Norðurslóð - 17.04.1991, Page 2

Norðurslóð - 17.04.1991, Page 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Dýrmætasta auðlindm I dagblaði einu mátti sjá og heyra núna á dögunum forustu- grein, sem bar yfirskriftina, Þriðja auðlindin, vel skrifaða grein, þar sem höfundur telur upp auðlindir Islands: fiskimið- in, orkuna á og undir yfirborði jarðar og svo þriðju auðlind- ina, kraftinn, sem býr í dugnaöi og menntun þjóðarinnar. Allt blessað og gott þó það hafi veriö sagt þúsundsinnum áður. En ef þetta á að vera uppröðun á mikilvægi auðlindanna, þá má vel gera athugasendir. Og ónefnd er þarna sú auðlind Islands, sem frá upphafi mannabyggðar í landinu hefur fætt og klætt þjóðina öllu öðru fremur og gerir að miklu leyti enn í dag - Moldin og gróðurinn, sem hún nærir. Það er næstum því eins og menn skammist sín fyrir að þurfa að viðurkenna, að við mannfólkiö á jörðinni, líka á fiskieyj- unni köldu, Islandi, erum afsprengi moldarinnar. Við etum að vísu ekki mold eins og ánamaðkurinn. Heldur ekki bítum við gras eins og sauðkindin eða kýrin. En við neytum þó mat- jurta og drekkum mjólk og etum kjöt af kind og kú, sem hafa nærst og vaxið upp af grasi, sem að sínu leyti hefur dregið næringarefnin úr moid og lofti í krafti sólarinnar. (Og sóiin er örugglega auðlind okkar númer eitt, þó að við eigum hana ekki einir, Islendingar.) Nei, það er Ijóst, að gróðurmoldin er fæðuuppspretta manna ekki bara númer eitt heldur líka númer tvö og þrjú og tjögur. Matvæli úr hafinu eru aðeins 3-4% af heildarfæðu mannkyns samkv. skýrslum Matvæla- og landhúnaðarstofn- unar SÞ. Skipar þá ckki gróöurmoldin fyrsta sæti á auðlind- abekknum? Líka á Islandi, þótt blessaöur fískurinn leiki hér stórt hlutverk? Svo mörg orð um mold og mat þ. e. líkamsfæðuna. En maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, Við höfum komið okkur upp fegurðarskyni og getum illa lifað ef það fær ekki viíinm Í/-:A yifíum siá gróin tún og grænar lendur, við viijuin iniii,. °8 blómaangan. Og við íslendingar þráum umfram tlest annað tré við heimili okkar og skógar- lundi um holt og hæðir. Og við viljum sjá „lömbin skoppa hýrt með hopp“ og „Litlu Jörp með lipran fót labba götu þvera“ og „kýrnar leika viö hvurn sinn fingur“. Og allt er þetta rétt og sanngjarnt og veitist líka ölluin, meira að segja skógarnir, smátt og smátt - þökk sé gróður- moldinni. Þegar allt kemur til alls er það góða, gainla og síunga gróðurmoldin, sem er auðlind okkar Islendinga númer eitt (sólin ekki talin með, hana eiga allir). Það er hárrétt sem lesið er yfír gröfínni: Af moldu ertu kominn. Og þaðan er þá líka komið það sem fyrrnefndur leiðarahöfundur kallaði þriðju auðlindina, dug og menntun þjóðarinnar. Ef engin væri þjóðin, hverjum gagnaðist þá önnur auðlindin, orka á jörðu og í? Og hverjum væri þá dýrmæt fyrsta auðlindin, sjálfur þorskurinn í hafínu? Við skuium hætta að skammast okkar fyrir uppruna okkar úr moldimnni, hún er okkar dýrmætasta auölind. Við erum skiigetið afkvæmi hennar - eða með orðum skáldsins: Fölmir löhl, fyrnisl allt og nneðist. Hold er mold hverju sein þuí) klxðist. J r HEÞ. Sól og snjór. Helga skólastjóri nieð litlu krakkana á Ifúsahakka í skíöa- brekkunum á Dalvík. Hver er ég? VI. í síöasta þætti gerði sögumað- ur, Stefán Björnsson, grein fyrir leiðangri sínum til Siglu- fjarðar vorið 1932 með Gamla- Surt, tragtor Búnaðarfélags Svarfdæla. Hann var leigöur ásamt jarðvinnslutækjum og vélstjóra til