Norðurslóð - 17.04.1991, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírnir
25. febrúar voru skírðir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
tvíburarnir Arni og Hjörtur. Foreldrar þeirra eru Rósa Baldurs-
dóttir og Fljörlcifur Hjartarson Laugahlíð. Sr. Lárus Halldórs-
son skírði.
28. mars var skírð í Dalvíkurkirkju Dagný. Foreldrar hennar
eru Jónína Vilborg Björgvinsdóttir og Davíð Stefánsson
(Stefánssonar), Karlsbraut 20, Dalvík.
28. mars var skírð í Dalvíkurkirkju Brynja. Foreldrar hennar
eru Rakel María Óskarsdóttir (Valtýssonar) og Gunnar Guðm-
undsson, Flyðrugranda 6, Reykjavík.
29. mars var skírður í Dalvíkurkirkju Karl. Foreldrar hans eru
Jóninna Gunnlaug Karlsdóttir (Sævaldssonar) og Guðmundur
Áskelsson, Mímisvegi 4, Dalvík.
30. mars var skírður í Dalvíkurkirkju Stefán. Foreldrar hans eru
Svala Karlsdóttir og Bragi P. Stefánsson, læknir, Svarfaðarbraut
20, Dalvík.
31. mars var skírð að Ásvegi 4, Dalvík, Kolbrún Kara. Foreldr-
ar hennar eru Harpa Hrönn Zophoníasdóttir og Páll Sigurþór
Jónsson (Finssonar), Bjarmastíg 3, Akureyri.
Fermingarbörn í Dalvíkurkirkju hvítasunnudag,
19. maí, kl. 10.30.
Aðalbjörg Þórey Ólafsdóttir, Brimnesbraut 21
Anton Örn Ingvason, Karlsrauðatorgi 22
Birna Rut Willardsdóttir, Svarfaðarbraut 30
Birgir Már Hannesson, Karlsrauðatorgi 26
Dagur Óskarsson, Svarfaðarbraut 11
Friðrikka Björg Antonsdóttir, Bjarkarbraut 19
Halla Ingvarsdóttir, Lönguhlíð 21, Ak.
Hallgrímur Hrafnsson, Sognstúni 4
Hafdís Heiðarsdóttir, Svarfaðarbraut 17
Heiðar Sigurjónsson, Reynihólum 10
Heiðdís Þorsteinsdóttir, Böggvisbraut 4
Heiðveig Nanna Halldórsdóttir, Sunnubraut 1
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Ásvegi 14
Jón Már Jónasson, Öldugötu 8
Margrét Magnúsdóttir, Hjarðarslóð 2e
Ólafur Helgi Rögnvaldsson, Dalbraut 8
Ólafur Ingi Steinarsson, Karlsbraut 9
Rakel Friðriksdóttir, Böggvisbraut 9
Rán Aðalheiður Lárusdóttir, Hólavegi 11
Stefán Friðrik Stefánsson, Böggvisbraut 25
Sveinn Arndal Torfason, Stórhólsvegi I
Sylvía Ósk Ómarsdóttir, Ægisgötu 3
Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, Böggvisbraut 11
Fermingarbörn í Svarfaöardal 26. maí 1991
Gunnlaugur Einar Sævarsson, Völlum
Karl Ingi Atlason, Hóli
Sigrún Árnadóttir, Ingvörum
Veggskjöldur
Fyrir síðustu jól var gerður
veggplatti með mynd af Urða-
kirkju í Svarfaðardal, teiknaður
af Lenu Zacharíassen í Dæli.
Til að auðvelda brottfluttum
Svarfdælingum í Reykjavík og
nágrenni, sem áhuga hafa að
eignast þessa platta, skal bent á
að þeir eru nú til sölu hjá Valde-
mar Óskarssyni formanni Svarf-
dælingasamtakanna. Getur fólk
hringt í hann í síma 680402 og
mun hann þá koma þeim til
þeirra sem þess óska. Einnig get-
ur fólk heimsótt hann á skrifstofu
hans að Skipholti 50 b, þar sem
þeir eru til sölu. Kostar stykkið
kr. 1200.
