Norðurslóð - 25.09.1991, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.09.1991, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Ljósm. ZJ. Stebbi fór í humátt á eftir á Peilodernum og þurfti aðeins að ýta aftaná vagninn í síðustu brekkunum. Annars gekk ferðin vel og tók um þrjá og hálfan tíma. Áður en lengra er haldið er rétt að geta nokkurra áhuga- manna til viðbótar sem staðið hafa í þessu með þeim tví- menningum. Skal þar nefna Óla Þór Ragnarsson apótekara, Sigurð Kristjánsson, Guðmund Jónsson hjá Olís og Sigurð Lúð- víksson tannlækni. Auk þeirra voru með í ferðinni tveir hand- langarar, þeir Magnús Marinós- son Búrfelli og Hlyni Jón Gísla- son Hofsá. Þess má og geta í framhjáhlaupi að þessi óformlegi félagsskapur hefur í sumar einnig staðið í húsbyggingu ásamt vél- sleðamönnum á Akureyri í svo- nefndu Landakoti á Sprengi- sandi inn af Þormóðsstaðadal í Eyjafirði. Greiðlega gekk að lyfta húsinu upp af vagninum og koma því niður á undirstöðurnar. Er þá bara eftir að ganga endanlega frá festingum fyrir veturinn. . Að sögn Zóphónías var húsið áður vinnuskúr við Krötluvirkjun og fékkst fyrir 75 þúsund krónur. Annað eins hafa þeir félagar lagt í endurbætur og undirbúning svo varla er hægt að tala um dýrt fyrirtæki í þessu sambandi. Skálinn er 2.40 x 5.40 að utan- máli, einangraður í hólf og gólf og þiljaður niður í forstofu og betri stofu. I betri stofuna er komið borð og stólar og nú er hægt að drekka þar kaffi með töluvert mikilli ánægju. Ekki hefur skálinn enn verið formlega vígður né heldur ákveð- ið hvað barnið á að heita . Eru lesendur hér með hvattir til að hugsa upp eitthvert gott nafn og koma hugmyndinni á framfæri við einhvern hlutaðeigandi. Að endingu sagði Soffi að skálinn væri öllum opinn sem leið ættu um Heljardalsheiði hvort heldur á vetri eða sumri, gang- andi, akandi eða ríðandi, svo fremi að þeir gengju almennilega um og tækju til eftir sig. Að lokum skal hér rifjuð upp gömul draumvísa eftir ónefndan draug sem vissulega hefði þegið að vélsleðamenn hefðu verið nokkrum öldum fyrr á ferðinni með húsið. Lykkja varð a leiðinni. Langar voru stundir. Heijardais á heiðinni hvíli eg snjónum undir Hj.Hj. P.S. Hér kemur 1. tillagan: Helja skal barnið heita, hvað annað? Ritstj. Hús á Helju - Yaskir vélsleðamenn Heljardalsheiði er eins og allir vita gömul þjóðbraut úr Svarf- aðardal yfír í Kolbeinsdal í Skagafírði. Öldum saman var hún ein helsta umferðaræð manna og hesta yfír hálendi Tröllaskagans og hefur vart liðið sá dagur yfir sumartím- ann, að ekki ætti einhver Ieið um heiðina. Með tilkomu bfls- ins og bílvegar yfir Öxnadals- heiði Iagðist hinsvegar umferð um heiðina af að mestu Þó að alltaf hafí þó nokkrir gert það að gamni sínu að fara þessa leið ríðandi eða gangandi. Árið 1988 stóð Póstur og Sími að lagningu ljósleiðara vítt og breitt um landið og var honum valin leið um Heljardalsheiði (eins og Landsímanum 1906). í sambandi við þær framkvæmdir var ruddur jeppavegur yfir heið- ina og fór þá umferð manna þar að aukast að nýju. Vegur þessi er enn vel fær jeppum og töluvert ekinn þann skamma tíma árs, sem snjólaust er á fjöllum. Vélsleðagæjar En það eru líka annarskonar vél- knúin farartæki, sem í stór- aukn- um mæli eiga leið um heiðina, og það einkum þegar snjór er mestur. Það eru vélsleðar - og að sjálfsögðu vélsleðamenn þar ofan á. Skulu nú tveir slíkir nefndir til sögunnar: þeir Zóphónías Jón- mundsson á Hrafnsstöðum og Stefán Árnason frá Hæringsstöð- um Þessir menn hafa árum saman gert sér það að leik að bruna á sleðum sínum þvert og endilangt yfir fjallgarðinn og raunar yfir þvert og endilangt ísland ef svo ber undir. Fyrir einhverjum árum byrj- uðu þeir að ræða þá hugmynd, að gaman væri að geta staldrað við á Helju og komist þar í húsaskjól með kaffisopann og nestið á köldum vetrardögum. Hús á leið til heiða. Varðar mestu að allra orða/undirstaða sé réttleg fundin. Stefán var síðan fenginn til að ryðja umræddan vegaslóða á ýtu sinni í tengslum við ljósleiðarann og í hjáverkum steyptu þeir félagar undirstöður í 9 olíutunn- ur um 50 m. norð-vestan við Stóruvörðu sem margir kannast við. Það var svo 25. ágúst s.l. að ekið var með húsið á vagni aftan í traktornum hans Soffa sem leið liggur upp á heiðina. Nokkrir vélsleðamenn. F.v. Stefán, Guðmundur, Sigurður, Magnús, ÓIi Þór og Hlyni Jón. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík Daivíkingar - Svarfdælingar - Gestir AUir eigq erindi í sparisjóðinn Sparis j óðurinn Ráðhúsinu • Dalvík • Sími 61600 Haldreipi í heimabyggð

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.