Norðurslóð - 21.03.1991, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
dóhann Antonsson, Dalvík
Umsjón, dreiflng og innhelmta:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Búvöru-
samnmgur
Sennilega er það stórhættulegt mál að skrifa hugleið-
ingu um nýjan búvörusamning. Hvorki bændum né
neytendum (landbúnaöarvara) finnst hann sérlega
góður, hvorum tveggja út frá sínum hagsmuna-
forsendum. Og sín á milli eru bændur ekki á eitt sáttir.
Hér skal því haldið fram, að sem nauðarsamningur sé
hann í stórum dráttum viðunanlegur eftir að gerðar
voru breytingar frá áliti 7-mannanefndar um sauðfjár-
ræktina m. a. samkvæmt ábendingum Búnaðarþings.
Þar yfirskyggir allt annað sú beiska staðreynd, að ekki
er mögulegt að selja kindakjöt á erlendum markaði.
Gefa er hægt en ekki selja. Það fæst varla verð sem
svarar slátur - og flutningskostnaði. Það gullland,
Eldóradó, er ekki til á hnetti vorum, sem vill kaupa
okkar ágæta Iambakjöt á margföldu verði, hversu erf-
iðlega sem mönnum gengur að kyngja þeim bita.
Það er eðlilegt, að mörgum hrjósi hugur við þeim
ótíðindum, að enn þurfi að fækka sauðfénu um 70 þús-
und ær eða svo, helst á einu ári ella tveimur. Nú skiptir
það meginmáli, að hægt verði að stýra fækkuninni svo
að hún verði sem minnst í góðu sauðfjárhéruöunum,
þar sem menn hafa Iítið annaö en sauðfé og nóg vel
gróið beitiland. Það eru nú í samningnum atriði, sem
hafa þetta markmiö, hvernig sem gengur að fram-
kvæma þau.
En einhverstaöar verður fækkunin að koma og það
þýðir óhjákvæmilega, að á fjölmörgum jörðum út um
allt land verður sauðfjárhald lagt niður að öllu eða
langmestu leyti. Stóra spurningin er, hvort búseta getur
samt haldist á þeim mörgum eða flestum, búseta byggð
á öðrum tekjugrunni. í námunda við þéttbýli, og EE í
því þéttbýli er gott atvinnulíf vel að merkja, má Ieyfa
sér að vona, að lífvænleg sveitabyggð geti haldist jafn-
vel þótt hún grisjist.
Þetta eru vangaveltur um framtíð, sem enginn getur
í raun og veru spáð í af nokkru viti. Svo er nú það, að
alls óvíst er, hvort búvörusamningurinn verður nokk-
urntíma staöfestur af stjórnvöldum óbreyttur. Ef hann
verður rifinn sundur er vonandi, að síðari útgáfa verði
ekki mikiö lakari þeirri fyrri. Það er ekki trúlegt, að
hún verði betri, því miður.
Ef við svo þrengjum sviðið dálítið og spyrjuni, hvern-
ig okkar eyfirsku sveitabyggð muni reiða af á vegferð
komandi ára, þá eru svörin líkega auðveldari. Það staf-
ar einfaldlega af því, að óvíða er hagur bænda minna
kominn undir blessaðri sauökindinni en hér þegar á
heildina er litið. Ef ekki kemur til eitthvert stóráfall í
markaösmálum nautgriparæktar t. d. meiriháttar inn-
flutningur mjólkur- og kjötvara, þá er engin ástæða til
að bera kvíðboða fyrir framtíð eyfirsks landbúnaðar.
Huggun er það, en ekki hjálpar það stéttarsystkinum
okkar, sem ekki njóta svo góðra aðstæðna. Sumir
óttast, að bændur með blandaðan búskap og góða
afkomu muni sækjast eftir að kaupa upp viðbótarfram-
leiðslurétt í sauðfjárrækt, þegar slík verslun verður
aftur heimil, og auka þannig enn á umsvif sín, og vænt-
amlega um leið, tekjur sínar. Þetta gæti m. a. átt við
um Eyfirðinga.
Slíkt má ekki eiga sér stað. Þvert á moti mættu marg-
ir eyfirskir bændur, og auðvitað miklu fleiri, hugleiða,
hvort ekki væri skynsamlegt og sanngjarnt, að þeir
sýndu gott fordæmi og seldu ríkinu eitthvað af rétti sín-
um til framleiöslu sauðfjárafurða og rýmdu þannig fyrir
öðrum, sem meira þurfa hans með. HEÞ.
Hver er ég? V.
Höfundur æviminninganna,
Stefán Björnsson, skýrði frá
því í síðasta blaði, hvernig það
atvikaðist, að hann varð fyrsti
tragtorstjóri í Svarfaðardal
1931. (Orðið dráttarvél hafði
þá ekki verið fundið upp)
Hann býr hjá foreldruni sínum
á loftinu í Vallholti og virðist
framtíð sín næsta óráðin. Og
hefur hann nú orðið.