Þá var einnig gefið út póstkort
af Urðakirkju (og jólakort) og
eru bæði plattar og kort til sölu
hjá Hallgrími á Urðum í síma 96-
61538 og Margréti á Göngustöð-
um í síma 96-61533.
Sóknarnefnd Urðakirkju vill
þakka öllum þeim sem fært hafa
kirkjunni gjafir og áheit á s.l. ári
og einnig þeim sem stutt hafa hana
með kaupum á plöttum og
kortum.
Hafið þökk fyrir.
Sóknarncfnd Urðakirkju.
Bréf úr Vesturheimi
Svavar Tryggvason og sonurinn Bjarni geimfari.
Mikið lifandi skelfíng var
spenningurinn og eftirvænting-
in eftir bréfi að vestan mikil
hérna á öldinni sem leið, þegar
fólkið flykktist til Ameríku,
reif sig upp frá vinum og
vandamönnum og hvarf vestur
um haf, þaðan sem það mundi
trúlega aldrei eiga afturkvæmt.
Enn flyst fólk til Ameríku og
enn berst eitt og eitt bréf að
vestan, þótt allt sé nú orðið
breytt.
Meðal þeirra sem farið hafa
til Ameríku nýlega til lengri
eða skemmri dvalar eru Dalvík-
ingar, hjónin Sturla Kristjáns-
son og Ingigerður Snorradótt-
ir. Þau dvelja nú á vestur-
strönd Canada.í Bresku Kól-
umbíu.
Blaðið hefur fengið bréf frá
Ingu, skrifað í Vancouver 19.
mars. í lok bréfsins þakkar hún
kærlega fyrir blaðið og biður fyrir
kveðjur heim og er þeim hér með
komið á framfæri.
Ekki var þetta þó aðalinntak
bréfsins að vestan. Heldur er það
löngun hennar til að minna á
aldraðan Svarfdæling, Svavar
Tryggvason, sem býr ekki langt
frá þeim hjónum og þau hafa gott
samband við. Margir af eldri kyn-
slóðinni hér í byggð muna eftir
Svavari Tryggvasyni, sem ólst hér
upp bæði í sveitinni og á Dalvík,
skemmtilega, sífjöruga fríðleiks-
piltinum, sem allir vildu eiga að
vini og félaga. Undirritaður man
hann best „í sundinu" fram við
Sundskála, eins og það var orðað
í gamla daga. Þar var Svavar
hrókur alls fagnaðar. Svo var
hann allt í einu horfinn úr byggð-
arlaginu og mun lítið hafa komið
hér upp frá því. En hvert fór
hann og livað varð um hann?
í bréfi sínu lætur Inga þess
getið, að Svavar verði 75 ára þann
24. apríl en segir svo orðrétt:
Hann er fæddur í Reykjavík en
kom tæplega 7 ára til Dalvíkur
(sjá Dalvíkursögu II bls. 433-451
um Trýggva Valdimarsson) og
bjó á Hnjúki hjá Árna og Stein-
unni og á Dalvík til 17 ára aldurs.
Hann var við nám í Laugaskóla
og Verslunarskóla íslands og
lauk einnig prófi frá Stýrimanna-
skóla íslands árið 1943. Bjó í
Reykjavík og stundaði sjó-
mennsku til ársins 1953, en flutti
þá með konu sinni, Sveinbjörgu
Haraldsdóttur, og sex börnum til
Kanada. Þau eignuðust 7. barnið
í Kanada og eru þau öll á lífi, en
Sveinbjörg er látin. Meðal barna
þeirra er Bjarni Tryggvason
(Svavarsson), sem meðfyigjandi
ljósrit af grein í tímaritinu Mann-
líf er um.
Svavar hefur búið f Kanada frá
1953 og stundað sjómennsku á
meðan heilsan leyfði, en unnið
við ýmis störf eftir að liann fór í
land. Hann býr nú á heimili fyrir
aldraða, hefur litla íbúð út af fyr-
ir sig og hugsar alveg um sig
sjálfur. Hann talar íslensku eins
og hann hefði aldrei farið út fyrir
landsteinana en hefur þó aðeins
einusinni haft tækifæri til að fara
til íslands. Hann sendir innilegar
kveðjur heim í dalinn.
