Norðurslóð - 17.04.1991, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 17.04.1991, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Samkomuhús Svarfdæla - hvar - hvenær? Þinghús hreppsins - aldarafmæli 1992 Mikið er um gestkomur í hann Svarfaðardal vetur, sumar vor og haust. Fannafjöllin, gróður- inn, byggðin, allt dregur fleiri og fleiri gesti, sem fara „hringinn“ og þeir skynsöm- ustu taka sér hliðarvink fram í dalina. Menn koma í hópum til að halda fund, dansleik eða ættarmót. Allt blessað og gott, því hér er allt svo fínt og fágað hjá okkur eða er nokkurstaðar snöggan blett að finna? Jú, til eru þeir og þarf ekki langt að leita. Þinghús Svarfaðardalshrepps var fyrst byggt á Tungukoti ytra á því herrans ári 1892. 1912 var það flutt niður að Grund og not- að þar sem funda- samkomu- og skólahús til 1955, síðan sem funda- og samkomuhús til dags- ins í dag. Það er alveg óhætt að fullyrða, að hvergi kemur fleira fólk í þessari sveit en einmitt á þennan stað. Og einmitt þetta aldna hús er eitt hið hrörlegasta í allri sveitinni. M. a. s. eru sterkar líkur til, að Þinghúsið okkar fengi 1. verðlaun í samkeppninni hrörlegasta hreppssamkomuhús á íslandi. Nú er ekki ætlunin hér, að rekja þá umræðu, sem verið hef- ur í sveitinni um nýtt samkomu- hús síðustu 30-40 árin. Hún hefur hvort eð er engan árangur borið og má skýra það með ýmsu inóti. Hreppsnefnd Svarfaðardals og stjórn ÚMF Porsteins Svarfaðar, sem á hluta í „Grundinni" eins og krakkarnir segja, hafa hvor í sínu lagi rætt málið enn á ný upp á síð- kastið. Það síðasta, sem hefur verið stungið upp á, er að byggð verði álma vestur úr gamla Húsa- bakkahúsinu norðanverðu. Það yrði samkomuhús hreppsins og allra þess félaga en jafnframt íþróttahús skólans, geymslurými fyrir hann og e.t.v. íbúð fyrir húsvörð staðarins, Staðarráðs- - m Sr Gömul og ný hugmynd Þetta er athyglisverð hugmynd en ekki alveg ný af nálinni. Það var nefnilega gert ráð fyrir svona vesturálmu strax á frumteikning- um Húsabakkaskóla, eldra hússins, (sem var byggt á árunum 1950-1955). Þessvegna eru nánast engir gluggar á norðurhluta bygg- ingarinnar. Þetta átti að vera íþróttahús með meiru. Eftir sömu teikningu voru byggð ein þrjú önnur skólahús (í Vopna- firði, við Ljósafoss í Arnessýslu og á Steinsstöðum í Lýtingstaða- hreppi, Sagafirði) og sum ef ekki öll fengu sína íþróttaálmu. Þessi teikning skólahúss hefur fengið sinn skammt af gagnrýni, en það er nú önnur saga. Á þesssum löngu liðnu dögum milli 1950 og 70 var það næstum því sáluhálparatriði hjá skólayfir- völdum, ekki síst skólaíþrótta- fulltrúa ríkisins, að ekki mætti leiða saman á nokkurn hátt heimavistarskóla og almennt samkomuhús. Hugmyndir manna hafa breyst síðan og nú er þetta talinn sjálfsagður hlutur þar sem það hentar. Samt var það svo, að hugmynd- in um sambyggingu var rædd hér og teikningar gerðar af heima- mönnum og m.a.s. fengið ’sam- þykki íþróttafulltrúans þótt treg- ur væri. Málið komst ekki langt áfram, því ýmsir hér innansveitar Ljósm. S.H. voru þegar til kom algjörlega andvígir þessari lausn. Hvort þetta heföi orðið til heilla þá skal ósagt látið. Síðan kölluðu að sveitarfélaginu önnur viðfangsefni hvert af öðru, sem hafa hcimt til sín alla fram- kvæmdagetu þess og er ekkert viö því að segja. En nú er þessi gamla hugmynd sem sagt aftur kornin á kreik. Og hér skal því haldið fram, að lík- lega sé þetta þegar allt kemur til alls skynsamlegasta og trúiega eina færa leiðin til þess að sveit- arfélagið og félagssamtök innan þess getir eignast skammlaust þak yfir höfuðið í náinni framtíð. Þinghús hreppsins að Grund Allt er þetta sagt með fullri virð- ingu og hlýjum hug til góða, gamla Þinghússins, þar