Norðurslóð - 21.03.1991, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírnir
10. mars var skíröur í Dalvíkurkirkju Omar Þorri. Foreldrar
hans eru Ósk Finnsdóttir og Gunnlaugur Jón Gunnlaugsson,
Mímisvegi 1, Dalvík.
Afmæli
Þann 18. mars varð 75 ára Petrína Zóphóníasdóttir, Karlsrauða-
torgi 16, Dalvík. Blaðið árnar heilla.
Andlát
27. febrúar lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, Jóhann Guðlaugur
Kristjánsson, Karlsbraut 1, Dalvík.
Jóhann fæddist á Karlsá, 29. október 1900, sonur Kristjáns
Lofst Jónssonar og Helgu Solveigar Guðjónsdóttur. Hann var
elstur af níu börnum þeirra hjóna en þau voru auk Jóhanns:
Sigurlína Snjólaug, sem er látin, Sveinn Sigurjón, sem er látinn,
Solveig, Jóna Hallfríður, Sigurður Kristinn, Þorsteinn Valgarð-
ur, Rósa, sem lést barn að aldri, og Guðlaug Baldvina.
Jóhann bjó með foreldrum sínum í Garðakoti, Svarfaðardal,
fyrstu árin en flutti með þeim í Uppsali árið 1907, þar sem for-
eldrar hans áttu heima æ síðan. Hann fór-ungur til sjós og átti
það starf vel við hann. Var hann meira og minna á sjónum fram
yfir fertugt, m.a. sem mótoristi, eins og það var þá kallað, en til
þeirra starfa hafði hann réttindi. Eftir að hann koin í land vann
hann ýmsa verkamannavinnu á Dalvík, nt.a. við smíðar enda
laginn og ágætur verkmaður.
1927 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Sigur-
hönnu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á Hánefsstöðum en
fluttu þaðan til Ólafsfjarðar, livar þau bjuggu fyrst í Hólkoti en
síðan niðri í kauptúninu. Til Dalvíkur flytja þau aftur árið 1939
og bjuggu lengst af í Bergþórshvoli eða í um þrjá áratugi. Þau
eignuðust 6 börn sem eru: Arnfríður Jóhanna, Hjörleifur,
Kristján Loftur, Marinó Jóhann, sem er látinn, Sigrún Rósa og
Sigtryggur Elinór.
1975 fluttu Jóhann og Kristín í Hruna, Karlsbraut 1, þar sem
þau hafa átt heimili síðan.
Jóhann Guðlaugur var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 5.
mars. JHÞ
Þann 11. mars andaðist Sigurjón Hjörleifsson, Karlsbraut 19 á
Dalvík. Sjá grein á bls. 4.
Þann 15 mars andaðist á heimili sínu,
Karlsbraut 19 á Dalvík, Friðhólm Kristinn
Jónsson frá Sægrund þ. e. Grundargötu 6
á Dalvík. Hann var fæddur þar 4. sept-
ember 1923, sonur hjónanna Jóns Vald-
emarssonar og Sigurveigar Sigurðardóttur.
Kristinn var sjómaður lengst af ævi en
vann jafnframt mikið í landi og lagði á
margt gjörva hönd: frystihússtörf,
lögreglustörf, skóviðgerðir, hjólhestavið-
gerðir o.m.il. Hann kvæntist Gróu Gríms-
dóttur ættaðri úr Isafjarðardjúpi í maf 1948. Kjördóttir þeirra er
Kolbrún Kristinsdóttir. Hún býr í Reykjavík og á 2 börn. Ann-
að þeirra er Kristín, sem hefur alist upp hjá afa sínum og ömmu
á Dalvík og á þar heima. Kristinn var dugnaðarforkur hinn
mesti og hvergi smeykur í lífsins ólgusjó. Aldrei var hann niður-
lútur né lét kveða sig í kútinn í orðaskiptum við menn því hann
hafði gaman að stóryrðum og lét margt flakka. Þrátt fyrir það,
eða kannske einmitt vegna þess, var hann vinsæll mjög, enda
var alltaf stutt í hlátur og glens hjá Kidda og allir voru vinir
hans. Hann varð fyrir slæmu vinnuslysi fyrir inörgum árunt síð-
an og varð aldrei samur maður til starfa eftir það. Það mótlæti
bar hann með æðruleysi og henti stundum gaman af því ein og
öðru. Hans verður saknað og rná líklegt þykja, að margir vilji
fylgja honum til grafar. Útförin verður gerð frá Dalvíkurkirkju
á föstudaginn 22. mars kl. 13,30.