í Vallholti
Framundan var veturinn. Við
foreldrar mínir og eg höfðum
flult úr Ingvörum vorið 1931...
Við fengum leigt á loftinu í Vall-
holti, nú Skíðabraut 5. Þetta var í
risi hússins. Stofa var við suður-
stafninn, eldhús að norðan.
Kolaofn var í stofunni og hitaði
hana upp. Þarra sváfum við, eg á
dívan undir austurhliðinni en þau
í rúmi að vestanverðu. Borð var
undir glugganum við suður-
stafninn.
Allt vatn varð að bera upp og
niður, eldivið og hvað eina. í
botni kjallarans var brunnur og
þótti það mikil hátíð. Allt rusl
varð að fara með út í fjöru. Var
hún allsherjar sorphaugur á þeim
árum og að sönnu í áratugi eftir
þetta eöa fram yfir 1960.
Þrátt fyrir þessar frumstæðu
aðstæður var ekki yfir neinu að
kvarta miðað við þau lífsskilyrði,
sem við vorum vön. Við höfðum
nóg að borða og gátum liitað
stofuna eins og viö þurftum.
Pabbi fór upp í Hrafnsstaði lcngi
um veturinn og kenndi krökkum
Páls Friðfinnssonar. Þaðan kom
mjólkin. Svo gekk hann í hús á
Dalvík og kenndi börnum. Fyrir
það fékk hann einhver laun, þótt
lítið þætti nú til dags.
Ég var verkefnalaus þennan
vetur. Ekki leið mér vel. Eg var
Gamli Surtur í nýju hlutverki.
búinn að selja hestaplægingaúi-
haldið mitt og annar maður far-
inn að stunda það. Dráttarvélar-
kaupin voru farin út um þúfur,
enda enginn fjárhagsgrundvöllur
undir því fyrir einstakling.
Spurning var, hvort Búnaðarfé-
lagið hefði bolmagn til að fjár-
magna áframhaldandi rekstur
dráttarvélarinnar ef vinna brygð-
ist eins og allt útlit var fyrir.
Annað var mér líka til ama
þennan vetur þarna á Vallholts-
loftinu. Veturinn 1931, síðasta
árið á Ingvörum, voru í syðri
enda hússins ung hjón. Konan
var ættuð vestan af Ströndum,
nánar til tekið úr Steingrímsfirð-
inum.
I apríl um vorið kom systir
hennar í heimsókn til hennar. Eg
kynntist þessari konu dálítið. Var
ég fenginn til að ilytja hana á
hestum mínum fram í Svarfað-
ardal, þar sem bróðir hennar bjó.
Þetta var gift kona, þremur árum
eldri en ég og barnlaus. Endirinn
á okkar viðkynningu varð sá, að
við kvöddumst með handabandi
á brautinni norðan í Holtsmóun-
um. Það var sár skilnaður á báðar
hliðar, með þann ásetning í huga,
að við myndum aldrei sjást
framar. En um annað varekki að
tala eins og á stóð hjá henni. Hef-
ur verið við það staðið að öllu
leyti, enda hafði eg lofað því að
hverfa út úr lífi hennar og Iáta
ekki sjá mig á hennar vegunt á
væntanlegum lífsferli.
Hamingjan var mér hliðholl
því huggunin var stutt undan og
sú, sem kom fram á sjónarsviðið,
geröi betur en að fylla pláss hinn-
ar í huga mínum, þrátt fyrir ein-
dæma glæsileika hennar að allra
dómi.
Óráðinn ungur maður
Tíminn leið, veturinn 1931-32 var
að renna sitt skeið, komið fram í
apríl. Ekki veit ég, hvort lífsferill
manna er tilviljun ein eða örlög
ráða einhverju um lifsferil þeirra.
Oft dettur mér í hug, að á þess-
um tíma hafi örlög stjórnað mín-
um lífsferli. Ekki færi ég nein rök
fyrir því, slíkt er ekki hægt að
gera af neinu viti. Hvað sem um
það er, þá er það dag einn, að á
Vallholtsloftinu birtist Gunn-
laugur Gíslason bóndi á Sökku.
Við höfðum átt mikið saman að
sælda og ekki alltaf verið sam-
mála og enn var eftir lokauppgjör
vegna tragtormálanna......
Gunnlaugur segir mér, að
vinnu sé enga að hafa í Svarfað-
ardal næsta sumar. Á hinn bóg-
inn hafi Búnaðarfélagið ekki það
góð fjárráð að það geti greitt upp
afborgun og vexti af lánum , sem
á þessum verkfærum h víli, nema
vinna fáist einherstaðar.
Á þesum tíma bjó Páll Frið-
finnsson á Hrafnsstöðum (pabbi
og hann voru systrasynir.) Hann
var bæði útgerðarmaður og
bóndi. Hafði hann á þeim tímum
síldarsöltun á Siglufirði. Nú hafði
hann fyrir hönd félagsins boðið
Siglufjarðarbæ vélina á leigu til
að brjóta land og vinna á Hóli í
Siglufirði, en þar rak bærinn
mjólkurbú.
