Norðurslóð - 25.09.1991, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgöarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Oalvík
Umsjón, dreifing og innheimta:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Stríð í Evrópu
Viö, sem þetta land byggjum, höfum úr fjarlægðinni
allt frá stríöslokum getað fylgst með atburðarás á
meginlandi álfu vorrar, Evrópu, sem er gjörsamlega ný
og óvænt svo maður trúir varla sínum eigin augum og
eyrum.
Hér er átt við þann samruna á efnahags/viðskipt-
asviði, sem orðinn er í álfunni vestanverðri og gengur
hér undir skammstöfuninni EB. Þetta eru þvílíkir stór-
viðburðir í okkar hluta heims, að jafnvel við, smæstir
og fjærstir allra Evrópubúa hljótum nauðugir viljugir
að eyða miklum hluta allrar opinberrar umræðu og
setja til starfa okkar skörpustu heila til að reyna að átta
okkur á, hvernig við eigi að bregðast, hvernig hagnast
megi á viðskiptum við hinn nýstárlega nágranna í risa-
líki og hvernig varast hætturnar, sem af tilvist hans
kunna að stafa. Margir líta til hans vonaraugum um
arðvænleg viðskipti, gull og græna skóga. Jafnmargir
eru skelfingu lostnir við tilhugsunina um þann kaldrifj-
aða auðvaldsjötun, sem hann oft virðist vera.
Svo eru enn aðrir, og kannske fjölmennasti hópur-
inn, sem eins og undirritaður gerir hvortveggja í senn,
að laðast að hinum kraftalega risa, EB, og óttast afl
hans.
Sagan um samskipti Evrópuríkja er ógnvekjandi
skrá og blóði drifíð nálega hvert blað. Tvær heimsstyrj-
aldir á þessari öld, sem báðar hófust sem stórvelda-
styrjöld í Evrópu, eru nægileg dæmi um þá ógn og
skelfing, sem gengið hafa yfir íbúa þessa hluta heims á
okkar öld einni saman. Engin meiri ógæfa gæti hent
okkur og alla heimsbyggðina en sú, að enn kæmi til
styrjaldar milli Evrópuríkja.
Samvinna þeirra og meirri og meirri sameining í
Efnahagsbandalagi EB eða Evrópusamfélagi EES, eins
og Bretar kalla það, hlýtur að vera helsta tryggingin
gegn því, að slíkir atburðir geti gerst aftur. Sé það rétt
ályktað er hægt að fyrirgefa margar ávirðingar og láta
sér lynda ýmislegt miður geðþekkt í ásýnd EB.
Þetta hefur verið von manna byggð á nokkru raun-
sæi og haldbærum rökum. Sem sagt, sameinuð, sterk
en samt friðsamleg Norðurálfa, sem gæti og mundi
halda reglu á sínu heimili og ekki þola, að viðgengjust
nein fjöldamanndráp.
Það eru því hörmuleg vonbrigði að verða vitni að
því, ef þessi kraftajötunn, EB, og allar hinar Evrópu-
stofnanirnar ætla að heykjast á að skakka leikinn á
Balkanskaga milli frænda og nágranna, sem eru ekkert
síður Evrópubúar heldur en við Norðurlanda menn eða
hverjir aðrir. Víst er þetta ekki auðvelt hlutverk þegar
hinar stríðandi þjóðir eru í þeim ham, að þær geta ekki
hugsað sér neina aðra lausn en að drepa hvor aðra.
En mikið má þó á sig leggja og einhverju til að hætta
til þess að slíkt blóðbað þessara þjóða eins og það, sem
varð í heimsstyrjöldinni, gerist ekki aftur nú. Því í
samanburði við það er allt það, sem nú fréttist af
átökunum austur þar, svo sem hver annar meinlaus
barnaleikur.
Það ber því enn að vona, að bandalag Vesturevrópu-
ríkja reki af sér slyðruorðið og láti sjá, að það eigi sér
markmið og tilgang annan og meiri en þann að auka
hagvöxt, auð og velsæld eigin ríkja.
