Norðurslóð - 21.03.1991, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 21.03.1991, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLOÐ Minning: Sigurjón Hjörleifsson Fæddur 13. mars 1910 - Dáinn 11. mars 1991 Þann 11. mars andaðist á Sjúkra- húsinu á Akurcyri Sigurjón Hjör- leifsson á Dalvík. Sigurjón Hólm hét hann fullu nafni, sonur hjón- anna Rósu Jóhannsdóttur frá Þverá í Skíðadal og Hjörleifs Jóhannssonar frá Ingvörum. Þau hjónin bjuggu á Hnapps- stöðum í Stíflu í Fljótum 1906 - 1922 en síðan í Gullbringu til 1928, þegar elsta dóttir þeirra, Sigurbjörg og hennar maður, Guðmundur Guðmundsson, fluttu þangað með börn sín. Hjörleifur og Rósa eignuðust 9 börn, sem náðu fullorðinsaldri. 5 þau yngri fædd á Hnappsstöðum. Þau voru í aldursröð Sigurbjörg, Sesselja, Kristín, Hjörleifur, Freyja, Gestur, Sigurjón, Snjó- laug og Btildvina. Hjörleifur og Freyja létust á tvítugsaldri. Nú eru á lífi Gestur, Snjólaug og Baldvina. Þröngt mun hafa verið í búi á Hnappsstöðum og margir munn- ar að seðja. Ekki mátti þó ráða það af börnunum, svo gervilegt fólk sem þau uröu. Sigurjón Hólm var fæddur 13. mars 1910 á Hnappsstöðum og var því liðlega áttræður þegar hann lést. Sigurjón ólst upp til fullorðinsára í Gullbringu og tók niikinn þátt í féagsskap unga fólksins í dalnum t. d. byggingu Sundskálans 1928-9. Hann stund- Sigurbjörg. aði nám í íþróttaskólanum í Haukadal í Biskupstungum hjá Sigurði Greipssyni um 1930. A þessum árunr var Sigurjón einn almyndarlcgasti ungi maðurinn í sveitinni og vel íþróttum búinn, eins og sagt var til forna, m. a. ágætur sundmaður. Og raunar hafði hann yfir sér höfðingssvip alla ævi. Hann fluttist til Dalvíkur og gerðist sjómaður bæði á þorsk- og síldveiðum eins og gerðist og gekk á þeim árum, en jafnframt stundaði hann landvinnu þess á milli, tikstur vörubíla o.fl. o.fl. Árið 1941 kvæntist Sigurjón Sigurbjörgu Pálsdóttur frá Breiðuvík í Borgarfirði eystra. Þau eignuðust ekki börn, en 1946 tóku þau dreng, sem þau gerðu að kjörsyni sínum. Hann heitir Valur Hólm Sigurjónsson og hef- ur um langt skeið verið vélgæslu- maður við Laxárvirkjun, kvæntur maður og á tvær dætur. Hefur hann og fjölskyldan öll reynst foreldrunum mjög vel að sögn Sigurjóns heitins sjálfs. Sigur- björg dó fyrir nokkrum árum síðan. Það blundaði alltaf sveita- maöur í Sigurjóni Hjörleifssyni, samskipti við hesta var líf hans og yndi. Árið 1952 tóku þau hjón á leigu hina fornfrægu jörð, Sauða- nes á Upsaströnd. Búskapur var draumur, sem varð að rætast. Dvölin á Sauðanesi varð ekki löng eða um 5 ár. Þá fluttu þau aftur inn á Dalvíkina og Sauða- nes féll úr tölu byggðra býla fyrir fullt og allt. Á Dalvík gerðist Sigurjón lög- regluþjónn um skeið, en stundaði síðan hverskyns störf, sem buð- ust og þótti hvarvetna liinn nýt- asti maður og drengur hinn besti. Og hestamennskuna ástundaði hann fram á síðustu ár. Það mun óhætt að segja, að með Sigurjóni Hjörleifssyni sé fallinn í valinn einn af þekktustu borgurum Dalvíkurbæjar, vinsæll maður. sem allir báru til hlýjan hug. Hann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 23. þ. m. “ HEÞ. Línumenn - ísbrjótar á þurru