Fáir hafa betur lifað heldur en Kristinn Jónsson eftir því heil-
ræði, sem svo er orðað í fornum fræðum:
Glaður og reifur
skyldi gumna hverr
uns sinn bíður bana. HEÞ
Helgihald í kyrruviku og á páskum
Pálmasunnudagur, 24. mars:
Barnaguðs|)júnusta verður í Dalvíkurkirkju kl. 11.
Itarnaguðsþjúnusta verður í Vallakirkju kl. 14.
Guösþjúnusta verður í Dalvíkurkirkju kl. 17. Stundin verður tileinkuö boðunardegi Maríu.
Séra Kristján Vulur Ingólfsson ijallar uin utburði kirkjuúrsins og sýnir helgi-
inyndir. Margrét Búusdóttir syngur einsöng og einnig inun kirkjukórinn leiða
alinennan safnaðarsöng tengdan boðunardcgi Muríu.
Skírdagur, 28. mars:
Messaö verður í Urðakirkju kl. 21. I.esið verður úr píslarsögunni og I.itanía sr. Bjarna
Þorsteinssonar sungin. Altarisganga.
Föstudagurinn langi, 29. mars:
Kl. 20.30 hefst í Dalvíkurkirkju kvöldvaka við krossinn. Orgelleikur verður í 15 mínútur
úður en stundin hefst. Lesiö verður úr píslarsögunni, sungnir súlmar er tilhcyra deginum
og kveikt á kertaljúsum við krossinn.
Páskadagur, 31. mars:
I lútíðarmessa verður í Dalvíkurkirkju kl. 8 úrdegis. Altarisganga. Hljúðfæraleikur.
Hútíðarmcssa vcröur i Tjarnarkirkju kl. 14.
Hútíðarmessa verður i Vallakirkju kl. 16.
2. páskadagur, 1. apríl:
Hútíðarmessa veröur ú Daibæ kl. 16. Súknarprestur.
Má ég kynna
Þeir hjá Sparisjóði Svarfdæla
hafa lag á að krækja sér í
huggulegt starfslið. Hefur
þetta blað kynnt sumt nýkom-
ið starfsfólk þar og hefði mátt
gera oftar. Nýlega sá ritstjóri
nýtt stúlkuandlit þar í gjald-
kerastúku, sem honum fannst
hann kannast við, e n kom
ekki fyrir sig hvar. Við eftir-
grennslan kom á daginn, að
það mundi hafa verið í „ís-
íenska sjónvarpinu“.
Hún heitir Gunnhildur Ottós-
dóttir og er fædd í Hrísey 22. júlí
1963.Foreldrar hennar eru
Svandís Gunnarsdóttir frá
Árskógsströndinni og Ottó Þor-
gilsson deildarstjóri hjá KEA í
Hrísey. Og fyrir þá ættfræðisinn-
uðu skal það upplýst, að Þorgils
Baldvinsson, afi Gunnhildar, var
frá Steindyrum og var bróðir
Antons Baldvinssonar, sem
andaðist á Dalvík fyrir nokkrum
árum og Sigríðar Baldvinsdóttur,
sem lengi bjó á Akureyri, en
andaðist fyrir alllöngu síðan.
Gunnhildur á því margt skyldfólk
hér um slóðir bæði g egnum þessi
ættartengsl og sjálfsagt aðrar ætt-
argreinar.
Gunnhildur ólst upp í eynni og
gekk í barnaskóla 1-7. bekk og í
Dalvíkurskóla 8. og 9. bekk. Þá
lá leiðin í MA þaðan sem hún
útskrifaðist 1983, stúdent úr
málabraut. Þá innritaðist hún í
H.í. og lagði stund á íslensku.
Hún segist hafa unnið nrikið í
fiski á sinni tíð einkum í Frysti-
húsi KEA í Hrísey. Líka vann
hún á skrifstofu bæði á Dalvík og
Akureyri. Hjá Sjónvarpinu vann
hún rúmlega 2 ár sem fréttaþula
og þar kynntist þjóðin henni, að
því marki sem unnt er að kynnast
fólki í gegnum sjónvarpsskerm.
Hún fór að vinna hjá Sparisjóðn-
um á Dalvík 1. mars 1991.
Sambýlismaður Gunnhildar er
Elías Björnsson (Elíassonar og
Ragnheiðar Guðmundsdóttur á
Dalvík.) Hann stundar nú sjóinn.
Sonur þeirra er O.ttó fæddur 5.
maí 1988. Fjölskyldan býr á
Brimnesbraut 29, alveg norður
undir Brimnesá. Afskaplega
huggulegur og skemmtilegur
staður, segir Gunnhildur.