HEÞ
á Húsabakka
ágúst 1991
Ættarmót
10.-11.
Við lifum á tímum ættarmóta hér á voru landi Islandi og reyndar
víðar í hinum vestræna heimi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að
rannsaka uppruna sinn og grafast fyrir ættarræturnar og skoða
jarðveginn, sem það er sprottið úr. Þetta er tvímælalaust af hinu
góða og treystir böndin milli lands og þjóðar.
Á síðastliðnu ágætissumri voru
haldin hér í byggðarlaginu nokk-
ur ættarmót (sumir vilja heldur
nota orðið niðjamót). Hér verður
fjallað í máli og myndum um eitt
hinna fjölmennustu móta af
þessu tagi, sem hér hefur verið
haldið
Stofninn
Hér var um að ræða mót af-
komenda Sigurjóns Alexanders-
sonar (1851-1927) bónda í Gröf
og eiginkvenna hans, Sigurlaugar
Jónsdóttur (1837-1881) og
Jóhönnu Sesselju Þorkelsdóttur
(1860-1946). Með þeim átti Sig-
urjón 8 (4+4) börn, sem upp
komust, og eru ættir komnar frá
6 þeirra. Stofninn er því 8-
greindur og eru greinarnar mis-
stórar mjög eins og að líkum
lætur.
f tilefni af mótinu hafði einn
afkomandinn, Jósep Sigurjóns-
son á Akureyri, tekið saman
niðjatal. Koma þar fram meira
en 700 nöfn afkomenda Sigurjóns
í Gröf og tengds fólks (tengda-
barna).
Á Húsabakka.
Höfuðstöðvar niðjamótsins voru
á Húsabakka í Svarfaðardal og
tíminn var 10-11. ágúst. Upp reis
á staðnum tjaldborg mikil og var
eitt tjald miklu mest, leigutjald
frá UMS N-Þingeyinga, sam-
komustaður mótsgesta, einkum
til að mæta hugsanlegu votviðri.
Enfremur reis upp myndarlegt
„Tivoli" fyrir yngsta ættliðinn.
Veður var hið besta og gerði
sitt til að mótið fór hið besta fram
í alla staði og samkvæmt pró-
grammi.
Fjöldi mótsgesta var hátt á 3.
hundrað og saman til borðs í Vik-
urröst um kvöldið 10. ág. voru
267. Á Húsabakka fór fram
dagskrá: Setning Stefán Arn-
grímsson, minningarræða um
ættforeldrana Helgi Símonarson,
kvæði til afa Filippía (Hugrún)
Kristjánsdóttir , söngur og leikir.
Þá var ekið hringferð um dalinn
og komið við í Vallakirkjugarði
þar sem elsti maður á niðjamót-
inu, Helgi Símonarson á Þverá,
maður þá tæplega 96 ára, lagði
blóm á leiði Sigurjóns í Gröf, sjá
mynd.
Ræða Helga, sem hann flutti á
Húsabakka verður birt hér lítið
eitt stytt.
Á Dalvík
í Víkurröst á Dalvík var sameig-
inlegt borðhald um kvöldið. Þar
fóru fram skemmtiatriði í máli og
söng. Systkinahópar höfðu æft
saman, enda er margt góðra
söngkrafta í ættinni. Mótið stóð
fram á sunnudaginn 11. ágúst.
Eftir hádegi þann dag var tjald-
borgin tekin niður og hver hélt til
síns heima í sveitinni, á Dalvík, á
Akureyri, í Skagafirði, Reykavík
og enn fleiri stöðum þar sem
þessi sterki ættarmeiður hefur
skotið rótum.
Helgi Símonarson flytur ræðu 96
ára.
Ræða Helga
Símonarsonar
(/ upphafi ræðu sinnar ræddi
H.S. um langafa sinn. Alexander
föður Sigurjóns í Gröf. Peim
kafla er sleppt hér úr með leyfi
vegna plássleysis.)
