Norðurslóð - 17.04.1991, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Stjómmálufundur á Dalvík
lO.apríl 1991.
Ég var að koma af pólitískum
kosningafundi, sem haldinn
var í Víkurröst kl 8-11 að
kveldi. Trúlega er þetta fjöl-
mennasti kosningafundur, sem
haldinn hefur verið á Dalvík
frá öndverðu. Salurinn var
þéttskipaður fólki úr bæ og
nágrenni. Reyndar voru fram-
bjóðendur sjálfír býsna fyrir-
ferðamikir því listsarnir eru 8,
sem hér eru á boðstólum, og
voru fulltrúar þeirra allra
mættir, hver hópur við sitt
borð svo flokksiínurnar
brengluðust ekki.
Svarfdælaflokkur
Einn ræðumanna, Arni Steinar
Jóhannsson. fyrsti maður á lista
Pjóðarflokksins - Flokks
ntannsins, lét þess getið, að lík-
lega hefði mátt búa þarna til nýj-
an flokk , Svarfdælaflokkinn, úr
þeim Svarfdælingum og Dalvík-
ingum, sem væru á listunum, því
auk hans voru meðal ræðumanna
kvöldsins þau Arna Jóhannsdótt-
ir á Dalvík, 6. maður á lista
Alþýðufiokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands, Elín
Antonsdóttir frá Dalvík, 5. mað-
ur á lista Samtaka um kvenna-
framboð, Jóhann Ólafsson Ytra-
Hvarfi, 9. maður á lista Heima-
stjórnarsamtakanna og Svanhild-
ur Arnadóttir. 3. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins. Og að auki
eru á samanlögðum listunum ein-
ir 6 Svarfdælir, sem ekki létu Ijós
sitt skína á þessum fundi.
Pessa hugmynd er mjög athug-
andi fyrir næstu kosningar. Fund-
arstjóri var bæjarstjórinn á
Daivík, Kristján Þór Júlíusson og
ritari Helgi Þorsteinsson.
Menningarlegur fundur
Fundurinn fór skipulega fram,
tvær umferðir og hafði hver listi
10-12 mínútur til umráða og
mátti skipta ntilli tveggja. Notaði
einhver listinn meira eða ntinna
en skammtinn sinn þá galt hann
þess eða naut í seinni umferð.
Að lokinni fyrri umferð var
spurningatími og komu fjölmarg-
ar spurningar frá fundarmönn-
um, munnlegar eða skriflegar
ýmist beint til ákveðins fram-
bjóðanda eða til þeirra allra. Sfð-
an hófst seinni lotan og svöruðu
listafulltrúar þá í sömu röð og
áður.
Þetta er víst ósköp venjulegt
fyrirkomulag og gafst vel.
Hér er ekki ætlunin að leggja
dóm á mál einstakra manna þótt
vissulega sé það hægt. Ekki eru
allir jafn vel máli farnir eða
snjallir að semja ávörp. Ekki eru
allir jafn vanir og fimir að taka
móti fljúgandi skeytum og senda
til baka. Og ekki hafa allir flokk-
ar jafngóðan málstað að verja.
En það verður að segjast, og það
er gott, að undantekningarlítið
að minnsta kosti héldu ræðu-
menn sig við efnið, töluðu
skynsamlega og hófsamlega og
reyndu ekki að neinu ráði að slá
sér upp á kostnað annarra með
útúrsnúningum og aulafyndni og
það var óvenjulega lítið af mjög
lélegum málflutningi. Sem sagt
menningarlegur fundur, öllum
hlutaðeigandi til sóma.
Þetta er nokkuð mikið sagt, en
látum mcnn njóta sannmælis.
Annað mál er það, að það er
dálítið sorglegt, að sjá þessa litlu
flokka, sem eru að berjast við að
þekkja sjálfa sig og skapa sitt eig-
ið andlit svo aðrir geti þekkt þá.
Ég er hræddur urn að fleirum en
greinarhöfundi gangi illa að
greina sundur t.d. lista frjáls-
lyndra, lista heimastjórnar-
samtakannna, og lista Þjóðar-
flokksins-Flokks mannsins. Og
hvar eru fólgnar leifarnar af bor-
garaflokki eða samtaka um jafn-
rétti og félagshyggju.
En látum svo vera, fyrirfram
veit maður aldrei „af hvaða barni
gagn verður" eins og máltækið
segir. Það er þó hætt við, að við
eigum eftir að upplifa mikinn
barnadauða á þessum vettvangi.
En svo rná bæta við orðum
skáldsins, sem sagði:
Og samt sem áður er alltaf verið að
deyja,
og undarlegt, að það hendir jafnt
snauða sem ríka.
Menn kváðu jafnvel deyja frá
hálfbyggðum húsum,
- og hinir? þeir deyja víst líka.
T.G.