Siglufjarðarbæjar þar sem hann skyldi brjóta land og búa undir ræktun. Bærinn átti land frammi í fírð- inum þar sem rekið var stórt kúabú til mjólkurframleiðslu. Hólsbúið í Siglufirði var það kallað. Nú lýsir Stefán ástandi og aöstæðum þarna á staðnum og greinir frá fólki, sem hann umgekkst og vann með. Það varð að ráði, að eftir að vor- vinnu við jarabætur var Iokið réð Stefán sig í venjulega kaupavinnu við heyskap á Hólsbúinu, því ekkert sérstakt kallaöi á hann að hraða sér heim til föðurhúsanna á Dalvík. Þetta varð honum örlagaríkt svo sem fram kemur von bráðar. Einhver ábúandi á Hóli hafði fært bæinn nær ánni þar sem betra var að leggja að honum veg. Hafði byggt þriggja her- bergja steinhús auk eldhúss. Við þetta hafði svo bærinn byggt timburhús, svo sem svefnhús fyr- ir verkamenn. Þá hafði bærinn byggt fjósbygg ingu svo alls voru hús fyrir um 20 nautgripi. Hey- geymslu hafði hann lika byggt langt frá fjósinu. Þegar ég fór að svipast um á Hóli fyrsta daginn sem ég var þarna við að undirbúa vélina og verkfærin til vinnunnar, sá ég mikið af framræstum mýrum norðan við bæinn í átt að sjónum. Þetta land hafði bærinn látið grafa sundur undanfarið í atvinnubótavinnu. Hefur margur maðurinn veriö þar að verki. Þetta voru fyrst og fremst opnir skurðir og í þá Iágu svo hnaus- aræsi með örstuttu millibili sam- kvæmt þeirra tíma verkþekk- ingu... Hér lýsir sögumaður plóg einum miklurn, fengnum frá Hólum í Hjaltadal, sem tragtor- inn var látinn draga, en maður gekk með og stýröi plógnum.... Var það mikil vinna. Ég herfaði svo allt þetta land að hluta. í sumt var sáð höfrum til að gefa kúnum að hausti til, en ann- að var látið liggja til næsta vors og var því ætlað að myldast, því allt var þetta seigt mýrlendi eins og gefur að skilja. A þessum tíma var bústjóri á Hóli Jóhannes Þorsteinsson, liann var svarfdælskur maður í báðar ættir. Mamma mín og hann voru systkinabörn. Ég þekkti þennan mann ekkert. Það sem hann dvaldi ungur maður hér átti hann heima á eða við Dalvíkina. Hann flutti snemma burtu, ég held suður. Faðir hans var bróðir Sigurhjartar á Urðum. Var Jóhannes sannkallaður Urðamaður, fámáll og þungur á brúnina. Fyrir þá, sem lítið þekktu hann var ekki gott að átta sig á því, hvað honum líkaði bet- ur cða verr. Ég dvaldi með þcss um manni um það bil ár á Hóli og ætla ég að hafi fallið vel með okk- ur því að maðurinn var besti drengur og mat það, sem vel var gert. (Jóhannes, fæddur á Þor- leifsstöðum 1900, varð kandidat frá Búfræðiskólanum á Sem í Noregi 1924. Hann var lengi bún- aðarráðunautur á Suðurlandi og bjó í Hveragerði. Þau hjónin eignuðust 6 dætur og eiga nú marga afkomendur. Jóhannes dó 1963. Ritstj.) Kona Jóhannesar hét Geirrún ívarsdóttir. Hún var allt önnur manngerð. Hún lét móðan mása, berorð og sagði óþarflega mikið ... Það mun manni hennar hafa fundist stundum þótt ekki hefði hann orð á. Við áttum í brösum til að byrja með, svo hættum við því. Ég held að við höfum skilið sem bestu kunningjar eftir um það bil 10 mánaða samveru. Þau hjón heimsóttu okkur Dagbjörtu að Grund einu sinni ef ekki tvisvar okkur til ánægju.... Nú lýsir sögumaður verkafólki á Hóli þetta vor og nefnir nokkur nöfn... Örlög eða hvað? Svo var það einhverntíma seint um vorið, að frúin segir mér það ( við kölluðum Geirrúnu frú í daglegu tali), að nú á næstunni komi í Hól kaupakona. Segir hana heita Dagbjörtu Asgríms- dóttur, ættaða úr Fljótum. Væri hún við nám í Kennaraskólanum og