landi. ísingarveðrið mikla, sem gekk yfir Norðurland í byrjun janú- ar síðastliðnum skildi eftir sig fjölmargar minjar einkum í brotnum raflínustaurum. Það er með stórum ólíkindum að sjá, hvílík hervirki veðrið gat unnið. Nokkra metra frá veg- inum skammt norðan við heimreið að Ytra-Hvarfi stóð staurapar, sem var í þverlínu yfir Svarfaðardal og lá um Flötutungu. Þessa tengilínu lemstraöi veðrið kyrfílega og braut niarga staura og hefur hún ekki verið reist og tekin aftur í notkun enn sem komið er. Stauraparið við veginn hjá Ytra-Hvarfí kuhbaðist sundur 2-3 metra frá jörðu og standa hrotin eftir með sliltunum „háspenna-lífshætta“. Hér kemur hugmynd Raf- magnsveitum ríkisins til athugun- ar: Væri þa nú ekki sniðugt að lofa þessum staurabrotum að standa þarna á melnum til fram- búðar? Þeir eru ekki fyrir einum né neinum. Væri það ekki fróð- legt fyrir ferðamenn, sem aka um Mynd: Hj.Hj. sveitina í sumar blíðunni að sjá hverskonar óskapaveður geta geysað hér um slóðir á vetrum? Lagt er til að Rarik láti búa til skilti úr timbri eða plasti eða málmi með áletrun , sem gefi til kynna hvernig og hvenær þessi ósköp gerðust. Stubbarnir eru það háir, að stórgrip ir ná varla til skiltis, sem væri efst uppi. Er þetta nokkuð vitlaus hugmynd? Frumleg er hún a. m. k. og myndi vekja athygli ekki síður en eyðibýlaskiltin hér við vegina og margir ferðamenn hafa tekið eftir og haft orð á. Botnar við óbotnandi fyrripart í síðasta tölublaði Norðurslóð- ar var sýnt dæmi um fyrripart, sem engum hefði enn tekist að botna. Það kom samt í Ijós, að einhverjir hafa lagt til atlögu við það ógerlega og l'engið þessa útkomu: Fyrriparturinn: Vond er gigt í vinstri öxl verri þó í hægri mjöðm. l.botn: Alverst kvöl í endajöxl um er samt hjá veslings Gvöðm. 2. botn: Eins og skáldið Aldous Huxl ey er verri en Kristmann Gvöðm. Já, niikill er barningurinn. Vonda vorið 1979 var ég svo heppinn að komast í 4-5 vikna ferð, burt úr kuldanum og gróðurleysinu, til Ameríku í fyrsta og einasta skiptið. M.a. kom ég í byggðir íslendinga í Manitoba. Á sveitabæ nokkrum skammt frá Gimli hitti ég bónd- ann Gunnar Sæmundsson, sem var svo mikill íslendingur að hann fékkst við yrkingar á íslensku og hafði sérastaklega miklar mætur á ferskeytlunni og glímdi við erfiða botnagerð. Áður en g kvaddi Gunnar lét hann mig hafa í nestið heim til íslands eftirfarandi fyrripart stöku ef fólkið í gamla landinu skyldi enn hafa gaman af þeirri þjóðlegu íþrótt. Ég frétti ekki löngu síðar, að Gunnar Sæ- mundsson væri dáinn. En hér kemur vísan og fjallar um lífið í sveitinni: Á básnum var beljan mín yxna, en boli var þjáður af hiksta. Og botni nú hver, sem botna kann. Ritstj. Vibskiptavinir athugib Breyttur opnunartími á varahlutalager. Opib frá kl. 7.30-18.00. Bílaverkstæ&i Dalvíkur. Svarfdœlctbúð Svínakjöt Hangikjöt Londonlamb Niðursuðuvörur írá K.J. Juvel hveiti Flórsykur Sanitas gos Dalvík 8-10% verðlœkkun 10-15% verðlœkkun 6-8% verðlœkkun á sérstöku páskaverði Páskaegg á góðu verði Emmessís á sprengitilboði Munið efíir páskauiiguiiiiin Lcitið ekki langt yfir skammt Minnisvarði stórhríðar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.