EFSTU MENN Á LISTUM í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
A-listi
Sigbjörn Gunnarsson.
B-listi
Guöinundur Bjarnason.
Halldór Blöndal.
F-listi
Ingjaldur Arnþórsson.
Steingrímur J. Sigfússon.
H-listi
Bcnidikt Siguröarson.
Þ-listi V-listi
Árni Steinar Jóhannsson. Máhiifríöur Siguröardóttir.
Frænka Charleys
- enn einu sinni
Inga María Stefánsdóttir t.v. og Unnur María Hjálmarsdóttir til hægri í hlut-
vcrkum sínum.
21. mars sl. frumsýndi Leikfé-
lag Dalvíkur hinn sívinsæla
gamanleik; Frænku Charleys
eftir Brandon Thomas í sam-
komuhúsinu á Dalvík. Þegar
þetta er ritað eru sýningar
orðnar tíu talsins og hefur
aðsóknin verið mjög góð.
Frænka Charleys er án efa
það leikrit sem hvað oftast hef-
ur verið sett á svið hér á landi
og hefur það tvívegis áður ver-
ið fært upp hjá L.D. Hér er því
ekki verið að bera á borð nein
nýmæli og líklega er það þess
vegna sem óvenju margir hafa
lagt leið sína niður í Ungó að
þessu sinni og skemmt sér kon-
unglega.
Það sem gerir sýningar hjá
L.D. ólíkaröllum öðrum leiksýn-
ingum fyrir okkur heimamenn er
þessi einstaka upplifun að sjá
kunningja sína og sveitunga
skyndilega umbreytta í algerlega
nýju hlutverki og nýju ljósi,
strákurinn í sparisjóðnum er orð-
inn að pempíulegum skólapilti í
Oxford og húsfreyja úr sveitinni
breytt í forríka hefðarkonu frá
Suður Ameríku svo dæmi sé
tekið. Þennan þátt ánægjunnar
við að fara í leikhús hafa áhuga-
leikfélögin alltaf framyfir
atvinnuleikhúsin og þess vegna
finnst mér oftast nteira gaman í
leikhúsi á Dalvík en annars
staðar.
En svo byrjað sé á byrjuninni í
þessum verðandi leikdómi er best
að rekja ögn gang leiksins fyrir
þá sem ekki komust á hann.
Leikurinn fer fram á stúdenta-
garði Saint Olde’s College í
Oxford og fjallar í stuttu máli urn
það þegar tveir skólapiltar (leikn-
ir af Pálma Finnbogasyni og Þór-
arni Gunnarssyni) hyggjast ná
ástum tveggja ungmeyja (Yrsu
Harnar Helgadóttur og Heiðu
Bjasrkar Sturludóttur). Það er þó
ýmsum vandkvæðum bundið.
M.a. eru þær undir ströngu eftir-
liti fjárhaldsmanns síns (Stein-
þórs Steingrímssonar) sem hefur
gróðahyggjuna að leiðarljósi í
sínu starfi. Þegar fréttist af því að
forrík frænka annars piltsins
(Unnur María Hjálmarsdóttir) sé
á leið í heimsókn frá S.-Ameríku
ákveða félagarnir að beita henni
fyrir sig sem átyllu til að ná fund-
um ungmeyjanna. Þegar henni
síðan seinkar er ungur lávarður
(Sigurbjörn Hjörleifsson), skóla-
félagi piltanna dubbaður upp sem
frænkan. Þar með er hrundið af
stað allfiókinni atburðarás sem
annars vegar stjórnast af hams-
lausri ást ungu mannanna og hin-
svegar af peningaást fjárhalds-
mannsins sem vægast sagt rennir
hýru auga til fölsku frænkunnar
eða öllu heldur peninganna
hennar/hans.
Fleiri persónur koma við sögu.
Faðir annars stráksins (Albert
Ágústsson) sem fyrrum var von-
biðill hinnar réttu frænku,
afskaplega lúinn þjónn (Björgvin
Hjörleifsson) og ung munaðar-
laus fylgikona frænkunnar (Inga
María Stefánsdóttir) sem áður
var í tygjum við lávarðinn unga í
dulargerfinu.
Þetta er eins og allir sjá alger
farsi fullur af skringilegum ástar-
flækjum sem allar ganga þó upp í
endinn eins og nærri má geta.