Haustið 1931 var mikið at-
vinnuleysi á Siglufirði að síldar-
tímanum loknum. Hafði þá
bæjarstjórnin, undir forystu krat-
anna, og vegna áróðurs frá
Verkamannafélagi Siglufjarðar
láti ræsa fram mikið af mýrlendi,
sem bærinn átti, bæði tilheyrandi
Hóli og Leyningi, enda átti bær-
inn allt land á Siglufirði nema
Skarðdal, jörð beint á móti Hóli.
Öllu þessu var Páll kunnugur
bæði í Svarfaðardal og á Siglu-
firði. Það voru því hans ráð að
leigja vélina til og koma þeim
saman til samninga Svarfdælum
og Siglfirðingum. Þegar Gunn-
laugur kom til mín var búið að
Stefán Björnsson.
semja um þetta. Búnaðarfélag
Svarfdæla hafði áskilið sér rétt
til að láta vélstjóra fylgja vélinni,
ef þeim sýndist svo. Þegar Gunn-
laugur var búinn að skýra fyrir
mér alla málavexti þessu viðvíkj-
andi spyr hann mig, hvort ég vilji
ekki fara með vélinni vestur fyrir
þá. Ég var fljótlega til með það.
Ég hafði frá engu að hverfa í
Svarfaðardal, eins og ég hefi áður
drepið á. Var þetta því fastmæl-
um bundið. Var nú farið að ráð-
gera flutning á vélinni og verk-
færunum.
Á þeim tíma gekk bátur reglu-
lega á milli Akureyrar og Siglu-
fjarðar. Þessi bátur var 60-100
tonn að burðarmagnni. Við hann
var samið um flutning á vél og
verkfærum. Á þeim tímum voru
hér á Dalvíkinni þrjár bryggjur,
allar úr tré. Sú sem var suður og
fra m af KEA var kölluð Kaup-
félagsbryggja. Hún var mest not-
uð og sennilega skást og fram
hana var farið með vélina. Ekki
dugði að láta vélina fara fram
bryggjuna fyrir eigin afli. Heldur
varð að slökkva á mótornum og
ýta henni fram bryggjuna með
handafli. Munu það hafa gert
einir 5 eða 6 menn. Þá þurfti að
hafa bættinga undir hjólunum.
Voru til þess notaðir 4 bættingar
og tveir og tveir fluttir framfyrir í
einu. Ég sat í sæti vélarinnar og
stýrði. Ég ntan að þeir sem ýttu
voru búnaðarfélagsstjórinn,
Gunnlaugur á Sökku. Jón bróðir
hans á Hofi, Magnús í Hrafns-
staðakoti og faðir minn Björn..
Allt gekk þetta nú eins vel og á
varð kosið, skipið kom eins og
ráð var fyrir gert og bóma þess
tók vélina og verkfærin niður á
dekkið þar sem vélin var skorðuð
vel niður. Síðast fór ég niður með
fötin mÍH í kofforti.
Ég var glaður á þessum tímum
og veifaði félögum mínum á
bryggjunni, enda var ég að ganga
til móts við mín eigin örlög.
Til Sigló á vit
ævintýranna.
Það var besta veður á leiðinni
vestur. Þegar skipið kom til
Siglufjarðar var komið þar að
hafskipabryggju eða viðlegukanti
þar sem Éossarnir lögðust ætíð
að, þegar þeir komu til Siglu-
fjarðar. Fyrsta stykkið, sem skip-
ið lætur niður á hafnarbakkann
er dráttarvélin. Þá vill það til, að
áður en vélin er komin niður á
bakkann, slitnar vírinn í vind-
unni. En svo nærri var hún
komin, að hún kom beint niður á
hjólin og ekki gat ég séð neitt á
henni nema að lakkið var sprung-
ið á dregaranum að framan. Síð-
ar kom í ljós, að spindillinn í
framhjólinu hafði sprungið. Ég
setti vélina í gang þarna á stund-
inni og keyrði hana urn aðalgötu
bæjarins. Þetta farartæki var
óþekkt á Siglufirði í þá daga og
vakti mikla athygli, sérstaklega
barnanna. Hlupu þau bæði á
undan og eftir vélinni. Þótti mér
það ekki gott.
Til allrar lukku kom lögreglu-
þjónn þarna til sögunnar og
fylgdi mér eftir á meðan börnin
höfðu áhuga á þessu nýstárlega
tæki. Að stuttum tíma liðnum var
ég kominn á leiðarenda, fram að
Hóli þar sem mjólkurbúið var
rekið... Hér lýsir Stefán aðstæð-
um í kringum Hól á Siglufirði,
þar sem saman hafði verið slegið
mörgum eyðikotum til að gera
stórt tún svo hægt væri að fram-
leiða mjólk handa börnunum í
síldarbænum... Framh.