Þetta voru orð Ingu. En af við-
talinu í Mannlífi má lesa það, að
Bjarni sonur Svavars er þjálfaður
geimfari og lærdómsmaður mikill
í þar að lútandi fræðum, þó ekki
hafi hann enn fengið tækifæri til
að skutlast út í geiminn. Svo er
þó að skilja, að enn sé ekki
vonlaust að það tækifæri komi
áður en það er um seinan.
Og því má bæta við, að annar
sonur Svavars, Haraldur, hefur
verið mjög virkur í samtökum
Islendinga á vesturströnd Kanada
og stóð m.a. fyrir samsæti til
heiðurs forseta (slands í heim-
sókn hans til Kanada scint á átt-
unda áratugnum.
Við birtum hér eina eða tvær
myndir upp úr ljósriti af Mannlífi
í von um, að þær verði ekki
algjörlega mislukkaðar.
Að lokum sendir Norðurslóð,
sem Svavar fær og líkar vel. hon-
um innilegar afmæliskveðjur og
þakkar Ingigerði Snorradóttur
fyrir tilskrifið. Ritstj.
Fréttahomiö
/
Itogaradeilunni um páskana
þar sem sjómenn á ísfisktogur-
um Útgeröarfélags Akureyrar
lögðu niður vinnu vegna deilna
við stjórn útgeröarinnar um auk-
ið heimalöndunarálag kom upp
einkennileg staða hér á Dalvík.
Á togurum Útgerðarfélags Dal-
víkinga var ekki einhugur um
hvort fylgja ætti dæmi Akureyr-
inga eða ganga að tilboði útgerð-
arfélagsins um 41% heimalönd-
unarálag.
Mál þróuöust þannig að sjó-
menn á Björgúlfi lögðu niður
vinnu og gerðu kjarakröfur
Akureyringa að sínum en áhöfn-
in á Björgvin gekk að tilboði
útgerðarfélagsins og lét togarinn
úr höfn við kaldar kveðjur Björg-
úlfsmanna og sjómanna frá
Akureyri sem fjölmenntu á
bryggjuna með blóm í kveðju-
skyni!
Endir mála varð síðan sá að
samningar tókust milli stjórnar
Ú.A. og sjómanna eftir mikið
þóf. Heimalöndunarálagið var
lagt niður en í staðinn ákveðið að
verðleggja 15 % afla með hliö-
sjón af fiskmarkaðsverði. En að
fast verð yrði greitt fyrir 85% afla
eftir aflasamsetningu. Þennan
samning samþykktu og Björg-
úlfsmenn þannig að nú gilda tveir
afar ólíkir samningar á togurum
Ú.D. Ákveðið hefur verið að
endurskoða samninginn á
Björgvin til samræmis við Akur-
eyrarsamninginn þegar færi gefst.
Minnisvarði stórhríðar hjá Ytra-
Hvarfi sbr. síðasta tbl. Norðurslóð-
ar. Ljósm. S.H.
Kvenfélagið Tilraun í Svarf-
aðardal verður með kaffi-
sölu í Mötuneyti Húsabakka-
skóla á kosningadaginn 20. apríl
milli klukkan 2 og 5 e.h.
Leiðrétting
í fréttahorni Norðurslóðar í síð-
asta blaði var sagt frá gjöfum til
Heilsugæslustöðvarinnar á
Dalvík. Þar var sagt að Kvenfé-
lagið Vaka á Dalvík hefði gefið
stöðinni eyrnasmásjá, þetta er
ekki rétt, það voru Lionessur á
Dalvík sem gáfu smásjána með
aðstoð Lionsmanna. Kvenfélagið
Vaka hafði áður gefið Heilsu-
gæslustöðinni tæki til heyrnmæl-
inga. Þetta leiðréttist hérmeð, og
beðist er velvirðingar á missögn.
Græningjarnir Björgvin og Björgúlfur snúa skutum saman.