En það er erfitt að leikstýra
ærslaleikjum svo vel fari. Eink-
um þarf að gæta þess að „halda
tempóinu“ eins og sagt er á
leikhúsmáli, þ.e. að allan tímann
sé nóg að gerast á sviðinu og
leikurinn detti aldrei niður í
neina lognmollu. Þetta virðist
mér leikstjóranum; Birni Inga
Hilmarssyni, hafa tekist með
ágætum. Leikurinn fór hægt af
stað en sótti stöðugt í sig veðrið
og náði hámarki í hamslausum
eltingaleik fjárhaldsmannsins og
gervifrænkunnar í kring um borð
og bekki, inn og út af sviðinu,
sem nálgaðist að verða einum og
hainslaus en varð það samt aldrei
alveg. Framsögn leikaranna var
yfirleitt mjög góð en það er veik-
ur hlekkur sem oft er til vand-'
ræða hjá áhugafólki. Þá þótti mér
ánægjulegt að sjá hvað mikið var
gert úr smærri hlutverkunum
ekki síður en þeim stærri. Þjónn-
inn sem fer með minnsta textann
í leikritinu var t.d. fyrir vikið í
einni aðalrullunni, þökk sé frá-
bæru látbragði og þjónslegum
töktum Björgvins Hjörleifssonar.
Sömuleiðis náði Albert að gera
sinn mann skemmtilega roskinn
og viðkunnalegan.
En þá er ég víst byrjaður að
tala um frammistöðu einstaka
leikara og best að ég haldi því
áfram enn um stund.
Einn helsti kostur sýningarinn-
ar frá sjónarhóli gagnrýnandans
var hversu leikur var jafn. Meðal
leikaranna var enginn veikur
hlekkur sem veikti alla keðjuna
svo tekin sé líking í anda ung-
mennafélaganna.
Stjörnur sýningarinnar voru
þeir Sigurbjörn og Steinþór cnda
bjóða hlutverk þeirra tæpast upp
á annað. (Raunar þótti mér
Björgvin einnig sýna stjörnutakta
á sinn hógværa hátt). Þeir tví-
menningar eru báðir reyndir á
sviði og það skilar sér. Sigurbjörn
hefur áður leikið í kvenmanns-
gervi enda sveiflar hann
blævæng, setur á sig snúð og and-
varpar af sönnum kvenlegum
þokka sem mörg glæsipían gæti
verið stolt af. Steinþór í hlutverki
Spettigue's fjárhaldsmanns var
sömuleiðis drepfyndinn einkum
þegar hann var kominn í ham og
farinn að mæðast af eltingaleikn-
um við meinta frænku Charleys.
Skólapiltarnir tveir, Pálmi og
Þórarinn, skiluðu sínum rullum
ágætlega. Hlutverkin eru að
sönnu ekki eins spaugileg og hin
tvö en þó tókst þeim að gera sína
menn býsna hlægilega á köflum,
Þórarinn með aulalegri ófrant-
færni en Pálmi með hástemmdum
ástarbríma.
Þá eru það ungpíurnar. Það
má raunar segja um öll kvenhlut-
verk í leikritinu að þau eru skrif-
uð nánast til uppfyllingar, til að
karlarnir geti leikið í kringu urn
þær ef svo má að orði komast.
Með það í huga er óhætt að segja
að þær Yrsa og Heiða hafi gert
sér góðan mat úr litlu, Heiða
þóttafull og matrónuleg til mót-
vægis við aulahátt elskhugans en
Yrsa treg í taumi og stríðin í
réttu hlutfalli við ákefðina í kær-
astanum. Unnur María var sann-
færandi rík ektafrænka í ótrúlega
rauðum kjól og Inga María svo
saklaus og hrein í hlutverki mun-
aðarleysingjans. Þar með eru
vonandi allir upp taldir.
Sviðsmynd Kristjáns Hjartar-
sona ver einkar sannfærandi enda
varð hún leiklistargagnrýnanda
Dags tilefni helmings umfjöllun-
ar sinnar um leikinn og hef ég
engu við það að bæta. Sömuleiðis
var lýsing Kristjáns greinilega
unnin af fagmennsku. Búningar
Þórunnar Þórðardóttur voru
sannfærandi og féllu vel að anda
verksins, einkum rauði kjóllinn.
Og þá er mér að lokum skylt að
þakka fyrir einkar vandaða, fróð-
lega og fallega leikskrá sent
Heiða Hilmarsdóttir og Þröstur
Haraldsson áttu veg og vanda að.
Þá tel ég að leikdómurinn sé
. fullkomnaður og öllu gerð þau
skil sem því ber. Einhverjir
kunna að spyrja hvort virkilega
ekkert hafi verið við sýninguna
að athuga. Sjálfsagt mætti tína
eitt og annað til ef grannt væri
leitað og hátíðlega á málum
tekið. En hér er á ferðinni gam-
anleikur sem síst af öllu er ætlað
að vekja áhorfandann til
umhugsunar um eitt eða neitt.
Tilgangurinn er sá einn að vekja
hlátur áhorfenda og það tókst
leikfélaginu svo sannarlega að
gera í þetta skiptið. Uppskrúfuð
listgagnrýni í vandlætingartón
væri hreinlega úr takt við eðli
leiksins.
Leikfélag Dalvíkur. Takk fyrir
skemmtunina og til hamingju
með leikinn.
Hjörleifur Iljartarson