ÁGÆTU FRÆNDUR,
FRÆNKUR OG AÐRIR
ÁHEYRENDUR.
Við erum hér saman komin til að
heiðra minningu Sigurjóns í Gröf
og kvenna hans. Mun reynt að
segja örlítið frá þeim, einkum
Sigurjóni. Sá mismunur stafar þó
ekki af því, að hlutur húsfreyj-
anna væri smár. Þeim var ekki
síst að þakkka, að Grafarheimil-
ið bjargaðist á þeirra tíð. En það
er nú svo, að jafnan hefur minna
orð farið af afrekum kvenna en
karla, væri „bara“ um húsmóður
að ræða. En er ekki jafn lofsvert
þegar beitt er dugnaði, hyggind-
um og hlýleika í starfi, hvort sem
unnið er innan heimilis eða utan?
Sigurjón, afi minn, ólst upp
hjá foreldrum sínum fyrstu ár
ævinnar við þröngan kost. Þegar
hann var sex ára fór hann með
þeint til Ólafsfjarðar og var þar í
fjögur ár, þá var aftur flutt í
Svarfaðardalinn. Tólf ára vistað-
ist afi sem léttadrengur til Gísla
Magnússonar í Gröf. Þar hafði
hann gott atlæti og nóg að borða.
Alsystkini afa voru þrjú, sem
upp komust: Sigurður, en hann
dó átján ára. Guðlaug er giftist
Jóni bónda Jónssyni á Sauðanesi.
Eignuðust þau fjölda barna.
Guðlaug andaðist í Miðbæ hjá
Björgu dóttur sinni. Þá var
Kristján, sem lengi bjó í Garða-
koti. Kona hans hét Jóhanna Sig-
urðardóttir, ættuð af Snæfells-
nesi. Mörg síðustu ár ævinnar
voru þau í húsmennsku á Braut-
arhóli og þar dóu þau bæði. Þau
voru barnlaus.
Nítján ára kvæntist afi Sigur-
laugu Jónsdóttur. Hún fæddist á
Hnjúki 13. september 1837, dótt-
ir Jóns bónda Þórðarsonar, en
hann var þá á milli kvenna. Móð-
irin hét Þórunn Jónsdóttir frá
Uppsölum og var vinnukona hjá
Hnjúksbóndanum. Þær mæðgur
höfðu nú lengi verið í Gröf, Þór-
unn bústýra hjá Gísla og föður
hans. Sigurlaug var sögð greind
og bókhneigð en frekar þreklítil.
Nokkur aldursmunur var rnilli
þeirra hjóna, en eg held að sam-
búð þeirra hafi blessast vel. Þeim
hjónum varð sjö barna auðið.
Þrír drengir létust í æsku, en
hin voru: Kristján Tryggvi, f. 10.
júní 1870, d. 15. sept. 1944,
bóndi á Brautarhóli, kvæntur
Kristínu Kristjánsdóttur frá
Ytra-Garðshorni.
Guðrún Jóhanna, f. 5. Janúar
1872, d. 4. júní 1948, maki
Símon Jónsson skagfirskur.
Þórunn Ingibjörg, f. 10 janúar
1874, d. 5. maí 1943, maki Jón
Gunnlaugsson, verkamaður í
Glerárhverfi.
Filippía. f. 17. sept. 1875, d.
25. ágúst 1958, gift Stefáni Arn-
grímssyni bónda í Gröf.
Sigurlaug kona afa, andaðist í
Gröf 23. nóv. 1881.
Síðari kona afa hét Jóhanna
Sesselja, f. 16. okt. 1860, Þor-
kelsdóttir, vinnumanns á Há-
mundarstöðum á Árskógsströnd.
Móðirin var Sesselja Alexanders-
Helgi leggur blóm á leiöi Sigurjóns afa síns í Vallakirkjugarði. Ljósm. Guðrún Lárusdóttir.