeildinni. Við erum búin að fá siglinga- hermi sem kemur að mjög góð- um notum. Nú geta nemendur æft sig í að sigla krappan sjó við strendur Jamaica, Englands eða Noregs bara inni í skólastofu. Við erum nú að hugsa um að fara út í síldarsöltun. Síldarsöltun er hluti af fiskvinnslunáminu og það er verið að kanna hvort ódýrara er að fara með nemendur þangað sem síldin er eða hreinlega fá síld hingað til söltunar. Það yrðu nú samt aldrei í stórum stíl.“ - Hvernig sérðu svo framtíð- ina Ómar? „Ég sé þetta fyrir mér sem sjálfstæðan sjávarútvegsskóla þar sem menn geta náð sér í full rétt- indi til skipstjórnar en þurfi ekki að fara til Reykjavíkur í því skyni.“ Með það kveðjum við Ómar Karlsson og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar hér á norðurslóð. Fréttahomið Dalvíkurkirkja. Safnaðarheimili í smíðum. Kvennakórinn Lissý úr Suð- ur-Þingeyjasýslu hélt tón- leika á Dalvík á sunnudagskvöld- ið. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir, undirleikari Guðrún A. Kristinsdóttir. Einsöngvarar með kórnum voru Hildur Tryggvadóttir, Þuríður Baldurs- dóttir og Gunnfríður Hreiðars- dóttir. Kórinn var stofnaður fyrir 5 árun og skipa hann nú um 60 konur úr kvenfélögum í sýslunni en þau eru 14 talsins. Það er næstum því ótrúlegt að hægt skuli vera að kalla saman svo stóran og dreifðan hóp til söngæfinga í misjöfnum veðrum og færð. Það sýnir einstakan áhuga og dugnað og það er ljóst að þær koma ekki á æfingar til að raula saman hver með sínu nefi, heldur hafa þær sett markið hátt, ráðið til sín fyrsta flokks söng- stjóra og undirleikara og fengið til liðs við sig þekkta ein- söngvara. Söngskemmtunin á sunnudags- kvöldið var mjög skemmtileg, efnisskráin var vönduð og metn- aðarfull. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá og heyra konur á öllum aldri syngja svona vel saman. Tónleikarnir voru vel sóttir og undirtektir áheyrenda góðar. Bygging safnaðarheintilis við Dalvíkurkirkju gengur ágætlega en er samt nokkuð á eft- ir áætlun. Húsið verður gert fok- helt innan skamms. Þá verður næstu daga byrjað á að einangra og ganga frá tengiálmu að innan. Hið nýja pípuorgel er væntan- legt nú um mánaðarmótin og er áætlað að uppsetning hefjist 5. nóvember. Uppsetning orgelsins og stilling á pípum tekur tæpan mánuð og er gert ráð fyrir vígslu hljóðfærisins og hátíðarguðs- þjónustu í tilefni af 30 ára afmæli kirkjunnar í byrjun desember (væntanlega 9. desember) en það verður auglýst nánar síðar. Orgelið er danskt, frá verksmiðju sem heitir P. Bruhn & Sön orgel- byggeri, og er 13 raddir sem skiptast í tvö hljómborð og pedal. Helgihald í Dalvíkurkirkju kann eitthvað að raskast í nóvem- ber vegna þessara framkvæmda. Um 100 börn frá Húsavík komu í heimsókn til Dal- víkur s.l. sunnudag. Var þar á ferð sóknarprestur Húsvíkinga og annað starfsfólk barnastarfs kirkjunnar þar sem komu með börnin auk nokkurra foreldra. Barnamessa var í Dalvíkurkirkju kl. 14 og var kirkjan þéttsetin. Dagskráin var fjölbreytt m.a. kórsöngur og hljóðfæraleikur. Eftir messu fengu kirkjugestir kakó með kringlum og pönnu- kökum í Víkurröst í boði sóknar- nefndar sem sá um veitingarnar. Alls komu þar um 170 manns. Húsvíkingar gerðu góðan róm að þessari ferð enda var veður einnig hið besta. Barnastarfið á Dalvík og Svarfaðardal mun síð- ar endurgjalda þessa heimsókn.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.