ætti eftir eins vetrar nám. Kvað hana verða kaupakonu hjá búinu yfir heyskapartímann. Ekki taldi ég þetta mikil tíð- indi. þar sem fólk var alltaf að koma og fara. Heyrði þetta með öðru eyranu, ekki meira. Það voru einhver leiðindi í mér, ég þekkti engan mann, strákarnir þessir þrír, sem með ntér unnu þarna áttu kærustur tveir þeirra, en sá yngsti, Páll, átti marga kunningja og fór í bæinn eða heim til sín á hverju kvöldi. Þannig líður tíminn. Vorið er á enda, venjulegur heyskapartími nálgast. Ég herfa flögin livern dag, þetta mikla flærni. Þá er það sunnudag einn, að ég kem inn í stofuna þar sem Geirrún bjó og þau hjón. Þá er hún að tala við stúlku. Ég reikna með því, að þarna sé kaupakonan komin og vind mér að henni og heilsa henni. Um leið lítur hún á mig. Ég reyni ekki að lýsa upplitinu. þegar hún leit á mig, yfir jrað hef ég engin orð. Það var gott, að Geirrún var svo áhugasöm að skoða blómin, sem hún var með, að ég var kominn út úr stofunni áður en því var lokið og allt fallið í fyrri farveg þeirra á milli. í kaupavinnu Nokkrum dögum síðar kom Dag- björt alfarið í kaupavinnuna. Á sunnudegi einum í sláttarbyrjun kom hún að máli viö mig og kvaðst ætla upp í holt að salna jurtum til greiningar og þurrkun- ar. Hún vissi, að ég hafði lesið grasafræði á Hólum og vildi, að ég kæmi með sér til aðstoðar. En tvær dætur hjónanna (á Hóli) vildu þá endilega fá að fara með okkur og létum við það eftir þeim. Varð því ekki mikið næði til einkamála, en í þessari ferð gengum við þó nokkurnveginn frá okkar málum. Á vori komanda, 1982, eru lið- in 50 ár síðan þetta gerðist. Nærri má geta, að æði oft hefur okkur sýnst sitt hvoru um ýms tilfelli, sem á vegi okkar hafa orðið. En við höfum ekki hugsað mikið að þeim möguleika að skilja þó að á bátinn hafi gefið eins og gengur. Þá er kominn tími til að fara að slá Hólstúnið á því herrans sumri 1932. Búið hafði borið tilbúinn áburð á eyðitúnin þrjú, sem það nytjaði auk heimatúnsins á Hóli. Eitthvað var sléttað í þessurn túnum, voru það beðsléttur gamlar. en auk þcss voru nokkrir sléttir hólar í þeim sumum. Ég held að lítið hafi verið slegið af beinlínis þýfðurn móum. Búið hafði keypt mikið af vélbundinni töðu frá Skagafirði og Eyjafirði haustið 1931. Átti það því miklar fyrningar vorið 1932. Engin tæki voru til heyskapar utan hrífa og orf. Man það þó, að við samantekt notuðum við borð aftan í rauðurn hesti, sem búið átti... Var það fágætur gripur að ýmsu leyti. Hann var á vetrum í fjósinu hjá kúnum. Gekk þar venjulega laus og át það, sem kýrnar leifðu í þeim parti af fjós- inu, þar sem fóðurgangurinn var. Annars var honurn ætlaður bás við hliðin á nautinu, sem var í viðbyggingu við fjósiö en opið á milli. Rauöur var annars ein- göngu notaður til að aka með honum mjólkinni þegar ófært var að aka bíl í bæinn. Raunar gat það verið vikum saman, sem nota þurfti Rauð til að aka mjólkinni í bæinn og draga heim það sem heimilið þurl'ti. Þær eru vondar stórhríðarnar á Siglufirði, svo að með eindæmum er. Því var látin yfir Rauð ábreiða mikil. Náði hún fram undir haus og aftur á lend. Hún var hnýtt saman undir hálsinum. Aktygin voru svo látin yt'ir ábreiöuna. Það má óhætt segja það, að þessar daglegu ferðir með mjólkina gátu orðið erfiðar. En veturinn 1932-33 var eiginlega mjög góður. Ég man ekki eftir neinni stórhríð, sem gæti heitið því nafni. pri, Dagbjört kaupakona og kennaranemi.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.