Áhugamál? Ja, ekkert sér-
stakt, jú kannske.útivist, njóta
veðurblíðunnar þegar hún gefst,
lesa dálítið, hlusta á útvarp, nei,
ekki glápa á sjónvarp.
Eru þau komin til langrar
dvalar? Já, einhversstaðar verður
maður að finna sér samastað,
eignast þak yfir höfuðið. Því ekki
hér,þetta er góður staður í upp-
gangi.Ég vona að fólk taki okkur
vel.
Því ekki það, Dalvíkingar eru
yfirleitt alminlegheita fólk og
Norðurslóð býður fjölskylduna
velkomna og væntir þess að hún
vaxi, blómgist og dafni á kom-
andi tímum.
Fréttahomið
Nýlega afhenti stjórn
Kvenfélagsins Tilraunar í
Svarfaðardal Heilsugæslustöð-
inni á Dalvík kr 100.000.00 til
áhaldakaupa . Verður þeim pen-
ingum varið til kaupa á ungbarn-
avog.
Kvenfélagið Vaka á Dalvík
hefur undanfarið safnað til kaupa
á eyrnasmásjá, sem er mjög dýrt
stykki, hefir kvenfélagið afhent
kr 200.000.00 til þeirra kaupa.
Lionessur og lionsnrenn hafa nú
bætt við þann sjóð kr 180.000.00,
svo nú er ekkert til fyrirstöðu að
hægt veröi að kaupa smásjána,
og kemur hún á næstu dögum.
Kvenfélagskonur afhenda gjöfina. F.v. Þuríður Sigurvinsdóttir, Stefanía
Jónasdóttir, Kristín Klemenzdóttir, Ástdís Óskarsdóttir, Kristjana Þ. Ólafs-
dóttir hjúkrunarforstjóri og læknarnir Þórir V. Þórisson og Bragi Stefáns-
SOn. Mynd: Heimir
21. mars frumsýndi Leikfélag
Dalvíkur gamanleikinn
Frænka Charleys eftir Brandon
Thomas. Þetta er sígildur gaman-
lcikur sem sýndur hefur verið
víða um land við góðar undir-
tektir og sums staðar oftar en í
einni uppfærslu.
Á Dalvík hefur hann verið
sýndu r tvisvar áður árið 1947 í
leikstjórn Marinós (Bassa) Þor-
steinssonar og árið 1961 undir
stjórn Hjálmars (Bomma) Júl-
íussonar. Hér hlýtur því að vera
um sérlega vel heppnaðan gam-
anleik að ræða. Leikstjórinn er
að þessu sinni ungur Dalvíking-
ur, nýútskrifaður úr Leiklistar-
skóla íslands, Björn Ingi Hilm-
arsson (sjá viðtal). 10 leikarar
taka þátt í sýningunni en auk
þeirra hópur af öðru starfsliði
eins og venjan er.
Ihelgina í apríl verður
• í Heilsugæslunni á Dalvík
námskeið seni varðar slys á
börnum. Þar verður fjallað.um
fyrirbyggjandi aðgerðir. fyrstu
viðbrögð og, tleira sem tengist
slysum á börnum. Hjúkrunarf-
ræðingur frá Reykjavík, sem að
undanförnu hefur unnið mi kið
að forvarnarstörfum þar, mun
stýra námskeiðinu. Öllum er hei-
mild þátttaka.
Aðalfundur Svarfdælingasam-
takanna í Reykjavík var
haldinn nýlega. Þar var kosin ný
stjórn. Hana skipa: Valdemar
Óskarsson formaður, og aðrir í
stjórn eru: Helga Hjörleifsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir, Atli Rafn
Kristinsson og Kári Gestsson.
Fyrirhugað er að halda fjöl-
skyldudag á næstunni og er það
ósk stjórnar að sem allra flestir
mæti þar. Einnig var áformað að
halda grilldag úti snemma næsta
sumar.
Leikhópur Leikfelags Dalvíkur í Frænku Charleys 1991. Leikstjórinn, Björn
Ingi Hilmarsson, lengst til liægri. Mvnd: Heimlr
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að Múlagöngin voru
vígð 1. mars sl. við hátíðlega at-
höfn. En ekki nrá héraðsfréttablað
á borð við Norðurslóð láta hjá
líða að geta svo stórmerkra tíð-
inda þótt seint sé. Nú þegar eru
áhrif ganganna farin að koma í
ljós varðandi aukið samstarf bæj-
arfélaganna sitt hvoru rnegin
Múlans. Þannig hafa löggæslu-
menn á Dalvík og Ólafsfirði boð-
að stóraukna samvinnu á sviði
löggæslu og án efa verður sam-
vinna á fleiri sviðum orðin að
veruleika áður en langt um líður.