sem fleiri kynslóðir Svarfdælinga hafa skemmt sér, numið í skóla og rætt á fundum héraðsins gagn og nauðsynjar allt frá árinu 1892. Og taki menn eftir því, að á næsta ári verður það í rauninni 100 ára gamalt. Þá vaknar spurn- ingin: ER ekki hægt að gefa því einhverja afmælisgjöf t. d. ný klæði í formi fallegrar málningar og þesssháttar, svo það þurfi ekki að standa þarna í þjóðbraut í veslings gömlu tötrunum sínum? Síðan, þegar komið væri nýtt samkomuhús t.d. á 40 ára afmæli Húsabakkaskóla 1995, þá væri búið að finna því nýtt hlutverk þar sem það nú stendur, þ.e.a.s. ef heilsu þess cr ekki svo illa komið, að því verði ekki bjargað. Júlíus Daníelsson í Reykjavík ber framtíð Þinghússins mjög fyr- ir brjósti og hefur stungið upp á því, að Golfklúbburinn Hamar fái húsið til eignar og afnota þeg- ar þar að kemur. Fleiri hafa víst stungið upp á þessu, enda ér það góð tillaga, því þessir frísku og ríku kylfingar væru vísir til að reisa staðinn úr öskunni t.d. græða skóg á lóðinni, sem er enn ein gömul hugmynd, sem aldrei varö að veruleika. En að sjálfsögðu er ekki hægt að neyða einn eða neinn til að taka við húsinu til eignar. Það er bara í ljóðum, að hægt er að segja líkt og skáldið: Eigðu Hof á Höfdaströnd hvort þú vilt eða ekki. HEÞ. Enn um stjömumerkin Nú er að komast botn í minnis- vísurnar um stjörnumerkin { Dýrahringnum svokallaða. 1 síð- asta tölublaði var því slegið föstu, að það væru til tvær útgáf- ur eða úrlausnir á málinu: Önnur þar sem öllum nöfnunum 12 er komið fyrir í cinni vísu og farið mjög svo frjálslega með þau t.d. Hængur og Hremsufreyr í stað- inn fyrir Dreki og Bogmaður. Hinsvegar er svo hin lausnin, þar sem stökurnar eru tvær og hin vejulegu nöfn notuð að mestu leyti. Síðan þetta birtist í blaðinu kont að máli við ritstjóra Vilhelm Þórarinsson á Dalvík og kvaðst í æsku hafa heyrt farið með síðari útgáfuna, þ.e. tveggja vísna útgáfuna, en dálítið öðruvísi þó heldur en stæði í blaðinu. Vil- helm mundi ekki alveg seinni vís- una, en í sameiningu tókst þess- um tveimur glöggu mönnum! að setja vísurnar saman. Og þetta er niðurstaðan, og hún er áreiðan- lega sú eina rétta: Hrútur. tarfur, tvíburar, tel ég þar næst krabba og Iján. mey og vog og vitum, þar vorri birtist dreki sjón. Bogmaður, steingeit standa næst, stika vatnsberi og fiskar nær. Svo eru merkin sólar læst í samhendur þessar litlar tvær. Þetta skyldu menn nú læra vel. því þetta eru praktísk fræði eins og fleiri slík t. d. „ap. jún. sept. nóv. þrjátíu hver" o.s.frv. En áður en skilist er við stjörnufræðina er ekki úr vegi að benda á reikistjörnuna Venus, sem er nú glóbjört kvöldstjarna og sest, frá Dalvík séð, bak við fjöllin við Böggvisstaða/Upsadal. Menn skulu grípa færið meðan gefst og horfa vel á fegurstu stjörnu himinhvolfsins. Það er bráðum of seint að sjá ástastjörn- una fyrr en aftur í haust, <?f guð þá lofar. Gömul þula Norðurslóð fékk senda frá Ytra- Hvarfi þessa gömlu þulu, ásamt með vísunni um stjörnumerkin, sem birtist í síðasta blaði. Hrútur, boli, o.s.frv. Þessi þula er aftur á móti um gömlu nöfnin í mánuðunum. Gormánuð þann gumar kalla sem gerir byrja veturinn Ýlir miskunn veitir varla vondan tel eg Mörsuginn. Pá er von á þorra tetri. Penki eg Góu lítið betri. Einmánuður gengur grár. Gaukmánuður þar næst stár. Eggtíð honum eftir rólar, allvel lifir jörðin þá. Minnist eg á mánuð Sólar mun svo fleiru segja frá. Miðsumar og Tvímán tel. tek svo Haustmánuði vel. KEA Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum sínum bestu kveöjur og óskir um glebilegt sumar Þökk fyrir viðskiptin á iiðnum vetri KAUPFELAG EYFIRÐINGA ÚTIBÚIÐ Á DALVÍK

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.